Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Segja óháða kunnáttumanninn gegna „mikilvægu hlutverki“
Samkeppniseftirlitið segir að þekkt sé að kostnaður vegna óháðra kunnáttumanna geti verið mismunandi. Lúðvík Bergvinsson, sem gegnir þeirri stöðu vegna samruna Festi við N1, hefur fengið rúmar tvær milljónir á mánuði í rúm tvö ár fyrir að gegna starfinu.
24. mars 2021
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Stýrivextir óbreyttir – Verða áfram 0,75 prósent
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að stýrivextir standi í stað. Ákvörðunin er í takti við spár.
24. mars 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnti fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026 á mánudag.
Ekki gert ráð fyrir að setja pening úr ríkissjóði í nýja þjóðarleikvanga út árið 2026
Í fyrrahaust sendu stjórnvöld frá sér tilkynningar um byggingu nýrra þjóðarleikvanga fyrir knattspyrnu, handbolta og körfubolta. Gefið var í skyn að framkvæmdir væru á næsta leiti. Ekkert er að finna um fjármögnun verkefnanna í nýrri fjármálaáætlun.
24. mars 2021
Guðmundur Gunnarsson
Guðmundur verður oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi
Fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðar mun leiða lista VIðreisnar í Norðvesturkjördæmi í þingkosningunum sem fara fram eftir sex mánuði og tvo daga.
23. mars 2021
Hlutabréfaverð skaust upp á sama tíma og afkoma flestra félaga varð verri
Úrvalsvísitala íslensku Kauphallarinnar hefur hækkað um 80 prósent á einu ári. Alls jókst markaðsvirði 17 af þeim 19 félögum sem skráð eru í hana í fyrra. Samt skiluðu 14 af þessum 19 félögum verri afkomu en á síðasta ári en þau gerðu 2020.
23. mars 2021
Lúðvík Bergvinsson var skipaður sem óháður kunnáttumaður vegna sáttar Festi við Samkeppniseftirlitið.
Kostnaður Festi vegna óháðs kunnáttumanns 56 milljónir króna á rúmum tveimur árum
Festi ætlar að óska eftir breytingum á aðkomu Lúðvíks Bergvinssonar, sem skipaður var sem óháður kunnáttumaður vegna sáttar við Samkeppniseftirlitið. Skipun Lúðvíks á að gilda fram í október 2023.
22. mars 2021
Ríkissjóður verður rekinn í meira en 1.100 milljarða króna halla á sjö ára tímabili
Viðspyrnan í íslensku efnahagslífi veltur áfram sem áður á því hversu fljótt það tekst að taka á móti ferðamönnum til landsins, samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2022-2026.
22. mars 2021
Félag í eigu Síldarvinnslunnar er stærsti einstaki eigandi Sjóvár.
Ætla að færa hlutinn í Sjóvá út úr Síldarvinnslunni fyrir skráningu
Eignarhlutur Síldarvinnslunnar í SVN eignafélagi, stærsta eiganda Sjóvá, verður greiddur út sem arður til eigenda hennar áður en Síldarvinnslan verður skráð á markað síðar á þessu ári. Stærstu eigendurnir eru Samherji og fjölskylda Björgólfs Jóhannssonar.
22. mars 2021
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins og Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn mælist nánast jafn stór og Miðflokkurinn
Bæði Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn mælast nokkuð undir kjörfylgi en Framsókn hefur unnið á síðustu vikur. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa bætt við sig samanlagt um tíu prósentustigum og Sósíalistar mælast með 5,7 prósent fylgi.
22. mars 2021
Um 30 prósent vinnandi Íslendinga hafa fengið 21 milljarð króna í skattaafslátt
Tæpur þriðjungur vinnandi Íslendinga notar séreignarsparnað sinn til að greiða niður húsnæðisskuldir. Það fá þeir að gera skattfrjálst og lækka þar með skattbyrði sína umfram aðra umtalsvert.
21. mars 2021
Bryndís Kristjánsdóttir er skattrannsóknarstjóri. Hún er þó ekki skrifuð fyrir athugasemd embættisins heldur tveir aðrir starfsmenn þess.
Telja áform stjórnvalda um færslu skattrannsókna ganga gegn yfirlýstum tilgangi
Embætti skattrannsóknarstjóra telur að frumvarp sem færir rannsókn á meiriháttar skattrannsóknum til héraðssaksóknara muni valda meiri skaða en gagni. Hætta sé á að sérfræðiþekking tapist.
21. mars 2021
Stefán Vagn Stefánsson
Stefán Vagn leiðir fyrir Framsókn í Norðvesturkjördæmi
Framsóknarflokkurinn hefur lokið við að velja á lista sinn í Norðvesturkjördæmi og eftirmaður Ásmundar Einars Daðasonar í oddvitasætið liggur fyrir. Sitjandi þingmaður, sem sóttir eftir oddvitasæti, á litla sem enga möguleika á að halda sér á þingi.
20. mars 2021
Einar og Magnús síðustu staðfestu oddvitar á listum Pírata
Píratar hafa nú, fyrstir allra flokka, lokið vali í efstu sætin á listum sínum í öllum kjördæmum.
