Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Neyðarlánið sem átti aldrei að veita
Seðlabanki Íslands hefur birt skýrslu um veitingu 500 milljón evra neyðarláns til Kaupþings sama dag og neyðarlög voru sett á Íslandi, þann 6. október 2008. Skýrslan hefur verið rúm fjögur ár í vinnslu.
28. maí 2019
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
„Umtalsverð hækkun“ á rafmagnsverði til Elkem
Gerðardómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að Elkem eigi að greiða Landsvirkjun hærra verð fyrir rafmagn vegna framlengingar á samningi milli fyrirtækjanna um sölu á raforku.
27. maí 2019
Kjör sem standa íbúðakaupendum sem borga í Lífeyrissjóðverzlunarmanna til boða munu versna um komandi mánaðarmót.
Lífeyrisjóður verzlunarmanna hækkar verðtryggða vexti og breytir viðmiði
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins sem býður nú upp á lægstu mögulegu íbúðalánavexti hefur ákveðið að breyta því hvernig hann ákvarðar vextina. Héðan í frá mun stjórn sjóðsins gera það. Og fyrsta ákvörðun er að hækka vextina um tæplega tíu prósent.
27. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
26. maí 2019
Getur aldrei verið sjálfstætt markmið flokks að lifa af
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir nýja flokka koma og í slíku umróti skipti flokkar sem feykist ekki um í „örvæntingarfullri leit að vinsældum“ máli.
25. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið kemur á mánudag klukkan 16
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, verður birt á mánudaginn klukkan 16.
24. maí 2019
Skattakóngar eða -drottningar verða ekki opinberaðar af skattinum
Ríkisskattstjóri mun ekki senda út upplýsingar til fjölmiðla um þá 40 einstaklinga sem greiða hæstu skattana, líkt og hann hefur gert árum saman. Ástæðan er ákvörðun Persónuverndar í máli gegn Tekjur.is.
24. maí 2019
Skýrsla um neyðarlánið frestað í þriðja sinn á örfáum vikum
Skýrsla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings, og hvernig unnið var úr veðinu sem tekið var vegna lánsins, hefur enn og aftur verið frestað. Lánið kostaði íslenska skattgreiðendur 35 milljarða en skýrslan hefur verið í vinnslu frá 2015.
24. maí 2019
Búið að vísa Klausturmálinu til siðanefndar Alþingis
Tveir tímabundnir varaforsetar forsætisnefndar hafa vísað Klausturmálinu, sem snýst um drykkjutal sex þingmanna Miðflokksins, til siðanefndar Alþingis.
23. maí 2019
Selja helming í HS Orku til Ancala Partners og færa hlut í Bláa lóninu út
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða keypti í dag öll hlutabréf í HS Orku sem það átti ekki fyrir, seldi helming þeirra síðan til bresks sjóðsstýringarfyrirtækis en seldi nýju félagi lífeyrissjóða fyrst 30 prósent hlut í Bláa lóninu á 15 milljarða.
23. maí 2019
Aðkomu Ross Beaty, sem verið hefur stjórnarformaður HS Orku undanfarin ár, að fyrirtækinu fer senn að ljúka.
Lífeyrissjóðirnir búnir að kaupa Innergex út úr HS Orku
Félag í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða hefur keypt 53,9 prósent hlut í HS Orku á 37,3 milljarða króna. Það mun að öllum líkindum eignast allt hlutafé í HS Orku. Að minnsta kosti um stund.
23. maí 2019
Tveir landsréttardómarar sækja um embætti landsréttardómara
Þrír þeirra sem sækja um stöðu Landsréttardómara eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður Á. Andersen fjarlægði af lista sem hæfisnefnd hafði lagt fyrir. Tveir aðrir umsækjendur eru á meðal þeirra fjögurra sem Sigríður bætti á listann.
22. maí 2019
Ástráður Haraldsson
Ástráður meðal umsækjenda um stöðu landsréttardómara
Ástráður Haraldsson, héraðsdómari, er á meðal þeirra sem sóttu um lausa stöðu landsréttardómara, en umsóknarfrestur rann út síðastliðinn mánudag.
