Færslur eftir höfund:

Bára Huld Beck

Konur og stúlkur á flótta frá Sýrlandi búa við grimman veruleika - Neyðarsöfnun hafin
UN Women á Íslandi hefur hafið söfnunarátak fyrir konur og stúlkur á flótta frá Sýrlandi. Eliza Reid, forsetafrú Íslands og Eva María Jónsdóttir, verndari UN Women á Íslandi heimsóttu griðastaði UN Women í Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu.
8. nóvember 2017
Tómas Guðbjartsson.
Tómas Guðbjartsson: Ákvarðanir teknar í góðri trú
Tómas Guðbjartsson hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna skýrslu sem kynnt var í gær vegna svokallaðs plastbarkamáls.
7. nóvember 2017
Tómas Guðbjartsson.
Tómas í leyfi frá störfum
Ákvörðun var tekin um að senda Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlækni á Landspítalanum, í leyfi frá störfum eftir að rannsóknarnefnd birti í gær niðurstöður sínar á úttekt á störfum íslenskra heilbrigðisstarfsmanna í tengslum við plastbarkamálið.
7. nóvember 2017
Nefnd - María Sigurjónsdóttir og Páll Hreinsson.
Skjótar ákvarðanir teknar - Öryggi sjúklings vikið til hliðar
Rannsóknarnefnd sem forstjóri Landspítala og rektor Háskóla Íslands skipuðu í fyrra til að rannsaka svokallað plastbarkamál birti skýrslu sína í dag og kynnti á fundi í Norræna húsinu.
6. nóvember 2017
Paradísarskjölin skekja heim hinna ríku
Nýr gagnaleki hefur nú átt sér stað en 13.4 milljónum skjala hefur verið lekið og 96 fréttamiðlar í 67 löndum fjalla nú um þau. Englandsdrottning er meðal þeirra sem eru í skjölunum.
5. nóvember 2017
Næturstrætó mun aka á ný
Eflaust hafa margir beðið með eftirvæntingu eftir þeim möguleika að fá að ferðast með strætó eftir djammið um helgar. Eftir áramót verður það mögulegt.
5. nóvember 2017
Fyrstu konurnar í bæjarstjórn - Katrín Magnússon, Þórunn Jónassen, Bríet Bjarnhéðinsdóttir og Guðrún Björnsdóttir.
110 ár frá sögulegum fundi kvenna sem leiddi til kvennaframboðs
Í ljósi úrslita nýlegra kosninga er ekki úr vegi að rifja upp fyrstu kosningarnar þar sem konur komust í bæjarstjórn. Þann 2. nóvember 1907 boðaði Kvenréttindafélag Íslands til fundar með stjórnum kvenfélaganna í Reykjavík þar sem framboð var ákveðið.
5. nóvember 2017
Sala og dreifing fíkniefna í auknum mæli á samfélagsmiðlum
Rannsóknir netglæpa krefjast sérhæfðra lögreglumanna og sérfræðinga en ekki hafa fengist fjárveitingar til þess að stofnsetja slíkar rannsóknardeildir. Þetta segir í skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra á skipulagðri glæpastarfsemi árið 2017.
4. nóvember 2017
Fjölmiðlamenn boðaðir til skýrslutöku
Embætti Héraðssaksóknara rannsakar nú gagnaleka úr Glitni á grundvelli tveggja kæra sem Fjármálaeftirlitið hefur lagt fram. Starfsmenn Ríkisútvarpsins, Stundarinnar og 365 miðla hafa verið boðaðir til skýrslutöku hjá embættinu.
4. nóvember 2017
Zúistar ætla að endurgreiða sóknargjöld
Meðlimir trúfélagsins Zuism munu fá endurgreiðslur á sóknargjöldum upp úr miðjum nóvembermánuði, að sögn forstöðumanns félagsins. Þeim er einnig boðið að láta sóknargjöldin renna til góðgerðamála.
4. nóvember 2017
Mismunandi skilningur lagður í hugtakið menntun án aðgreiningar
Mikilvægt er að allir í skólasamfélaginu sjái í menntun án aðgreiningar leið til að gefa öllum nemendum kost á gæðamenntun. Þetta segir í skýrslu á vegum Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir.
4. nóvember 2017
Fyrrum öldungaráð Zúista hvetur meðlimi til að skrá sig úr félaginu
Eftir tveggja ára baráttu fyrir yfirráðum í félagi Zúista hefur fyrrum öldungaráð gefið frá sér yfirlýsingu.
3. nóvember 2017
„Ekkert um okkur án okkar“ - Þingið verði að endurspegla þjóðina
Samtök kvenna af erlendum uppruna harma sérstaklega að enginn þingmaður sé af erlendum uppruna og skora á stjórnmálaflokkana að bjóða og hvetja innflytjendur að gefa sig fram því stjórnmálin eigi að endurspegla betur fjölbreytileika samfélagsins.
