Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
20. september 2019
Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
20. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
19. september 2019
Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt.
19. september 2019
Gjaldtaka vegna fiskeldis dugar ekki fyrir kostnaði við bætta stjórnsýslu og eftirlit
Þeir fjármunir sem rekstraraðilar fiskeldis eiga að greiða fyrir afnot af hafsvæðum í íslenskri lögsögu á næsta ári eru minni en það sem ríkissjóður ætlar að setja í bætta stjórnsýslu og eftirlit með fiskeldi.
19. september 2019
Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
18. september 2019
Mikill munur er orðinn á þeim lánakjörum sem standa íslendingum til boða. Þar skiptir til að mynda máli í hvaða lífeyrissjóð viðkomandi er að borga.
Enn lækka lægstu húsnæðislánavextir – Nú orðnir 1,64 prósent
Munurinn á þeim verðtryggðu vöxtum sem sjóðsfélögum Almenna lífeyrissjóðsins bjóðast og þeim vöxtum sem sjóðsfélögum Lífeyrissjóðs verzlunarmanna bjóðast er nú 38 prósent. Vextir Landsbankans eru tvisvar sinnum hærri en hjá Almenna.
17. september 2019
Landsréttarmálið flutt í yfirdeild MDE 5. febrúar 2020
Ákveðið hefur verið hvaða dómarar muni sitja í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu þegar Landsréttarmálið svokallaða verður tekið þar fyrir snemma á næsta ári. Á meðal þeirra er Róbert Spanó, sem sat einnig í dómnum sem felldi áfellisdóm í mars.
16. september 2019
OECD vill að ríkið selja banka, létti á regluverki og setji á veggjöld
Lífskjör eru mikil á Íslandi og flestar breytur í efnahagslífi okkar eru jákvæðar. Hér ríkir jöfnuður og hagvöxtur sem sýni að það geti haldist í hendur. Ýmsar hættur eru þó til staðar og margt má laga. Þetta er mat OECD á íslensku efnahagslífi.
16. september 2019
Það á ekki lengur að vera hægt að fela hver sé raunverulegur eigandi félaga sem skráð eru á Íslandi.
Raunverulegir eigendur félaga eiga ekki lengur að geta falið sig
Hérlendis hefur verið hægt að komast upp með það að fela raunverulegt eignarhald félaga með ýmsum hætti. Margir nýttu sér það, meðal annars til að komast hjá uppgjöri á kröfum eða skattgreiðslum. Þessi leikur á ekki að vera gerlegur lengur.
16. september 2019
Guðmundur Kristjánsson er stærsti eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur sem er stærsti eigandi Brim.
Útgerðarfélag Reykjavíkur hagnaðist um 1,5 milljarð í fyrra
Stærsti eigandi Brim, sem hét áður HB Grandi, bókfærði eignarhlut sinn í félaginu á rúmlega 15 prósent hærra verði en skráð markaðsverð hlutarins var á reikningsskiladegi. Eignir Brim voru metnar á um 60 milljarða króna um síðustu áramót.
15. september 2019
Ásaka Glitni um að klippa sjö sentimetra neðan af samningum
Deilumál milli Útgerðarfélags Reykjavíkur og Glitnis vegna afleiðusamninga upp á tvo milljarða króna sem gerðir voru í aðdraganda hrunsins standa enn yfir. Útgerðarfélagið kærði Glitni til lögreglu í fyrra fyrir að klippa neðan af samningunum.
15. september 2019
Netreikningar Kaupþings, Kaupthing Edge, nutu mikilla vinsælda enda voru greiddir háir vextir fyrir þau innlán sem lögð voru inn á þá.
Breska ríkið búið að selja síðustu kröfuna á Kaupþing
Ríkissjóður Bretlands hefur selt eftirstandandi kröfur sínar á Kauþing Singer & Friedlander, dótturbanka hins íslenska Kaupþings. Kröfurnar voru tilkomnar vegna Edge-netreikninganna.
14. september 2019
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og einn aðaleigenda Samherja.
Eigið fé Samherja var 111 milljarðar króna í lok síðasta árs
Samherjasamstæðunni var skipt upp á árinu 2018 í tvö félög. Samanlagður hagnaður þeirra í fyrra var um tólf milljarðar króna og samstæðan hefur hagnast alls um 112 milljarða króna á átta árum. Samherji er að uppistöðu í eigu þriggja einstaklinga.
