Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Kristján Þór segist engra hagsmuna hafa að gæta gagnvart Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að einu tengsl sín við Samherja í dag sé vinátta hans við Þorstein Má Baldvinsson, sem steig tímabundið úr stóli forstjóra Samherja í síðasta mánuði.
22. janúar 2020
Þorgerður spyr Katrínu um hverjar skaðabótakröfur stórútgerðarinnar séu
Búið er að leggja fram skriflega fyrirspurn til forsætisráðherra um hversu háa upphæð stórútgerðir eru að krefja íslenska ríkið vegna úthlutunar á makrílkvóta. Kjarninn óskaði fyrst eftir þeim upplýsingum í fyrrasumar en ríkið vill ekki afhenda þær.
21. janúar 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu
Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.
21. janúar 2020
Heimavellir eiga meðal annars húsnæði sem hefur verið í byggingu á Hlíðarendasvæðinu.
Norskt leigufélag komið með yfir tíu prósent í Heimavöllum
Norska leigufélagið Fredensborg er að koma sér fyrir á íslenskum fasteignamarkaði. Það keypti í dag 10,22 prósent hlut í stærsta leigufélagi landsins á almennum leigumarkaði.
20. janúar 2020
Togarinn Heinaste.
Ríkisútgerðin í Namibíu á ekki fyrir launum rúmlega þúsund starfsmanna
Fischor, ríkisútgerðin í Namibíu, þurfti að fá viðbótarkvóta frá ríkinu til að geta átt fyrir launum. Fiskinn á mögulega að veiða á Heinaste, verksmiðjutogara sem Samherji er ásakaður um að vera að reyna að selja sjálfum sér á hrakvirði.
20. janúar 2020
Heimavellir voru skráðir í Kauphöll Íslands vorið 2018.
Norskt félag kaupir rúmlega sjö prósent í Heimavöllum fyrir tæpan milljarð
Virði bréfa í Heimavöllum, sem hefur vart haggast mánuðum saman, tók kipp í morgun þegar greint var frá því að norskt leigufélag hefði keypt stóran hlut í félaginu. Kaupverðið var í kringum milljarð króna.
20. janúar 2020
Bilið á milli ríkra og fátækra heldur áfram að aukast samkvæmt Oxfam-samtökunum.
Rúmlega tvö þúsund manns eiga meiri auð en 60 prósent íbúa jarðar
Í árlegri skýrslu Oxfam-samtakanna kemur fram að 22 ríkustu karlar í heimi eigi meira af auði en allar konur sem búa í Afríku samanlagt. Ef tveir ríkustu karlar heims myndu stafla öllum fé sínu upp í bunka, og setjast á hann, þá sætu þeir í geimnum.
20. janúar 2020
Seðlabankinn greip tólf sinnum inn í gjaldeyrismarkaðinn í fyrra
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabanka Íslands var orðinn 822 milljarðar króna í lok árs 2019. Alls lækkaði gengi krónunnar um 3,1 prósent og Seðlabankinn greip nokkrum sinnum inn í til að stilla af kúrs hennar í fyrra.
19. janúar 2020
Allir ríkisstjórnarflokkar tapa fylgi frá kosningum – Andstaðan bætir vel við sig
Engin þriggja flokka ríkisstjórn er í kortunum, sameiginlegt fylgi frjálslyndu stjórnarandstöðuflokkanna helst enn stöðugt og er að aukast en atkvæði sem falla niður dauð gætu ráðið úrslitum í kosningum.
18. janúar 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
200 milljónir til viðbótar settar í rannsóknir og varnir gegn peningaþvætti og skattsvikum
Héraðssaksóknari fær viðbótarfjármagn til að rannsaka Samherjamálið og skattayfirvöld mun geta bætt við sig mannafla tímabundið til að rannsaka „ýmis atriði sem þarfnast ítarlegrar skoðunar“.
18. janúar 2020
Seðlabankinn unir niðurstöðunni og er búinn að hafa samband við Gunnhildi Örnu
Seðlabanki Íslands segir að verkferlar hans í ráðningarmálum hafi verið styrktir í kjölfar þess að kærunefnd jafnréttismála komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið jafnréttislög með ráðningu upplýsingafulltrúa í fyrrasumar.
17. janúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Samherji ætlar að þróa kerfi til að hindra spillingu og peningaþvætti
Samherji ætlar að klára að innleiða kerfi sem byggist á áhættuskipulagi fyrirtækisins, meðal annars með áherslu á spillingu, efnahagslegar refsiaðgerðir og peningaþvætti, á þessu ári. Ástæðan er „reynsla af starfsemi fyrirtækisins í Namibíu.“
17. janúar 2020
Hagnaður VÍS verður um hálfum milljarði króna meiri en áður var gert ráð fyrir
Hlutabréf í VÍS hækkuðu skarpt í fyrstu viðskiptum í morgun í kjölfar tilkynningar um allt að 22 prósent meiri hagnað á síðasta ári en áður var búist við.
17. janúar 2020
Mikið hefur verið byggt á undanförnum árum, og von er á miklu magni húsnæðis til viðbótar inn á markaðinn í nánustu framtíð.
