Færslur eftir höfund:

Jónas Atli Gunnarsson

Mikill halli er á rekstri hins opinbera, meðal annars vegna aðgerða sem ráðist var í til að sporna við áhrifum faraldursins.
58 milljarða króna halli á rekstri hins opinbera í byrjun árs
Áhrif COVID-19 á fjármál hins opinbera, sem koma meðal annars fram í útgjöldum vegna aðgerða á vinnumarkaði, valda því að hið opinbera var rekið með miklum halla á fyrsta ársfjórðungi.
10. júní 2021
Gita Gopinath, aðalhagfræðingur AGS
AGS telur að við verðum enn ekki komin á fyrri braut hagvaxtar árið 2026
Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum gæti það tekið allt að fjögur ár fyrir ferðaþjónustuna að ná fyrri styrk hér á landi og fimm ár fyrir íslenska hagkerfið að ná sömu braut hagvaxtar og það var á fyrir faraldurinn.
9. júní 2021
Samkvæmt Hagfræðistofnun HÍ gæti verðbólgan látið kræla á sér aftur í haust.
Búist við að verðbólgan snúi aftur í haust
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands býst við að verðbólgan lækki á næstu mánuðum, en hækki svo aftur þegar fram í sækir. Hún segir einnig nýlega hækkun lágmarkslauna ekki vera ótengda efnahagsástandinu og að bankarnir séu hagsmunaaðilar í efnahagsumræðunni.
8. júní 2021
Hverjir eru nýju erlendu eigendur Íslandsbanka?
Tveir erlendir fjárfestingasjóðir hafa skuldbundið sig til að kaupa meira en 5 prósent í Íslandsbanka í yfirstandandi hlutafjárútboði. Hvers konar sjóðir eru þetta?
7. júní 2021
Fjórir búnir að skuldbinda sig til að kaupa 10 prósent í Íslandsbanka
Íslandsbanki tilkynnti fyrr í dag að útboð bankans hæfist klukkan 9 í morgun og að því lyki á þriðjudaginn í næstu viku. Tveir íslenskir lífeyrissjóðir og tveir erlendir fjárfestar hafa skuldbundið sig í að kaupa 10 prósent í bankanum.
7. júní 2021
Verðbólgan mögulega vanmetin
Seðlabankinn telur að meiri líkur séu á því að spáð verðbólga á næstu mánuðum sé vanmetin frekar en ofmetin, samkvæmt grein í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
7. júní 2021
Norskt flugfélag gagnrýnt fyrir að bjóða flugstjórum 900 þúsund krónur í grunnlaun
Flugfélagið Flyr, sem hyggst hefja starfsemi í lok mánaðarins, bauð flugstjórum 900 þúsund krónur í grunnlaun fyrr í vor. Einn flugstjóri kallaði tilboðið, sem er hærra en það sem flugstjórum hjá PLAY býðst, niðrandi.
4. júní 2021
Frá fundi G7-ríkjanna í London í dag.
Fjögur stærstu ESB-ríkin hvetja til alheimsskatts á fyrirtæki
Fjármálaráðherrar fjögurra stærstu aðildarríkja Evrópusambandsins hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem mælt er með því að ríki heims komi sér saman um alþjóðlegan lágmarksskatt á fyrirtæki.
4. júní 2021
Mathias Cormann, nýr aðalritari OECD
OECD svartsýnni en Seðlabankinn en sammála Íslandsbanka
Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá OECD mun Ísland ekki ná fyrri efnahagsstyrk fyrr en eftir tvö ár, síðast allra þróaðra ríkja. Spáin er í takti við nýjustu þjóðhagsspá Íslandsbanka, en nokkuð svartsýnni en spár Seðlabankans.
3. júní 2021
Arðgreiðslur jukust í fyrra
Fjármagnstekjur Íslendinga drógust saman í fyrra, aðallega vegna lægri vaxta og minni söluhagnaðar. Þó jukust tekjur þeirra af arði töluvert á tímabilinu miðað við árið á undan.
1. júní 2021
Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands
Býst við hægum bata í ferðaþjónustu en er bjartsýnni með útflutning fisks og áls
Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir útflutning íslenska hagkerfisins geta verið meiri en áður var vænst til vegna bjartari horfa í sjávarútvegi og álútflutningi. Hins vegar sé útlit fyrir að ferðaþjónustan taki seint við sér.
30. maí 2021
Skattar gætu hækkað vegna öldrunar þjóðar
Breytt aldurssamsetning þjóðarinnar í framtíðinni mun leiða til viðvarandi halla á opinberum fjármálum og hærra skuldahlutfalli Íslands ef ekkert verður að gert, samkvæmt fjármálaráðuneytinu.
29. maí 2021
Ari Fenger, formaður Viðskiptaráðs.
