Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Aðgengi hluta landsmanna að hagstæðum lánum hefur verið skert með ákvörðun stjórnar Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
Lífeyrissjóður verzlunarmanna þrengir lánsskilyrði – Geta ekki lánað mikið meira
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins er hættur að lána nýjum lántökum á breytilegum verðtryggðum vöxtum, hefur þrengt lánareglur sínar mjög og lækkað hámarkslán sem hann veitir. Færri munu geta nálgast hagstæð lán fyrir vikið.
3. október 2019
Erlendir aðilar hafa keypt mikið af eignum á Íslandi.
Erlendir aðilar áttu 1.063 milljarða á Íslandi um síðustu áramót
Eigið fé erlendra aðila á Íslandi hefur ekki verið meira frá árinu 2007. Einstaklingar eða félög í Lúxemborg og Hollandi eiga mest.
3. október 2019
Reykjanesvirkjun er önnur af tveimur meginvirkjunum HS Orku.
Finnur Beck settur forstjóri HS Orku
Ásgeir Margeirsson er hættur störfum hjá HS Orku. Áður hafði verið greint frá því að hann myndi starfa þangað til að nýr forstjóri yrði ráðinn en hann hefur ákveðið að flýta starfslokum sínum.
2. október 2019
Þrjú tryggingafélög tapa 610 milljónum á GAMMA – Verið að kanna refsiverða háttsemi
Félag fyrrverandi aðaleiganda og annars stofnenda GAMMA hagnaðist um milljarð króna í fyrra. VÍS, Sjóvá og TM, sem eru meðal annars í eigu lífeyrissjóða, hafa tapað hundruð milljóna vegna niðurfærslu á GAMMA-sjóði.
2. október 2019
Sjóðurinn átti að fjárfesta í áhugaverðum verkefnum í London eftir að fjármagnshöftum var lyft á Íslandi.
Gengið á GAMMA: Anglia nánast helmingaðist
Sjóður í stýringu hjá GAMMA sem átti að fjárfesta í Bretlandi fyrir milljarða var færður verulega niður í gær. Gengi hans var þá fært úr 105 í 55.
1. október 2019
Hvað gerðist eiginlega hjá GAMMA?
Tveir sjóðir í stýringu GAMMA færðu niður virði eigna sinna um milljarða króna. Fleiri sjóðir á vegum félagsins hafa verið í vandræðum. Kaupendur af skuldabréfum sem gefin voru út í byrjun sumars eru fokillir með upplýsingarnar sem þeim voru gefnar.
1. október 2019
Sjóvá er skráð á markað.
Áhrif á fjárfestingar Sjóvár verða neikvæð um 155 milljónir vegna GAMMA sjóðs
Eigið fé fjárfestingarsjóðs GAMMA, sem var 4,4 milljarðar króna um síðustu áramót, hefur nær þurrkast út eftir endurmat á eignum. Tryggingafélag, sem er meðal annars í eigu lífeyrissjóða, hefur fært niður virði fjárfestinga sinna vegna þessa.
30. september 2019
Eigið fé sjóðs GAMMA þurrkaðist nánast út
Eigið fé GAMMA: Novus, sjóðs í stýringu hjá GAMMA sem á fasteignafélagið Upphaf, var metið á 4,4 milljarða króna um síðustu áramót. Eftir að eignir sjóðsins voru endurmetnar er eigið féð 40 milljónir króna.
30. september 2019
Kvika Banki var skráður á aðalmarkað Kauphallar Íslands í lok mars síðastliðins.
Tveir sjóðir GAMMA í mun verra standi en gert var ráð fyrir
Skráð gengi tveggja sjóða sem settir voru á fót af GAMMA hefur verið lækkað. Þeir voru í mun verra ásigkomulagi en gert hafði verið ráð fyrir. Kvika banki keypti GAMMA í lok síðasta árs.
30. september 2019
Rannsóknir sýna stórfelld skattsvik í 64 Panamamálum
Búið er að vísa 64 málum sem tengjast Panamaskjölunum til héraðssaksóknara til refsimeðferðar. Alls er rannsókn lokið í 96 málum sem tengjast skjölunum og sjö mál er enn í ferli.
