Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

VR ætlar að fjármagna baráttuna gegn smálánum
Formaður VR mun leggja fram tillögu á stjórnarfundi í kvöld um að VR verði fjárhagslegur bakhjarl baráttunnar gegn smálánum. Verði tillagan samþykkt mun innheimtufyrirtæki verða stefnt og smálánatakar hvattir til að hætta að borga.
14. ágúst 2019
HB Grandi er eina sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem er skráð á markað.
Tveir stærstu sjóðirnir sem eiga í HB Granda ekki búnir að ákveða sig
LSR og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, sem eru stærstu hluthafar HB Granda að Útgerðarfélagi Reykjavíkur frátöldu, hafa ekki ákveðið hvort þeir samþykki kaup félagsins á eignum frá stærsta eigandanum á hluthafafundi á morgun.
14. ágúst 2019
Ekki hlutverk Seðlabankans að útdeila réttlæti í samfélaginu
Seðlabankinn telur að fjárfestingarleiðin hafi verið réttlætanleg aðgerð vegna þess að hún vann á aflandskrónuvandanum,
13. ágúst 2019
Umfangsmikil og ítrekuð viðskipti við stærsta hluthafa HB Granda óheppileg
Forstöðumaður eignastýringar Gildis segir að ítrekuð viðskipti HB Granda við stærsta hluthafann sinn séu fordæmalaus á innlendum hlutabréfamarkaði og óheppileg. Til stendur að HB Grandi kaupi sölufélög af Útgerðarfélagi Reykjavíkur á 4,4 milljarða króna.
13. ágúst 2019
Árni Pétur ráðinn forstjóri Skeljungs
Fyrrverandi forstjóri Teymis og Basko ráðinn forstjóri Skeljungs.
13. ágúst 2019
Hlutur Stoða í Símanum kominn yfir tíu prósent
Fjárfestingafélagið Stoðir á nú 10,86 prósent í Símanum, er stærsti hluthafi TM og stærsti innlendi einkafjárfestirinn í Arion banka.
12. ágúst 2019
Höskuldur H. Ólafsson var bankastjóri Arion banka þar til í apríl 2019.
150 milljóna króna starfslok bankastjóra vegna samnings frá 2017
Höskuldur H. Ólafsson fær greiddan uppsagnarfrest og samningsbundnar greiðslur eftir að hafa látið af störfum hjá Arion banka. Greiðslurnar eru í samræmi við samning sem gerður var við hann 2017 til að tryggja starfskrafta hans fram aðskráningu á markað.
12. ágúst 2019
Mikil munur er á milli sveitarfélaga höfuðborgarsvæðisins þegar kemur að fjármagnstekjum íbúa.
Fjármagnstekjur áfram hærri á Seltjarnarnesi og í Garðabæ
Fjármagnstekjur Íslendinga drógust saman milli áranna 2017 og 2018. Það var í fyrsta sinn í nokkur ár sem slíkt gerist. Íbúar Seltjarnarness og Garðabæjar eru með mun hærri slíkar að meðaltali en aðrir íbúar stórra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.
12. ágúst 2019
Ritari, varaformaður og formaður Sjálfstæðisflokksins mynda æðstu stjórn hans. Þau hafa öll tjáð sig með afgerandi hætti um orkupakkann síðustu þrjá daga.
Fullyrðingar um orkupakkann oft „rangar og villandi“
Öll æðsta forysta Sjálfstæðisflokksins tjáði sig með afgerandi hætti um þriðja orkupakkann síðustu daga. Ljóst að afstaða hennar og þingflokksins er skýr og að hún telji að innleiða eigi hann. Öll hafa þau gagnrýnt andstæðinga málsins harðlega.
12. ágúst 2019
Bjarni segir Sigríði Andersen „að sjálfsögðu“ geta orðið ráðherra að nýju
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Sigríður Á. Andersen, sem sagði af sér sem dómsmálaráðherra fyrr á árinu, geti „að sjálfsögðu“ átt endurkomu í ríkisstjórn.
10. ágúst 2019
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni.
Arion banki færði niður eignir um 2,1 milljarð
Arion banki hefur þurft að færa niður virði eigna vegna gjaldþrots WOW air og Primera air, sem bæði voru lántakar hjá bankanum og eru nú bæði gjaldþrota.
10. ágúst 2019
Eigandi Árvakurs tapaði hundruðum milljóna í fyrra
Hlutdeild eins stærsta eiganda Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, í tapi þess á síðasta ári var 61,8 milljónir króna. Sá eigandi á 16,45 prósent hlut og heildartap samkvæmt því var yfir 400 milljónir króna.
