Færslur eftir höfund:

Jónas Atli Gunnarsson

Ójöfn kreppa
Líklegt er að yfirstandandi efnahagskreppa komi til með að auka ójöfnuð á Íslandi, en hún hefur komið sérstaklega illa niður á tekjuminni hópum í samfélaginu.
5. október 2020
Bjarni og Logi tókust á í Silfrinu í dag
„Blóðug sóun“ hjá hinu opinbera
Fjármálaráðherra boðar skattalegar ívilnanir fyrir fjárfestingu í einkageiranum og segir að stöðva þurfi blóðuga sóun í opinbera geiranum. Formaður Samfylkingarinnar vill hins vegar sjá auknar fjárfestingar hins opinbera.
4. október 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti
Óvissa um heilsufar Trump
Læknar Bandaríkjaforseta segja að honum sé að batna og sé hitalaus eftir að hafa greinst með COVID-19 fyrir tveimur dögum síðan. Aðrar heimildir segja að hann hafi þurft að fá súrefnisgjöf og að ástand hans hafi verið mjög varhugavert.
3. október 2020
Friðrik Már Baldursson, hagfræðiprófessor við Háskólann í Reykjavík.
Kórónukreppan kemur verr niður á ungu fólki
Hagfræðiprófessor skrifar um ójöfn áhrif kórónukreppunnar í síðasta tölublaði Vísbendingar. Samkvæmt honum kemur samdrátturinn þyngra niður á yngra fólki.
3. október 2020
Bankarnir þrír gætu þurft að sæta nýjum reglum um fjárfestingarstarfsemi
Varnarlína dregin hjá þremur stærstu bönkunum
Takmörk verða sett á fjárfestingarstarfsemi Íslandsbanka, Landsbankans og Arion banka, verði nýtt frumvarp fjármálaráðherra samþykkt.
2. október 2020
Miklu meiri fjárlagahalli en í nágrannalöndum
Ríkissjóður yrði rekinn með mun meiri halla hér á landi en á öðrum Norðurlöndum á næsta ári, verði nýbirt fjárlagafrumvarp samþykkt.
2. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
1. október 2020
Seðlabankinn hyggst selja 66 milljónir evra í október
Í næsta mánuði ætlar Seðlabankinn að selja um 3 milljónir evra hvern viðskiptadag til að auka dýpt á gjaldeyrismarkaðnum.
30. september 2020
Ben van Beurden, framkvæmdastjóri Royal Dutch Shell
Allt að níu þúsund uppsagnir hjá Shell á næstu tveimur árum
Olíufyrirtækið Shell hyggst leggjast í endurskipulagningu á næstu árum og segja upp allt að níu þúsund starfsmanna sinna. Eitt af nýju verkefnum fyrirtækisins er kolefnisförgun í Noregshafi.
30. september 2020
Gísli Herjólfsson, framkvæmdastjóri Controlant
Controlant hefur safnað tveimur milljörðum í hlutafjárútboði
Íslenskt upplýsingatæknifyrirtæki sem segist munu gegna lykilhlutverki í dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 hefur tryggt sér tveggja milljarða króna fjármögnun í hlutafjárútboði.
30. september 2020
Búast má við mikilli innspýtingu í opinberum fjárfestingum, samkvæmt Íslandsbanka
Mikill samdráttur í ár en hraður viðsnúningur
Ný þjóðhagsspá Íslandsbanka gerir ráð fyrir töluvert meiri samdrætti en Seðlabankinn gerir ráð fyrir í ár. Hins vegar er búist við „skarpri viðspyrnu“ á næsta og þarnæsta ári.
29. september 2020
Verðbólgan komin upp í 3,5 prósent
Verðbólgan í september er sú hæsta sem mælst hefur á árinu og hefur nú náð svipuðum hæðum og í fyrra.
29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM hafa samþykkt að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja.
28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
28. september 2020
Seðlabankinn telur Landsbankann, Íslandsbanka og Arion banka alla vera kerfislega mikilvæga.
