Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Lífeyrissjóðir lána meira en bankar
Útlán lífeyrissjóða til íbúðarkaupa hafa þrefaldast á fjórum árum. Á sama tíma hefur heildarumfang lána sem bankar og aðrar innlánsstofnanir veita til íbúðarkaupa aukist um tæpan þriðjung.
21. desember 2019
Nafnlausi áróðurinn gegn Vinstri grænum og „Skatta-Kötu“ virkaði
Í nýrri bók sagnfræðings er sögð 20 ára saga Vinstri grænna. Þar er meðal annars fjallað ítarlega um tímabilið frá þingkosningunum í október 2016 og fram til febrúar 2019 og rætt við marga stjórnmálamenn um hvernig það tímabil hafi verið.
21. desember 2019
Óvænt lækkun húsnæðisliðar skipti miklu máli í því að verðbólgan lækkaði jafn skarpt og raun ber vitni.
Verðbólga lækkar skarpt og mælist tvö prósent – Ekki verið lægri í tvö ár
Óvænt lækkun húsnæðisliðar lék lykilhlutverk í því að verðbólga fór úr 2,7 í 2,0 prósent milli mánaða. Hún hefur ekki mælst minni í tvö ár og er nú langt undir verðbólgumarkmiði.
19. desember 2019
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Breytingar hindraðar sem hefðu fært neytendum hundruð milljóna ábata
Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu gagnrýnir Félag atvinnurekenda og Samtök iðnaðarins harðlega og segir að þau hafi tekið höndum saman með sérhagsmunaöflun til að hafa ábata af íslenskum neytendum.
19. desember 2019
Óverðtryggðu lánin sækja á
Hlutfallslega eru óverðtryggð stærri hluti af húsnæðislánakökunni hjá bæði lífeyrissjóðum og innlánsstofnunum nú en þau hafa verið áður í sögunni. Hjá innlánsstofnunum, bönkum og sparisjóðum, er hlutfall verðtryggðra lána komið niður í 63 prósent.
18. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
15. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
14. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
12. desember 2019
Unnur Gunnarsdóttir er forstjóri Fjármálaeftirlitsins.
Athuganir á viðskiptum við Samherja enn í vinnslu hjá Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlitið óskaði eftir því fyrir um þremur vikum að íslenskir bankar upplýstu það um hvort að Samherji eða tengd félög væru í viðskiptum við þá, og hvert áhættumat og eftirliti með þeim væri háttað.
10. desember 2019
Brim-bræður rjúfa fjárhagsleg tengsl sín
Bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Þór Kristjánssynir hafa átt í viðskiptum að undanförnu sem hafa rofið fjárhagsleg tengsl þeirra. Saman halda félög sem þeir stýra, og eiga að uppistöðu, á yfir 17 prósent af úthlutuðum kvóta.
10. desember 2019
Birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum ríkisbanka fyrir jól
Fjármálaeftirlitið mun birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum Landsbankans og Íslandsbanka, sem báðir eru í ríkiseigu, og Kviku banka, sem er einkabanki, á næstu tveimur vikum. Áður hefur eftirlitið birt niðurstöðu Arion banka.
9. desember 2019
Fiskurinn úr sjónum skilar tæpum 20 milljörðum krónum meira
Frá byrjun október í fyrra og út september síðastliðinn jókst aflaverðmæti íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja um 15,4 prósent miðað við sama tímabil árið áður. Virði þess afla sem fluttur var til útlanda til verkunar jókst um 40 prósent.
8. desember 2019
Stefnir í áframhaldandi samdrátt fjórflokksins
Fylgi fjórflokksins, bakbeinsins í íslenskum stjórnmálum, hefur dregist hratt saman á skömmum tíma. Fylgið hefur minnkað umtalsvert í síðustu þremur kosningum og kannanir sýna að sú þróun virðist ekki á undanhaldi. Þvert á móti.
8. desember 2019
Sjávarútvegsfyrirtæki áttu 709 milljarða um síðustu áramót
Frá hruni hefur hagur allra sjávarútvegsfyrirtækja landsins batnað um hátt í 500 milljarða króna. Eigið fé þeirra hefur tífaldast frá árinu 2010 og það jókst um 28,8 milljarða króna í fyrra. Veiðigjöld hafa hins vegar lækkað.
8. desember 2019
Nýtt merki þjóðkirkjunnar sem var komið fyrir á nýjum húsakynnum Biskupsstofu að Katrínatúni 4 síðastliðinn miðvikudag.
Um 132 þúsund landsmenn standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim landsmönnum sem skráðir eru í þjóðkirkjuna hefur fækkað umtalsvert síðastliðinn áratug. Auk þess hefur henni ekki tekist að ná inn þeim tæplega 44 þúsund nýju Íslendingum sem hafa anna hvort fæðst eða flutt hafa til landsins á tímabilinu.
7. desember 2019
Þrír flokkar leggja til þrjár leiðir sem brjóta upp tangarhald á sjávarútvegi
Verði nýtt frumvarp að lögum verður tangarhald nokkurra hópa á íslenskum sjávarútvegi brotið upp. Allar útgerðir sem halda á meira en eitt prósent kvóta verða að skrá sig á markað og skilyrði um hvað teljist tengdir aðilar þrengd mjög.
7. desember 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það hagnast enginn á ógagnsæi nema sá sem hefur eitthvað að fela
7. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lagi voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
6. desember 2019
Íbúðalánasjóður getur gjaldfellt lán eða breytt lánskjörum hjá þeim sem ætla að græða
Íbúðalánasjóður hefur gripið til aðgerða gagnvart félögum sem rekin eru með arðsemissjónarmiði en hafa tekið lán hjá sjóðnum sem ætluð eru fyrir óhagnaðardrifin leigufélög.
6. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
5. desember 2019
Jóhannes Stefánsson.
Samherji segir að Jóhannes hafi handvalið tölvupósta
Samherji hefur birt tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem það er gert tortryggilegt að Wikileaks hafi ekki undir höndum tölvupósta Jóhannesar Stefánssonar frá ákveðnu tímabili. Ekki kemur fram neitt efnislegt um hvað ætti að hafa verið í þeim tölvupóstum.
4. desember 2019