Færslur eftir höfund:

Bára Huld Beck

Hinn blákaldi veruleiki, svör til framtíðarkynslóða og traust til stjórnmálanna
Kjarninn hitti á vormánuðum alla þrjá leiðtoga stjórnarflokkanna og fékk sýn þeirra á stöðu mála.
26. desember 2020
Mammon alltaf nálægur, harkaleg umræða í pólitík – og sama hjakkið
Kjarninn hitti á vormánuðum og í byrjun sumars fimm fulltrúa stjórnarandstöðuflokkanna og fékk sýn þeirra á stöðu mála á þessu einkennilega ári, sem og framtíðarsýn þeirra fyrir Ísland.
25. desember 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Heyrist hvorki hósti né stuna frá Kristjáni Þór
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og aðstoðarmenn hans þegja þunnu hljóði og engin svör berast vegna „læks“ við færslu um Samherja og RÚV.
23. desember 2020
Stéttaaðgreining eykst á höfuðborgarsvæðinu – „Himinn og haf“ á milli ákveðinna skólahverfa
Þrátt fyrir að skólakerfið sé býsna blandað á Íslandi þá gefa niðurstöður nýrrar rannsóknar það til kynna að stéttaaðgreining á milli grunnskólahverfa á höfuðborgarsvæðinu hafi aukist umtalsvert á undanförnum 20 árum.
21. desember 2020
Ráðhús Reykjavíkur
Launakostnaður vegna upplýsingafulltrúa hjá borginni yfir 100 milljónir árlega
Alls starfa níu upplýsingafulltrúar hjá Reykjavíkurborg en borgin leitar nú að teymisstjóra samskiptateymis.
21. desember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.
„Sannleikurinn truflar ekki Miðflokkinn“
Þingmaður VG segir að þingmenn Miðflokksins færi eigin fordóma í búning umhyggju fyrir börnum. „En fordómar eru fordómar sama hvaða hulu maður reynir að sveipa yfir þá.“
18. desember 2020
Guðmundur Ingi Kristinsson, þingmaður Flokks fólksins, við þingsetningu í síðustu viku.
Þeir verst settu fái 70.000 krónur en þingmenn 9.000 krónur
Fjármálaráðherra er sammála þingmanni Flokks fólksins að við búum í samfélagi þar sem margir hafa ekki nægilega mikið á milli handanna. Þingmaðurinn spurði hvort ekki væri ráð að snúa við launahækkunum þingmanna og þeirra verst settu.
17. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Megum ekki loka augunum fyrir því að hérna býr fjöldi manns við fátækt
Formaður Samfylkingarinnar segir að því miður sé það þannig að jólin séu áhyggjuefni fyrir allt of marga á Íslandi. Þótt það sé erfið tilhugsun þá megi ekki loka augunum fyrir því að hér búi fjöldi manns við fátækt, fleiri þúsund börn þar á meðal.
16. desember 2020
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
„Hvers lags þvættingur er þetta, háttvirtur þingmaður?“
Ekki tóku þingmenn vel í orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, í umræðum um aðkvæðagreiðslu um kynrænt sjálfræði í dag.
15. desember 2020
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
„Við erum einfaldlega að tala um réttlæti“
Þingmaður Viðreisnar skorar á dómsmálaráðherra og ríkisstjórnina að stytta málsmeðferðartíma í dómsmálum. Hún bendir á að það sé stórt skref að stíga fram og leggja fram kæru í kynferðisbrotamálum – og að biðin eftir málalokum sé þungbær og kvíðavaldandi.
15. desember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
„Hvar er frelsið?“ spyr þingmaður ráðherra
Formaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ætla að standa með milliliðum en ekki bændum. Landbúnaðarráðherra segir hana hafa dómadagssýn á „framtíð íslensks landbúnaðar og íslensks samfélags“.
14. desember 2020
Unnur Anna Valdimarsdóttir á blaðamannafundinum í dag.
Heilbrigðisstarfsfólk ekki í aukinni áhættu á þunglyndi í fyrstu bylgjunni
Fyrstu niðurstöður rannsóknar um líðan þjóðar í faraldri benda til þess að einstaklingar sem hafa veikst af COVID-19 eða eiga ættingja sem hafa greinst sýni merki um neikvæð áhrif á geðheilsu. Þetta á aftur á móti ekki við um heilbrigðisstarfsfólk.