Starfsfólki fækkar ört í fjármálakerfinu
Rúmlega þriðjungi færri unnu í fjármálafyrirtækjum í sumar, miðað við árið á undan. Hagræðing þriggja stærstu bankanna hefur skilað sér í hærri arðsemi, þrátt fyrir að þrengt hafi verið að rekstri þeirra á undanförnum mánuðum.
24. september 2020
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
24. september 2020
Frá fundi KVH fyrr í dag. Frá vinstri: Björn Brynjúlfur Björnsson, Már Guðmundsson, Konráð S. Guðjónsson og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Vilja sértækan stuðning til ferðaþjónustunnar
Fyrrverandi seðlabankastjóri og yfirhagfræðingur SA velta upp hugmyndum um sértæka styrki til þeirra sem hafa beðið tjón af sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda.
23. september 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans
Síminn hefur fengið fyrirspurnir um kaup á Mílu
Íslensk fjarskiptafyrirtæki hafa verið að aðskilja innviðastarfsemi þeirra frá þjónustustarfsemi þeirra á undanförnum mánuðum. Síminn hefur fengið óformlegar fyrirspurnir um möguleg kaup á innviðafélaginu Mílu, en ekkert hefur verið ákveðið enn.
22. september 2020
Höfuðstöðvar Deutsche Bank í Frankfurt
Tæknifyrirtæki orðin verðmætari en bankar í Evrópu
Lánaafskriftir og vaxtalækkanir samhliða aukinni eftirpurn eftir tæknilausnum hafa leitt til þess að markaðsvirði evrópskra tæknifyrirtækja er meira en hjá bönkum í álfunni.
22. september 2020
Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Per Bolund, viðskipta- og húsnæðismálaráðherra, á kynningu frumvarpsins í morgun.
Norðurlöndin dæla peningum til að berjast gegn kórónukreppunni
Ríkisstjórnir Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa tilkynnt miklar útgjaldaaukningar til að berjast gegn efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar á síðustu vikum.
21. september 2020
Júní og júlí voru metmánuðir í útgáfu nýrra húsnæðislána
Skuldir heimila aukast
Íslensk heimili urðu skuldsettari í fyrra, en skuldsetning þeirra hefur ekki aukist jafnhratt síðan í góðærinu fyrir hrun. Vaxandi útlán banka og lífeyrissjóða gefur til kynna að skuldsetningin hafi aukist enn meira í ár.
18. september 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Már Guðmundsson orðinn fastur penni hjá Vísbendingu
Fyrrverandi seðlabankastjóri mun skrifa reglulega í Vísbendingu á næstu mánuðum. Í tölublaði vikunnar segir hann það hafa verið rétt ákvörðun að koma á tvöfaldri skimun.
18. september 2020
PLAY og ríkisstjórnin deila um ríkisábyrgðina
PLAY telur að leyfi fyrir ríkisábyrgð á lánum Icelandair hafi verið veitt á röngum lagalegum grundvelli. Fjármálaráðuneytið heldur því hins vegar fram að leyfið hafi verið veitt á sama grundvelli og í öðrum sambærilegum málum.
17. september 2020
Skipið Goðafoss, sem endaði í endurvinnslu á Indlandi.
Gömul skip Eimskips í endurvinnslu á Indlandi
Skipin Goðafoss og Laxfoss sem seld voru til fyrirtækisins GMS í fyrra enduðu í endurvinnslu á Indlandi. Eimskip segist ekki hafa tekið ákvörðun um að skipin yrðu sett í endurvinnslu.
16. september 2020
Flugmálastjórnin fordæmd vegna MAX-vélanna
Skýrsla á vegum Bandaríkjaþings fordæmir flugmálastjórn Bandaríkjanna fyrir yfirsjón á göllum Boeing 737 MAX-vélanna, sem ollu tveimur mannskæðum flugslysum í fyrra. Flugmálastjórnin hyggst breyta regluverki sínu í kjölfar niðurstöðunnar.
16. september 2020