Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Ruth Bader Ginsburg.
Ruth Bader Ginsburg er látin – Trump mun tilnefna nýjan dómara
Ruth Bader Ginsburg hefur verið lykildómari í frjálslynda hluta Hæstaréttar Bandaríkjanna allt frá því að hún var skipuð árið 1993. Þar greiddi hún atkvæði með mörgum stærstu mannréttindaúrbótum sem rétturinn hefur fellt dóma um. Ginsberg lést í gær.
19. september 2020
Þórður Snær Júlíusson
Börn eru börn, hvaðan sem þau koma
18. september 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair og Drífa Snædal er forseti ASÍ.
ASÍ, FFÍ, SA og Icelandair grafa stríðsöxina með undirritaðri yfirlýsingu
ASÍ og FFÍ munu ekki draga Icelandair Group og SA fyrir Félagsdóm eftir að síðarnefndu aðilarnir viðurkenndu að uppsagnir flugfreyja hafi ekki verið „í samræmi við þær góðu samskiptareglur sem aðilar vinnumarkaðarins vilja viðhafa.“
17. september 2020
Forseti ASÍ fékk umboð til að undirrita tvenns konar yfirlýsingar
Eftir umræður á aukafundi miðstjórnar ASÍ í gærmorgun var ákveðið að leggja til atkvæða yfirlýsingu um samkomulag við Icelandair sem myndi binda enda deilur sambandsins við fyrirtækið.
17. september 2020
Helga Vala býður sig fram til varaformanns Samfylkingarinnar
Það stefnir allt í slag um varaformannsembættið í Samfylkingunni. Flokkurinn stefnir að því að mynda ríkisstjórn eftir næstu kosningar og að sú ríkisstjórn verði án Sjálfstæðisflokks.
17. september 2020
Drífa Snædal er forseti ASÍ og Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
ASÍ og Icelandair Group komast að samkomulagi um að ljúka deilum sínum
Í dag stendur til að birta sameiginlega yfirlýsingu ASÍ og Icelandair Group þar sem fyrirtækið gengst við því að hafa brotið „góðar samskiptareglur“ vinnumarkaðarins þegar það sagði upp flugfreyjum. Með yfirlýsingunni lýkur öllum deilum milli aðila.
16. september 2020
Eigendur sjávarútvegsfyrirtækja hafa fengið rúmlega 100 milljarða í arð á innan við áratug
Á tíu ára tímabili vænkaðist hagur sjávarútvegsfyrirtækja um tæplega 500 milljarða króna. Á sama tímabili hafa þau greitt um 70 milljarða króna í veiðigjöld. Eigið fé geirans var 297 milljarðar króna í lok árs 2018.
16. september 2020
Tíu staðreyndir um hlutafjárútboð Icelandair
Í dag hefst hlutafjárútboð Icelandair Group. Það er síðasti liðurinn í langdregnum björgunarleiðangri félagsins. Á morgun kemur svo í ljós hvort að hann hafi lukkast eða ekki.
16. september 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Jón og Ragnheiður skipuð í Landsrétt – Ástráði hafnað enn og aftur
Jón Höskuldsson hefur loks hlotið skipun í embætti dómara við Landsrétt, rúmum þremur árum eftir að hafa verið færður af lista yfir hæfustu umsækjendur. Þrír þeirra fjögurra sem færðir voru upp á listanum hafa nú verið skipaðir í annað sinn í embætti.
15. september 2020
Minjastofnun hafnar því að friðlýsing hindri lagningu Sundabrautar
Friðlýsing menningar- og búsetulandslags á Álfsnesi á ekki að hindra lagningu Sundabrautar að mati Minjastofnunar Íslands. Bæði Vegagerðin og Reykjavíkurborg halda hinu gagnstæða fram.
15. september 2020
Benedikt Jóhannesson var fjármála- og efnahagsráðherra um nokkurra mánaða skeið á árinu 2017.
Benedikt vill leiða fyrir Viðreisn á Suðvesturhorninu á næsta ári
Fyrrverandi formaður Viðreisnar ætlar sér að verða oddviti flokksins í einu þriggja kjördæma höfuðborgarsvæðisins í þingkosningum eftir ár. Hann ætlar hins vegar ekki að bjóða sig fram til formanns eða varaformanns á komandi landsþingi.
14. september 2020
Prentmiðlar: Færri blöð, færri útgáfudagar og lesturinn aldrei verið minni
Lestur prentmiðla hefur aldrei mælst minni og hann hefur minnkað hratt, sérstaklega hjá fólki undir fimmtugu, síðustu ár. Í mælingum Gallup eru nú einungis fjögur blöð: eitt fríblað, eitt áskriftardagblað og tvo vikublöð.
13. september 2020
Þrátt fyrir samkomubann standa akstursgreiðslur til þingmanna nánast í stað
Ásmundur Friðriksson er áfram sem áður sá þingmaður sem kostar skattgreiðendur mest vegna aksturs. Alls hafa fimm þingmenn rukkað Alþingi um yfir eina milljón króna í endurgreiðslur vegna aksturs á fyrstu sjö mánuðum ársins.
12. september 2020
Dagur B. Eggertsson, er borgarstjóri í Reykjavík. Umsögn borgarinnar um tilögu Minjastofnunar var lögð fram á fundi borgarráðs í gær.
