34 færslur fundust merktar „þjóðkirkjan“

Teymi þjóðkirkjunnar hætt að kanna mál konu sem ásakaði prest um kynferðisbrot
Kona sem segir prest innan þjóðkirkjunnar hafa beitt sig kynferðisofbeldi fyrir ellefu árum síðan leitaði til teymis kirkjunnar vegna þess í nóvember í fyrra. Presturinn var sendur í leyfi í kjölfarið.
20. ágúst 2022
Birgir Þórarinsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Segir að Ísland sé réttarríki – en ekki ríki geðþóttavalds og lögleysu
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fjallaði m.a. um gildi kristinnar trúar á Alþingi í dag og sagði að það væri sorglegt að sjá hvernig forsætisráðherra hefði upp á síðkastið mátt sitja undir „rætinni illmælgi“ af hálfu sóknarprests.
1. júní 2022
Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna í Reykjavík.
Langar að þjóðnýta kirkjuna og leggja hana síðan niður
Borgarfulltrúi Vinstri grænna segir að hana langi að þjóðnýta kikjuna og „leggja allt niður sem tengist henni“. Hún telur jafnframt að skrif og ummæli séra Davíðs Þórs Jónssonar séu ekki eðlileg.
27. maí 2022
Gunnar Jóhannesson
Prestur svarar Pírata!
27. apríl 2022
Gunnar Jóhannesson
Trú Björns Levís Gunnarssonar
21. mars 2022
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Efnahags- og viðskiptanefnd vill hækka sóknargjöld um mörg hundruð milljónir
Til stóð að taka til baka tímabundna hækkun á sóknargjöldum á fjárlögum í ár. Biskupsstofa tók það óstinnt upp og sagði trúfrelsi í landinu stefnt í hættu. Efnahags- og viðskiptanefnd hefur ákveðið að hækka sóknargjöldin aftur.
24. desember 2021
Prestur leystur tímabundið frá störfum vegna ásakana um kynferðisbrot – „Ég vil ekki sitja með þetta í hjartanu lengur“
Kona sem sakar prest um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir 10 árum gagnrýnir þjóðkirkjuna fyrir viðbrögð við ásökununum en hún hefur nú leitað til teymis kirkjunnar í von um að fá úrlausn sinna mála.
22. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
4. desember 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
22. október 2021
Kostnaður við rekstur þjóðkirkjunnar greiðist úr ríkissjóði þar sem kirkjan og ríki eru ekki aðskilin hérlendis.
Prestar ósáttir við tillögu um að hætta að rukka fyrir hjónavígslur, skírnir og útfarir
Lagt hefur verið til að hætt verði að rukka fyrir aukaverk presta. Það þyki fráhrindandi að prestur sem þjónar fólki á gleði- og sorgarstundum sendi viðkomandi síðan reikning. Einkum sé þetta „slæm birtingarmynd þegar um efnalítið fólk er að ræða.“
18. október 2021
Höfuðstöðvar þjóðkirkjunnar eru í Katrínartúni í Reykjavík.
Hátt í 150 þúsund manns standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim sem standa utan þjóðkirkjunnar hefur fjölgað um 112 þúsund frá aldamótum. Það eru fleiri en samanlagður íbúafjöldi Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
14. ágúst 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins.
Vill að biskup verði áfram embætti en ekki starf
Þingmaður Miðflokksins ætlar að ábyrgð „biskups til andlegrar forystu í kirkjunni og umsjónarskylda biskups gagnvart kenningu og siðum hennar hafi þá ekki lengur þann styrk sem biskupsembættið hefur haft“ ef hlutverk hans verður skilgreint sem starf.
9. júní 2021
Reykjavíkurborg styður brottfall laga um Kristnisjóð
Í umsögn sinni segir borgin það eðlilegt að sveitarfélög hafi sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin landsvæði og að gætt sé að jafnræði milli trú- og lífsskoðunarfélaga með brottfalli laga um Kristnisjóð. Biskupsstofa ekki jafn hrifin af brottfalli laganna.
31. mars 2021
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Telur að menningararfur kristni eigi að vera grundvöllur kennslu á öðrum trúarbrögðum
Biskupsstofa telur að frumvarp þingmanna um að hefja kristinfræðikennslu í grunnskólum að nýju vera vitnisburð um nauðsyn „nálgun og þekking á okkar sameiginlegu kristnu rótum sé ennþá mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr.“
18. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
5. mars 2021
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Mikil fylgni milli stjórnmálaskoðana og trúar á meðal Íslendinga
Fólk á barneignaraldri vill mun síður að að kristi­legar trú­arat­hafn­ir, bænir eða guðs­orð ættu að vera liður í starfi skóla en eldra fólk sem á ekki lengur börn í skólum. Yngra fólk og menntaðra fólk er ólíklegra til að telja sig trúað en eldra fólk.
8. nóvember 2020
Höfuðstöðvar þjóðkirkjunnar.