22. maí 2019
Sigríður segist hafa rætt við regluvörð og formann bankaráðs
Sigríður Benediktsdóttir, sem situr í bankaráði Landsbankans, segir það ekki rétt að hún hafi sam­þykkt að sitja í nefnd sem metur hæfi umsækjenda um stöðu seðlabankastjóra án þess að bera það undir for­mann banka­ráðs eða reglu­vörð Landsbank­ans.
22. maí 2019
Sagan af því hvernig Valur varð ríkasta íþróttafélag á Íslandi
Knattspyrnufélagið Valur er ríkasta íþróttafélag á Íslandi. Sú staða gerir Val kleift að bjóða upp á aðstöðu, aðstæður og launagreiðslur sem önnur íþróttafélög geta illa eða ekki keppt við.
17. maí 2019
Gagnrýni fyrrverandi formanna truflar Sjálfstæðisflokkinn
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að það sé nýtt að fyrrverandi formenn Sjálfstæðisflokksins gagnrýni hann opinberlega. Tveir slíkir, Þorsteinn Pálsson og Davíð Oddsson, hafa gagnrýnt flokkinn harkalega úr sitt hvorri áttinni.
16. maí 2019
Búið að nota 56 milljarða af skattfrjálsri séreign inn á húsnæðislán
Þeir sem nota séreignarsparnað til að greiða niður húsnæðislán njóta ýmissa gæða umfram aðra landsmenn. Atvinnurekendur þeirra og ríkið taka þátt í að greiða niður húsnæðislánið þeirra. Samt nýttu einungis 23 þúsund einstaklingar sér úrræðið í fyrra.
16. maí 2019
Starfslok stjórnenda Sýnar kostuðu 137 milljónir
Bókfærður söluhagnaður vegna sameiningar dótturfélags skilaði Sýn réttu megin við á fyrsta ársfjórðungi. Samdráttur var í tekjum hjá flestum tekjustoðum félagsins. Brottrekstur þorra framkvæmdarstjórnar félagsins var dýr.
15. maí 2019
Aukning á töku óverðtryggðra lána hjá lífeyrissjóðunum
Alls lánuðu lífeyrissjóðir landsins sjóðsfélögum sínum 18,5 prósent meira til íbúðarkaupa á fyrstu þremur mánuðum ársins en þeir gerðu á fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Nú taka landsmenn hins vegar í auknu máli óverðtryggð lán.
14. maí 2019
Enn frestast birting skýrslu um neyðarlánið
Skýrslu sem boðuð var í febrúar 2015, og á meðal annars að fjalla um afdrif neyðarláns Seðlabanka Íslands til Kaupþings í miðju hruni, hefur enn verið frestað. Nú er stefnt að því að hún verði birt í lok næstu viku.
13. maí 2019
Björgólfur Thor metinn á 263 milljarða króna
Björgólfur Thor Björgólfsson er á meðal 100 ríkustu manna í Bretlandi. Auður hans hefur vaxið hægt og bítandi síðustu ár eftir að staða hans var tvísýn eftir bankahrunið.
13. maí 2019
Bakkavararbræður metnir á 89 milljarða króna
Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir eru á meðal ríkustu manna Bretlands samkvæmt nýlegri úttekt. Undirstaða hins mikla auðs þeirra eru hlutabréf í Bakkavör, sem þeir misstu frá sér um tíma til íslenskra lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja.
13. maí 2019
Þórður Snær Júlíusson
Stjórnmálamenn sem velja að draga ekki línu í sandinn
11. maí 2019
Hægist á góðærinu: Hagstofan spáir samdrætti í ár í fyrsta sinn frá 2010
Gangi ný þjóðhagsspá, sem birt var í dag, eftir mun verða samdráttur í landsframleiðslu á Íslandi í ár. Spáin gerir þó ráð fyrir að hagvöxtur verði aftur strax á næsta ári. Ástæðan fyrir þessu er aðallega tvíþætt: Gjaldþrot WOW air og loðnubrestur.
10. maí 2019
Þórður Snær Júlíusson
Hvað finnst Íslendingum um þriðja orkupakkann?
8. maí 2019