10. ágúst 2019
Nýir stjórnarmenn kjörnir hjá Arion en bónusbanni hafnað
Fyrrverandi bankastjóri Arion banka fékk tvöföld árslaun sín greidd frá bankanum við starfslok, eða 150 milljónir króna. Hluthafi lagði til bónusbann og nýja leið til að ráða stjórnendur með það að markmiði að lækka launakostnað. Tillögu hans var hafnað.
10. ágúst 2019
FME upplýsir ekki um hvort það sé að skoða varnir þriggja banka gegn peningaþvætti
Þrjár athuganir standa yfir á á vegum Fjármálaeftirlitsins á aðgerðum eftirlitsskyldra aðila gegn peningaþvætti. Eftirlitið svarar því ekki hvort verið sé að athuga Landsbankann, Íslandsbanka og Kviku.
9. ágúst 2019
Valitor tengist meðal annars greiðslumiðlunarkerfum Visa.
Valitor tapaði 2,8 milljörðum á fyrri hluta árs
Bókfært virði Valitor heldur áfram að lækka og er nú 13,2 milljarðar króna. Landsbankinn, í eigu ríkisins, greiddi 426 milljónir króna af 1,2 milljarða króna skaðabótum vegna lokunar á Valitor á greiðslugátt Wikileaks.
9. ágúst 2019
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki hagnaðist um 2,1 milljarð – Ekki nógu gott segir bankastjórinn
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir að afkoma bankans á öðrum ársfjórðungi hafi ekki verið nógu góð. Arðsemi eigin fjár bankans var 4,3 prósent.
8. ágúst 2019
Þórður Snær Júlíusson
Kerfisbundin hjálp fyrir þá sem þurfa síst á henni að halda
8. ágúst 2019
Íbúðarkaup eru stærsta fjárfesting sem flestir ráðast í lífsleiðinni. Það skiptir því miklu máli að taka rétta tegund lána til að lágmarka kostnað vegna þeirra kaupa.
Verðtryggð útlán lífeyrissjóðanna taka aftur afgerandi forskot
Sjóðsfélagar lífeyrissjóða virðast haga lántöku sinni mjög eftir ytri aðstæðum. Þegar verðbólga hækkaði seint á síðasta ári flykktust þeir í óverðtryggð lán. Nú þegar hún hefur lækkað á ný halla þeir sér aftur að verðtryggðum.
7. ágúst 2019
Frumvarpsdrögin eru lögð fram af Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra.
Lagt til að hækka skyldusparnað í lífeyrissjóði um 29 prósent
Nýtt frumvarp leggur til að skyldusparnaður landsmanna í lífeyrissjóði verði aukin um tæpan þriðjung. Það gæti leitt til þess að lífeyrissjóðir stýri megninu af sparnaði einstaklinga og tækju þar af leiðandi flestar fjárfestingarákvarðanir.
7. ágúst 2019
Seðlabankinn og réttur almennings til að vita
Seðlabanki Íslands getur, umfram flestar aðrar stjórnsýslueiningar, beitt þagnarskylduákvæði sérlaga um sig til að veita fjölmiðlum ekki upplýsingar.
7. ágúst 2019
Icelandair aldrei flutt jafnmarga farþegar til landsins í júlí
Icelandair flutti alls 564 þúsund farþegar í júli. Farþegum sem flugu til Íslands fjölgaði um 32 prósent milli ára.
6. ágúst 2019
Tveir lífeyrissjóðir bjóða vexti undir tveimur prósentum
Búið er að hækka verðtryggða vexti hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna í 2,12 prósent. Ákvörðunin kom til framkvæmda um mánaðarmót. Sjóðurinn er nú með fimmtu bestu verðtryggðu vextina.
6. ágúst 2019
Þeir sem nýttu sér fjárfestingarleiðina gátu fengið allt að 20 prósent virðisaukningu á fé sitt og leyst út gríðarlegan gengishagnað.
Skýrsla Seðlabankans um fjárfestingarleiðina að klárast
Skýrsla sem Seðlabanki Íslands er að vinna um eigin vinnubrögð í tengslum við hina umdeildu fjárfestingarleið sem hann bauð upp á milli 2012 og 2015 verður í fyrsta lagi tilbúin um miðjan ágústmánuð.
3. ágúst 2019
Þórður Snær Júlíusson
Þeir sem eru án sómakenndar sigra
2. ágúst 2019
Icelandair tapaði ellefu milljörðum á fyrri hluta árs
Kyrrsetning MAX-véla Icelandair hefur haft gríðarleg áhrif á rekstur félagsins. Vélarnar áttu að samsvara 27 prósent af sætaframboði en hafa verið kyrrsettar frá því í mars.
1. ágúst 2019