Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.
13. nóvember 2019
Jóhannes Stefánsson uppljóstrari.
Jóhannes búinn að ræða við héraðssaksóknara
Embætti héraðssaksóknara mun taka efni Kveiks-þáttar kvöldsins, um meintar mútugreiðslur Samherja í Namibíu, til skoðunar. Allt að fimm ára fangelsi liggur við því að múta fulltrúum erlends ríkis.
12. nóvember 2019
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru helstu stjórnendur og eigendur Samherja.
Samherji sagður hafa mútað ráðherrum til að komast yfir kvóta í Afríku
Í Kveiki í kvöld sagðist fyrrverandi yfirmaður hjá Samherja í Namibíu hafa tekið þátt í að greiða mútur til háttsettra ráðamanna í landinu til að tryggja Samherja kvóta. Það hafi verið gert með aðkomu Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja.
12. nóvember 2019
Svo virðist sem viðleitni stærstu lífeyrissjóða landsins til að hægja á umferð lántöku vegna húsnæðiskaupa hjá sér sé að virka.
Lífeyrissjóðir hafa lánað 15 prósent minna til húsnæðiskaupa en í fyrra
Stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa verið að þrengja lánaskilyrði sín til að reyna að draga úr ásókn í sjóðsfélagslán til húsnæðiskaupa. Það virðist vera að virka. Mun minna hefur fengist lánað hjá lífeyrissjóðum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra.
12. nóvember 2019
AGS segir að það þurfi kerfisbreytingar til að koma íslensku „vaxtarvélinni“ í gang
Íslensk stjórnvöld og vinnumarkaður brugðust hratt og rétt við þeim áföllum sem urðu í efnahagslífinu í ár. Til lengri tíma þarf hins vegar að búa til nýjar atvinnustoðir undir íslenska efnahagslífið til að draga úr áhættu og tryggja hagvöxt.
11. nóvember 2019
Afkoma ríkissjóðs verður neikvæð um 15 milljarða í ár
Tekjur ríkissjóðs í ár verða 30 milljörðum krónum lægri en reiknað hafði verið með á fjárlögum. Útgjöld munu verða mun hærri en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir, aðallega vegna aukins kostnaðar vegna atvinnuleysis sem tengist beint gjaldþroti WOW air.
11. nóvember 2019
Stærstu sjávarútvegsfyrirtækin styrktu ríkisstjórnarflokkanna
Ríkisstjórnarflokkarnir þrír fengu allir hámarksstyrki frá ýmsum sjávarútvegsfyrirtækjum í fyrra. Um helmingur styrkjanna fyrirtækja úr þeim geira til ríkisstjórnarflokka fór til Sjálfstæðisflokksins.
9. nóvember 2019
Ríkasta 0,1 prósent Íslendinga hefur eignast 59 nýja milljarða á tveimur árum
Stærra hlutfall af nýjum auð farið til ríkustu landsmanna síðustu tvö ár en að meðaltali árin áður. Þær fjölskyldur sem mynda tekjuhæsta eitt prósent landsmanna juku auð sinn um 189 milljarða króna á árunum 2017 og 2018.
9. nóvember 2019
Grunur um að hundruðum milljóna hafi verið skotið undan í máli tengt fjárfestingarleiðinni
Á næstu dögum eða örfáu vikum verður tekin ákvörðun um hvort að ráðist verði í refsimeðferð í máli tengt fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands sem skattrannsóknarstjóri hefur rannsakað um nokkurt skeið.
8. nóvember 2019
Nýtt Ísland og nýjar valdablokkir
Á Íslandi er að finna ansi kröftugar fjárfestingablokkir einkafjárfesta sem hafa verið að láta á sér kræla í fjárfestingum í atvinnulífinu. Og hafa getu til að gera enn meira.
8. nóvember 2019
Ísland á bannlista á Kýpur vegna peningaþvættisógna
Íslenskir viðskiptavinir banka á Kýpur hafa ekki getað millifært fjármuni af reikningum þar inn á reikninga hérlendis. Vandamál á Íslandi að fjármálafyrirtæki kanni ekki bakgrunn viðskiptavini sína nægilega vel.
8. nóvember 2019
Play flýgur meðal annars til Alicante og London til að byrja með
Þegar Play fer í loftið mun flugfélagið fljúga til sex borga í Evrópu. Áfangastöðum mun svo fjölga jafnt og þétt fram á árið 2022. Búið er að semja um aðstöðu- og afgreiðslutíma á þeim flugvöllum sem byrjað verður að fljúga á.
7. nóvember 2019
Arnar Már Magnússon, forstjóri Play, á kynningu á starfsemi félagsins á þriðjudag.
Play leitar að 1,7 milljörðum króna frá innlendum einkafjárfestum
Play er þegar búið að tryggja sér 5,5 milljarða króna lán frá breskum fjárfestingarsjóði sem á líka kauprétt á hlut í félaginu. Félagið mun byrja að selja flugmiða strax og flugrekstrarleyfi er í höfn, en það verður þegar Play hefur lokið hlutafjármögnun.
