Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Forseti Bandaríkjanna stýrir fordæmalausri árás á lýðræðið
Mánuðum saman hefur Donald Trump sagt ranglega að svindl hafi leitt til þess að hann tapaði forsetakosningunum í nóvember 2020. Á fundi með stuðningsmönnum fyrr í dag sagði hann: „Við munum aldrei gefast upp.“
6. janúar 2021
Guðmundur Kristjánsson er aðaleigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur og stjórnarmaður í Brimi. Hann var auk þess forstjóri Brims þar til í lok apríl 2020.
Brim áminnt opinberlega af Kauphöll fyrir að upplýsa ekki um viðskipti tengdra aðila
Brim upplýsti ekki um að félagið hefði keypt eignarhlut í grænlenskri útgerð af stærsta eiganda sínum. Viðurlaganefnd Kauphallar Íslands hefur áminnt félagið fyrir það og telur brotið alvarlegt.
5. janúar 2021
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking mælast stærstu flokkarnir
Nánast engin breyting er á fylgi stjórnmálaflokka milli mánaða. Stjórnarflokkarnir myndu tapa 9,2 prósentustigum ef kosið yrði í dag en þeir þrír stjórnarandstöðuflokkar sem bætt hafa við sig á kjörtímabilinu græða 10,9 prósentustig.
5. janúar 2021
Hlutabréfaviðskipti hafa ekki verið fleiri á Íslandi frá hrunárinu 2008
Markaðsvirði skráðra félaga í Kauphöll Íslands jókst um 312 milljarða króna í fyrra. Eftir sögulega dýfu í upphafi kórónuveirufaraldursins þá náði hlutabréfamarkaðurinn sér verulega á strik þegar leið á árið.
4. janúar 2021
Bóluefni
Þeim Íslendingum sem segja það öruggt að þeir þiggi bólusetningu fjölgar mikið
Nálægt 92 prósent þjóðarinnar telur líklegt að hún þiggi bólusetningu. Andstaðan við bólusetningu er mest hjá kjósendum Miðflokksins.
3. janúar 2021
Árið þar sem allar alvöru tilraunir til að breyta sjávarútvegskerfinu voru kæfðar
Samherjamálið ýtti við þjóðinni og ákall var um breytingar í íslensku sjávarútvegskerfi. Ríkisstjórnin lofaði aðgerðum. Rúmu ári síðar hefur lítið sem ekkert gerst og allar tilraunir til að gera kerfisbreytingar á sjávarútvegskerfinu hafa verið kæfðar.
31. desember 2020
Hvar stendur Samherjamálið?
Meintar mútugreiðslur, skattasniðganga og peningaþvætti Samherja og tengdra aðila eru til rannsóknar víða. Rannsóknirnar eru mismunandi að umfangi og komnar mislangt, rúmu ári eftir að Samherjamálið var fyrst opinberað.
29. desember 2020
Stjórnarskrárdraugurinn vakinn með öflugri undirskriftarsöfnun og peningum úr fortíðinni
Á árinu sem er að líða safnaði hópur alls rúmlega 43 þúsund undirskriftum til stuðnings nýju stjórnarskránni. Hópnum tókst að vekja athygli á sér með ýmsum hætti, meðal annars vel heppnuðu veggjakroti.
27. desember 2020
Þórður Snær Júlíusson
Bjarni sigurvegari
27. desember 2020
Icelandair bjargaði sér fyrir horn og fékk sjö þúsund nýja eigendur
Það fyrirtæki á Íslandi sem orðið hefur fyrir mestu efnahagslegum áhrifum af kórónuveirufaraldrinum er Icelandair Group. Það fékk líka mestu hjálp allra fyrirtækja frá skattgreiðendum. Í september réðst Icelandair svo í hlutafjárútboð.
26. desember 2020
Bankasöluævintýri endurræst í miðjum heimsfaraldri
Ríkisstjórnin stefnir að því að selja hlut í öðrum ríkisbankanum, Íslandsbanka, fyrir lok maí 2021. Tillaga þess efnis var send frá Bankasýslu ríkisins til Bjarna Benediktssonar degi áður en Alþingi fór í jólafrí, og samþykkt fjórum dögum síðar.
26. desember 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: „Lít ekki svo á að þessi atburður kalli á afsögn“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir skiljanlegt að að fólk verði fyrir vonbrigðum með að hann hafi brotið gegn sóttvarnareglum. Hann sjái eftir því en telur sig ekki þurfa að segja af sér. Verkefni ríkisstjórnarinnar sé of stórt til þess.
25. desember 2020
Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir.
Katrín gerir ekki kröfu um að Bjarni segi af sér
Forsætisráðherra segir að brot fjármála- og efnahagsráðherra á sóttvarnareglum sem ríkisstjórnin gerir kröfu um að aðrir fari eftir hafi skaðað traustið milli flokka þeirra. Hún gerir ekki kröfu um afsögn og ríkisstjórnarsamstarfið mun halda áfram.
