Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Íslendingar með tekjur í öðrum gjaldmiðlum geta ekki fengið íslensk húsnæðislán
Á tímum þar sem fjarvinna hefur sannað gildi sitt er unnið markvisst að því að gera Íslendingum og/eða erlendum ríkisborgurum sem vinna alþjóðleg fyrirtæki að setjast að á Íslandi.
27. júní 2020
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
RÚV sér fram á allt að 300 milljóna tekjusamdrátt á næsta starfsári
Útvarpsstjóri greindi starfsfólki RÚV frá því í dag að samdráttur í auglýsingatekjum fyrirtækisins á fyrri hluta ársins 2020 hafi leitt til þess að tekjur hafi verið 150 milljónum króna undir áætlun. Fyrirsjáanlegt sé að staðan muni vara um lengri tíma.
26. júní 2020
Kosningaspá: 99,9 prósent líkur á því að Guðni Th. verði áfram forseti Íslands
Niðurstöður Kosningaspárinnar sýna að Guðni Th. Jóhannesson muni sigra í forsetakosningunum á morgun með yfirburðum. 100 þúsund sýndarkosningar, byggðar á síðustu könnunum, sýndu að líkur Guðmundar Franklíns Jónssonar á sigri eru 0,1 prósent.
26. júní 2020
Hagstofan spáir mesta samdrætti á lýðveldistímanum
Landsframleiðsla dregst saman um 8,4 prósent, atvinnuleysi verður að jafnaði 8,2 prósent og útflutningur dregst saman um 30 prósent á árinu 2020, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
26. júní 2020
Leggja fram tillögu um að innkalla kvótann á 20 árum og bjóða hann síðan upp
Allir þingmenn Pírata standa að þingsályktunartillögu um að íslenska ríkið innkalli allar úthlutaðar aflaheimildir á 20 árum og bjóði þær svo upp gegn hæsta gjaldi „sem nokkur er fús til að greiða“.
25. júní 2020
Frá undirskrift samningsins í nótt.
Flugfreyjufélagið og Icelandair búin að skrifa undir kjarasamning
Flugfreyjufélag Íslands og Icelandair undirrituðu í nótt kjarasamning sem gildir til loka september 2025. Nú eru allar lykilstéttir starfsmanna Icelandair búnar að semja. Framundan er hlutafjárútboð þar sem Icelandair reynir að sækja hátt í 30 milljarða.
25. júní 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin bætir við sig fylgi en Framsókn og Miðflokkur mælast litlir
Ný könnun sýnir að stjórnarflokkarnir þrír eru samanlagt með 41,5 prósent fylgi en frjálslyndu miðjuflokkarnir í stjórnarandstöðunni eru með 39,5 prósent. Miðflokkurinn dalar og Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu.
24. júní 2020
Hlutafé í eiganda Morgunblaðsins aukið um 300 milljónir
Hlutafé í Þórsmörk, eiganda Morgunblaðsins og tengdra miðla, hefur verið aukið um 300 milljónir samkvæmt tilkynningu til fyrirtækjaskrár. Eigendur útgáfufélagsins hafa lagt rekstrinum til 1,9 milljarða frá því að þeir tóku við honum 2009.
24. júní 2020
Stærsta bensínstöðvarkeðja landsins er N1.
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum lítra dregst saman – Hlutur ríkisins í hæstu hæðum
Innkaupaverð á bensínlítra hefur hækkað skarpt eftir að hafa náð sínum lægsta punkti í sögunni í apríl. Sá hlutur af hverjum seldum lítra sem lendir í vasa olíufélaganna hefur dregist saman um 40 prósent, en hlutur ríkisins vegna skattlagningar aukist.
20. júní 2020
Líneik Anna Sævarsdóttir var framsögumaður frumkvæðisathugunarmálsins í nefndinni. Hún er ein þingmannanna sem skrifa undir yfirlýsinguna
Meirihlutinn segir allt verklag sitt við könnun á hæfi Kristjáns Þórs hafa verið eðlilegt
Þeir þingmenn stjórnarflokkanna sem sitja í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa sent frá sér sameiginlega tilkynningu í kjölfar afsagnar Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur sem formanns nefndarinnar.
20. júní 2020
Ráðuneytið lét héraðssaksóknara vita af eigendabreytingum hjá Samherja
Samherji sendi upphaflega tilkynningu um eignarhald erlends aðila í félaginu á rangan ráðherra, Kristján Þór Júlíusson. Erlendi aðilinn, Baldvin Þorsteinsson, á 20,5 prósent beinan hlut í Samherja.