30. september 2019
Lögmenn þurfa að þekkja viðskiptamenn sína betur áður en þeir handsala það að vinna verk fyrir þá.
Skortur á áhættuvitund á meðal lögmanna
Fjöldi lögmanna virðist ekki vera meðvitaður um með hvaða hætti þjónusta þeirra getur verið misnotuð til að þvætta peninga. Sú ógn sem stafaði af of litlu eftirliti með starfsemi þeirra var metin mikil.
28. september 2019
Enn lækkar verðbólgan og stefnir undir verðbólgumarkmið
Verðbólga heldur áfram að lækka og mælist nú þrjú prósent. Íslandsbanki spáir því að hún fari undir verðbólgumarkmið fyrir árslok.
27. september 2019
Sjávarútvegur hefur hagnast um tæpa 400 milljarða á áratug
Arðgreiðslur til eigenda sjávarútvegsfyrirtækja hafa numið 92,5 milljörðum króna frá árinu 2010. Á sama tímabili hafa þau greitt 65,6 milljarða króna í veiðigjöld. Eigið fé geirans er nú 276 milljarðar króna.
26. september 2019
Uppsagnir og breytingar spara Arion banka 1,3 milljarð króna á ári
Afkoma Arion banka á að batna um 1,3 milljarða króna á ári eftir þegar kostnaður við uppsagnir 100 starfsmanna verður að fullu greiddur. Hann er áætlaður tæplega 900 milljónir króna fyrir skatta.
26. september 2019
Arion banki fækkar starfsfólki um eitt hundrað
Arion banki hefur innleitt nýtt skipulag sem felur í sér að starfsfólki bankans fækkar um 12 prósent.
26. september 2019
Segja upp 87 flugmönnum og fresta launahækkun
Icelandair hefur dregið til baka ákvörðun um að setja fjölmarga flugmenn í 50 prósent starf. Þess í stað verður tugum flugmanna sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum.
25. september 2019
Eðlisbreyting á akstursgreiðslum til þingmanna eftir að þær voru gerðar opinberar
Greiðslur til þingmanna vegna aksturs hafa dregist verulega saman eftir að ákveðið var að birta þær á vef Alþingis. Í ár nema greiðslur vegna notkunar eigin bifreiðar 14 prósent af því sem þær námu árið 2017.
25. september 2019
Ólafur Ólafsson, einn þeirra sem hlutu dóm í Al Thani-málinu.
Mannréttindadómstóllinn spyr spurninga vegna Al Thani-málsins
MDE hefur tekið kæru Ólafs Ólafssonar vegna fjárfestinga hæstaréttardómara til skoðunar. Hann hefur sent spurningar til málsaðila og m.a. farið fram á upplýsingar um umfang fjárfestinga. Auk þess hafa þeir verið hvattir til að leita sátta.
25. september 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkislögreglustjórinn sem rak sjálfan sig með viðtali
24. september 2019
Ný ríkisstjórnarmynstur í kortunum
Sjálfstæðisflokkurinn er í frjálsu falli í könnunum MMR og hefur aldrei mælst með minna fylgi. Flokkurinn er samt stærstur allra, en möguleikar hans í ríkisstjórnarstarfi virðast ekki margir.
24. september 2019
Miklar breytingar hafa orðið hjá Arion banka á undanförnum árum. Útibúaþjónustu bankans hefur meðal annars verið breytt mikið og hlutur stafrænnar þjónustu aukinn.
Búist við stóru hagræðingarskrefi hjá Arion banka
Arion banki stefnir opinberlega að því að minnka rekstrarkostnað sinn þannig að kostnaðarhlutfall bankans fari undir 50 prósent og að arðsemi geti nálgast markmið sitt um arðsemi. Búist er við því að stórt skref í þess átt verði stigið fljótlega.
23. september 2019
Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
22. september 2019
Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
21. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
20. september 2019