Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Sex stjórnmálaflokkar högnuðust samanlagt um rúmlega 300 milljónir króna í fyrra
Ríkisendurskoðun hefur birt ársreikninga sex flokka sem eiga sæti á Alþingi. Þar kemur fram að meginþorri tekna komi úr opinberum sjóðum. Allir flokkarnir skila myndarlegum hagnaði.
21. nóvember 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Karlar og minna menntaðir hrífast af Miðflokknum
Flokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er á mjög svipuðu róli nú í könnunum og hann var í síðustu kosningum. Hann á erfitt uppdráttar á höfuðborgarsvæðinu og hjá ungu fólki en er sterkur á landsbyggðinni.
20. nóvember 2020
Úrskurður í Landsréttarmálinu verður kveðinn upp 1. desember
Mannréttindadómstóll Evrópu mun kveða upp úrskurð sinn í Landsréttarmálinu svokallaða á fullveldisdaginn.
20. nóvember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Dómsmálaráðherra sakar starfsmann RÚV um að lýsa pólitískri afstöðu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segir að greiðendur útvarpsgjaldsins eigi rétt á því að greint sé rétt frá. Hún gagnrýnir umfjöllun RÚV um úttekt GRECO á aðgerðum Íslands gegn spillingu.
20. nóvember 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin á miklu skriði hjá konum og yngstu kjósendunum
Degi fyrir kosningarnar 2016 sögðust eitt prósent kjósenda undir þrítugu ætla að kjósa Samfylkinguna. Nú mælist stuðningur við flokkinn hjá þeim aldurshópi 19,3 prósent. Bætt staða Samfylkingarinnar þar er lykilbreyta í auknu fylgi flokksins.
19. nóvember 2020
Willum Þór Þórsson
Willum: Staða Framsóknarflokksins á höfuðborgarsvæðinu er alvarleg
Formaður fjárlaganefndar telur að Framsókn hafi ekki tekist að tala fyrir borgaralegum málefnum, en fylgi flokksins á höfuðborgarsvæðinu mælist nú tæplega sex prósent. Hann vill RÚV af auglýsingamarkaði og á fjárlög.
19. nóvember 2020
Píratar væru stærsti flokkur landsins ef ungt og tekjulítið fólk kysi einvörðungu
Píratar eru sterkir á höfuðborgarsvæðinu og á Vesturlandi. Ungt og tekjulítið fólk lítur frekar til þeirra en annarra flokka. Og enginn flokkur sem á þegar sæti á Alþingi hefur bætt við sig meira fylgi frá 2017 en Píratar.
18. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks.
Bjarni vill verða forsætisráðherra á ný
Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur metnað til að mynda ríkisstjórn eftir kosningarnar í september á næsta ári og leiða hana. Hann segir núverandi stjórn hafa fundið leiðir til að útkljá mál og hefði þess vegna verið nokkuð farsæl.
18. nóvember 2020
Það verður bið á því að örtröð myndist við landganga í Leifsstöð, samkvæmt spá Seðlabanka Íslands.
Seðlabankinn spáir dýpri kreppu og hægari efnahagsbata en hann gerði í sumarlok
Seðlabankinn telur að 750 þúsund ferðamenn muni heimsækja Ísland á næsta ári. Það eru 250 þúsund færri en bankinn spáði í ágúst og 150 þúsund færri en forsendur fjárlaga segja til um. Afleiðingin verður minni hagvöxtur 2021 en reiknað hafði verið með.
18. nóvember 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn lækkar vexti niður í 0,75 prósent
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka meginvexti bankans um 0,25 prósentustig.
18. nóvember 2020
Af vetrarfundi Sósíalistaflokks Íslands sem fór fram í Dósaverksmiðjunni í Borgartúni í janúar 2020.
Sósíalistaflokkurinn sækir vinstrafylgið fast og heggur í stöðu Vinstri grænna
Í borgarstjórnarkosningunum fyrir tveimur árum sigraði Sósíalistaflokkurinn baráttuna um vinstri vænginn og fékk fleiri atkvæði en Vinstri græn. Skýrar vísbendingar eru um að sú sókn í vinstrafylgið getið haldið áfram í komandi þingkosningum.
17. nóvember 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar peningar eru mikilvægari en sumt fólk
17. nóvember 2020
Forystusveit Sjálfstæðisflokksins sem var kosin á landsfundi 2018.
Sjálfstæðisflokkur styrkir stöðu sína sem fyrsti valkostur elstu og tekjuhæstu kjósendanna
Stærsti stjórnmálaflokkur landsins siglir nokkuð lygnan sjó samkvæmt könnunum og hefur ekki tapað á ríkisstjórnarsamstarfinu. Fylgi flokksins á Austurlandi hefur hríðlækkað og hann virðist aðallega vera að slást við Miðflokkinn um atkvæði.