25. desember 2020
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Bankarnir lána fyrirtækjum landsins nánast ekkert í miðjum heimsfaraldri
Íslenskir bankar eru fullir af peningum. Þeir peningar eru ekki lánaðir út til fyrirtækja. Bankarnir segja að það sé einfaldlega ekki eftirspurn eftir lánunum.
24. desember 2020
Slæmt að ráðherrar fari ekki eftir sóttvarnareglum og kröfur um afsögn Bjarna
Stjórnmálamenn og þeir sem hafa með sóttvarnaaðgerðir að gera hafa tjáð sig um veru Bjarna Benediktssonar í gleðskap sem var leystur upp af lögreglu sem braut í bága við sóttvarnareglur.
24. desember 2020
Bankarnir lána þrefaldan árskammt af húsnæðislánum árið 2020
Árið 2020 hefur séð vexti húsnæðislána hríðlækka. Óverðtryggðir vextir hjá bönkum eru nú um helmingur þess sem þeir voru í byrjun síðasta árs. Fyrir vikið hafa landsmenn flykkst í húsnæðislánaviðskipti við bankana.
24. desember 2020
Bjarni var í samkvæminu: „Ég biðst innilega afsökunar“
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sá ráðherra sem var í samkvæminu sem lögreglan leysti upp í gær vegna brota á sóttvarnareglum. Bjarni segir að rétt viðbrögð hefðu verið að yfirgefa samkvæmið.Það gerði hann ekki.
24. desember 2020
Ráðherra í ríkisstjórn Íslands var viðstaddur ólöglegt samkvæmi í gær. Lögregla hefur ekki tilgreint um hvaða ráðherra er að ræða.
Ráðherra í ólöglegu samkvæmi í gærkvöldi þar sem sóttvarnareglur voru brotnar
Lögreglan stöðvaði ólöglegt samkvæmi í gærkvöldi vegna brots á reglum um fjöldasamkomu og sérstakrar smithættu. Einn gesta líkti lögreglu við nasista. Á meðal gesta var ráðherra í ríkisstjórn Íslands.
24. desember 2020
Hluti þingflokks Miðflokksins.
Miðflokkurinn vill að þing verði kallað saman milli jóla og nýárs til að ræða bóluefni
Þingflokkur Miðflokksins segir ríkisstjórnina stuðla að upplýsingaóreiðu og sýna ráðaleysi þegar kemur að því að upplýsa almenning um stöðu mála varðandi komu bóluefna.
23. desember 2020
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn ekki mælst með minna fylgi í tvö ár – Frjálslynda andstaðan á flugi
Píratar, Samfylking og Viðreisn mælast samanlagt með meira fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir og hafa bætt við sig rúmlega 50 prósent fylgi það sem af er kjörtímabili. Allir stjórnarflokkarnir mælast undir kjörfylgi.
23. desember 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skrifar undir samning um aðgengi að bóluefni fyrir 235 þúsund manns
Íslensk yfirvöld hafa skrifað undir samning um að fá bóluefni frá Janssen. Búist er við að dreifing á því bóluefni hefjist ekki fyrr en á þriðja ársfjórðungi næsta árs.
22. desember 2020
Flokkur fólksins skiptir um ásýnd
Flokkur fólksins hefur farið í algjöra yfirhalningu og breytt allri ásýnd flokksins. Hann hefur skilað miklum hagnaði undanfarin ár og situr á digrum kosningasjóði.
22. desember 2020
Stefán Ólafsson.
Stefán Ólafsson lætur af störfum hjá HÍ, hættir við framboð og fer í fullt starf hjá Eflingu
Prófessor í félagsfræði, sem hefur verið fastráðinn við Háskóla Íslands frá áriu 1970, hefur ákveðið að ráða sig í fullt starf hjá Eflingu. Hann er hættur við að sækjast eftir sæti á lista Samfylkingarinnar fyrir næstu kosningar.
22. desember 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og Gréta María Grétarsdóttir, formaður stjórnar Matvælasjóðs.
Matís og Síldarvinnslan fengu um 30 prósent styrkja úr Matvælasjóði
Verkefni sem Síldarvinnslan, sem átti um 46 milljarða króna í eigin fé um síðustu áramót, kemur að með beinum eða óbeinum hætti fengu 13,2 prósent þess fjármagns sem Matvælasjóður úthlutaði. Matís, opinbert hlutafélag, fékk yfir 100 milljónir króna.
19. desember 2020
Tilraun til umfangsmikillar endurnýjunar hjá Samfylkingunni
Alls sækjast 49 eftir sæti á framboðslistum Samfylkingarinnar í Reykjavík. Margir nýir frambjóðendur ætla sér eitt af efstu sætunum og sumir þeirra njóta óopinbers stuðnings lykilfólks í flokknum í þeirri vegferð.
19. desember 2020