Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Landsmenn tekið út tvisvar sinnum meiri séreignarsparnað en reiknað var með
Þegar ríkisstjórnin heimilaði landsmönnum að taka út eigin séreignarsparnað vegna COVID-19 þá bjóst hún við að um tíu milljarðar króna færu út kerfinu. Nú lítur út fyrir að sú upphæð verði næstum 20 milljarðar króna.
22. ágúst 2020
Aðgerðir fyrir lítil fyrirtæki voru hluti af aðgerðarpakka tvö, sem kynntur var af forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar 21. apríl síðastliðinn.
Aðgerðir sem áttu að kosta 30 milljarða hafa enn sem komið er kostað tvo milljarða
Lokunastyrkir og stuðningslán áttu að kosta yfir 30 milljarða króna. Enn sem komið er nema útgreiðslur vegna aðgerðanna vel undir tíu prósent af þeirri upphæð sem áætlað var að þær myndu kosta.
22. ágúst 2020
Icelandair á allt sitt undir því að fá fjármuni frá íslenskum almenningi
Icelandair hefur fengið há ríkisbankalán, milljarða króna í hlutabætur, enn fleiri milljarða í uppsagnarstyrki, gert samgöngusamninga við stjórnvöld og fengið milljarða lán frá viðskiptavinum vegna ferða sem hafa ekki verið flognar.
22. ágúst 2020
Á þriðja tug þúsund manns hafa lokið sóttkví á Íslandi.
Greiðslur vegna launa í sóttkví mun lægri en reiknað var með
Kostnaður ríkissjóðs vegna launagreiðslna til þeirra sem hafa þurft að sæta sóttkví eru einungis um tíu prósent af því sem gert hafði verið ráð fyrir. Kostnaðurinn nemur 191 milljón króna en hafði verið áætlaður um tveir milljarðar króna.
20. ágúst 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkissjóður búinn að greiða 3,9 milljarða króna í uppsagnarstyrki
Færri umsóknir hafa borist um svokallaða uppsagnarstyrki úr ríkissjóði en búist var við. Áætlaður kostnaður við styrkina var 27 milljarðar en búið er að greiða út 14 prósent af þeirri upphæð.
20. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, lagði fram frumvarp um ferðagjöfina sem samþykkt var 12. júní.
Ferðagjöfin búin að kosta ríkissjóð fjórðung af því sem lagt var upp með
Kostnaður vegna ferðagjafarinnar svokölluðu, sem allir Íslendingar yfir 18 ára aldri eiga rétt á, er enn sem komið er langt frá því sem stjórnvöld kynntu. Alls hefur ríkissjóður greitt fjórðung af áætluðum kostnaði vegna hennar.
19. ágúst 2020
Formenn stjórnarflokkanna kynntu fyrstu efnahagsaðgerðir sínar vegna kórónuveirufaraldursins 21. mars. Umfang aðgerðanna var metið 230 milljarðar króna. Þar af átti frestun á greiðslu opinberra gjalda að bæta lausafjárstöðu fyrirtækja um 75 milljarða.
Miklu minni þörf fyrir frestun á greiðslu opinberra gjalda en áætlað var
Íslensk fyrirtæki hafa frestað 15,7 milljarða greiðslum á tryggingargjaldi, tekjuskatti og útsvari frá því að heimsfaraldurinn skall á. Stjórnvöld áætluðu að sú tala yrði nálægt 100 milljörðum króna.
19. ágúst 2020
Icelandair segist spara sér 61 milljarð með samningum við kröfuhafa
Icelandair hefur birt innihald þeirra samninga sem félagið hefur gert við kröfuhafa og aðra hagaðila. Langmestu munar um samning við Boeing um að losna undan kaupskyldu á flugvélum og afslátt sem fæst á þeim vélum sem Icelandair mun samt þurfa að kaupa.
19. ágúst 2020
Íslendingar hafa verið að ferðast innanlands í sumar. Og eyða umtalsverðum fjármunum.
Landsmenn settu Íslandsmet í eyðslu í júlí – Kortavelta aldrei verið hærri
Íslendingar settu met í eyðslu í síðasta mánuði, þegar fjölmargir þeirra ferðuðust innanlands og eyddu fjármunum þar sem alla jafna hefur verið eytt erlendis. Verslun í mánuðinum var á pari við það sem gerist í desember.
18. ágúst 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair lækkað um 42 prósent í morgun – Verðið nú við vænt útboðsgengi
Virði hlutabréfa í Icelandair hefur hríðfallið í morgun í kjölfar þess að félagið opinberaði að það ætlaði sér að selja nýtt hlutafé á eina krónu á hlut, eða langt undir gengi sínu við lok dags í gær.
18. ágúst 2020
Samherji greiddi hærra hlutfall af virði afla í veiðigjöld í Namibíu árið 2018 en á Íslandi
Veiðigjöld hækkuðu umtalsvert í Namibíu árið 2018. Fram að þeim tíma hafði Samherji einungis greitt í kringum eitt prósent af söluandvirði afla í veiðigjöld. Á Íslandi hefur þróunin hins vegar verið að mestu öfug.
18. ágúst 2020
Icelandair hyggur á nýtt flugtak. Til þess þarf félagið að safna nýju hlutafé.
