Færslur eftir höfund:

Ritstjórn Kjarnans

Þríeykið fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
17. júní 2020
Guðrún Johnsen.
Búið að vinna stríðið við veiruna og komið að stjórnmálamönnum að vinna friðinn
Doktor í hagræði segir að þrátt fyrir langan lista af ýmiskonar opinberum úrræðum vegna COVID-19 séu engin áform um að byggja sæmilega brú fyrir atvinnurekendur og launþega. Aðgerðirnar séu mun frekar annað hvort reipi eða róla.
16. júní 2020
Þorvaldur Gylfason
Félag prófessora við ríkisháskóla mótmælir harðlega pólitískum afskiptum fjármála- og efnahagsráðuneytisins
Félags prófessora við ríkisháskóla hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ráðningar ritstjóra fræðitímaritsins Nordic Economic Policy Review.
16. júní 2020
Hlutur ferðaþjónustunnar stóð í stað síðustu fjögur ár
Samkvæmt Hagstofunni drógust heildarútgjöld erlendra ferðamanna hér á landi saman milli áranna 2018 og 2019 en jukust hjá innlendum ferðamönnum.
16. júní 2020
Calmfors segir Dagens Nyheter að málið gæti skaðað trúverðugleika NEPR
Sænska blaðið Dagens Nyheter fjallar um ráðningarmál Þorvalds Gylfasonar á vef sínum í kvöld og hefur eftir sænska hagfræðiprófessornum Lars Calmfors að málið gæti rýrt trúverðugleika fræðatímaritsins NEPR.
15. júní 2020
Hjón um áttrætt gefa út „Ég á mér líf“
Hjón sem hafa í 30 ár meðal annars spilað tónlist í afmælisboðum, brúðkaupum eða öðrum samkundum hafa tekið upp plötu og safna fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
14. júní 2020
Síðasti maðurinn sem lýst var eftir. Hann fannst síðdegis á sunnudag.
Búið að finna alla eftirlýstu mennina
Allir sex rúmensku ríkisborgararnir sem komu til landsins fyrir fimm dögum hafa verið handteknir. Að minnsta kosti tveir þeirra reyndust með virkt COVID-19 smit og smita því aðra.
14. júní 2020
Lýst eftir tveimur Rúmenum sem talið er að gætu verið smitaðir af COVID-19
Þrír af sex rúmenskum ríkisborgurum sem komu til landsins fyrir fimm dögum voru handteknir í gær. Tveir þeirra reyndust með virkt COVID-19 smit og smita því aðra. Lögreglan leitar af hinum þremur.
14. júní 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Vonar að Katrín verði ekki búin að gleyma nýlegri grein sinni eftir næstu kosningar
Formaður Samfylkingarinnar segir að það sé ekki nóg að setja falleg orð niður á blað. Það sé algjörlega tilgangslaust nema því sé framfylgt með því að mynda þannig ríkisstjórn. Slík sé ekki við völd í augnablikinu.
13. júní 2020
Ferðamenn mega bóka sér gistingu í Kaupmannahöfn á mánudaginn.
Danska stjórnin skipti um skoðun eftir gagnrýni ferðaþjónustunnar
Þeim ferðamönnum sem verður leyft að fara til Danmerkur á annað borð frá og með mánudeginum verður nú einnig heimilt að gista í Kaupmannahöfn. Danska ríkisstjórnin hlustaði á háværar gagnrýnisraddir ferðaþjónustunnar.
12. júní 2020
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.
Guðni með 91 prósent fylgi en stuðningsmenn Trump á Íslandi styðja Guðmund Franklín
Guðmundur Franklín Jónsson nýtur meiri stuðnings hjá stuðningsmönnum Donald Trump á Íslandi en sitjandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson.
9. júní 2020
Guðrún Johnsen.
Guðrún Johnsen ráðin efnahagsráðgjafi VR
Stærsta stéttarfélag landsins hefur ráðið Guðrúnu Johnsen sem efnahagsráðgjafa. Hún mun einnig sinna rannsóknarstörfum á sviði rekstrarhagfræði og fjármála- og stjórnarhátta fyrirtækja.
9. júní 2020
Icelandair Group ætlar í hlutafjárútboð í lok þessa mánaðar og stefnir að því að safna allt að 29 milljörðum króna.
Ekki skynsamlegt fyrir lífeyrissjóði að leggja mikið undir í íslensku flugfélagi
Beinast liggur við að sækja nýtt hlutafé í Icelandair til útlanda að mati forstöðumanns Hagfræðistofnunnar HÍ. Ekki sé víst að Icelandair hætti rekstri þótt það fari í þrot. Lánardrottnar gætu samið við fyrri stjórnendur um að halda rekstrinum áfram.
8. júní 2020
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu.
Namibísk yfirvöld ætla að bjóða upp kvótann sem áður fór til Fishcor
Namibíska ríkisstjórnin ætlar sér að setja þann kvóta sem áður var úthlutað til ríkisútgerðarinnar Fishcor á uppboð. Þetta er gert til að fá auknar tekjur af aflaheimildunum og auka gagnsæi, segir sjávarútvegsráðherra landsins.
8. júní 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ krefst þess að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar
Alþýðusamband Ísland vill meðal annars að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar í 318 þúsund krónur og að tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verði lengt tímabundið úr þremur mánuðum að hámarki í sex mánuði.
8. júní 2020
Runir
Í nýju spili nota spilarar verkfæri (teningakastið) og orkuna sína (kristalla) til að rista Fuþark rúnateina. En orkan er takmörkuð svo það þarf að finna hagkvæma leið til að nýta hana sem best.
7. júní 2020
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
6. júní 2020
Jane Goodall fór á þrítugsaldri inn í skóga Tansaníu og dvaldi þar lengi í hópi simpansa. Rannsóknir hennar gjörbreyttu þekkingu manna á öðrum dýrategundum.
Mannkynið er „búið að vera“ ef það skiptir ekki um kúrs í kjölfar COVID
„Við erum komin að tímamótum í sambandi okkar við náttúruna,“ segir Jane Goodall sem barist hefur verið náttúruvernd í sex áratugi. Hún segir að nú hafi opnast lítill gluggi til að gera róttækar breytingar svo koma megi í veg fyrir frekari hörmungar.
5. júní 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Ráðherra segir að pakkaferðafrumvarp hennar hafi ekki meirihluta á þingi
Frumvarp Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur um að heimila ferðaskrifstofum að borga neytendum í inneignarnótum í stað peninga mun ekki verða afgreitt á Alþingi. Hluti stjórnarþingmanna styður það ekki.
4. júní 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Hálfur milljarður í þróun á bóluefni frá Íslandi
Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum.
4. júní 2020
Fosshótel Hellnar er hluti af Íslandshótelum.
722 samtals sagt upp hjá tveimur hótelum og Bláa lóninu
Samtals var 722 starfsmönnum sagt upp í þremur stærstu hópuppsögnum maímánaðar; hjá Bláa lóninu, Flugleiðahóteli og Íslandshóteli. Vinnumálastofnun bárust 23 tilkynningar um hópuppsagnir í maí.
4. júní 2020
Reynt að brjótast inn í tölvukerfi Reiknistofu bankanna
Brotist var inn í ysta netlag og eru engar vísbendingar um að komist hafi verið inn í kerfi Reiknistofu bankanna og viðskiptavina.
4. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
3. júní 2020