Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður málsins.
Þingmenn úr fimm flokkum vilja að umsvif útgerða í íslensku atvinnulífi verði kortlögð
Útgerðarfyrirtæki hafa notað þann mikla arð sem verið hefur af nýtingu þjóðarauðlindarinnar á undanförnum árum til að fjárfesta víða í atvinnulífinu. Nú vilja 20 þingmenn láta gera skýrslu þar sem þau umsvif eru kortlögð.
18. desember 2020
OECD hefur alvarlegar áhyggjur af stöðu mútubrotamála á Íslandi
Í nýrri skýrslu OECD um mútubrot í alþjóðaviðskiptum segir að Íslendingar hafi haft ranghugmyndir um að íslenskir einstaklingar hafi ekki tekið þátt í alþjóðlegum mútugreiðslum. Samherjamálið hafi splundrað þeim hugmyndum.
17. desember 2020
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.
Ísland fer fram á að tollasamningur við ESB um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður
Utanríkisráðherra segir að úttekt sýni að „verulegt ójafnvægi“ sé í tollasamningi Íslands við Evrópusambandið um landbúnaðarvörur. Mikið sé flutt inn en nær ekkert flutt út.
17. desember 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Stjórnendur Arion banka geta fengið allt að 25 prósent af árslaunum í bónusgreiðslur
Arion banki innleiðir nýtt kaupaukakerfi á næsta ári sem felur í sér að allir starfsmenn geta fengið bónus ef bankinn sýnir meiri arðsemi en helstu samkeppnisaðilar hans á Íslandi.
16. desember 2020
Hótel Borg er ein helsta eign Keahótela.
Ríkisbanki eignast 35 prósent hlut í Keahótelum
Landsbankinn hefur breytt skuldum vegna Keahótela við sig í hlutafé og á nú rúmlega þriðjung í hótelkeðjunni. Leigusalar hafa samþykkt að veltutengja leigu, en þó með lágmarksgólfi.
16. desember 2020
Strengur ætlar að borga fyrir yfirtökuna á Skeljungi með því að selja eignirnar
Tveir kerfislega mikilvægir bankar, Íslandsbanki og Arion banki, ætla að fjármagna yfirtöku Strengs á Skeljungi verði yfirtökutilboði félagsins tekið. Strengur ætlar sér að selja eignir Skeljungs til að endurgreiða bönkunum og afskrá félagið.
16. desember 2020
Þingflokkur Pírata.
Skoðunarmenn lýsa yfir áhyggjum af kostnaðarsömum rekstri Pírata
Í ársreikningi Pírata kemur fram að flokkurinn eyddi um 96 prósent tekna sinna í rekstur í fyrra, en lagði lítið fyrir í kosningabaráttusjóð. Hinir flokkarnir sjö á þingi lögðu allir meira til hliðar og flestir tugi milljóna króna.
15. desember 2020
Þórður Snær Júlíusson
Gætir enginn hagsmuna skattgreiðenda í Reykjavík?
14. desember 2020
Jón Óttar Ólafsson og James Hatuikulipi.
Samherji segir James Hatuikulipi hafa sent Jóni Óttari póst um leynireikninga, ekki öfugt
Að mati Samherja hafa tölvupóstar milli starfsmanns fyrirtækisins og fyrrverandi áhrifamanns í Namibíu verið slitnir úr samhengi. Þá sé höfundum þeirra víxlað. Starfsmaður Samherja hafi fengið póst sem hann er sagður hafa sent.
14. desember 2020
Raunveruleg ástæða þess að norskur stórbanki sagði upp viðskiptum við Samherja
Norska efnahagsbrotadeildin rannsakar hvort DNB bankinn hafi tekið þátt í glæpsamlegu athæfi með því að tilkynna ekki millifærslur Samherjafélags til félags í Dúbaí til fjármálaeftirlits sem grunsamlegar millifærslur.
13. desember 2020
Á meðal þess sem fellur undir veitta félagslega þjónustu sveitarfélaga er þjónusta þeirra við aldraða.
Kostnaður íbúa í Reykjavík jókst um þrefalt hærri upphæð en íbúa í Kópavogi
Íbúar Reykjavíkur borga mun meira í veitta félagslega þjónustu hver en íbúar nágrannasveitafélaganna. Sum þeirra hafa aukið framlög í málaflokkinn síðust ár en önnur hafa hlutfallslega setið eftir. Eftir sem áður er munurinn milli sveitarfélaga sláandi.
13. desember 2020
Fátt bendir til þess að pólitískt veðmál Vinstri grænna gangi upp
Vinstri græn hafa ekki mælst með minna fylgi frá vormánuðum 2013. Flokkurinn hefur tapað um 55 prósent af kjósendum sínum frá því að sitjandi ríkisstjórn var sett á laggirnar, en Sjálfstæðisflokkurinn hefur á sama tíma bætt við sig fylgi.
12. desember 2020
Akureyri.
Íbúar Akureyrar greiða mest allra fyrir veitta félagsþjónustu
Þeir íbúar á landinu sem greiða hæstu upphæðina hver fyrir veitta félagsþjónustu eru íbúar höfuðstaðar Norðurlands. Nágrannasveitarfélög Akureyrar, sem greiða mun minna fyrir félagsþjónustu, eru öll andvíg þvingaðri sameiningu sveitarfélaga.
