Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Umfram eigið fé Íslandsbanka er tæplega 58 milljarðar króna
Kannað verður hvort það sé hagkvæmt að greiða út það eigið fé sem Íslandsbanki á umfram kröfur Fjármálaeftirlitsins áður en að bankinn verður seldur. Það er rétt tæplega þriðjungur af öllu eigin fé bankans, sem er alls 182,6 milljarðar króna.
20. janúar 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Vill að litið verði á fíkniefnaneytendur sem sjúklinga en ekki afbrotamenn
Svandís Svavarsdóttir hefur kynnt áform um lagasetningu sem felur í sér afglæpavæðingu vörslu neysluskammta af fíkniefnum. Verði frumvarpið að lögum mun stórt skref verða stigið í átt frá refsistefnu í málaflokknum.
20. janúar 2021
Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn vill leiða lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi
Tveir sitjandi þingmenn Vinstri grænna hafa tilkynnt um að þeir sækist eftir oddvitasæti í landsbyggðarkjördæmum. Lilja Rafney Magnúsdóttir vill áfram leiða í Norðvesturkjördæmi og Kolbeinn Óttarsson Proppé ætlar að færa sig í Suðurkjördæmi.
20. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Enn reynt að banna verðtryggð lán án þess að banna þau að fullu
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur lagt fram frumvarp sem á að banna veitingu 40 ára verðtryggðra jafngreiðslulána til flestra. Þeir sem eru undanskildir eru hóparnir sem líklegastir eru til að taka lánin. Íslendingar hafa flúið verðtryggingu á methraða.
19. janúar 2021
Aksturskostnaður Guðjóns leiðréttur af Alþingi – Ásmundur keyrði mest
Guðjón S. Brjánsson var ekki sá þingmaður sem keyrði mest allra á síðasta ári. Alþingi gerði mistök í útreikningi á aksturskostnaði hans og bókfærði hluta kostnaðar vegna áranna 2018 og 2019 á árinu 2020.
18. janúar 2021
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Samkeppniseftirlitið varar við því að selja banka til skuldsettra eignarhaldsfélaga
Í umsögn Samkeppniseftirlitsins vegna fyrirhugaðrar sölu á hlut í Íslandsbanka eru viðraðar margháttaðar samkeppnislegar áhyggjur af því að lífeyrissjóðir eigi í öllum íslensku viðskiptabönkunum. Þeir séu bæði viðskiptavinir og samkeppnisaðilar banka.
18. janúar 2021
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir sá þingmaður sem flaug mest innanlands árið 2020
Kostnaður vegna innanlandsflugs þingmanna dróst saman um þriðjung á árinu 2020. Einungis þrír þingmenn flugu fyrir meira en milljón króna. Einn þingmaður var með annan kostnað en laun og fastan kostnað upp á 347 þúsund krónur að meðaltali á mánuði.
18. janúar 2021
Kórónuveirufaraldurinn leiddi af sér gríðarlega aukningu á atvinnuleysi.
Um ellefu þúsund manns hafa verið atvinnulaus í hálft ár eða lengur
26.437 manns eru atvinnulaus að öllu leyti eða hluta. Langtímaatvinnuleysi hefur stóraukist og þeir sem hafa verið án atvinnu í eitt ár eða lengur eru nú 156 prósent fleiri en fyrir ári.
17. janúar 2021
Ásmundur Friðriksson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Ásmundur Friðriksson er sá þingmaður sem keyrði mest á síðasta ári, líkt og árin á undan. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
16. janúar 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir ákall eftir sölu Íslandsbanka koma frá væntanlegum kaupendum, ekki almenningi
Forseti ASÍ bendir á að kannanir sýni lítinn stuðning almennings við sölu á banka í ríkiseigu. Í könnun sem gerð var við vinnslu hvítbókar um fjármálakerfið sögðust 61,2 prósent aðspurðra vera jákvæðir gagnvart því að íslenska ríkið sé eigandi banka.
15. janúar 2021
Þórður Snær Júlíusson
Hvað á að gera við allt þetta fólk?
14. janúar 2021
Fjórar konur á meðal fimm efstu í könnun Samfylkingar – Oddvita í Reykjavík hafnað
Fari uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar í Reykjavík eftir niðurstöðu könnunar sem gerð var á meðal félagsmanna munu konur leiða bæði Reykjavíkurkjördæmin. Ágúst Ólafur Ágústsson varð ekki á meðal fimm efstu í könnuninni.
14. janúar 2021
Enski boltinn er afar vinsælt sjónvarpsefni.
Sekt Símans fyrir brot á samkeppnissátt lækkuð úr 500 í 200 milljónir króna
Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur staðfest að Síminn hafi brotið gegn sátt með því að bjóða betri viðskiptakjör við sölu á Enska boltanum til þeirra sem eru með Heimilispakka Símans.