Vöxtur alþjóðageirans of hægur
Efnahagsumsvif fyrirtækja á Íslandi sem starfa á alþjóðlegum mörkuðuim hefur ekki aukist nægilega hratt á síðustu árum, að mati Viðskiptaráðs.
27. maí 2021
Þarf 500 fleiri íbúðir en áður var talið
Byggja þarf enn fleiri íbúðir hér á landi en áður var talið til að slá á óuppfylltri íbúðaþörf þar sem fólksfjölgun var umfram spár í fyrra, samkvæmt uppfærðri spá Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar.
27. maí 2021
Breskir og bandarískir ferðamenn skilja að jafnaði eftir sig mikið af gjaldeyri hér á landi, samkvæmt fjármálaráðuneytinu.
Neysluglaðir Bretar og Bandaríkjamenn koma til landsins
Vísbendingar eru uppi um að hver ferðamaður sem kemur hingað til lands skilji eftir sig meiri gjaldeyristekjur í ár heldur en síðustu ár. Hátt hlutfall breskra og bandarískra ferðamanna, sem eru að jafnaði neysluglaðir, gæti útskýrt þetta.
26. maí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka
Spá yfir 3 prósenta vöxtum innan tveggja ára
Íslandsbanki býst við að stýrivextir Seðlabankans haldist óbreyttir næstu mánuðina, en hækki svo jafnt og þétt frá síðasta fjórðungi ársins fram að árslokum 2023.
26. maí 2021
Alexander Lukashenko, forseti Hvíta-Rússlands
Hvað er að gerast í Hvíta-Rússlandi?
Atburðir í Hvíta-Rússlandi á síðustu tveimur sólarhringum hafa leitt til þess að Evrópusambandið hefur innleitt viðskiptaþvinganir á þarlend ríkisfyrirtæki og óligarka. Kjarninn tók saman þessa atburði og aðdraganda þeirra.
25. maí 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Birgir Jónsson, forstjóri PLAY
10 staðreyndir um deilur ASÍ og PLAY
Alþýðusamband Íslands og lággjaldaflugfélagið PLAY hafa tekist á um launakjör og birt harðorðar yfirlýsingar í garð hvors annars síðustu daga. Kjarninn tók saman tíu staðreyndir um deilurnar.
23. maí 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður Sósíalistaflokksins
Sósíalistar vilja stórauka skattheimtu á eignir, arf og fjármagnstekjur
Nýjar efnahagstillögur Sósíalistaflokksins fela í sér aukna skattheimtu á tekju- og eignamiklum einstaklingum, að eigin sögn til að „endurheimta það sem auðugasta fólkið náði úr sameiginlegum sjóðum á nýfrjálshyggjuárunum.“
22. maí 2021
Eiríkur Ragnarsson hefur litla trú á því að Daði og Gagnamagnið sigri Eurovision í ár
„Daði á ekki séns“
Nær engar líkur eru á að Daði Freyr og Gagnamagnið vinni Eurovision, samkvæmt grein í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
22. maí 2021
Mikið hefur verið byggt af nýju húsnæði á síðustu tveimur árum, að mati HMS.
HMS segir ekki hægt að fullyrða að hátt verð sé vegna framboðsskorts
Seðlabankastjóri sagði í gær að mikil hækkun fasteignaverðs væri að einhverju leyti undirbyggð á skorti á framboði. Samkvæmt Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er þó ekki hægt að fullyrða það.
21. maí 2021
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri
Segir skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu hafa hækkað fasteignaverð
Seðlabankastjóri segir þéttingu byggðar á höfuðborgarsvæðinu vera meðal ástæðna þess að fasteignaverð hafi hækkað töluvert á síðustu misserum.
20. maí 2021
Seðlabankinn deilir ekki sömu bjartsýni og Landsbankinn á komu ferðamanna hingað til lands í ár
Seðlabankinn gerir ráð fyrir færri ferðamönnum
Samkvæmt nýrri spá Seðlabankans munu færri ferðamenn koma hingað til lands í ár heldur en áður var talið, meðal annars vegna tilkomu nýrra afbrigða af kórónuveirunni.
19. maí 2021
Davíð Helgason, einn stofnenda og fyrrum forstjóri Unity.
Segir Ísland geta orðið „einhvers konar tilraunasetur fyrir framtíðina“
Frumkvöðullinn og milljarðamæringurinn Davíð Helgason flytur til Íslands í sumar og ætlar að fjárfesta í fyrirtækjunum sem vinna gegn loftslagsvandanum. Að hans mati er margt sem gerir landið að góðum fjárfestingarkosti.
18. maí 2021
Fasteignaverð hækkar meira með hverjum mánuðinum sem líður, þar sem eftirspurn er mikil og minna er um nýbyggingar.
Ekki meiri hækkun síðan árið 2017
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 13,7 prósent í apríl á ársgrundvelli, miðað við vísitölu Þjóðskrár. Vísitalan hefur ekki hækkað jafnmikið milli ára síðan í desember 2017.
18. maí 2021