12. desember 2020
Jón Óttar Ólafsson hefur starfað fyrir Samherja um margra ára skeið.
Jón Óttar taldi stjórnvöld í Namibíu ekki hafa burði til að hafa uppi á leynireikningum
Ríkissaksóknari Namibíu lýsir sexmenningum sem eru grunaðir um að hafa þegið mútur frá Samherja, og fimm Íslendingum undir forystu Þorsteins Más Baldvinssonar, sem skipulögðum glæpahóp. Rannsakandi Samherja átti í samskiptum við einn mannanna í maí 2019.
11. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland fær 170 þúsund skammta af bóluefni Pfizer
Stjórnvöld ætla að tryggja sér bóluefni fyrir rúmlega 280 þúsund einstaklinga, eða 76 prósent íbúa landsins. Áætlað er að fyrstu skammtar berist um áramót. Þeir duga fyrir 10.600 manns.
11. desember 2020
Helgi Magnússon, aðaleigandi Torgs.
Helgi Magnússon setur 600 milljónir til viðbótar í útgáfufélag Fréttablaðsins
Stærsti eigandi fjölmiðlasamsteypunnar Torgs, sem keypti hana í fyrra, hefur sett 600 milljónir króna til viðbótar inn í rekstur hennar. Það er gert til að greiða upp lán og „mæta því tapi sem veirufaraldurinn hefur valdið á árinu“.
11. desember 2020
Höfuðstöðvar Landsbankans rísa nú við Austurhöfn í Reykjavík.
Miðflokkurinn vill selja nýjar höfuðstöðvar Landsbankans til að fjármagna breytingar
Þingmaður Miðflokksins vill að höfuðstöðvar Landsbankans verði seldar fyrir níu milljarða króna. Það er tæplega þremur milljörðum krónum undir áætluðum kostnaði við byggingu þeirra.
10. desember 2020
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins.
Flokkur fólksins safnar upp digrum kosningasjóði með framlögum úr ríkissjóði
Hagnaður Flokks fólksins á árinu 2019 var 68 prósent af veltu flokksins. Um síðustu áramót átti flokkurinn tæplega 66 milljónir króna í handbæru fé. Það mun bætast við þann sjóð í ár og á því næsta. Nær allar tekjur Flokks fólksins koma úr ríkissjóði.
10. desember 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji tekur ekki yfir Eimskip
Sárafáir hluthafar í Eimskip tóku yfirtökutilboði Samherja í félagið, sem rann út í gær.
9. desember 2020
Ríkustu 242 fjölskyldurnar á Íslandi eiga 282 milljarða króna
Eigið fé þess 0,1 prósent þjóðarinnar hefur vaxið um 120 milljarða króna frá árinu 2010. Ríkustu fimm prósent landsmanna eiga eigið fé upp á tvö þúsund milljarða króna, en það er alls um 40 prósent af allri hreinni eign í landinu.
8. desember 2020
Erlend hlutabréf skiluðu miklu í kassann hjá Gildi en umtalsvert tap varð vegna Icelandair
Þorri tekna Gildis það sem af er ári kemur vegna erlendra fjárfestinga. Þar skipta gjaldmiðlaáhrif lykilmáli. Innlend hlutabréf skiluðu sjóðnum samanlagt 1,3 milljörðum króna í tekjur á fyrstu tíu mánuðum ársins.
8. desember 2020
Zuism: Trúfélagið sem fjármagnaði ferðalög, áfengiskaup og hlutabréfaviðskipti tveggja bræðra
Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn, bræður, fyrir að svíkja sóknargjöld út úr ríkissjóði og nota þau svo í eigin þágu um nokkurra ára skeið. Það gerðu þeir með því að nota trúfélagið Zuism, sem hafið lofað öllum sem skráðu sig í það endurgreiðslu.
8. desember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, getur verið ánægður með nýjustu könnun MMR.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist tvisvar sinnum stærri en Samfylkingin
Stærsti flokkur landsins mælist nú yfir kjörfylgi. Hinir tveir flokkarnir sem sitja með honum í ríkisstjórn myndu bíða afhroð ef kosið yrði í dag. Flokkur fólksins er á skriði og Sósíalistaflokkur Íslands næði inn á þing.
7. desember 2020
Fimmta mánuðinn í röð flýja sjóðsfélagar með húsnæðislánin sín frá lífeyrissjóðum til banka
Uppgreiðslur á húsnæðislánum hjá lífeyrissjóðum námu hærri upphæð en nokkru sinni áður í októbermánuði. Íslenskir viðskiptabankar hafa lánað tvisvar sinnum meira á fyrstu tíu mánuðum þessa árs en þeir gerðu allt árið í fyrra.
7. desember 2020
Reykvíkingar með félagsþjónustu höfuðborgarsvæðisins á herðunum
Íbúar í Reykjavík borga hver og einn sjö sinnum hærri fjárhæð í fjárhagsaðstoð til þeirra sem þurfa á slíkri að halda en íbúar á Seltjarnarnesi. Þeir greiða tvöfalt meira fyrir alla veitta félagsþjónustu en íbúar í Kópavogi og Garðabæ.
7. desember 2020