Færslur eftir höfund:

Jónas Atli Gunnarsson

Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúninu
Arion ekki með stefnu um innra eftirlit
Arion banki fékk athugasemd frá Fjármálaeftirlitinu fyrir að hafa ekki mótað heildstæða stefnu um innra eftirlit bankans.
8. febrúar 2021
Agnar Tómas Möller, sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu
Segir háa langtímavexti torvelda fjármögnun ríkisins
Sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu segir hið opinbera ekki hafa notið vaxtalækkana Seðlabankans jafnmikið og heimili og fyrirtæki í nýjasta tölublaði Vísbendingar. Að hans mati hefur ríkissjóður alla burði til að sækjast eftir betri lánskjörum.
7. febrúar 2021
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands.
Segir orkuskiptin gjörbreyta valdajafnvægi heimsins
Aukin áhersla á græna orkugjafa mun leiða til nýrrar tegundar stjórnmála þar sem vald stórra ríkja sem reiða sig á framleiðslu jarðefnaeldsneytis mun dvína, segir Ólafur Ragnar Grímsson í viðtali við Financial Times.
4. febrúar 2021
Mario Draghi, fyrrum seðlabankastjóri Evrópu
Mario Draghi fær stjórnarmyndunarumboð
Fyrrum seðlabankastjóri Evrópu hefur fengið leyfi til þess að mynda nýja ríkisstjórn á Ítalíu. Þó er erfitt verkefni fyrir höndum, þar sem ýmsir stjórnmálaflokkar þar í landi eru klofnir í afstöðu sinni gagnvart stjórn með hann í fararbroddi.
3. febrúar 2021
Neysla Íslendinga minnkaði samdráttinn í hagkerfinu í fyrra
Einstaklingar og fyrirtæki minnkuðu samdráttinn
Seðlabankinn telur nú að samdrátturinn í landsframleiðslu hafi ekki verið jafnmikill í fyrra og búist var við fyrir nokkrum mánuðum síðan. Ekki er það þó hinu opinbera að þakka, heldur neyslu og fjárfestingu einstaklinga og fyrirtækja.
3. febrúar 2021
Nýjustu tölur Eurostat benda til þess að Spánn hafi komið verst allra Evrópulanda úr yfirstandandi kreppu.
Minni samdrætti spáð í ESB en á Íslandi
Landsframleiðsla dróst saman um rúm sex prósent í aðildarríkjum ESB í fyrra að meðaltali. Samdrátturinn var minnstur í Norður-Evrópu en mestur í Miðjarðarhafslöndunum.
3. febrúar 2021
ESB keypti grænlenskan kvóta á háu verði.
ESB borgar mun meira fyrir fiskveiðar heldur en íslenskar útgerðir
ESB mun greiða grænlenska ríkinu tæpa þrjá milljarða króna á ári fyrir fiskveiðar í grænlenskri lögsögu. Ef miðað er við hvert veitt kíló er verðið líklega fjórfalt meira en það sem íslenska ríkið fær frá útgerðunum í gegnum veiðigjöld og tekjuskatt.
2. febrúar 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra
Bjarni býst ekki við að Bankasýslan mæli með arðgreiðslum
Fjármálaráðherra þykir það ekki líklegt að Bankasýsla ríkisins mæli með því að Íslandsbanki greiði út arð áður en ríkið selji eignarhlut sinn í því í sumar.
2. febrúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Fimm til sjö þúsund manns í óleyfisíbúðum
Samkvæmt nýrri skýrslu eru engar vísbendingar um að óleyfisbúseta hafi minnkað á síðustu þremur árum. Allt að sjö þúsund manns gætu búið í atvinnuhúsnæði á landinu öllu, þar af fjögur þúsund á höfuðborgarsvæðinu.
1. febrúar 2021
Viðvaningarnir sem klekktu á vogunarsjóðunum
Áhugafjárfestum er kennt um stærstu dýfu þriggja mánaða í hlutabréfaverði vestanhafs vegna umfangsmikilla kaupa í leikja- og afþreyingarfyrirtæki. Hvernig gerðist þetta?
29. janúar 2021
Ríkissjóður tekur erlent lán að jafnvirði 117 milljarða króna
Íslenska ríkið hefur gefið út vaxtalaust skuldabréf í evrum fyrir 750 milljónir evra, eða um 117 milljarða króna. Sú fjárhæð er um fjögur prósent af landsframleiðslu.
