Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Höfuðstöðvar þjóðkirkjunnar.
Þorri yngra fólks er fylgjandi aðskilnaði ríkis og kirkju og telur sig ekki eiga samleið
Aldur, menntun og stjórnmálaskoðanir er ráðandi breytur í afstöðu Íslendinga til þess hvort að aðskilja eigi ríki og kirkju. Einungis 6,4 prósent landsmanna á aldrinum 18-29 ára telur sig eiga mikla samleið með þjóðkirkjunni.
7. nóvember 2020
Áætlað mat aðgerðapakkanna var 232 milljarðar en áhrifin í dag eru 85 milljarðar
Beinn kostnaður ríkissjóðs vegna þeirra aðgerða sem kynntar hafa verið til leiks til að aðstoða fyrirtæki og heimili landsins er umtalsvert minni en kynnt var á blaðamannafundum ríkisstjórnarinnar.
6. nóvember 2020
Næstum þrjár af hverjum fjórum almennum íbúðum eru í Reykjavík
Fyrir nokkrum árum var ákveðið að end­­ur­reisa ein­hvern vísi að félags­­­lega hús­næð­is­­kerf­inu sem lagt var niður undir lok síðustu aldar. Nýja kerfið kallast almenna íbúðakerfið og því er ætlað að sjá fólki með lægri tekjur fyrir húsnæði.
6. nóvember 2020
Íslenskum húsnæðislántakendum virðist reiknast til að verðtryggð lán hjá lífeyrissjóðum séu ekki það sem borgi sig í dag. Þeir hafa að uppistöðu rétt fyrir sér.
Enn heldur flóttinn úr verðtryggingunni og frá lífeyrissjóðunum áfram
Viðskiptavinir lífeyrissjóða hafa greitt upp 15,7 milljarða króna af verðtryggðum húsnæðislánum hjá sjóðunum á fjórum mánuðum. Langflestir eru að færa sig í viðskipti til banka og taka óverðtryggð lán.
6. nóvember 2020
Höfuðstöðvar Sýnar við Suðurlandsbraut.
Áfram tap á fjölmiðla- og farsímarekstri hjá Sýn og hlutabréf í félaginu féllu skarpt
Sýn hefur tapað 402 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Áform eru uppi um að selja farsímainnviði félagsins fyrir árslok fyrir sex milljarða króna, og leigja þá svo aftur.
5. nóvember 2020
ASÍ styður kröfu Öryrkjabandalagsins um hækkun á lífeyrisgreiðslum
Miðstjórn ASÍ segir að það sé ekki hægt að samþykkja að stórum hópi fólks sem býr við skerta starfsgetu sé haldið í fátækt. Það sé ekki sæmandi í landi sem kenni sig við velferð og jöfnuð.
5. nóvember 2020
Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson.
Þriggja milljarða stefnu Ingibjargar og Jóns Ásgeirs á hendur Sýn vísað frá
Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir töldu að málshöfðun Sýn á hendur þeim hefði valdið hjónunum orðsporshnekki og sett ábatasöm viðskipti þeirra erlendis í uppnám. Þau stefndu fyrirtækinu og vildu þrjá milljarða í bætur. Héraðsdómur vísaði máliinu frá.
5. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Aflands- og álandsmarkaður með gjaldeyri rennur saman í eitt
Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið birt drög að nýjum heildarlögum um gjaldeyrismál. Verði þau samþykkt munu aflandskrónueigendur ekki þurfa að losa fyrst eignir sínar úr landi til að geta fjárfest á Íslandi.
5. nóvember 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er varaformaður Vinstri grænna og Katrín Jakobsdóttir formaður hans.
Vinstri græn tapa fylgi milli mánaða og Framsókn enn að mælast með lítinn stuðning
Viðreisn hefur aukið fylgi sitt um 73 prósent það sem af er kjörtímabili. Samfylking og Píratar hafa líka bætt vel við sig og Sósíalistaflokkurinn tekur sömuleiðis til sín. Aðrir flokkar mælast nú undir kjörfylgi.
4. nóvember 2020
Algjör óvissa um hver sigraði í forsetakosningunum í Bandaríkjunum
Donald Trump gekk mun betur en skoðanakannanir höfðu gefið til kynna og lýsti yfir sigri í nótt. Enn á þó eftir að telja milljónir atkvæða sem munu ráða því hvernig kjörmenn lykilríkja skiptast milli hans og Joe Biden.
4. nóvember 2020
Röngum aðila stefnt, skaðabótakröfum Samherja hafnað en Þorsteinn Már var beittur órétti
Samherji vildi að Seðlabanki Íslands yrði látinn greiða sér um 316 milljónir króna í bætur vegna rannsóknar á sér. Héraðsdómur hefur hafnað þessari kröfu, segir röngum aðila stefnt og gefur lítið fyrir rökstuðning á mörg hundruð milljón króna kröfu.
