Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Launakostnaður var um 90 prósent af hreinum rekstrartekjum GAMMA í fyrra
Þóknanatekjur GAMMA voru yfir tveir milljarðar króna árið 2017. Í fyrra voru þær 575 milljónir króna. Rekstrargjöld voru um 380 milljónum krónum hærri en hreinar rekstrartekjur. Tap fyrir skatta var 379 milljónir króna.
13. október 2020
Uppdráttur sem sýnir afstöðu Sundabrautar og friðlýsingarsvæðisins.
Vegagerðin leggst gegn friðlýsingu Minjastofnunar á vegstæði Sundabrautar
Átök um legu Sundabrautar hafa tekið á sig harðari mynd. Vegagerðin hefur nú lagst gegn friðlýsingu Minjastofnunar og segir ljóst að allir valkostir Sundabrautar muni setja fornminjar í hættu. Mótvægisaðgerðir gætu náð fram sömu markmiðum.
13. október 2020
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður málsins.
Þörf fyrir kristinfræðikennslu í skólum meðal annars rökstudd með fjölgun innflytjenda
Þingflokkur Miðflokksins, ásamt tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokks, vilja að kristinfræði verði aftur kennd í skólum. Þeir telja að þekking á kristni sé „forsenda skilnings á vestrænni menningu og samfélagi“.
12. október 2020
Uppgefnar eignir Íslendinga erlendis jukust um 20 prósent á tveimur árum
Bein fjármunaeign innlendra aðila erlendis jókst um 58 milljarða króna í fyrra og var 666 milljarðar króna í lok þess árs. Tölur Seðlabanka Íslands segja að Íslendingar eigi einungis 21 milljónir króna á Tortóla.
10. október 2020
Þorsteinn Már sestur aftur í stól stjórnarformanns Síldarvinnslunnar
Forstjóri Samherja steig til hliðar sem formaður stjórnar Síldarvinnslunnar, sem Samherjasamstæðan á 49,9 prósent hlut í, eftir að Samherjamálið var opinberað í nóvember 2019. Hann er nú tekinn aftur við því starfi.
9. október 2020
Svanhildur Hólm Valsdóttir ásamt Bjarna Benediktssyni.
Svanhildur Hólm Valsdóttir ráðin framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
Aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins, mun taka við starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs 1. desember næstkomandi.
9. október 2020
Ólíkar leiðir stjórnarandstöðuflokka út úr kreppunni
Hvað eiga tillögur um að gera Akureyri að borg, um að byggja mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæðinu í stað borgarlínu og um aukna fjárfestingu í lýðheilsu þjóðarinnar sameiginlegt?
8. október 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Vill hækka greiðslur vegna lífeyris og atvinnuleysisbóta um rúma tíu milljarða
Þingmaður Pírata hefur lagt fram breytingartillögu við fjárlagafrumvarp ársins 2021 þar sem hann leggur til að lífeyrisgreiðslur úr ríkissjóði og atvinnuleysisbætur hækki í samræmi við hækkanir á lífskjarasamningi.
8. október 2020
Boeing 757-200 vél frá Icelandair.
Kaupandinn að vélum Icelandair íslenskt félag fyrir hönd bandarísks fjárfestingasjóðs
Íslenskt félag sem sérhæfir sig í að kaupa, selja og leigja út flugvélar hefur samþykkt að kaupa þrjár Boeing 757 vélar, framleiddar 1994 og 2000, af flugfélaginu. Vélarnar voru veðsettar kröfuhafa Icelandair.
8. október 2020
Fjárlögin á mannamáli
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjárlagafrumvarp vegna ársins 2021 í síðustu viku. Þau segja til um hvernig þjóðarheimilið er rekið. Í hvað erum við að eyða, hverjir borga mest fyrir það og þau nýju verkefni sem ráðast verður í.
8. október 2020
Flótti lántakenda frá lífeyrissjóðunum og verðtryggðum lánum heldur áfram
Íslendingar eru farnir að sýna það í verki að þeir eru afar meðvitaðir um kjör húsnæðislána. Lægri stýrivextir og aukin verðbólga hafa leitt til þess að þúsundir hafa fært sig úr verðtryggðum lánum í óverðtryggð, og frá lífeyrissjóðum til banka.
