Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
26. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Þegar samfélagslegt skaðræði skreytir sig með samfélagslegri ábyrgð
26. október 2020
Framlag úr fortíðinni skipti sköpum í baráttunni fyrir nýrri stjórnarskrá
Samtök kvenna um nýja stjórnarskrá safnaði nýverið yfir 43 þúsund undirskriftum þar sem Alþingi var hvatt til að klára samþykkt á nýju stjórnarskránni. Átakið vakti víða athygli og var mjög sýnilegt. Kjarninn hefur fengið aðgang að bókhaldi þess.
26. október 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Ný lán til fyrirtækja í ár minna en tíu prósent af því sem var lánað 2018
Aðgengi íslenskra fyrirtækja að lánsfjármagni hjá bönkum virðist vera torveldara en áður. Ástæðan er aukin áhætta sem endurspeglast í hækkandi vaxtaálagi fyrirtækjaútlána bankanna.
26. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
25. október 2020
Útlánaveisla hefur gert það að verkum að mikil virkni er á húsnæðismarkaði þrátt fyrir að heimsfaraldur gangi yfir og að atvinnuleysi sé í hæstu hæðum.
Heimili landsins yfirgefa verðtrygginguna í fordæmalausri útlánaveislu
Lántakendur eru að færa sig á methraða frá lífeyrissjóðum til banka með húsnæðislánin sín og úr verðtryggðum lánum yfir í óverðtryggð. Ef fram fer sem horfir munu ný útlán banka á þessu ári verða meiri en þau voru samanlagt síðustu tvö ár á undan.
23. október 2020
Frá mótmælum flóttamanna sem sótt höfðu um vernd hérlendis sem fóru fram í febrúar 2019.
Stefnir í að umsóknir um vernd hérlendis verði færri en þær hafa verið frá 2015
Þótt fleiri flóttamenn fái nú vernd en áður á Íslandi þá hefur umsækjendum verið að fækka. Tæplega helmingur þeirra sem fá að vera hérlendis eftir að hafa hrakist hingað á flótta koma frá Venesúela eða Írak.
23. október 2020
Ellefu sóttu um stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra Seðlabankans
Seðlabankinn auglýsti nýverið lausar til umsóknar tvær nýjar stöður við bankann. Alls sóttu 22 um stöðurnar.
22. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji aftur kominn yfir 30 prósent í Eimskip og gerir yfirtökutilboð
Í annað sinn á þessu ári er Samherji Holding komið með yfir 30 prósent eignarhlut í Eimskip, en þá myndast yfirtökuskylda. Síðast fékk félagið að sleppa undan henni vegna „sérstakra aðstæðna sem hefðu skapast á fjármálamarkaði vegna útbreiðslu Covid-19“.
21. október 2020
ASÍ gagnrýnir að skattalækkun til fjármagnseigenda sé í forgangi
Alþýðusamband Íslands segir að skattalækkun upp á 2,1 milljarða til fjármagnseigenda eigi ekki að vera í forgangi heldur eigi verkefni stjórnvalda að vera að tryggja afkomu fólks. Sambandið segir að atvinnuleysi megi ekki leiða til fátæktar og ójöfnuðar.
21. október 2020
Í stjórn­­­ar­­skrá Íslands segir að hin evang­el­íska lút­­erska kirkja skuli vera þjóð­­kirkja á Íslandi og að rík­­is­­valdið eigi bæði að styðja hana og vernda.
Meirihluti hlynntur aðskilnaði og fjórðungur segist eiga mikla samleið með þjóðkirkjunni
Könnun sem framkvæmd var fyrr á þessu ári sýnir að yfir 54 prósent landsmanna er hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju en um fimmtungur þeirra er andvígur honum. Tæpur helmingur er á móti kristilegum trúarathöfnum, bænum eða guðsorði í leik- og grunnskólum.
21. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
20. október 2020
Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja að fyrirtæki sem skiluðu ekki umsókn á réttum tíma fái líka uppsagnarstyrki
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur lagt fram frumvarp þar sem fyrirtækjum sem skiluðu ekki umsóknum um svokallaða uppsagnarstyrki í tíma fái samt sem áður styrkina, uppfylli þau önnur skilyrði sem sett voru.
19. október 2020
Þórður Snær Júlíusson
Við þurfum að tala um íslensku krónuna
19. október 2020
Yngri og tekjulægri telja efnahagspakkana of litla – eldra og ríkara fólk á öðru máli
Þau sem kjósa Vinstri græn eru ánægðust allra með efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar í kórónuveirufaraldrinum. Um 70 prósent kjósenda Pírata telja of lítið hafa verið gert.