2. nóvember 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram.
Mannanafnanefnd á móti frumvarpi sem myndi leggja niður mannanafnanefnd
Afar skiptar skoðanir eru á nýju frumvarpi sem eykur frelsi til að ráða eigin nafni og myndi leggja niður mannanafnanefnd. Sumir sérfræðingar telja málið mikla bót en aðrir að það sé firnavont.
2. nóvember 2020
Ársreikningar stjórnmálaflokka bráðum birtir í heild í fyrsta sinn
Stjórnmálaflokkar landsins áttu að skila inn undirrituðum ársreikningum sínum í síðasta lagi á laugardag. Þegar Ríkisendurskoðun er búin að fara yfir reikninganna, og kanna hvort þeir séu í samræmi við lög, verða þeir birtir í heild sinni í fyrsta sinn.
2. nóvember 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á kjörstað 2017. Margt hefur breyst í stuðningi flokks hennar síðan þá.
Frá kosningum til dagsins í dag: Svona hefur fylgi stjórnmálaflokkanna þróast
Þeir flokkar sem mynda ríkisstjórnina hafa tapað 12,4 prósentustigum frá kosningunum 2017 samkvæmt könnunum MMR. Fjórir stjórnarandstöðuflokkar hafa á sama tíma bætt við sig 11,1 prósentustigum.
1. nóvember 2020
Það styttist í að forsvarsmenn stjórnmálaflokkanna takist aftur á í sjónvarpssal í aðdraganda kosninga. Hér sjáum við fulltrúa þeirra átta sem náðu inn á þing í kappræðum hjá RÚV haustið 2017.
Stjórnmálaflokkarnir átta fá 728 milljónir króna framlag úr ríkissjóði á næsta ári
Sex stjórnmálaflokkar samþykktu tillögu um að hækka framlög til þeirra flokka sem komast inn á þing um 127 prósent skömmu eftir síðustu kosningar. Frá þeim tíma, og fram að næstu kosningum, munu þeir flokkar sem sitja á þingi fá rúmlega 2,8 milljarða.
1. nóvember 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki búinn að höfða mál gegn Fjármálaeftirlitinu
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í sumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki vill að ákvörðunin verði ógild.
31. október 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, annar forstjóri Samherja, er stjórnarformaður Síldarvinnslunnar.
Eigið fé Síldarvinnslunnar nú 50 milljarðar króna
Síldarvinnslan hefur verið dugleg við að kaupa upp aflaheimildir síðust ár. Hún er að uppistöðu í eigu Samherja og fjölskyldufyrirtækis annars forstjóra Samherja. Saman halda útgerðir sem tengjast forstjórum Samherja á um 20 prósent af öllum kvóta.
31. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
30. október 2020
Viðsnúningur hefur orðið í rekstri Hagkaupa. Hann útskýrist af miklum vexti í vörusölu, sérstaklega í sérvöru.
Verslunarrekstur Haga í blóma en eldsneytissala í mótvindi
Hagar, stærsta smásölufyrirtæki landsins, hagnaðist um 1,2 milljarða króna á fyrri helmingi rekstrarárs síns þrátt fyrir heimsfaraldur. Verslun skilaði auknum tekjum en tekjur af eldsneytissölu drógust saman um rúmlega fimmtung.
30. október 2020
Jeffrey Ross Gunter, sendiherra Bandaríkjanna, klippir á borða við nýtt sendiráð Bandaríkjanna hérlendis fyrr í þessum mánuði.
Bandaríska sendiráðið ásakar Fréttablaðið um að flytja falsfréttir
Sendiráð Bandaríkjanna birti stöðuuppfærslu á Facebook í nótt þar sem það segir Fréttablaðið flytja falsfréttir og sýna virðingarleysi „með því að nota COVID-19 í pólitískum tilgangi“. Ástæðan er frétt um meint smit á meðal starfsmanna sendiráðsins.
30. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra skrifar undir reglugerðarbreytinguna.
Ísland býður erlenda sérfræðinga velkomna ef þeir eru með milljón á mánuði eða meira
Til að fá langtímavegabréfsáritun til að stunda fjarvinnu á Íslandi þurfa útlendinga að vera með að minnsta kosti eina milljón króna á mánuði. Ef maki er með í för þurfa tekjurnar að vera að minnsta kosti 1,3 milljónir króna.
29. október 2020
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
28. október 2020
Óskað eftir því að Vilji Björns Inga verði tekinn til gjaldþrotaskipta
Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur lagð fram beiðni um að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Björn Ingi Hrafnsson segist fyrst hafa heyrt um málið í gærkvöldi. Hann missti stjórn á umsvifamiklu fjölmiðlaveldi árið 2017.
28. október 2020