Borgin vill láta kanna að falla frá friðlýsingu sem gæti hindrað lagningu Sundabrautar
Borgarlögmaður hefur sent Minjastofnun Íslands bréf þar sem óskað er eftir því að kannað verði hvort hægt sé að vernda minjar á ætluðu vegstæði Sundabrautar með öðrum hætti en friðlýsingu. Verði friðlýsingin að veruleika er lagning Sundabrautar í uppnámi.
11. september 2020
Tveir valkostir eru nú vegnir og metnir af starfshópi Vegagerðar, Reykjavíkur, SSH og Faxaflóahafna. Annar er jarðgöng, hinn lágbrú.
Friðlýsingaráform Minjastofnunar setja lagningu Sundabrautar í uppnám
Vegagerðin hefur sent Minjastofnun Íslands bréf og óskað eftir fundi. Ástæðan er sú að áform hennar um friðlýsingu meðal annars í Álfsnesi geta haft veruleg áhrif á lagningu Sundabrautar, þar sem svæðið er á ætluðu vegstæði Sundabrautar.
10. september 2020
Hönd Icelandair fer sífellt dýpra ofan í vasa almennings
Á síðustu metrunum fyrir hlutafjárútboð Icelandair Group bættist ýmislegt við úr hendi opinberra aðila sem ætlað er að hjálpa samstæðunni að lifa af. Framlag almennings, beint og óbeint, í formi lána og mögulegra hlutabréfakaupa, hleypur á tugum milljarða
10. september 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin og Viðreisn bæta við sig – Vinstri græn dala
Sjálfstæðisflokkurinn er að venju stærsti flokkur landsins. Þar á eftir koma hins vegar þrír stjórnarandstöðuflokkar: Samfylking, Píratar og Viðreisn. Þeir eru einu flokkarnir á þingi sem mælast með stuðning yfir kjörfylgi.
8. september 2020
Ríkið lánar tekjulægri landsmönnum vaxtalaus húsnæðislán
Nýsamþykkt hlutdeildarlán eru fjárhagslega mun hagstæðari en önnur húsnæðislán sem standa lánþegum til boða á almennum markaði. Þeim er beint að þeim landsmönnum sem hafa lægstu tekjurnar og fela í sér að íslenska ríkið lánar lánar þeim vaxtalaust.
8. september 2020
Kolbrún Halldórsdóttir og Kristín Þorsteinsdóttir.
RÚV braut ekki jafnréttislög við ráðningu á útvarpsstjóra
Tvær konur sem sóttust eftir því að verða ráðnar í starf útvarpsstjóra RÚV kærðu niðurstöðu ráðningarferilsins til kærunefndar jafnréttismála. Hún hefur komist að þeirri niðurstöðu að þeim hafi ekki verið mismunað þegar Stefán Eiríksson var ráðinn.
7. september 2020
Þrjú sem voru í lykilhlutverkum í Landsréttarmálinu berjast um tvö sæti í Landsrétti
Dómnefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að þrír af sjö umsækjendum um embætti Landsréttardómara séu jafn hæf og að ekki verði gert upp á milli þeirra. Einn umsækjandi er þegar dómari við réttinn en má ekki dæma.
7. september 2020
Lántakendur hafa verið að hlaupa frá lífeyrissjóðunum, og til viðskiptabanka, undanfarna mánuði.
Lántakar flýja lífeyrissjóðina – Uppgreiðslur umfram ný lán 5,1 milljarður í júlí
Breytt vaxtakjör bankanna, í kjölfar lækkaðra stýrivaxta, hafa leitt til þess að sjóðsfélagar lífeyrissjóða eru að greiða upp húsnæðislán hjá sjóðunum í miklu magni og taka ný lán hjá bönkum í staðinn. Eðlisbreyting hefur orðið á húsnæðislánamarkaði.
7. september 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Búið að greiða út átta milljarða króna úr ríkissjóði í uppsagnarstyrki
Umsóknir um svokallaða uppsagnarstyrki úr ríkissjóði tóku kipp í ágúst og upphæðin sem greidd hefur verið út vegna þeirra tvöfaldaðist á skömmum tíma. Hún er þrátt fyrir það einungis 30 prósent af því sem áætlað var að styrkirnir myndu kosta.
5. september 2020
Á meðal þeirra eigna sem Heimavellir eru nýjar íbúðir á Hlíðarendasvæðinu í Reykjavík.
Síðasti dagur Heimavalla í Kauphöllinni verður 11. september
Rúmum tveimur árum eftir að Heimavellir voru skráðir í íslensku Kauphöllina er félagið á leið út úr henni. Þegar næstu viku lýkur munu Heimavellir vera í einkaeigu og skráðum félögum á Íslandi fækka um eitt.
4. september 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson
Kallar myndbirtingu af grunuðu fólki í Samherjamálinu hefndaraðgerð RÚV
Forstjóri Samherja hefur sent starfsfólki fyrirtækisins bréf þar sem hann kvartar yfir því að myndir af starfsfólki sem er með stöðu sakbornings í sakamálarannsókn hafi verið birtar á RÚV.
4. september 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ótilhlýðileg röskun á samkeppni
4. september 2020