14. desember 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Stjórnvöld nýti ástandið til að lauma bitlingum til ríkasta fólksins
Forseti ASÍ gefur ekki mikið fyrir aðgerðir stjórnvalda um að hækka frítekjumark fjármagnstekna úr 150 þúsund í 300 þúsund krónur. „Það er jólagjöfin í ár,“ segir hún.
11. desember 2020
Smit meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd
Kórónuveirusmit hafa greinst meðal umsækjenda um alþjóðlega vernd sem dvelja í þjónustu Hafnarfjarðarbæjar í húsnæði með íbúðum fyrir fjölskyldur. Hælisleitendur gagnrýndu Útlendingastofnun í vikunni fyrir aðstöðu á Grensásvegi.
11. desember 2020
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan flokka.
„Ekki mikill metnaður heldur bara lágmarkið“
Fyrrverandi þingmaður VG gagnrýnir ný markmið Íslands í loftslagsmálum og segir ríkisstjórnina einungis festa á blað það lágmark sem sé líklegt að Ísland verði hvort sem er að taka upp í samstarfi við Evrópusambandið.
10. desember 2020
Þórunn Egilsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins.
Þórunn: Annaðhvort að einhenda sér í reiði og fýlu eða gera það besta úr stöðunni
Þingflokksformaður Framsóknarflokksins segir að við þurfum öll að búa okkur undir öðruvísi jól.
9. desember 2020
„Þetta er í öllu falli liðin tíð og ég dvel ekki frekar við hana“
Fyrrverandi dómsmálaráðherra segist ekki trúa öðru en að blaðamennskan telji landsréttarmálið orðið „old news“ eða gamlar fréttir. Kjarninn rifjar upp aðdraganda þessa afdrifaríka máls.
9. desember 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Ljóst að lokaspretturinn er að hefjast“
Forsætisráðherra segir að nú þegar bólusetningar eru í augsýn sé ljóst að lokaspretturinn sé að hefjast.
8. desember 2020
Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður VG.
Kolbeinn: RÚV þarf að fá útvarpsgjaldið bætt að fullu
Þingmaður Vinstri grænna telur að til þess að hægt sé að halda rekstri Ríkisútvarpsins áfram gangandi þurfi það að fá útvarpsgjaldið bætt að fullu.
8. desember 2020
Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar.
Spurði ráðherra hvort verið væri að brjóta á Reykjavíkurborg
Þingflokksformaður Viðreisnar segir að það sé ekkert sem bendir til annars en að krafa Reykjavíkurborgar um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga sé fullkomlega réttmæt. Hún spurði mennta- og menningarmálaráðherra út í málið á þingi í dag.
7. desember 2020
Þjóðin á úthald inni ef hugarfarið fylgir með
Kjarninn ræddi við sérfræðing hjá Landhelgisgæslunni sem segir að líta verði á COVID-ástand sem langhlaup.
6. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
4. desember 2020
Ögmundur Jónasson
Segir að allir þurfi aðhald – líka dómarar í Strassborg
Fyrrverandi innanríkisráðherra segir að fjöldi augljósra mannréttindabrota sé látinn sitja á hakanum hjá MDE. Hins vegar sé legið yfir því að koma höggi á íslensk stjórnvöld vegna máls sem sé svo smávægilegt í hinu stærra samhengi að undrum sæti.
3. desember 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
„Misnotkun á valdi og bolabrögð hafa verið einkenni Sjálfstæðisflokksins í langan tíma“
Þingmaður Pírata segir að koma þurfi í veg fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn fái að koma nálægt völdum en hann fjallaði um landsréttarmálið á þingi í morgun. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir að horfa verði á málið í ákveðnu samhengi.
3. desember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Spurði forsætisráðherra hvort það hefðu verið mistök að verja dómsmálaráðherra vantrausti
Formaður Samfylkingarinnar spurði forsætisráðherra út í niðurstöðu yfirdeildar MDE á þingi í dag. Hún sagðist m.a. ekki hafa áhyggjur af orðspori Íslands og að rétt hefði verið að skjóta málinu til yfirdeildarinnar.
2. desember 2020