7. nóvember 2019
Kostnaður vegna starfsfólks Play allt að 37 prósent lægri en hjá WOW
Nýja lágfargjaldarflugfélagið Play hefur náð samningum um að lækka kostnað við flugmenn og flugliða um allt að 37 prósent miðað við það sem þeir kostuðu WOW air. Samningarnir fela líka í sér „betri nýtingu“ á starfsfólki.
7. nóvember 2019
Áhrifin af enska boltanum sjást greinilega á uppgjöri Símans og Sýnar
Það virðist vera að margborga sig fyrir Símann að hafa tryggt sér sýningarréttinn að enska boltanum fyrir um ári síðan. Tekjur hans vegna sjónvarpsreksturs jukust um 20 prósent á þriðja ársfjórðungi en fjölmiðlatekjur Sýnar drógust saman um sjö prósent.
7. nóvember 2019
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.
Rúmlega 80 prósent af tekjum Viðreisnar komu úr opinberum sjóðum
Félag í eigu eiganda Fréttablaðsins er á meðal þeirra sem gáfu Viðreisn hæsta löglega fjárframlag í fyrra. Framlög úr ríkissjóði til flokksins hækkuðu milli ára þrátt fyrir að þingmönnum hans hafi fækkað umtalsvert.
6. nóvember 2019
Tekjur Sýnar dragast saman milli ára og tap var á þriðja ársfjórðungi
Sýn tapaði 71 milljón króna á þriðja ársfjórðungi. Þar skipti mestu að tekjur vegna fjölmiðlastarfsemi félagsins minnkuðu um 144 milljónir króna á milli ára.
6. nóvember 2019
Brátt verður ódýrara fyrir sjávarútvegsfyrirtæki að selja og kaupa stór fiskiskip á Íslandi.
Ætla að afnema stimpilgjöld vegna fiskiskipa
Sjávarútvegsfyrirtæki munu ekki lengur þurfa að greiða stimpilgjöld vegna eignayfirfærslu skipa verði nýtt frumvarp að lögum. Gjöldin skiluðu ríkissjóði 1,2 milljarði króna í tekjur á árunum 2008 til 2017.
6. nóvember 2019
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Vextir halda áfram að lækka – Eru nú þrjú prósent
Seðlabankinn hefur enn og aftur lækkað stýrivexti sína. Þeir hafa nú lækkað um 1,5 prósentustig frá því í maí.
6. nóvember 2019
Upplýsingarnar koma fram í svari Bjarna Benediktssonar við fyrirspurn Loga Einarssonar.
Ríkasta eitt prósent landsmanna þénar 35 prósent allra fjármagnstekna
Alls höfðu 238 efnuðustu fjölskyldur landsins, sem mynda 0,1 prósent ríkasta hluta þess, 25,8 milljarða króna í fjármagnstekjur í fyrra. Ríkasta eitt prósent landsmanna hafði 48,1 milljarða króna í tekjur af eignum sínum og fjárfestingum.
5. nóvember 2019
Mikið uppgrip í byggingaiðnaði hefur dregið fjölmarga erlenda ríkisborgara hingað til lands í vinnu.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir væntan samdrátt
Erlendir ríkisborgarar á Íslandi nálgast það að verða 50 þúsund. Þrátt fyrir efnahagsáföll þá hefur erlendum ríkisborgurum fjölgað á fyrstu níu mánuðum ársins. Í ljósi þess að hagvöxtur er framundan er ólíklegt að þeim fækki í bráð.
4. nóvember 2019
Verðmiðinn á verksmiðjunni í Helguvík hefur lækkað um 1,4 milljarða
Kísilmálmverksmiðja United Silicon hefur hríðfallið í verði síðasta hálfa árið og er nú metin á rúmlega 20 prósent lægra verði en í lok mars síðastliðins. Arion banki stefnir að því að selja hana, en rúm þrjú ár er síðan að slökkt var á verksmiðjunni.
4. nóvember 2019
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Ráðherra segir óhjákvæmilegt að stefna að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju
Ráðherra kirkjumála, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, segir að sjálfstæð kirkja, óháð ríkisvaldinu, samrýmist betur trú- og skoðanafrelsi en sérstaðan sem þjóðkirkjan njóti í íslenskri stjórnskipan. Rúmur þriðjungur þjóðar er ekki í þjóðkirkjunni.
4. nóvember 2019
Ríkustu 238 fjölskyldur landsins eiga 260 milljarða króna
Alls eiga ríkustu fimm prósent landsmanna 40,8 prósent alls eigin fjár sem til er í landinu. Eigið fé ríkasta 0,1 prósent þeirra hefur aukist um 98 milljarða króna frá árinu 2010.
2. nóvember 2019
Getur kapítalisminn bjargað sjálfum sér frá kapítalismanum?
Stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna eru farin að horfa til þess að annað skipti máli í rekstri fyrirtækja en ágóði hluthafa. Financial Times hefur boðað nýja stefnu um breyttan kapítalisma þar sem samfélagsleg ábyrgð og umhverfið eru jafn sett arðsemi.
2. nóvember 2019