19. júní 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Sigurður Ingi ætlar að leiða Framsóknarflokkinn í næstu kosningum
Framsóknarflokkurinn mælist nú með 6,4 prósent fylgi, og hefur ekki mælst með minna fylgi á kjörtímabilinu. Formanni Framsókjnar finnst það fylgi ekki í samræmi við þá ánægju sem hann finni með verk flokksins. Hann ætlar sér að leiða Framsókn í kosningum
19. júní 2020
Tilkynnt um erlenda fjárfestingu í Samherja nokkrum dögum fyrir Kveiksþáttinn
Samkvæmt lögum um erlenda fjárfestingu eru miklar hömlur á því hvað erlendir aðilar mega kaupa í íslenskum sjávarútvegi. Allar slíkar fjárfestingar þarf að tilkynna sérstaklega til atvinnuvegaráðuneytisins. Ein slík tilkynnt barst 4. nóvember 2019.
18. júní 2020
Hapa
Ríki og borg samtals búin að leggja Hörpu til 12,5 milljarða króna
Eigendur Hörpu, sem eru annars vegar íslenska ríkið og hins vegar Reykjavíkurborg, lögðu 1,6 milljarða króna til hússins í fyrra.
17. júní 2020
Engin sátt um hlutdeildarlánin hjá stjórnarmeirihlutanum
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, setti fram marglaga gagnrýni á hin svokölluðu hlutdeildarlán á þingi á föstudag. Formaður VR hefur sagt að ef frumvarpið verði ekki samþykkt séu lífskjarasamningarnir fallnir.
17. júní 2020
Arnfríður metin hæfust til að sitja í Landsrétti
Dómnefnd um hæfi umsækjenda um lausa stöðu í Landsrétti telur að sitjandi dómari við réttinn standi öðrum umsækjendum framar og sé hæfust til að gegna embætti dómara við hann. Dómarinn hefur ekki starfað við réttinn frá því í mars í fyrra.
16. júní 2020
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar. Hann situr einnig í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.
Segir Þórhildi Sunnu hafa viljað breyta nefndinni í „pólitískan rannsóknarrétt“
Óli Björn Kárason bókaði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fyrr í þessum mánuði að þáverandi formaður nefndarinnar, sem sagði af sér í dag, hefði það markmið að „nýta trúnaðar- og valdastöðu til að koma höggi á pólitíska mótherja.“
15. júní 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna segir af sér sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Þingmaður Pírata segir meirihlutann í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafa sýnt af sér valdníðslu. Hún segir hann sífellt draga persónu hennar niður í svaðið og nota hana sem blóraböggul. Hún sagði af sér formennsku í nefndinni í dag.
15. júní 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Lífeyrissjóðirnir samþykkja að fara ekki út með peninga fyrr en í september
Samkomulag milli Seðlabanka Íslands og íslensku lífeyrissjóðanna um að hinir síðarnefndu kaupi ekki gjaldeyri til erlendra fjárfestinga hefur verið framlengt um þrjá mánuði. Það mun því gilda í sex mánuði hið minnsta.
15. júní 2020
Margir erlendir ríkisborgarar sem hafa komið hingað til lands á síðustu árum hafa starfað í ferðaþjónustu eða byggingaiðnaði.
Alls 39 prósent atvinnulausra eru erlendir ríkisborgarar
Atvinnuleysi er mun meira á meðal erlendra ríkisborgara sem hér búa en á meðal þeirra sem eru íslenskir ríkisborgarar.
14. júní 2020
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans skrapp saman um 66 milljarða
Seðlabankinn seldi gjaldeyri í mars og apríl til að draga úr veikingu íslensku krónunnar. Í maí fór hún hins vegar að styrkjast hratt, sem leiddi til þess að bankinn hóf að kaupa gjaldeyri til að draga úr þeirri styrkingu.
14. júní 2020
Þórður Snær Júlíusson
Að hafa ranga skoðun á Íslandi
13. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, lagði fram frumvarpið um hlutabótaleiðina á sínum tíma.
Fjöldi þeirra sem nýta hlutabótaleiðina hefur næstum helmingast
Atvinnuleysi dróst mikið saman í síðasta mánuði, sérstaklega vegna þess að fjöldi þeirra sem voru á hinni svokölluðu hlutabótaleið dróst verulega saman. Þeim sem fengu greitt vegna úrræðisins fækkaði um 16.424 í maí.
12. júní 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni mætir á opinn nefndarfund á mánudag til að ræða mál Þorvalds Gylfasonar
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og Tómas Brynjólfsson skrifstofustjóri á skrifstofu efnahagsmála fjármála- og efnahagsráðuneytisins mæta á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar á mánudag.
12. júní 2020
Atvinnuleysi dróst verulega saman í maí og mældist þrettán prósent
Atvinnulausum fækkaði umtalsvert í síðasta mánuði, aðallega vegna þess að þeim sem nýttu hlutabótaleiðina fækkaði gífurlega. Búist er við því að atvinnuleysið lækki enn frekar í júní en aukist aftur í ágúst.
12. júní 2020