Icelandair frestar hlutafjárútboði fram í september – Gengið verður ein króna á hlut
Icelandair Group hefur lækkað þá upphæð sem félagið ætlar sér að sækja í verðandi hlutafjárútboði í 20 milljarða króna. Selja á hlutina á genginu ein króna á hlut.
17. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Áhrifavaldhafar og upplýsingaóreiða
17. ágúst 2020
Hundruð milljarða mögulegur ávinningur af því að forðast harðar sóttvarnaaðgerðir
Stjórnvöld hafa lagt mat á efnahagsleg áhrif þess að opna landið og borið það saman við ábatann af því að hleypa ferðamönnum inn.
14. ágúst 2020
Fjöldi erlenda ríkisborgara starfar við mannvirkjagerð á Íslandi.
Atvinnuleysi útlendinga á Íslandi komið yfir 20 prósent
Heildaratvinnuleysi á Íslandi mældist 8,8 prósent um síðustu mánaðamót. Atvinnuleysi er miklu hærra á meðal erlendra ríkisborgara en íslenskra. Rúmlega helmingur allra atvinnulausra útlendinga eru frá Póllandi.
14. ágúst 2020
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur hefur styrkt stöðu sína verulega samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn í Reykjavík myndi bæta við sig þremur borgarfulltrúum
Sjálfstæðisflokkurinn tapar mestu fylgi allra flokka í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun. Þrír flokkanna sem mynda meirihluta í borginni bæta við sig fylgi og borgarfulltrúum en Samfylkingin dalar. Staða meirihlutans er þó að styrkjast verulega.
14. ágúst 2020
82 dagar í kosningar í sundruðum Bandaríkjunum
Joe Biden mælist með umtalsvert forskot á Donald Trump á landsvísu þegar minna en þrír mánuðir eru í bandarísku forsetakosningarnar. Hann er líka með yfirhöndina í flestum hinna mikilvægu sveifluríkja.
13. ágúst 2020
Útgáfufélag DV og tengdra miðla tapaði yfir 600 milljónum á 28 mánuðum
Frjáls fjölmiðlun tapaði 21,5 milljón króna á mánuði frá því að félagið keypti DV og tengda miðla og fram að síðustu áramótum. Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar fjármagnaði tapreksturinn með vaxtalausu láni.
13. ágúst 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Reglur um nálægðartakmörk í framhalds- og háskólum rýmkaðar 14. ágúst
Hjúkrunarheimili þurfa að setja reglur um heimsóknir utanaðkomandi en nálægartakmörkun í framhalds- og háskólum og íþróttum verður rýmkuð á föstudag. Krafist verður notkunar grímum við ákveðnar aðstæður.
12. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
11. ágúst 2020
Ásættanlegur fórnarkostnaður við frekari opnun landamæra sem var aldrei metinn
Þann 12. maí var kynnt ákvörðun um að draga úr takmörkunum á landamærum Íslands um miðjan júní. Til grundvallar þeirra ákvörðun, sem fól í sér að fleiri ferðamönnum var hleypt inn í landið, lá mat á hagrænum áhrifum þess á ferðaþjónustu.
11. ágúst 2020
Hópur fólks mótmælti fyrir utan höfuðstöðvar Landsbankans árið 2016 vegna Borgunarmálsins.
Eignarhaldsfélagið Borgun hefur tvöfaldað fjárfestingu sína í Borgun
Félag sem keypti hlut ríkisbanka í greiðslumiðlunarfyrirtækinu Borgun bak við luktar dyr haustið 2014 hefur fengið háar arðgreiðslur, selt hlut sinn og haldið eftir verðmætum bréfum í Visa Inc. Eigendur þess hafa tvöfaldað upphaflega fjárfestingu sína.
9. ágúst 2020
Nýir íbúðareigendur velja nú frekar að taka lán hjá bönkum en lífeyrissjóðum.
Eðlisbreyting á húsnæðislánamarkaði – Lántakendur flýja lífeyrissjóðina
Í fyrsta sinn síðan að Seðlabanki Íslands hóf að halda utan um útlán lífeyrissjóða greiddu sjóðsfélagar upp meira af lánum en þeir tóku. Á sama tíma hafa útlán viðskiptabanka til húsnæðiskaupa stóraukist. Ástæðan: þeir bjóða nú upp á mun lægri vexti.
8. ágúst 2020
Stórir lífeyrissjóðir hafa ekki farið vel út úr fjárfestingu í Icelandair
Aðkoma stærstu hluthafa Icelandair, sem hafa það hlutverk að ávaxta lífeyri landsmanna, að félaginu síðastliðinn áratug hefur ekki skilað mikilli arðsemi, og í tveimur tilfellum miklu tapi. Þessir sömu sjóðir munu á næstu dögum þurfa að taka ákvörðun.
7. ágúst 2020
Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.
Festi ætlar að greiða út 657 milljóna króna arðinn í september
Festi hagnaðist um 525 milljónir króna á síðasta ársfjórðungi þrátt fyrir þær takmarkanir sem voru í gildi vegna COVID-19. Félagið frestaði arðgreiðslu vegna síðasta árs í apríl, en ætlar nú að greiða hana í næsta mánuði.
7. ágúst 2020