Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Helgi Magnússon, aðaleigandi Torgs.
Lestur Fréttablaðsins dregist saman um 15 prósent frá því að nýir eigendur keyptu það
Lestur Morgunblaðsins hjá fólki undir fimmtugu fór í fyrsta sinn síðan mælingar hófust undir tveggja stafa tölu í síðasta mánuði. Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug.
13. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ástæða þess að það er óvenjulegt þegar ríkur maður velur að greiða skatta á Íslandi
13. mars 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór ætlar ekki fram í næstu kosningum
Óvinsælasti ráðherra landsins ætlar að hætta á þingi. Hann segir umræðuna um sjávarútveg „því miður oft litast af vanþekkingu eða fordómum“.
13. mars 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, getur brosað yfir stöðu flokksins í könnun MMR.
Framsóknarflokkurinn hefur ekki mælst stærri í rúm tvö ár
Framsókn hefur aukið fylgi sitt um 67 prósent frá því í byrjun desember í könnunum MMR. Á sama tíma hefur Sjálfstæðisflokkurinn tapað 22,5 prósent af fylgi sínu.
12. mars 2021
Stjórn Arion banka hefur gert tillögu um starfskjarastefnu fyrir bankans. Stærsti eigandi bankans er á móti þeirri stefnu.
Stærsti eigandi Arion banka leggst gegn bónusum og kaupréttum innan bankans
Gildi segir að laun stjórnenda Arion banka séu, að teknu tilliti til árangurstengdra greiðslna, kauprétta og áskriftarréttinda, hærri „en það sem gengur og gerist hjá öðrum íslenskum bönkum og skráðum fyrirtækjum.“
12. mars 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, kynnti fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 í byrjun október í fyrra. Þar kom fram áætlun um ríkisbúskapinn 2020.
Hallinn á rekstri ríkissjóðs var 68 milljörðum krónum minni en áætlað var
Tekjur ríkissjóðs á síðasta ári voru mun hærri en áætlað var þegar fjárlög voru kynnt í október. Nánar tiltekið 121 milljarði króna hærri. Útgjöld voru líka meiri en þar skeikaði minna.
12. mars 2021
Þegar Mjólkursamsalan braut lög til að koma Mjólku út af markaði
Árið 2012 var afrit af reikningum sent til fyrrverandi eiganda Mjólku. Í reikningunum kom fram að Kaupfélag Skagfirðinga, einn eigenda Mjólkursamsölunnar, þurfti ekki að borga sama verð fyrir hrámjólk og þeir sem fóru í samkeppni við það.
12. mars 2021
Sjávarútvegurinn, SA og Viðskiptaráð vilja ekki auðlindaákvæðið í stjórnarskrá
Í umsögnum helstu hagsmunagæslusamtaka landsins um stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra eru gerðar verulegar athugasemdir við hugtakið „þjóðareign“.
10. mars 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Guðmundur Andri: „Þórunn mun sem sagt leiða listann og það styð ég“
Fyrrverandi þingmaður og ráðherra Samfylkingarinnar mun leiða lista flokksins í Kraganum. Núverandi oddviti sest í annað sætið.
10. mars 2021
Þegar konu var stefnt persónulega fyrir að telja sér mismunað á grundvelli kynferðis
Lilja D. Alfreðsdóttir ákvað að skipa flokksbróður sinn sem ráðuneytisstjóra. Það gerði hún á grunni mats sem hæfisnefnd, stýrt af trúnaðarmanni ráðherra, hafði unnið. Einn umsækjandi kærði ráðninguna til kærunefndar jafnréttismála og vann.
10. mars 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji sagður hafa greitt laun í Færeyjum til að komast hjá skattgreiðslum í Namibíu
Í nýrri heimildarmynd sem sýnd verður í Færeyjum í kvöld segir færeyskur skattasérfræðingur að launagreiðslufyrirkomulag Samherja í gegnum þarlent félag, til sjómanna sem unnu í Namibíu, sé augljóst brot á færeyskum lögum.
9. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
7. mars 2021
Tíu staðreyndir um Ásmundarsalsmálið og eftirmála þess
Ráðherra varð uppvís að því að vera viðstaddur viðburð/samkvæmi/listaverkasölu á Þorláksmessu, þegar strangar sóttvarnarreglur voru við lýði. Grunur var um brot á þeim. Síðan þá hefur málið tekið marga pólitíska snúninga. Hér eru helstu staðreyndir þess.
6. mars 2021
Þegar hlutabréfaverðið í Arion banka fór að rísa þá seldu erlendu eigendurnir sig niður
Hlutabréfaverð í Arion banka hefur hækkað um 58 prósent frá því í haust og fyrir liggja áform um að tappa tugi milljarða króna af eigin fé af bankanum. Á sama tíma eru nær allir erlendir eigendur bankans að minnka stöðu sína í honum. Hratt.
6. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
5. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
4. mars 2021
Borgarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavík getur vel við unað. Allir flokkar innan hans hafa bætt við sig fylgi það sem af er kjörtímabilinu. Næst verður kosið í borginni eftir rúmt ár, 2022.
Fylgi Sjálfstæðisflokks í borginni dregst mikið saman og Samfylkingin mælist stærst
Vinstri græn næstum tvöfalda fylgi sitt í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun og myndu bæta við sig borgarfulltrúa á kostnað Sjálfstæðisflokks. Allir flokkarnir í meirihlutanum bæta við sig fylgi en allir flokkar í minnihluta utan Sósíalistaflokks tapa fylgi.
4. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Mæla á fyrir tillögu um að Alþingi biðjist afsökunar á Landsdómsmálinu
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér að Geir H. Haarde, og þeir þrír ráðherrar sem ekki var ákveðið að ákæra, verði beðin afsökunar á Landsdómsmálinu. Til stendur að mæla fyrir málinu í dag.
3. mars 2021
Dauði geisladisksins, tilkoma Spotify og upprisa vínylplötunnar
Áætlað er að Spotify hafi haft um 700 milljónir króna í tekjur af íslenskum notendum á árinu 2019, og að 90 prósent allra tekna vegna sölu á tónlist hafi verið vegna streymisveitna. Sala á vínylplötum hefur þó líka tekið kipp, og átjánfaldast á fáum árum.
2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
2. mars 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Vissi að Bjarni hefði verið í Ásmundarsal þegar hún hringdi í lögreglustjórann
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hafði ekki verið í sambandi við Bjarna Benediktsson áður en hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag. Hún vissi hins vegar að hann væri sá ráðherra sem hefði verið í Ásmundarsal.
1. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
50.876 Íslendingar
1. mars 2021
Bensíndropinn er dýr um þessar mundir.
Bensínverð ekki verið hærra frá því í nóvember 2019
Hlutur olíufélaganna í hverjum seldum bensínlítra hefur ekki verið minni frá því í janúar 2020. Viðmiðunarverð á bensíni hefur þrátt fyrir það ekki verið hærra í 15 mánuði og hefur hækkað um 14 prósent frá því í maí.
28. febrúar 2021