14. september 2019
Veðsetning hlutabréfa hefur aukist um tugi milljarða á einu ári
Hlutfall þeirra hlutabréfa í skráðum félögum sem eru veðsett hefur ekki verið hærra eftir bankahrun. Á einu ári hefur markaðsvirði þeirra aukist um 63 milljarða króna.
13. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er einn af flutningsmönnum skýrslubeiðninar.
Miðflokkurinn vill skýrslu um kosti og galla EES-samningsins
Allir þingmenn Miðflokksins hafa óskað eftir að skýrslu um kosti og galla aðildar Íslands að EES. Þeir segja að norsk skýrsla hafi vakið upp alvarlegar spurningar „um skort á lýðræði og afsal á fullveldi Noregs vegna EES-samningsins.“
13. september 2019
Veiðigjaldið skilar sjö milljörðum króna á næsta ári
Sjávarútvegsfyrirtæki landsins sem halda á aflaheimildum greiða samtals sjö milljarða króna fyrir þær til ríkissjóðs á næsta ári. Gjaldtaka ríkissjóðs vegna fiskeldis, sem var lögfest í sumar, skilar 134 milljónum króna.
12. september 2019
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við kynningu á fjárlagafrumvarpi ársins 2020 á föstudag.
200 milljónir króna í aukið skatteftirlit
Setja á aukna fjármuni úr ríkissjóði í skatteftirlit á næstu árum. Þeir fjármunir eiga að skila 250 milljónum króna í tekjur umfram það fjármagn sem setja á í málaflokkinn.
10. september 2019
Allir þurfa að eiga heima einhversstaðar. Nú er ódýrara en nokkru sinni fyrr að taka húsnæðislán á Íslandi.
Lægstu húsnæðislánavextir komnir niður í 1,77 prósent
Almenni lífeyrissjóðurinn hefur haldið sig við það viðmið að láta verðtryggð lánakjör þróast í takt við ávöxtunarkröfu ákveðins skuldabréfaflokks. Lífeyrissjóður verzlunarmanna hætti því í sumar. Í kjölfarið hafa vextir Almenna lækkað enn frekar.
10. september 2019
Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti vegna dóms Mannréttindadómstólsins í Landsréttarmálinu.
Landsréttarmálið fer fyrir efri deild Mannréttindadómstólsins
Efri deild Mannréttindadómstóls Evrópu hefur ákveðið að taka fyrir Landsréttarmálið.
9. september 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Eigið fé Stoða 23,2 milljarðar króna
Stoðir eru nú umsvifamesti innlendi einkafjárfestirinn á íslenska hlutabréfamarkaðnum. Félagið hagnaðist um tvo milljarða króna á sex mánuðum. Eigið fé þess jókst um 5,7 milljarða króna á sama tímabili.
9. september 2019
Peningaþvættisvörnum hefur verið ábótavant á Íslandi árum saman.
Ísland hefur uppfyllt 70 prósent tilmæla FATF að öllu eða mestu leyti
Ísland er enn í eftirfylgni vegna varna sinna gegn peningaþvætti. Miklar úrbætur hafa orðið síðastliðið ár vegna hótana um að setja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki og varnirnar styrktar.
9. september 2019
Útgerðarfélag Reykjavíkur kaupir allan hlut Kaupfélagsins í Brimi
Útgerðarfélag Reykjavíkur, sem er að stærstum hluta í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brim, hefur keypt allan hlut Kaupfélags Skagfirðinga í sjávarútvegsrisanum Brimi á tæplega átta milljarða króna.
9. september 2019
Kadeco fær aukið hlutverk við ráðstöfum lóða ríkisins
Fyrir tveimur árum var pólitískur vilji til þess að leggja niður Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar. Í nýju fjárlagafrumvarpi er félaginu hins vegar tryggt umfangsmikið hlutverk við að ráðstafa lóðum og landi í eigu ríkisins.
8. september 2019
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Framlag til þjóðkirkjunnar aukið um 857 milljónir
Rúmlega þriðjungur þjóðarinnar er ekki skráður í þjóðkirkjuna og meðlimum hennar hefur fækkað hratt síðustu ár. Framlög ríkisins til hennar aukast hins vegar á næsta ári.
7. september 2019