17. október 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, lagði fram frumvarp um ferðagjöfina sem samþykkt var 12. júní.
Tæpur helmingur hefur nýtt sér fimm þúsund króna ferðagjöfina
Fimm þúsund króna ferðagjöf stjórnvalda til landsmanna úr ríkissjóði átti að kosta 1,5 milljarð króna. Tæplega helmingur þeirra sem eiga rétt á henni hafa nýtt gjöfina nú þegar tveir og hálfur mánuður er eftir af gildistíma hennar.
17. október 2020
Leiðtogar ríkisstjórnar Íslands.
Uppsagnarstyrkirnir komnir yfir tíu milljarða króna – Icelandair tekur langmest til sín
Félög tengd Icelandair Group hafa fengið um 3,8 milljarða króna í uppsagnarstyrki. Gert var ráð fyrir að úrræðið gæti kostað 27 milljarða króna í heild sinni en það hefur einungis kostað 37 prósent af þeirri upphæð.
17. október 2020
Guðmundur Franklín Jónsson.
Forsetaframboð Guðmundar Franklíns kostaði tæpar fimm milljónir
Guðni Th. Jóhannesson, sem fékk 92,2 prósent atkvæða í síðustu forsetakosningum, eyddi um þriðjungi af því sem mótframbjóðandi hans eyddi í kosningabaráttuna.
16. október 2020
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur kynnt nokkra efnahagspakka á síðustu mánuðum. Alls telja 42 prósent landsmanna að of lítið sé gert til að mæta efnahagsvandanum sem fylgir kórónuveirufaraldrinum.
Aldrei fleiri talið að ríkisstjórnin sé að gera of lítið í efnahagsmálum vegna COVID-19
Ríkisstjórnin hefur kynnt fjóra aðgerðarpakka til að mæta efnahagslegum áhrifum kórónuveirufaraldursins. Skoðun landsmanna á aðgerðum til að mæta þeim áhrifum hefur reglulega verið mæld. Aldrei hafa fleiri talið of lítið gert.
16. október 2020
Wall Street græðir á meðan Main Street blæðir
Ef þú ert milljarðamæringur, átt eignir, eða ert bara í góðri vinnu sem þú hélst í yfirstandandi kreppu og getur sinnt í innifötum af heimili þínu eru allar líkur á því að fjárhagur þinn sé að batna í yfirstandandi kreppu.
16. október 2020
Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og var forstjóri Brims þar til fyrr á þessu ári.
Útgerðarfélag Reykjavíkur gjaldfærði milljarðagreiðslu sem á að fara í ríkissjóð
Stærsti eigandi Brim, í eigu Guðmundar Kristjánssonar, hagnaðist um 4,4 milljarða króna í fyrra. Mestu munaði um sölu á ákveðnum eigum til Brim. Hagnaðurinn hefði verið mun hærri ef félagið hefði ekki þurft að gjaldfæra 3,1 milljarð króna vegna dóms.
16. október 2020
Andrés Ingi Jónsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja lækka kosningaaldur niður í 16 ár í öllum kosningum á Íslandi
Ellefu þingmenn hafa lagt fram frumvarp um að lækka kosningaaldur niður úr 18 árum í 16. 2018 kom málþóf þingmanna úr þremur flokkum i veg fyrir að greidd yrðu atkvæði um frumvarp sem hefði tryggt 16 ára kosningarétt í síðustu sveitarstjórnarkosningum.
15. október 2020
Móavegur í Reykjavík er eitt þeirra verkefna sem Bjarg hefur ráðist í á grundvelli laga um stofnframlög til byggingar á almennum íbúðum.
Ríkið greitt yfir tíu milljarða stofnframlög vegna 1.870 almennra íbúða í Reykjavík
Frá árinu 2016 hefur íslenska ríkið úthlutað alls 10,8 milljörðum króna í stofnframlög vegna almennra íbúða í Reykjavík. Þær íbúðir sem verða byggðar eða keyptar fyrir framlögin eru fleiri en allar íbúðir á Seltjarnarnesi.
14. október 2020
Torg tekjufærði styrki til einkarekinna fjölmiðla sem voru aldrei greiddir út
Eigið fé útgáfufélags Fréttablaðsins næstum helmingaðist í fyrra og skuldir þess jukust um 55 prósent. Umtalsvert tap varð á rekstrinum og sölutekjur drógust saman um 318 milljónir króna milli ára.
14. október 2020