Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar minnkar en Vinstri græn og Viðreisn bæta við sig
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn tapa fylgi milli mánaða. Píratar, Samfylking, Miðflokkur og Flokkur fólksins standa nánast í stað en Vinstri græn og Viðreisn bæta við sig fylgi.
7. maí 2019
Þriðji orkupakkinn og kjarasamningar hafa lítil áhrif á fylgi flokka
Engar merkjanlegar breytingar eru á fylgi stjórnmálaflokka milli mánaða, þrátt fyrir að kjarasamningum við rúmlega helming vinnumarkaðar hafi verið lokið og að þriðji orkupakkinn hafi átt hið pólitíska svið vikum saman.
6. maí 2019
Styrkur ríkisfyrirtækis við WOW air tapast
Í gær komst dómstóll að því að leigusali WOW air þurfi ekki að greiða skuld hins gjaldþrota félags við ríkisfyrirtækið Isavia. Því virðast skattgreiðendur, eigendur Isavia, sitja uppi með það tap sem verður.
3. maí 2019
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Vill ekki rýmri rétt til fóstureyðinga heldur hjálpa „verðandi mæðrum í vanda“ að eignast börn
Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, er eini stjórnarþingmaðurinn í velferðarnefnd sem leggst gegn því að frumvarp um þungunarrof verði samþykkt. Hann vísar meðal annars í umsögn biskups Íslands máli sínu til stuðnings.
2. maí 2019
Þórhallur Gunnarsson ráðinn til Sýnar
Sýn hefur ráðið tvo nýja stjórnendur, annars vegar til að stýra fjölmiðlum félagsins og hins vegar fjármálastjóra.
2. maí 2019
Tekjur Reykjavíkurborgar vegna fasteignaskatta aukast þrátt fyrir að skattprósentan lækki
Reykjavíkurborg fékk rúmlega tveimur milljörðum krónum meira í innheimta fasteignaskatta í fyrra þrátt fyrir að hafa lækkað fasteignagjöld á íbúðarhúsnæði um tíu prósent og aukið afslætti aldraðra og öryrkja.
1. maí 2019
Forsvarsmenn meirihlutans í Reykjavík þegar þeir tilkynntu um samstarf sitt í fyrra.
Rekstrarafgangur Reykjavíkurborgar 4,7 milljarðar í fyrra
Reykjavíkurborg hefur nú verið rekin með umtalsverðum afgangi þrjú ár í röð. Skatttekjur í fyrra voru hærri en búist hafði verið við og kostnaður vegna lífeyrisskuldbindinga lægri. Það skilaði því að afgangurinn var meiri en áætlað hafði verið.
30. apríl 2019
Neyðarlánið var veitt í kjölfar símtals milli Davíðs Oddssonar og Geirs H. Haarde.
Neyðarlánsskýrslan frestast um tvær vikur – Verður birt 14. maí
Skýrsla um neyðarlánið sem Kaupþing veitti haustið 2008 og söluferlið á FIH bankanum, sem boðuð var í febrúar 2015, átti að vera birt í dag. Útgáfu hennar hefur verið frestað til 14. maí næstkomandi.
30. apríl 2019
WOW air varð gjaldþrota í lok mars.
Verðbólga hækkar skarpt milli mánaða - Flugfargjöld hækkuðu um 20 prósent
Verðbólga mælist nú 3,3 prósent og hækkar umtalsvert á milli mánaða. Gjaldþrot WOW air hefur þar mikil áhrif en verð á flugfargjöldum hækkaði um 20,6 prósent á milli mánaða.
29. apríl 2019
Þrjár konur vinsælustu ráðherrarnir á Íslandi
Ný könnun sýnir sterka stöðu þriggja kvenna sem sitja í ríkisstjórn landsins, og umtalsverðar óvinsældir hinna tveggja kvennanna sem þar hafa setið. Hún sýnir líka að í tveimur tilvikum eru varaformenn stjórnarflokka vinsælli en formennirnir.
27. apríl 2019
Það er eitthvað að gerast í Arion banka
Miklar breytingar hafa orðið hjá stærsta bankanum sem er einkaeigu á skömmum tíma. Innlendir einkafjárfestar, með sögu sem teygir sig aftur fyrir bankahrun, eru orðnir stórir eigendur í Arion banka.
26. apríl 2019
Þórður Snær Júlíusson
Hvað vakir fyrir Sigurði Má Jónssyni?
25. apríl 2019
365 miðlar vilja breytingu á stjórn Skeljungs
Félag í eigu Ingibjargar Pálmadóttur hefur farið fram á stjórnarkjör í Skeljungi eftir að hafa eignast tíu prósent í félaginu. Ljóst að félagið mun bjóða fram stjórnarmann. Síðast þegar það gerðist var Jón Ásgeir Jóhannesson boðinn fram í stjórn Haga.