16. nóvember 2020
Innflytjendur voru aflið að baki síðasta góðæri
Á örfáum árum hefur erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi fjölgað úr rúmlega 20 þúsund í rúmlega 50 þúsund. Flestir þeirra koma hingað til lands til að vinna. Samhliða hafa þeir mannað þau þúsundir starfa sem ferðaþjónustugóðærið kallaði á.
15. nóvember 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Framsókn með undir sex prósenta fylgi í Reykjavík og nágrenni
Framsóknarflokkurinn er að mælast með svipað fylgi og hann fékk þegar síðast var kosið. Hann hefur styrkt stöðu sína víða á landsbyggðinni en tapað fylgi á höfuðborgarsvæðinu þar sem flokkurinn er í hættu að fá enga menn þingmenn kosna.
14. nóvember 2020
Flestir sem misst hafa vinnuna undanfarna mánuði störfuðu í ferðaþjónustu.
Atvinnuleysið nú meira en þegar mest var eftir bankahrunið
Vinnumálastofnun reiknar með að almennt atvinnuleysi verði 11,3 prósent í desember. Atvinnuleysi eftir bankahrunið mældist mest 9,3 prósent í febrúar og mars 2009.
14. nóvember 2020
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Sýn vill tilnefnt almannaþjónustuhlutverk og fá styrki úr ríkissjóði til að sinna því
Sýn metur neikvæð áhrif COVID-19 á rekstur sinn á 1,1 milljarð króna. Félagið segir ekkert því til fyrirstöðu að það verði tilnefnt með almannaþjónustuhlutverk og að ríkið geri samning um að styrkja það fyrir að sinna hlutverkinu.
13. nóvember 2020
Álverið í Straumsvík.
Álverin ekki að borga of hátt verð fyrir íslenska raforku
Í úttekt á samkeppnishæfni stórnotenda á raforku hérlendis kom í ljós að þeir eru ekki að greiða of hátt verð þegar raforkusamningar þeirra eru bornir saman við önnur Vesturlönd með umfangsmikla stóriðjustarfsemi.
13. nóvember 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu hefur hrunið frá síðustu kosningum
Fylgi Vinstri grænna, flokks forsætisráðherra, hefur ekki mælst lægra í könnunum MMR frá því í apríl 2013. Í síðustu kosningum var sterkasta vígi flokksins á höfuðborgarsvæðinu. Stuðningur við flokkinn þar hefur dregist verulega saman á kjörtímabilinu.
13. nóvember 2020
Halldóra Mogensen er þingmaður Pírata.
Halldóra sér fyrir sér stjórnarsamstarf Pírata við Samfylkingu og Viðreisn
Þingflokksformaður Pírata segir að enginn flötur sé á ríkistjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokk eða Miðflokk. Augljósustu kostirnir fyrir slíkt samstarf séu Samfylkingin og Viðreisn. Kosningabandalag sé þó ekki í pípunum.
11. nóvember 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, er formaður starfshópsins.
Telja að breyta þurfi landamæraskimun svo að umtalsverður efnahagsbati geti hafist
Fyrrverandi seðlabankastjóri leiðir starfshóp sem hefur lagt efnahagslegt mat á tillögum um breytta landamæraskimun. Talið er að ferðamenn gætu orðið allt að 800 þúsund á næsta ári með breyttu fyrirkomulagi. Verði því ekki breytt yrðu þeir nær 100 þúsund.
11. nóvember 2020
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Útvarpsstjóri segir að það vanti 600 milljónir króna í rekstur RÚV á næsta ári
Stefán Eiríksson segir að fyrirsjáanlegt sé að mæta þurfi skertu framlagi til RÚV úr ríkissjóði, samdrætti í auglýsingatekjum og auknum kostnaði vegna COVID-19 með breytingum og samdrætti í dagskrárgerð og fréttaþjónustu RÚV.
10. nóvember 2020
Þórður Snær Júlíusson
Það er þetta með lýðræðið
9. nóvember 2020
Flest fyrirtækin sem nýta sér greiðsluskjólsleiðina eru tengd ferðaþjónustu.
Alls 17 fyrirtæki hafa sótt um greiðsluskjól
Í sumar voru samþykkt lög sem gera fyrirtækjum í neyð vegna COVID-faraldursins kleift að hætta að borga af skuldbindingum sínum en fá samt vernd frá því að verða sett í gjaldþrot í allt að eitt ár.
9. nóvember 2020
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Mikil fylgni milli stjórnmálaskoðana og trúar á meðal Íslendinga
Fólk á barneignaraldri vill mun síður að að kristi­legar trú­arat­hafn­ir, bænir eða guðs­orð ættu að vera liður í starfi skóla en eldra fólk sem á ekki lengur börn í skólum. Yngra fólk og menntaðra fólk er ólíklegra til að telja sig trúað en eldra fólk.
8. nóvember 2020