Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Halla Bergþóra Björnsdóttir.
Lögreglustjóri vill ekki tjá sig um símtöl Áslaugar Örnu til sín
Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir ástæðu þess að hún vilji ekki tjá sig um símtöl dómsmálaráðherra eftir að Ásmundarsalsmálið kom upp vera þá að málið sé komið til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
28. febrúar 2021
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
26. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Einn hefur skráð sig sem hagsmunavörð
Þrátt fyrir að lög sem kveða á um skráningu hagsmunavarða hafi tekið gildi í byrjun árs hefur einungis einn skráð sig hjá hinu opinbera. Vinna við sérstakt vefsvæði, þar sem upplýsingar um skráða hagsmunaverði verða aðgengilegar, er á lokastigi.
26. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Úrskurður um að afhenda héraðssaksóknara gögn frá endurskoðanda Samherja ómerktur
Landsréttur hefur ómerkt úrskurð um að embætti héraðssaksóknara eigi að fá gögn varðandi bókhald og reikningskil allra félaga Samherja frá KPMG, fyrrverandi endurskoðanda félagsins, og gert héraðsdómi að taka málið aftur fyrir.
25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
25. febrúar 2021
Ólafur Þór Gunnarsson.
Stefnir í oddvitaslag hjá Vinstri grænum í Kraganum
Ólafur Þór Gunnarsson vill fyrsta sætið á lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi. Varaformaður flokksins er talinn ætla sér það sæti.
25. febrúar 2021
Guðrún Hafsteinsdóttir
Guðrún Hafsteinsdóttir vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Suðurkjördæmi
Þrjú munu berjast um oddvitasætið hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir bættist í hópinn í dag. Hún segist hafa fengið mikla hvatningu til að bjóða sig fram síðustu vikur og mánuði.
24. febrúar 2021
Finnst það „mikill dómgreindarbrestur“ hjá Áslaugu að hafa hringt í lögreglustjórann
Þingmaður Viðreisnar gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að hringja í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu eftir að lögreglan upplýsti um að annar ráðherra, formaður flokks hennar, hefði verið í samkvæmi sem leyst var upp vegna gruns um sóttvarnarbrot.
24. febrúar 2021
Bankar lána nánast einvörðungu í steypu
Viðskiptabankarnir lána lítið til atvinnulífsins um þessar mundir, og ný útlán eru að mestu til fasteignafélaga. Þorri nýrra útlána eru til heimila landsins með veði í íbúð eða húsi. Vart er lánað lengur á Íslandi nema í steypu.
24. febrúar 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins.
Ólögleg skipan dómara í Landsrétt kostaði skattgreiðendur að minnsta kosti 141 milljón
Beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna þess að Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt hefur verið birtur.
23. febrúar 2021
Síminn hefur verið skráður á markað frá haustinu 2015. Orri Hauksson er forstjóri félagsins.
Til stendur að tappa 8,5 milljörðum króna af Símanum í ár og skila til hluthafa
Salan á Sensa og breyting á fjármagnsskipan hefur gert það að verkum að Síminn ætlar að greiða hluthöfum sínum hálfan milljarð króna í arð og kaupa eigin bréf af þeim fyrir átta milljarða króna á þessu ári.
22. febrúar 2021
Dómnefnd metur Símon Sigvaldason hæfastan til að setjast í Landsrétt
Af þeim fjórum sem voru ekki metnir hæfastir til að setjast í Landsrétt sumarið 2017, en voru samt skipaðir í embætti við réttinn, er einungis einn sem hefur ekki fengið nýja skipun. Sá var ekki metinn hæfastur umsækjenda um lausa stöðu.
22. febrúar 2021
Alþingi Íslendinga.
Traust til Alþingis hefur ekki mælst meira frá því fyrir hrun
Traust til stofnanna jókst á síðastliðnu ári. Mest jókst það gagnvart heilbrigðiskerfinu og traust til Seðlabanka Íslands hefur aukist mjög mikið á tveimur árum. Um þriðjungur landsmanna treystir Alþingi.
20. febrúar 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Sjö af tíu hafa verra álit á Samherja og 92 prósent telja að mútur hafi verið greiddar
Íbúar á Akureyri og Dalvík trúa því síður að Samherji hafi greitt mútur fyrir aðgang að kvóta en aðrir landsmenn. Samherji hefur líka látið kanna viðhorf almennings en ekki birt þær niðurstöður.
19. febrúar 2021
Þórður Snær Júlíusson
Viljið þið að upplýsingafulltrúar og spunameistarar segi ykkur fréttir?
19. febrúar 2021
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin orðin minni en Vinstri græn samkvæmt nýrri könnun
Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylking tapa fylgi en Framsókn og Vinstri græn bæta við sig. Miðflokkurinn græðir ekkert á dalandi fylgi Sjálfstæðisflokksins nú, líkt og hann hefur oft gert áður.
18. febrúar 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Segir skýrasta dæmið um gagnleysi krónunnar að ekki sé hægt að prenta peninga í neyð
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segir að „öll viðvörunarljós“ eigi að vera kveikt vegna kúvendingar ríkisstjórnar við fjármögnun skulda ríkissjóðs. Enn og aftur vilji íhaldsflokkarnir „taka sénsinn á krónunni og áhættunni sem henni fylgir“.
17. febrúar 2021
Upplýsingafulltrúar ráðuneyta og undirstofnana kosta hátt í 400 milljónir króna á ári
Launakostnaður upplýsingafulltrúa ráðuneyta hefur aukist um 40 prósent á þessu kjörtímabili. Fyrir utan þá eru margar undirstofnarnir ráðuneyta með starfsmenn sem sinna upplýsinga- og kynningarmálum.
17. febrúar 2021
Elfa Ýr Gylfadóttir er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
Skýrari aðferðarfræði gæti skert greiðslur til stærstu fjölmiðla landsins
Í umsögn fjölmiðlanefndar um frumvarp um styrki til einkarekinna fjölmiðla er kallað eftir því að aðferðarfræði um það hvernig styrkir hvers og eins séu reiknaðir út sé skýrð betur.
16. febrúar 2021