20. mars 2021
Þórður Snær Júlíusson
Pólitískt veðmál um efnahag og heilsu þjóðar
20. mars 2021
Bjarni Benediktsson og Sigurður Ingi Jóhannsson, sem þá leiddu ríkisstjórn, kynntu Fyrstu fasteign í ágúst 2016, nokkrum vikum fyrir haustkosningar það árið.
Upphæðin sem nýtt var undir hatti „Fyrstu fasteignar“ tvöfaldaðist á rúmu ári
Þeim sem nýttu úrræðið „Fyrsta fasteign“ til að nota séreignarsparnað sinn skattfrjálst til að greiða niður húsnæðislán sín, eða í útborgun fyrir íbúð, fjölgaði um þrjú þúsund frá lokum árs 2018. Nýtingin er þó enn langt frá 50 milljarða króna markmiðinu.
19. mars 2021
Agnes M. Sigurðardóttir er biskup Íslands.
Telur að menningararfur kristni eigi að vera grundvöllur kennslu á öðrum trúarbrögðum
Biskupsstofa telur að frumvarp þingmanna um að hefja kristinfræðikennslu í grunnskólum að nýju vera vitnisburð um nauðsyn „nálgun og þekking á okkar sameiginlegu kristnu rótum sé ennþá mikilvægari nú en nokkru sinni fyrr.“
18. mars 2021
Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.
Útlendingastofnun vinnur að því að staðfesta uppruna flóttamanna sem áttu að koma í fyrra
Af þeim 100 kvótaflóttamönnum sem íslensk stjórnvöld höfðu greint frá opinberlega að til stæði að taka á móti á Íslandi árið 2020 er enginn kominn. Unnið er að því að staðfesta uppruna 15 einstaklinga sem Ísland á að taka við.
17. mars 2021
Skattfrelsi fyrir húsnæðiseigendur en skattlagning á aðra
Þeir sem hafa tekið út séreignarsparnað undanfarið ár hafa greitt yfir níu milljarða króna í skatta af honum. Þeir sem hafa nýtt séreignarsparnað til að borga niður húsnæðislánið sitt undanfarin tæp sjö ár hafa fengið 21 milljarð króna í skattaafslátt.
17. mars 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Samþykkt að hækka þak kaupréttarsamninga starfsmanna Arion banka verulega
Bónuskerfi Arion banka var samþykkt á aðalfundi. Þar var líka samþykkt að hækka kauprétti starfsmanna úr 600 þúsund í allt að 1,5 milljón króna á ári. Alls munu starfsmenn geta keypt í bankanum fyrir milljarða króna gangi áformin eftir.
17. mars 2021
Stjórnarlaun í Arion verða ekki hækkuð eftir mótmæli lífeyrissjóða
Mótmæli lífeyrissjóða við hækkun á launum stjórnarmanna í Arion banka skilaði árangri. Launin verða áfram þau sömu en greiðslum til stjórnarmanna sem búa erlendis er breytt vegna „þeirrar fyrirhafnar sem hlýst af ferðalögum til og frá landinu.“
16. mars 2021
Baldvin Þorsteinsson, forstjóri Samherja í Evrópu og einn aðaleigenda Samherja hf., er stjórnarformaður Eimskips.
Gildi telur starfsreglur stjórnar Eimskips færa stjórnarformanni „heldur mikið vald“
Lífeyrissjóður sem er þriðji stærsti eigandi Eimskips vill láta breyta starfsreglum stjórnar félagsins þannig að stjórnarformaðurinn Baldvin Þorsteinsson geti ekki kallað inn varamenn að eigin frumkvæði og án sérstakrar ástæðu.
16. mars 2021
Meðallaun forstjóra í Kauphöll Íslands voru 4,8 milljónir á mánuði
Sá forstjóri í Kauphöll Íslands sem hafði hæstu mánaðarlaunin fékk 13,5 milljónir króna greiddar á mánuði. Það eru rúmlega tvöföld mánaðarlaun þess sem kemur á næst á eftir. Fleiri karlar sem heita Árni stýra skráðum félögum á Íslandi en konur.
16. mars 2021
Gauti Jóhannesson.
Gauti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi
Frá því að Kristján Þór Júlíusson greindi frá því á laugardag að hann ætlaði sér að stíga til hliðar hafa tveir menn tilkynnt að þeir sækist eftir oddvitasæti hans í Norðausturkjördæmi.
16. mars 2021
Fækkað verður í stjórn Arion banka á aðalfundinum á morgun, úr sjö í fimm. Í staðinn stendur til að hækka laun þeirra sem eftir verða.
Tveir lífeyrissjóðir leggjast gegn hækkun á stjórnarlaunum í Arion banka
Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi mótmæla báðir tillögum um að hækka laun stjórnarmanna í Arion banka. Verði tillagan samþykkt verða grunnlaun stjórnarformanns 1,2 milljónir króna á mánuði.
15. mars 2021
Fjöldi þeirra sem hefur verið atvinnulaus í lengri tíma eykst mánuði til mánaðar á Íslandi.
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en hálft ár eru fleiri en allir sem búa á Akranesi
Þótt atvinnuleysi hafi dregist lítillega saman í síðasta mánuði hélt þeim sem hafa verið án vinnu í lengri tíma en sex mánuði áfram að fjölga. Sömu sögu er að segja af þeim sem hafa verið atvinnulausir í meira en ár.
15. mars 2021