28. janúar 2021
Erfiðara virðist að brjóta glerþakið í betur launuðum störfum
Konur fá 14 prósent lægri laun en karlar
Óleiðréttur launamunur kynjanna jókst lítillega árið 2019. Hann er meiri í ýmsum betur launuðum starfsstéttum og atvinnugreinum, til að mynda fá konur í fjármála-og vátryggingastarfsemi þriðjungi lægri laun en karlar.
28. janúar 2021
Íslandsbanki gerir ráð fyrir viðspyrnu um leið og ferðamönnum fjölgar aftur hér á landi
Meira atvinnuleysi og minni fjárfestingar en áður var talið
Íslandsbanki telur nú að atvinnuleysi muni vera 9,4 prósent í ár, sem er töluvert meira en hann gerði ráð fyrir í fyrrahaust. Einnig telur bankinn að fjárfesting hins opinbera í kjölfar kreppunnar muni ekki aukast jafnmikið og áður var talið.
27. janúar 2021
Betra er fyrir alla bóluefnum sé dreift jafnt um allan heiminn, samkvæmt rannsókninni
Iðnríkin myndu tapa á því að hamstra bóluefni
Ný rannsókn sýnir að heimsbúskapurinn gæti orðið fyrir miklu framleiðslutapi ef þróunarlönd verða ekki bólusett fyrir COVID-19 á sama tíma og ríkari lönd. Hér á landi gæti tapið numið allt að 3,7 prósentum af landsframleiðslu.
25. janúar 2021
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna.
Yellen sýnir á spilin
Janet Yellen, tilnefndur fjármálaráðherra Bandaríkjanna, vill þrepaskiptara skattkerfi og auka fjárútlát ríkissjóðs til að aðstoða launþega í kreppunni. Hún er líka harðorð í garð efnahagsstefnu kínverskra stjórnvalda og vill takmarka notkun rafmynta.
24. janúar 2021
Býst við að 19 þúsund manns flytji hingað á næstu fimm árum
Mannfjöldaspá Hagstofu gerir ráð fyrir að fjöldi aðfluttra umfram brottfluttra á næstu fimm árum muni samsvara íbúafjölda Akureyrar.
24. janúar 2021
Gylfi Zoega, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands
Segir einkavæðingu banka viðkvæma jafnvel við bestu aðstæður
Gylfi Zoega segir mikla áhættu fólgna í því að kerfislega mikilvægir bankar séu í einkaeigu í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
23. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
21. janúar 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
21. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
20. janúar 2021
Leita þarf til Eystrasaltsríkjanna og Tyrklands til að finna viðlíka hækkun á leiguverði og hérlendis.
Ísland með Norðurlandamet í hækkun leiguverðs
Leiguverð hérlendis er íþyngjandi fyrir lágtekjuhópa, en fá iðnríki hafa upplifað jafnmiklar verðhækkanir á leigumarkaðnum og Ísland frá árinu 2005, samkvæmt nýrri skýrslu frá OECD. Verðhækkunin er langmest allra Norðurlanda.
20. janúar 2021
Frá dómsalnum á miðvikudaginn
Réttað yfir 355 manns í gömlu símaveri
Nokkuð óvenjuleg réttarhöld hófust á Ítalíu síðastliðinn miðvikudag, en í þeim er stór hluti 'Ndrangheta-mafíunnar, valdamestu glæpasamtaka landsins. Sökum mikils fjölda ákærðra og nýrra sóttvarnarreglna þurfti að sérútbúa dómsal í gömlu símaveri.
17. janúar 2021
Telur mikilvægt að finna lausn sem gagnast ferðaþjónustunni betur
Starfshópur á vegum fjármála- og efnahagsráðuneytisins telur að hægt sé að auka hagvöxt um sex prósentustig með því að biðja komufarþega að framvísa neikvæðu vottorði gegn COVID-19 á landamærum og sleppa við 5-6 daga sóttkví við komuna til landsins.
15. janúar 2021
Gylfi Magnússon, prófessor við viðskiptafræðideild HÍ og fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra.
Þyrfti róttækar breytingar til að fá almenning aftur að hlutabréfamarkaðnum
Stjórnvöld gætu leyft launþegum að fjárfesta beint í verðbréfum fyrir viðbótarlífeyrissparnað til að laða almenning að hlutabréfamarkaðnum, samkvæmt grein fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
14. janúar 2021
Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála Danmerkur
Støjberg fer fyrir landsdóm
Meirihluti er nú í danska þinginu fyrir því að fyrrum ráðherra innflytjendamála landsins fari fyrir landsdóm vegna brota í embætti.
14. janúar 2021