Heildarvelta á húsnæðismarkaði úr 99 í 560 milljarða á rúmum áratug
Velta fasteignaviðskipta hefur vaxið á hverju ári frá árinu 2009. Húsnæðisverð hefur hækkað um 110 prósent á höfuðborgarsvæðinu á um áratug. Vegna þessa hefur eignastaða húsnæðiseigenda stórbatnað á fáum árum.
16. janúar 2020
Stefnir í að aksturskostnaður þingmanna verði hærri í fyrra en árið áður
Ásmundur Friðriksson er sem fyrr sá þingmaður sem tilgreinir hæstan aksturskostnað allra þingmanna. Alls voru tólf þingmenn með kostnað yfir einni milljón króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs. Um 74 prósent af öllum aksturskostnaði er vegna þeirra.
16. janúar 2020
Seðlabankinn sniðgekk mun hæfari konu til að ráða karl
Seðlabanki Íslands hefur þrívegis brotið gegn jafnréttislögum frá árinu 2012. Í vikunni var birt niðurstaða kærunefndar jafnréttismála í máli þar sem bankinn er talinn hafa sniðgengið mjög hæfa konu fyrir mun minna hæfan karl.
15. janúar 2020
Þrjú snjóflóð féllu á norðanverðum Vestfjörðum – neyðarstigi lýst yfir
Unglingsstúlku var bjargað úr snjóflóði sem féll á hús á Flateyri á tólfta tímanum. Engra annarra er saknað en umtalsvert tjón hefur orðið. „Hjörtu okkar slá eins og í einum manni þessa stundina,“ segir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
15. janúar 2020
Enn beðið eftir tillögum um breytingar á kvótaþaki
Skilgreining á tengdum aðilum í sjávarútvegi eru í engu samræmi við slíkar skilgreiningar í fjármálageiranum, sem skerpt var verulega á í kjölfar bankahrunsins.
14. janúar 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki eykur uppkaup á hlutabréfum á íslenska markaðnum
Arion banki hefur ákveðið að kaupa upp meira af bréfum á íslenska markaðnum en áður var áætlað, en minna á þeim sænska. Alls ætlar bankinn að kaupa upp bréf fyrir allt að 4,5 milljarða króna. Þeir fjármunir renna því úr bankanum í vasa hluthafa.
13. janúar 2020
Lífeyrissjóðakerfið á að tryggja sem flestum Íslendingum áhyggjulaust ævikvöld. Eignir þess hafa aukist hratt undanfarið.
Eignir lífeyrissjóðanna nálgast fimm þúsund milljarða
Alls jukust eignir íslenska lífeyrissjóðakerfisins um 655 milljarða króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs. Erlendu eignir þess hafa næstum tvöfaldast frá því að höftum var lyft og innlend hlutabréf gáfu vel af sér í fyrra.
13. janúar 2020
Þrátt fyrir efnahagssamdrátt þá hefur eftirspurn eftir húsnæðislánum lífeyrissjóða ekki dregist saman. Enda þurfa allir skjól frá vetrarlægðunum.
Stefnir allt í útlánamet hjá lífeyrissjóðunum
Lífeyrissjóðir landsins hafa einungis einu sinni lánað meira á einum mánuði til sjóðsfélaga en þeir gerðu í nóvember í fyrra. Það var í mánuðinum á undan. Verðtryggð lán sækja aftur á vegna lækkandi verðbólgu.
11. janúar 2020
Ferðamönnum fækkaði í fyrra.
Ferðamönnum sem heimsóttu Ísland fækkaði um tæplega eina íslenska þjóð
Ferðamenn sem heimsóttu Ísland í fyrra voru undir tveimur milljónum og hafa ekki verið færri síðan 2016. Bandaríkjamönnum fækkaði mikið en fleiri Kínverjar komu. Gjaldþrot WOW air markaði vatnaskil.
10. janúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Hjón, sambúðarfólk og börn verða skilgreind sem tengdir aðilar í sjávarútvegi
Kristján Þór Júlíusson kynnti fimm tillögur um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hluti þeirra snýr að breyttri skilgreiningu á því hvað teljist tengdir aðilar.
10. janúar 2020
Segir könnun sýna að 23 prósent hafi hug á að kjósa stjórnmálaafl verkalýðshreyfingarinnar
Stjórn VR fól MMR að gera könnun á því hvort óstofnað stjórnmálaafl verkalýðshreyfingarinnar nyti brautargengis í næstu Alþingiskosningum. Niðurstaðan var að slíkt framboð myndi taka fylgi frá öllum flokkum, að sögn formanns VR.
10. janúar 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur fengið tillögurnar inn á sitt borð. Að óbreyttu mun hann taka ákvörðun um hvaða breytingar verða lagðar til.
Tillögur um endurskoðun á hámarki kvótaþaks liggja fyrir
Tillögur um breytta hámarkshlutdeild í fiskveiðikvóta, sem í dag er 12 prósent, hefur verið skilað inn til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins. Þær verða kynntar á næstu dögum. Skilum á tillögunum var flýtt vegna Samherjamálsins.
10. janúar 2020