Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Bolli biðst afsökunar á rangfærslu – Vigdís skýtur til baka á Dag
Borgarstjórinn í Reykjavík segir að heimili sitt hafi verið gert að skotskífu og að það hafi fyllt hann óhug þegar myndband af heimili hans hóf að birtast á vefmiðlum. Vigdís Hauksdóttir segir borgarstjóra hafa talað um sitt heimili á borgarstjórnarfundi.
1. febrúar 2021
Frá 18. janúar síðastliðnum hefur fréttatími Stöðvar 2 verið lokaður fyrir öðrum en áskrifendum.
Meira en helmingur áhorfenda hætti að horfa á fréttir Stöðvar 2 þegar þeim var lokað
Sýn segir að áhorfendum að áskriftarleiðum þeirra í sjónvarpi hafi fjölgað mikið og séu nú yfir 40 þúsund allt í allt. Ekki fást upplýsingar um hvernig sá fjöldi skiptist á mismunandi áskriftarleiðir né hversu margir hafi bæst við í janúar 2021.
31. janúar 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Viðreisn vill binda í stjórnarskrá að afnot af auðlindum séu aldrei ótímabundin
Önnur breytingartillaga er komin fram við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Í henni er lagt til að enginn geti fengið afnot af auðlindum ótímabundið. Þá er lagt að gjaldtaka verði bundin í stjórnarskrá.
31. janúar 2021
Ábendingum vegna peningaþvættis hefur fjölgað um 70 prósent á tveimur árum
Peningaþvættisvarnir íslenskra fjármálafyrirtækja hafa verið hertar á undanförnum árum eftir að hafa verið í ólagi árum saman. Alls bárust yfirvöldum rúmlega tvö þúsund ábendingar um mögulegt peningaþvætti í fyrra. Um 96 prósent þeirra voru frá bönkum.
31. janúar 2021
Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno.
Seldi fyrirtækið sitt til Twitter og ætlar að greiða alla skatta af sölunni á Íslandi
Haraldur Þorleifsson segir að íslenska velferðarkerfið hafi gefið honum tækifæri til að dafna. Hann ætlar að greiða alla skatta af sölu Ueno hérlendis til að styðja við það kerfi sem studdi við hann á sínum tíma.
30. janúar 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Segir Friðjón nota „alla sömu frasana og Viðreisn“
Brynjar Níelsson segir að ef farið yrði að ráðum miðstjórnarmanns í Sjálfstæðisflokknum, og ráðist í breytingar á stefnu og gildum flokksins, væri verið að stunda tækifærismennsku og hentistefnu.“ Það gæti leitt til þess að Sjálfstæðisflokkur dagi uppi.
30. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni ákveður að hefja sölumeðferð á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka
Íslenska ríkið hefur tekið ákvörðun um að ýta sölu á allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka úr vör. Takmörk verða sett á hvað hver bjóðandi getur keypt stóran hlut.
29. janúar 2021
Gerandi sem telur sig fórnarlamb ber fram þunna málsvörn
Í gær kom út bók Einars Kárasonar um Jón Ásgeir Jóhannesson. Þar rekja þeir hvernig Jón Ásgeir hafi verið ofsóttur af illviljuðu fólki í næstum tvo áratugi með afdrifaríkum afleiðingum. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hefur rýnt í verkið.
29. janúar 2021
Guðmundur Kristjánsson.
Guðmundur aftur ráðinn forstjóri Brims
Tæpum níu mánuðum eftir að hafa hætt sem forstjóri Brims hefur aðaleigandi félagsins, Guðmundur Kristjánsson, sest aftur í forstjórastólinn.
28. janúar 2021
Segir Sjálfstæðisflokk vera með yfirbragð flokks sem vill ekki að Ísland breytist
Fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og miðstjórnarmaður í flokknum segir hann hafa á sér yfirbragð þess sem vilji ekki að íslenskt samfélag breytist. Skipti flokkurinn ekki um kúrs muni hann „daga uppi og verða að steini“.