Þorri yngra fólks er fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju og telur sig ekki eiga samleið
Aldur, menntun og stjórnmálaskoðanir er ráðandi breytur í afstöðu Íslendinga til þess hvort að aðskilja eigi ríki og kirkju. Einungis 6,4 prósent landsmanna á aldrinum 18-29 ára telur sig eiga mikla samleið með þjóðkirkjunni.
7. nóvember 2020
Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.
Meirihluti hlynntur aðskilnaði og fjórðungur segist eiga mikla samleið með þjóðkirkjunni
Könnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári sýnir að yfir 54 prósent landsmanna er hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju en um fimmtungur þeirra er andvígur honum. Tæpur helmingur er á móti kristilegum trúarathöfnum, bænum eða guðsorði í leik- og grunnskólum.
21. október 2020
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður málsins.
Þörf fyrir kristinfræðikennslu í skólum meðal annars rökstudd með fjölgun innflytjenda
Þingflokkur Miðflokksins, ásamt tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokks, vilja að kristinfræði verði aftur kennd í skólum. Þeir telja að þekking á kristni sé „forsenda skilnings á vestrænni menningu og samfélagi“.
12. október 2020
Örn Bárður Jónsson
Fordómar Sapiens
10. ágúst 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
11. júlí 2020
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
7. desember 2019
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Ráðherra segir óhjákvæmilegt að stefna að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju
Ráðherra kirkjumála, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, segir að sjálfstæð kirkja, óháð ríkisvaldinu, samrýmist betur trú- og skoðanafrelsi en sérstaðan sem þjóðkirkjan njóti í íslenskri stjórnskipan. Rúmur þriðjungur þjóðar er ekki í þjóðkirkjunni.
4. nóvember 2019
Nú má spila bingó á föstudaginn langa
Alþingi samþykkti í gær að fella niður ákvæði í lögum um helgidagafrið sem bannar tiltekna þjónustu, skemmtanir og afþreyingu á tilgreindum helgidögum þjóðkirkjunnar. Á meðal þess sem bannað var í lögunum var að standa fyrir bingó á helgidögum.
12. júní 2019
Örn Bárður Jónsson
Kirkja og kristni í ólgusjó
7. janúar 2019
Bjarni Benediktsson
SUS lýsir yfir vonbrigðum með ummæli Bjarna
Stjórn SUS gagnrýnir ummæli Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins á nýafstöðnu kirkjuþingi. Stjórn SUS segir orðræðu Bjarna lýsa gríðarlegum vanskilningi á málstað þeirra fjölmörgu Íslendinga sem styðja aðskilnað ríkis og kirkju.
8. nóvember 2018
Agnes M. Sigurðardóttir mælist með minnst traust allra biskupa frá því að mælingar hófust.
Meirihluti vill aðskilnað ríkis og kirkju og traust á biskup aldrei mælst lægra
Einungis þriðjungur þjóðarinnar ber mikið traust til þjóðkirkjunnar og mikill meirihluta hennar vill aðskilnað ríkis og kirkju. Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Miðflokks eru hrifnastir af kirkjunni og biskupnum.
23. október 2018
Ágúst Einarsson
Kærleikur, bækur og fullveldi
24. júlí 2018
Tekjur forstöðumanna trúfélaganna
Sjúkrahúsprestur á Landspítala launahæstur þeirra sem starfa fyrir trúfélög. Hjörtur Magni Frírkirkjuprestur næsthæstur og Agnes M. Sigurðardóttir sú þriðja hæsta eftir umdeilda launahækkun í fyrra.
2. júní 2018
Þjóðkirkjan auglýsir eftir samskiptastjóra
Þjóðkirkjan og Biskup Íslands auglýsa nú eftir verkefnisstjóra á sviði samskiptamála. Tæplega þrjú þúsund sögðu sig úr kirkjunni í fyrra.
16. apríl 2018
Agnes M. Sigurðardóttir
Páskasólin skín á gleðivegi
1. apríl 2018
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, er enn þeirrar skoðunar að það sé óeðlilegt að hafa forseta sem standi utan þjóðkirkjunnar, en hún telur það ekki verða vandamál.
Biskup: Ekki vandamál að Guðni sé utan trúfélaga
Biskup Íslands telur það ekki vandamál að næsti forseti sé ekki skráður í þjóðkirkjuna. Hún er þó enn á þeirri skoðun að það sé óeðlilegt að forseti Íslands standi utan kirkjunnar. Biskup hefur fundað með Guðna.
12. júlí 2016
Allir þingmenn Pírata eru flutningsmenn þingsályktunartillögunnar.
Píratar vilja slíta samningi við kirkjuna
Þingflokkur Pírata vill að ríkisstjórnin segi upp samningi ríkisins við þjóðkirkjuna um laun presta og kirkjujarðir. Ríkið hefur greitt yfir 33 milljarða til kirkjunnar frá því að samkomulagið tók gildi árið 1997.
2. júní 2016
Það þarf þorp til að þagga niður
Kynferðisbrot innan kirkjunnar eru orðin þekkt alþjóðleg fyrirbæri. Ýmsar hliðstæður er að finna í kvikmyndinni Spotlight og íslenskum veruleika.
11. janúar 2016