8. október 2020
Eigandi Fréttablaðsins keypti hlutabréf fyrir tæplega 600 miljónir króna í fyrra
Félag sem eignaðist útgáfufélag Fréttablaðsins í fyrra metur eignir sínar á 592,5 milljónir króna, eða sömu upphæð og það fékk lánað hjá tengdum aðila til að kaupa hlutabréf á árinu 2019. Einu þekktu viðskipti félagsins í fyrra eru kaup á fjölmiðlum.
7. október 2020
Ólína segir forstjóra Samherja hafa beitt sér fyrir því að hún fengi ekki háskólastöðu
Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir í nýrri bók að Þorsteinn Már Baldvinsson hafi hindrað ráðningu sína sem forseta hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri árið 2013. Hana grunar að andstaðan við sig hafi verið af pólitískum toga.
7. október 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Ný könnun: Miðflokkurinn helmingast frá síðustu kosningum og mælist með 5,9 prósent
Samkvæmt nýrri könnun Maskínu vantar ekki mikið upp á að Samfylking, Píratar og Viðreisn geti myndað þriggja flokka ríkisstjórn. Ríkisstjórnarflokkarnir virðast höfða í mun minni mæli til kjósenda annarra flokka en þeir flokkar sem eru í stjórnarandstöðu.
6. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Tveggja metra-regla endurvakin, starfsemi þarf að loka og keppnisíþróttum frestað
Sóttvarnarlæknir mun í dag gera tillögu um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu í ljósi þess að kórónuveirusmitum hefur fjölgað verulega síðustu daga. Í gær greindust alls 99 manns innanlands með smit.
6. október 2020
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur biðst afsökunar á að hafa gert lítið úr forystuhlutverki Katrínar
Þingmaður Samfylkingarinnar, sem ræddi um „ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar“ í umræðuþætti um helgina, var víða ásakaður um kvenfyrirlitningu fyrir vikið. Hann hefur beðist afsökunar á ummælum sínum.
5. október 2020
Úttekt Sjúkratrygginga á starfsemi Heilsustofnunar í Hveragerði ekki lokið
Úttekt Sjúkratrygginga Íslands á Heilsustofnuninni í Hveragerði hefur staðið yfir í ár, og er ekki lokið. Hún hefur tafist vegna COVID-19 og skipulagsbreytinga. Stofnunin fékk 875,5 milljónir króna úr ríkissjóði árið 2019.
5. október 2020
Höfuðstöðvar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki.
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um tíu milljarða á tveimur árum
Afkoma Kaupfélags Skagfirðinga á árunum 2018 og 2019 var sú besta í rúmlega 130 ára sögu þess. Í fyrra hagnaðist félagið um 1,4 milljarð króna á nokkrum vikum á fléttu með bréf í Brimi.
4. október 2020
Stjórnmálaflokkarnir sýna á spilin í upphafi kosningabaráttu
Í gær hófst síðasta þing yfirstandandi kjörtímabils, og með því kosningabarátta sem mun fara fram við óvenjulegar aðstæður vegna kórónuveirufaraldurs sem ógnar heilbrigði og efnahag þjóðarinnar.
2. október 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Framsókn mælist með sögulega lítið fylgi í könnun Gallup
Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn bæta lítillega við sig milli mánaða en Framsókn dalar. Samfylking, Píratar og Viðreisn standa nánast í stað.
2. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, er annar forstjóri Samherja.
Samherji hf. hagnaðist um níu milljarða og á eigið fé upp á 63 milljarða
Annar helmingur Samherjasamstæðunnar, sem heldur utan um þorra innlendrar starfsemi hennar, hagnaðist vel á síðasta ári. Eignarhald á henni var fært að hluta til barna helstu stjórnenda Samherja á síðasta ári.
2. október 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Hlutverk Samfylkingar að leiða saman öfl til að mynda græna félagshyggjustjórn að ári
Formaður Samfylkingarinnar segir að skipta þurfi um kúrs, snúa skútunni frá hægri og hrista af Íslandi gamaldags kreddur um það hvernig ríkisfjármál virki og hvernig verðmæti verði til.
1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
1. október 2020
Útflutningur dregst verulega saman á milli ára. Þar skiptir mestu máli að ferðaþjónusta er nær lömuð sem stendur. Kórónuveiran gerir það að verkum að fáir heimsækja Ísland.
Hagstofan spáir mesta samdrætti í heila öld – 30 prósent samdráttur í útflutningi
Hagstofa Íslands spáir því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að þá verði hagvöxtur upp á 3,9 prósent. Verbólguhorfur hafa versnað og nú er gert ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali yfir markmiði út næsta ár.
1. október 2020