2. nóvember 2017
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu gefur út skýrslu um afbrot á hverju ári.
Ekki færri þjófnaðir tilkynntir á síðasta ári síðan 2007
Þjófnaðarbrotum hefur fækkað verulega undanfarin áratug eða svo. Árið 2016 bárust 2.939 tilkynningar um þjófnaði til lögreglu á höfuðborgarsvæðinu og hafa ekki borist eins fáar tilkynningar á einu ári síðan 2007.
2. nóvember 2017
Tollar falla niður á pizzum og súkkulaði
Samningar Íslands og ESB um viðbótarfríðindi í viðskiptum með landbúnaðarvörur og um viðurkenningu og vernd landfræðilegra merkinga á landbúnaðarafurðum og matvælum munu öðlast gildi 1. maí 2018.
1. nóvember 2017
Noktun rafretta hefur aukist til muna á síðastliðnum árum.
Veip dregur ekki úr sölu nikótínlyfja
Miklar rökræður hafa sprottið upp um gagnsemi rafretta þegar kemur að því að hætta að reykja og meintri skaðsemi þeirra. Samkvæmt söluaðilum nikótínlyfja hefur aukin notkun rafretta ekki haft áhrif á sölu þeirra.
1. nóvember 2017
Barnabrúðkaupum mótmælt á Indlandi.
Hæstiréttur Indlands úrskurðar kynlíf með eiginkonum undir lögaldri nauðgun
Hæstiréttur á Indlandi fellir niður lagaákvæði sem leyfir mönnum að stunda kynlíf með eiginkonum sínum undir lögaldri. Úrskurðinum hefur verið fagnað víðsvegar um heiminn af kvenréttindasamtökum.
1. nóvember 2017
Breska þingið
Íhaldsamir þingmenn í Bretlandi neituðu að skrifa undir siðareglur
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, David Cameron, reyndi fyrir þremur árum að koma á siðareglum og breyta verkferlum til að vernda fórnarlömb kynferðislegs áreitis á þinginu. Þingmenn Íhaldsflokksins neituðu að skrifa undir reglurnar.
31. október 2017
5,6 milljarða hækkun ef tekjuþak yrði afnumið
Samkvæmt svari félags- og jafnréttismálaráðherra við fyrirspurn Evu Pandoru Baldursdóttur má gera ráð fyrir að kostnaður vegna greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði yrði 15,9 milljarðar króna á ári ef tekjuþak yrði afnumið.
30. október 2017
Brotið gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur í nokkrum tilvikum komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir dómstólar hafi brotið gegn tjáningarfrelsi fjölmiðlafólks með því að gera það ábyrgt fyrir ummælum sem höfð voru eftir nafngreindum viðmælendum.
30. október 2017
Boris Karloff í hlutverki skrímslisins árið 1931.
Frankenstein og konan að baki sturlaða vísindamannsins
Nú líður að hrekkjavöku og þá er ekki úr vegi að fræðast um eitt frægasta skrímsli hryllingsbókmenntanna og konuna sem skapaði sagnaheiminn. Kjarninn kannaði merkilegt lífshlaup höfundarins Mary Shelley og sögu.
28. október 2017
Menntun og menning - Hvað segja flokkarnir?
Nær allir flokkarnir sem bjóða sig fram í kosningunum um helgina hafa sent inn stefnumál sín á vefsíðuna Betra Ísland. Kjarninn tók saman helstu áherslur flokkanna í mennta- og menningarmálum.
28. október 2017
Vélmenni fær ríkisborgararétt í Sádi-Arabíu
Vélmennið Sophia hefur nú öðlast Sádi-Arabískan ríkisborgararétt. Hún þekkir andlit og getur haldið uppi samræðum við fólk. Margir hafa þó bent á hræsnina en konur í landinu búa enn við skert mannréttindi.
27. október 2017
Helstu áherslur flokkanna í umhverfismálum
Flestir flokkarnir sem bjóða sig fram í komandi kosningum um helgina hafa sent inn stefnumál sín á vefsíðuna Betra Ísland. Kjarninn tók saman helstu áherslur flokkanna í umhverfismálum.
27. október 2017
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins síst líklegir til að sjá spillingu
Samkvæmt alþjóðlegri viðhorfakönnun telja 34 prósent Íslendinga „flesta“ eða „nær alla“ stjórnmálamenn viðriðna spillingu. Viðhorfið er mismunandi hjá fólki eftir því hvaða flokk það kaus í kosningunum árið 2016.
26. október 2017