13. janúar 2021
Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump ákærður af fulltrúadeildinni í annað sinn – Sá fyrsti sem er ákærður tvisvar
Donald Trump varð í kvöld fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna til að verða tvívegis ákærður af fulltrúadeild Bandaríkjanna fyrir embættisbrot. Ástæðan er hvatning hans með lygum sem leiddi til þess að æstur múgur réðst inn í þinghús Bandaríkjanna.
13. janúar 2021
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna tilkynnir framboð og færir sig um kjördæmi
Einn mest áberandi þingmaður Pírata ætlar að sækjast eftir því að leiða lista flokksins í Kraganum í næstu þingkosningum. Þrír af sex þingmönnum Pírata verða ekki í framboði. Allir sem hætta leiddu lista í síðustu kosningum.
13. janúar 2021
Landsbankinn seldi hlut sinn í Stoðum í desember á 3,3 milljarða króna.
Stærstu eigendurnir, fyrrverandi bankastjóri og Mótás á meðal þeirra sem keyptu í Stoðum
Nokkrir fjárfestar stóðu að kaupum á 12,1 prósent hlut Landsbankans í umsvifamesta fjárfestingafélagi landsins í síðasta mánuði. Þar á meðal voru stærstu eigendur Stoða, eignarhaldsfélagið Mótás og Lárus Welding fyrrverandi bankastjóri Glitnis.
13. janúar 2021
Ólíklegt að erlendur banki hafi áhuga á að kaupa íslenskan banka
Hætt hefur verið við svokallað samhliða söluferli á Íslandsbanka vegna þess að ekki er talið að erlendir bankar hafi áhuga á að eignast hlut í honum „í núverandi umhverfi“. Þess í stað verður Íslandsbanki að óbreyttu skráður á íslenskan hlutabréfamarkað.
12. janúar 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar.
Þorgerður Katrín telur skynsamlegt að selja hlut í Íslandsbanka fáist rétt verð fyrir
Formaður Viðreisnar segir að sporin hræði þegar kemur að sölu á eignarhlut ríkisins í bankakerfinu. að þurfi hins vegar að greiða niður skuldir ríkissjóðs og það verði meðal annars gert með sölu eigna.
11. janúar 2021
Vinstri græn og Samfylking bæta við sig fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn dalar
Flokkur forsætisráðherra bætir mestu við sig milli kannana MMR og Samfylkingin tekur líka kipp upp á við. Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu frá síðasta mánuði en Píratar og Viðreisn dala líka.
11. janúar 2021
Fréttatíma Stöðvar 2 verður lokað fyrir öðrum en áskrifendum
Þeir sem eru ekki áskrifendur að Stöð 2, en hafa vanist þess síðustu áratugi að horfa á fréttir stöðvarinnar í opinni dagskrá, munu ekki lengur geta það frá og með næstu viku.
11. janúar 2021
Umboðsmaður Alþingis segir afstöðu fjármálaráðuneytisins ekki í samræmi við lög
Tveir forstöðumenn ríkisstofnana voru óánægðir með hvar fjármála- og efnahagsráðherra raðaði þeim á launakvarða. Þeir óskuðu eftir rökstuðningi en fengu ekki þar sem ráðherra taldi ákvörðunina ekki heyra undir stjórnsýslulög.
11. janúar 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Reykjavíkurborg búin að stefna ríkinu og vill 8,7 milljarða króna úr ríkissjóði
Deilur Reykjavíkurborgar við íslenska ríkið um milljarðaframlög úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga eru á leið fyrir dómstóla. Borgarstjóri hefur boðið að sáttaviðræður geti haldið áfram samhliða málarekstri.
10. janúar 2021
Góður árangur íslenskra knattspyrnulandsliða undanfarin ár hefur ugglaust skipt miklu máli í þeirri þróun sem hefur orðið á fjölda iðkenda síðastliðin ár.
Þeim sem æfa knattspyrnu á Íslandi fjölgaði um 50 prósent á áratug
Flestir landsmenn sem stunda íþróttir velja knattspyrnu og iðkendum hennar hefur fjölgað um næstum tíu þúsund á áratug. Iðkendum sem æfa handbolta fjölgar hægt og þeim sem leggja stund á frjálsar íþróttir hefur fækkað frá 2009.
9. janúar 2021
Vilja ekki upplýsa um hver keypti hlut í Stoðum af Landsbankanum
Enginn hlutaðeigandi vill segja hvaða fjárfestar keyptu hlut Landsbankans í Stoðum á 3,3 milljarða króna í desember. Stoðir eru umsvifamesta fjárfestingafélag landsins um þessar mundir og er meðal annars á meðal stærstu eigenda Arion banka og Kviku banka.
8. janúar 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ritstjóri sem elskar forseta sem elskar múg sem ræðst á grunnstoðir lýðræðis
7. janúar 2021