28. janúar 2021
Á meðal þeirra mála þar sem grunur er um spillingu sem ásakanir eru um að teygi sig inn í stjórnsýslu landsins, er Samherjamálið svokallaða. Fjöldi manns mótmælti vegna þess í nóvember 2019.
Ísland fellur á spillingarlista og er í 17. sæti – Enn og aftur spilltast allra Norðurlanda
Ísland er spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Ákveðið bakslag hefur átt sér stað í baráttunni gegn spillingu hér á landi en Ísland hefur hrapað niður úr 1. sæti árið 2006 í 17. sæti árið 2020.
28. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Vilja banna veðsetningu kvóta og binda gjaldtöku fyrir afnot auðlinda í stjórnarskrá
17 stjórnarandstöðuþingmenn hafa lagt fram breytingartillögu við stjórnarskrárfrumvarp forsætisráðherra. Þeir vilja að auðlindaákvæðið verði í samræmi við breytingartillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við frumvarp um nýja stjórnarskrá.
27. janúar 2021
Lilja D. Alfreðsdóttir stendur frammi fyrir brekku til að halda sér inni á þingi samkvæmt könnunum.
Hvorki Miðflokkur né Framsókn mælast með mann inni í Reykjavík
Samfylkingin, Sósíalistaflokkur Íslands og Viðreisn mælast á góðri siglingu í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Staða stjórnarflokkanna í höfuðborginni veikist mikið og Framsóknarflokkurinn myndi ekki ná inn manni þar að óbreyttu.
26. janúar 2021
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Loðnukvótinn aukinn – Fá að veiða 61 þúsund tonn
Tekist hefur að afstýra loðnubresti þriðja árið í röð. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að mikið sé í húfi fyrir viðspyrnu efnahagslífsins að loðnuvertíðin verði eins öflug og kostur sé.
26. janúar 2021
Hámarksálag á reikisímtöl verður lækkað um tæp fjögur prósent
Evrópusambandið hefur sett reglugerð sem lækkar þá upphæð sem fjarskiptafyrirtæki mega rukka fyrir umframnotkun reikisímtala. Til stendur að taka reglugerðina upp í EES-samningnum og þar með hérlendis.
26. janúar 2021
Markaðsvirði veðsettra hlutabréfa í Kauphöll Íslands 183 milljarðar króna
Tölur um veðsetningu hlutabréfa benda til þess að veðköll hafi verið framkvæmd á síðasta ári þegar markaðurinn tók dýfu. Hann jafnaði sig hins vegar þegar leið á árið og markaðsvirði veðsettra hlutabréfa hefur hlutfallslega ekki verið lægra frá júlí 2018.
25. janúar 2021
Tíu staðreyndir um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka
Til stendur að selja allt að 35 prósent hlut í ríkisbanka í sumar. Upphaf þessa ferils má rekja til bankahrunsins. Hér er allt sem þú þarft að vita um ætlaða bankasölu, álitamál henni tengt og þá sögu sem leiddi til þeirrar stöðu sem nú er uppi.
25. janúar 2021
Ný útlán banka til fyrirtækja umfram uppgreiðslur voru um átta milljarðar í fyrra
Ný útlán til atvinnufyrirtækja landsins á nýliðnu ári voru innan við tíu prósent þess sem þau voru árið 2019 og 1/27 af því sem þau voru árið 2018.
24. janúar 2021
Húsnæðismarkaðurinn hefur verið á fleygiferð undanfarna mánuði. Ódýrt lánsfjármagn er þar helstu drifkrafturinn.
Bankar lána metupphæðir til húsnæðiskaupa og heimilin yfirgefa verðtrygginguna
Viðskiptabankarnir lánuðu 306 milljarða króna í ný húsnæðislán umfram upp- og umframgreiðslur í fyrra. Fordæmalaus vöxtur var í töku óverðtryggðra lána og heimili landsins greiddu upp meira af verðtryggðum lánum en þau tóku.
23. janúar 2021
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
21. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
20. janúar 2021