Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Þórður Snær Júlíusson
Það er komið að pólitíkinni
6. ágúst 2020
Allir ríkisstjórnarflokkarnir tapa fylgi milli mánaða
Píratar bæta verulega við sig milli mánaða í könnunum Gallup en Vinstri græn tapa umtalsverðu. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að dala.
5. ágúst 2020
Greiðslumiðlunarfyrirtækið Borgun var nýlega selt til erlendra eigenda. Ábyrgð á mögulegum blekkingum fortíðar situr eftir hjá fyrri eigendum.
Íslandsbanki mun áfram bera ábyrgð á fjártjóni í Borgunarmálinu
Þrátt fyrir að Íslandsbanki hafi selt hlut sinn í Borgun í síðasta mánuði mun bankinn áfram bera ábyrgð á að greiða hinum ríkisbankanum, Landsbankanum, bætur ef Borgunarmálið tapast. Matsmenn í málinu telja að upplýsingar hafi vantað í ársreikning.
5. ágúst 2020
Viðskipti með hlutabréf lækkuðu um 60 prósent milli ára
Mest viðskipti voru með hlutabréf í Marel í nýliðnum mánuði en flest viðskipti voru með hlutabréf í Icelandair.
4. ágúst 2020
Rannsókn á Lindsor-málinu í Lúxemborg lokið og því vísað til saksóknara
Tæpum tólf árum eftir að aflandsfélagið Lindsor Holding fékk lán frá Kaupþingi til að kaupa verðlítil skuldabréf, meðal annars af starfsmönnum bankans í Lúxemborg, er rannsókn á málinu lokið þar í landi.
4. ágúst 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
Vill stytta kynningarferli áformaðra friðlýsinga
Umhverfis- og auðlindaráðherra ætlar að stytta þann tíma sem þarf til að kynna áformaðar friðlýsingar og flytja heimild ráðherra til að veita undanþágur frá ákvæðum friðlýsinga til Umhverfisstofnunar.
4. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
3. ágúst 2020
Árvakur tapaði 291 milljónum í fyrra og hefur tapað 2,5 milljarði á áratug
Samstæða útgáfufélags Morgunblaðsins skilaði tapi í fyrra. Tapið dróst saman milli ára og er það sagt vera vegna hagræðingaraðgerða sem ráðist hafi verið í. Hlutafé var aukið um 300 milljónir króna til að mæta taprekstrinum.
1. ágúst 2020
Icelandair búið að semja við suma kröfuhafa og segir viðræður vel á veg komnar við aðra
Icelandair segir í tilkynningu að félagið hafi undirritað samninga við flesta kröfuhafa sína og náð samkomulagi í meginatriðum við aðra. Samningarnir eru háðir því að Icelandair nái að afla nýs hlutafjár og geri samning um lánalínu með ríkisábyrgð.
1. ágúst 2020
Lindsor-rannsóknin nær til nýrra grunaðra og á að ljúka fyrir haustið
Eitt af stærstu hrunmálunum svokölluðu er enn í rannsókn í Lúxemborg, tæpum tólf árum eftir að atburðirnir sem eru undir í málinu áttu sér stað. Samkvæmt upplýsingum frá þarlendum yfirvöldum er afar líklegt að ákæra verði gefin út í málinu.
9. júlí 2020
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
8. júlí 2020
Reykjavíkurstjórn líklegasti valkosturinn við sitjandi ríkisstjórn
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
5. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifaði undir reglugerð um útlendinga sem tók gildi 15. júní.
Hægt að senda á brott útlendinga í „ólögmætri dvöl“ þrátt fyrir tilslökun gagnvart öðrum
Skortur á beinum flugum, flugsamgöngum til heimalands eða hár kostnaður við ferðalög eru ekki ástæður sem íslensk stjórnvöld taka gildar fyrir dvöl hérlendis án dvalarleyfis eða áritunar.
4. júlí 2020
Ríkisstjórnin sem vill halda áfram, en mun mögulega ekki geta það
Stjórnmálaflokkarnir vega nú og meta hvenær þeir eru líklegir til að hámarka árangur sinn í kosningum. Og eru fyrir nokkuð löngu síðan farnir að máta sig í næstu ríkisstjórn. Þar virðast, eins og er, aðallega vera tveir skýrir valkostir á borðinu.
4. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
3. júlí 2020
Alls 306 atvinnuhúsnæði nýtt sem mannabústaðir á höfuðborgarsvæðinu
Fjöldi atvinnuhúsnæðis sem nýtt er sem íbúðarhúsnæði án leyfis er nánast sá sami í dag og hann var fyrir þremur árum. Áætlað er að um fjögur þúsund manns búi í atvinnuhúsnæði í Reykjavík og nágrenni.
3. júlí 2020
Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók kipp upp á við eftir að COVID-19 faraldurinn skall á Ísland .Hann hefur hins vegar dalað á ný í síðustu könnunum.
Stuðningur við ríkisstjórnina dregst saman
Ríkisstjórnarflokkarnir mælast samanlagt með 6,7 prósentustigum minna fylgi en í síðustu kosningum og myndu ekki fá meirihluta atkvæða ef kosið yrði í dag. Þrír flokkar í stjórnarandstöðu mælast yfir kjörfylgi en tveir undir.
2. júlí 2020
Stóru bankarnir reknir með tapi í tvö ár og virði útlána þeirra gæti rýrnað um 210 milljarða
Seðlabanki Íslands segir að kerfislega mikilvægu viðskiptabankarnir þrír séu með nægilega góða eiginfjár- og lausafjárstöðu til að geta staðist það álag sem muni fylgja yfirstandandi kreppu. Ljóst sé þó að þeir verði reknir í tapi á næstunni.
1. júlí 2020
Tekjur Bláa Lónsins voru tæplega 20 milljarðar króna í fyrra
Þrátt fyrir að ferðamönnum hafi fækkað í fyrra jukust tekjur Bláa Lónsins. Félagið átti 12,4 milljarða í eigið fé um síðustu áramót. COVID-19 hefur sett verulegt strik í reikninginn hjá félaginu í ár sem hefur sagt upp nálægt 75 prósent starfsfólks.
30. júní 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Hlutafjárútboði Icelandair frestað fram í ágúst
Icelandair hefur ekki náð samkomulagi við helstu kröfuhafa sína líkt og stefnt var á að myndi gerast fyrir daginn í dag. Gangi frekari viðræður í júlí ekki vel mun félagið óska eftir greiðslustöðvun.
29. júní 2020
Ögurstund hjá Icelandair nálgast
Icelandair Group á að vera búið að ljúka gerð samkomulags við lánveitendur, leigusala, íslenska ríkið og Boeing um fjárhagslega endurskipulagningu sína fyrir lok dags í dag. Ljúka þarf öllum þeim skrefum til að hægt sé að fara í hlutafjárútboð.
29. júní 2020
Algjört stopp í komu ferðamanna er stærsta ástæðan fyrir samdrætti í íslensku atvinnulífi. Afleiðingin er mikill tekjumissir fyrirtækja og stórfelldar uppsagnir.
Mesta atvinnuleysi frá upphafi mælinga
Metatvinnuleysi verður í ár á Íslandi samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Atvinnuleysið verður áfram umtalsvert á næstu tveimur árum. Horfur eru á svipaðir stöðu og var í íslensku atvinnulífi á árunum 2009 til 2011.
28. júní 2020
Þórður Snær Júlíusson
Kerfislægur rasismi sem drepur
27. júní 2020