23. apríl 2019
Kvika var skráð á aðalmarkað Kauphallar Íslands í lok mars.
Íslandsbanki nú skráður fyrir meira en fimm prósent hlut í Kviku
Viðskiptavinir Íslandsbanka, sem fjármagnaðir eru í gegnum framvirka samninga við bankann, eiga nú 5,28 prósent hlut í Kviku banka. Hluturinn er skráður á Íslandsbanka og þurfti að flagga eign bankans í dag.
23. apríl 2019
Safna á upplýsingum um menntun Íslendinga sem flytja til annarra landa
Á níu af síðustu tíu árum hafa fleiri Íslendingar flutt frá landinu en til þess óháð því hvort að það sé kreppa eða góðæri. Getgátur hafa verið uppi um að þarna fari vel menntað fólk og því sé spekileki frá landinu. Nú á að komast að því hvort svo sé.
23. apríl 2019
Vilhjálmur dregur framboð sitt til stjórnar Eimskips til baka – Óskar sjálfkjörinn
Búið er að leysa úr þrátefli sem skapaðist á síðasta aðalfundi Eimskip, þar sem ekki tókst að kjósa löglega stjórn. Frambjóðandi sem naut stuðnings lífeyrissjóða hefur dregið framboð sitt til baka og frambjóðandi á vegum Samherja er sjálfkjörinn.
23. apríl 2019
Kaupfélag Skagfirðinga lagði Morgunblaðinu til fé í upphafi árs
Upplýsingar um eignarhald á eiganda Morgunblaðsins sem birtar eru á heimasíðu fjölmiðlanefndar eru ekki í samræmi við upplýsingar sem komu fram í viðtali við forsvarsmann eins hluthafans í viðtali við blaðið á miðvikudag.
19. apríl 2019
Forsetinn sem varð til í beinni útsendingu á RÚV og þjóðin elskar
Á meðan að traust hríðfellur gagnvart Alþingi og borgarstjórn, og mælist undir 20 prósent, er einn þjóðkjörinn fulltrúi sem flestir landsmenn eru ánægðir með. Það er forseti landsins sem nýtur trausts 83 prósent landsmanna.
18. apríl 2019
Þórður Snær Júlíusson
Tölum um þriðja orkupakkann
17. apríl 2019
Bensínlítrinn er dýrastur á stöðvum N1.
Bensínverð ekki verið hærra frá árinu 2014
Heimsmarkaðsverð á olíu og veiking krónu gagnvart dal hefur gert það að verkum að verð á bensíni hefur hækkað skarpt á Íslandi á skömmum tíma.
17. apríl 2019
Arion banki var skráður á markað í fyrra.
Arion banki lækkar hlutafé – Virði þess um 14 milljarðar króna
Arion banki hefur lækkað útgefið hlutafé sitt um 9,3 prósent, eða þá eign sem bankinn átti í sjálfum sér. Við það eykst virði hlutafjár annarra hluthafa um 14,2 milljarða króna. Þeir fá líka tíu milljarða króna arðgreiðslu í ár.
16. apríl 2019
Lífeyrissjóðirnir í lykilstöðu í HS Orku og Reykjanesbær fær milljarða
Viðbúið er að Reykjanesbær fái á fjórða milljarð króna í sinn hlut vegna sölu á hlut fjárfestingarsjóðsins ORK í HS Orku. Samlagsfélagið Jarðvarmi, í eigu 14 íslenskra lífeyrissjóða, verður með tögl og hagldir í HS Orku.
16. apríl 2019
Unnið er að því að reyna að koma WOW air aftur í loftið. Til þess er fundað stíft með allskyns fjárfestum.
Allskyns mögulegir fjárfestar voru boðaðir á endurreisnarfund WOW air fyrir viku
Á meðal þeirra sem sátu fund Arctica Finance um mögulega endurreisn WOW air á mánudag fyrir viku voru Pálmi Haraldsson, fyrrverandi eigandi Iceland Express, og Jón Ásgeir Jóhannesson fjárfestir. Pt Capital á ekki í viðræðum um að endurreisa WOW air.
15. apríl 2019
Fylgið flakkar milli flokka sem tilheyra sömu hólfum stjórnmála
Eftir Klaustursmálið hækkaði fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um 7,7 prósent á sama tíma og fylgi Miðflokks og Flokks fólksins lækkaði um 7,6 prósent. Nú þegar fylgi Miðflokksins er að aukast lækkar fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.
15. apríl 2019
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Fjármálaráð segir stjórnvöld í „spennitreyju eigin stefnu“
Fjármálaráð segir í nýbirtri álitsgerð að lög um opinber fjármál heimili ekki að stefnumið fjármálastefnu um afkomu og skuldir séu brotin.
11. apríl 2019