Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
20. október 2021
Rannsókn á Samherja hófst eftir opinberum á starfsháttum fyrirtækisins í Namibíu síðla árs 2019. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, sést hér fyrir nokkrum árum síðan með samstarfsaðilum í útgerð fyrirtækisins í Namibíu.
Skattrannsókn á Samherja komin yfir til héraðssaksóknara
Rannsókn embættis skattrannsóknarstjóra, sem var lagt niður í fyrri mynd á þessu ári, á meintum skattalagabrotum Samherja í tengslum við starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, er nú komin yfir til héraðssaksóknara.
20. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
19. október 2021
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
18. október 2021
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
18. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
17. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
16. október 2021
Þórður Snær Júlíusson
Siðferðislega gjaldþrota fyrirtæki með lýðræðið í lúkunum
16. október 2021
Leigjendur búa almennt við minna húsnæðisöryggi en þeir sem eiga það húsnæði sem þeir búa í, og þurfa þar af leiðandi að flytja oftar.
Helmingur leigjenda fær húsnæðisbætur
Þegar heimsfaraldur kórónuveiru skall á fjölgaði þeim sem fengu greiddar húsnæðisbætur umtaslvert. Fjöldi slíkra heimila var um 16.500 í fyrra en fjöldin fór vel yfir 17.000 á fyrstu mánuðum ársins 2021 eftir að frítekjumark húsnæðisbóta var hækkað.
15. október 2021
Af þeim samningum sem þegar hafa verið þinglýstir voru nær 900 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði með útgáfudag í ágúst. Þeir hafa ekki verið færri síðan í maí 2020.
Í fyrravor voru tæplega 4.000 íbúðir til sölu – Þær eru nú 1.400 talsins
Gríðarlegur samdráttur í framboði á íbúðum er meginástæða þess að fasteignamarkaðurinn er að kólna. Þar spilar þó líka inn í hærri vextir, miklar verðhækkanir og aðgerðir Seðlabankans til að draga úr skuldsetningu heimila til íbúðarkaupa.
14. október 2021
Íslandsbanki var skráður á markað í júní.
Íslandsbanki nú 250 milljarða króna virði og hefur aldrei verið verðmætari
Virði hlutabréfa í Íslandsbanka hefur aldrei verið hærra en við lokun markaða í dag. Sá hlutur sem ríkið seldi í bankanum í júní hefur hækkað um 32,2 milljarða króna, eða 58 prósent.
13. október 2021
Fjárfestingafélag Björgólfs Thors lánaði yfir einn milljarð til félagsins sem keypti DV
Aðkoma Novators að kaupum og rekstri DV og tengdra miðla haustið 2017 hefur reynst afar kostnaðarsöm. Miðlarnir runnu inn í Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins, í fyrra og lítið sem ekkert mun greiðast til baka af lánunum.
12. október 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Næstum sex af hverjum tíu vilja Katrínu áfram sem forsætisráðherra
Þrátt fyrir að Vinstri græn hafi tapað fylgi í síðustu kosningum, og fengið 12,6 prósent atkvæða, vilja langflestir landsmenn Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra. Kjósendur hinna stjórnarflokkanna vilja frekar að hún leiði en þeirra formenn.
12. október 2021
Sannkristinn ræðukóngur sem beitti sér gegn þungunarrofi, afglæpavæðingu og orkupakkanum
Birgir Þórarinsson hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn, flokk sem sem hann sagði síðast í vor að hefði brugðist í mörgum málum.
12. október 2021
Birgir Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Birgir segir forystu Miðflokksins hafa unnið markvisst gegn sér í lengri tíma
Birgir Þórarinsson segir að veist hafi verið að heimili sínu eftir að hann skipti um flokk. Hann fullyrðir að lykilfólk í Miðflokknum hafi unnið gegn honum skipulega frá áramótum og ástæðan sé sú að hann hafi gagnrýnt framferði þeirra í Klaustursmálinu.
12. október 2021
Síðasta stóra skráning á markað var skráning Íslandsbanka. Í aðdraganda hennar var 35 prósent hlutur í bankanum seldur, meðal annars til lífeyrissjóða.
Innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóða vaxið um næstum 400 milljarða á einu ári
Íslenskir lífeyrissjóðir eiga nú hluti í skráðum íslenskum félögum sem metnir eru á 1.110 milljarða króna. Til samanburðar náði eign þeirra í fyrirhrunsmarkaðnum á Íslandi mest að vera metin á 470 milljarða króna.
11. október 2021
Karl Gauti Hjaltason.
Segir upplýsingar til um „að kosningalög hafi verið brotin á fleiri þáttum þetta síðdegi“
Frambjóðandi Miðflokksins segir vísbendingar um að „fleiri alvarlegir misbrestir“ hafi verið til staðar við talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Hann vísar í frásagnir „einstakra kjörstjórnarmanna um atburðarás um hádegisbil á sunnudeginum“.
11. október 2021
Íslendingar borga miklu meira fyrir mat, föt og skó en íbúar ESB en miklu minna fyrir rafmagn til heimila þar sem seljandinn er í opinberri eigu.
Vísbendingar um að öflug samkeppni skiptir meira máli en hver á fyrirtækin
Skýrsla sem var tilbúin í fyrra, en ekki birt fyrr en nýverið, færir rök fyrir því að það skipti ekki endilega máli hver eigi fyrirtæki. Neysluverð á Íslandi er 54 prósent yfir meðaltali ESB en raforkuverð hér er 35 prósent lægra en innan sambandsins.
9. október 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Félagið sem erfði tæpan helming í Samherja hagnaðist um 3,2 milljarða króna í fyrra
Börn Þorsteins Más Baldvinssonar eiga 43 prósent í Samherja hf. Þau fengu þann hlut sem fyrirframgreiddan arf og með því að kaupa eignir af foreldrum sínum á árinu 2019. Eignir félags þeirra eru bókfærðar á tæplega 40 milljarða króna.
9. október 2021
Birgir Þórarinsson, fyrrverandi þingmaður Miðflokksins.
Yfirgefur Miðflokkinn tveimur vikum eftir að hafa verið kjörinn á þing fyrir hann
Birgir Þórarinsson hefur gengið til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Hann var kjörinn á þing fyrir Miðflokkinn í annað sinn 25. september síðastliðinn. Birgir segir að traust milli hans og forystu Miðflokksins hafi brostið.
9. október 2021
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki hægt að mynda aftur ríkisstjórn um ekki neitt nema völd og stöðugleika
9. október 2021