Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Eftirlitsnefnd með brúarlánum gæti fengið útvíkkað hlutverk
Bjarni Benediktsson segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um brúarlánaveitingar séu væntanlegar. Lánin eru ætluð fyrirtækjum sem hafa upplifað mikið tekjufall og verða með ríkisábyrgð að hluta til að tryggja lægri vexti. Viðbúið er að hluti þeirra tapist.
20. apríl 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
Sanngjarnt að fresta veiðigjöldum en ekki forgangsmál að þrýsta á það
Framkvæmdastjóri SFS segir að sjávarútvegur sé ekki að horfa fram á altjón. Takmarkanir stjórnvalda hafi haft áhrif á starfsemi sumra sjávarútvegsfyrirtækja en það sé fagnaðarefni hversu lítið hlutfall þeirra hafi nýtt sér hlutabótaleiðina.
19. apríl 2020
Jón Þór Þorvaldsson er formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna og varaþingmaður Miðflokksins.
Segja laun flugmanna Icelandair ekki vera hærri en gengur og gerist
FÍA hafnar því að laun flugmanna Icelandair séu ekki sambærileg því sem gengur og gerist hjá öðrum flugfélögum. Þrýst er á þá að lækka laun flugmanna í þeim aðgerðum sem nú standa yfir til að reyna að bjarga félaginu.
18. apríl 2020
Allt að 330 milljarða tekjur munu ekki skila sér í þjóðarbúið 2020
Ferðamönnum sem heimsækja Íslands mun fækka um allt að 69 prósent í ár. Mikil óvissa er um það hvenær viðspyrna getur hafist en ganga má út frá því að starfsemi í ferðaþjónustu verði skert í allt að ár í viðbót hið minnsta.
18. apríl 2020
Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður Miðflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Miðflokkurinn minni en Framsókn og Sósíalistar mælast með metfylgi
Fylgisaukning Sjálfstæðisflokksins, sem mældist í síðasta mánuði, hefur gengið nær alfarið til baka. Lítil breyting er á stöðu flestra flokka en Miðflokkurinn hefur ekki mælst með minna fylgi í tæpt ár. Sósíalistaflokkurinn myndi ná inn á þing.
17. apríl 2020
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki ætlar að hætta við tíu milljarða króna arðgreiðslu
Á framhaldsaðalfundi Arion banka sem hefur verið boðaður 14. maí næstkomandi er einungis eitt mál á dagskrá, að hætta við að greiða tíu milljarða króna í arð til hluthafa.
17. apríl 2020
Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair ætlar í hlutafjárútboð til að bjarga sér til framtíðar
Icelandair flýgur nú tíu prósent af flugáætlun sinni og ætlar að sækja nýtt hlutafé til hluthafa sinna í nánustu framtíð.
17. apríl 2020
Kristján Þór Júlíusson er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kristján Þór ekki talinn vanhæfur í málum sem varða Síldarvinnsluna
Þótt sjávarútvegsráðherra hafi lýst því yfir að hann meti hæfi sitt í málum sem tengjast Samherja, og hann hafi vikið sæti við meðferð slíkra þá er hann talinn hæfur til að fjalla um mál tengd fyrirtæki sem Samherji á 49,9 prósent hlut í.
16. apríl 2020
Þórður Snær Júlíusson
Við erum augljóslega ekki öll í þessu saman
15. apríl 2020
Hlutur olíufélaga í hverjum seldum bensínlítra aldrei verið hærri
Á einum mánuði hefur líklegt innkaupaverð olíufélaga á bensínlítra lækkað um meira en 60 prósent. Sú lækkun, sem er tilkomin vegna hruns á olíuverði á heimsmarkaði, hefur ekki skilað sér til íslenskra neytenda.
15. apríl 2020
Hvað verður í næsta efnahagspakka ríkisstjórnarinnar?
Fyrir rúmum þremur vikum kynnti ríkisstjórnin það sem hún kallaði stærstu efnahagsaðgerðir sögunnar. Fyrir lok þessarar viku mun hún þurfa að kynna annan aðgerðarpakka sem verður síst umfangsminni.
14. apríl 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Reikningurinn vegna milljarðakröfu útgerða verður ekki sendur á skattgreiðendur
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að möguleg innbyrðis togstreita um aflaheimildir milli útgerða verði ekki leyst á kostnað skattgreiðenda. „Það er bara svo einfalt.“ Hann segir útilokað að allir muni geta komist efnahagslega skaðlausir út ástandinu.
14. apríl 2020
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Forsætisráðherra fer fram á að útgerðirnar dragi til baka tíu milljarða kröfur á ríkissjóð
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hún hafi orðið reið þegar hún fékk upplýsingar um kröfur sjávarútvegsfyrirtækja á hendur íslenska ríkinu upp á 10,2 milljarða. Þær kröfur séu ekki góð leið til að „vera á sama báti“.
14. apríl 2020
Benedikt Jóhannesson var fjármála- og efnahagsráðherra um nokkurra mánaða skeið á árinu 2017.
Ekkert einfalt svar til við því af hverju Viðreisn myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki
Fyrrverandi formaður Viðreisnar segir að þær viðræður sem best hafi gengið eftir kosningarnar 2016 hafi verið við Samfylkingu og Pírata. Þegar Vinstri græn hafi komið inn í þær viðræður hafi öll mál sem Viðreisn taldi til umbóta verið stöðvuð.
13. apríl 2020
Við erum ekki að þýða samstöðuna gegn veirunni
Erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum. Þeir eru nú yfir 50 þúsund. Þær aðstæður sem nú ríkja í íslensku samfélagi skapa allskyns áskoranir fyrir þennan hóp sem eru kannski ekki sýnilegar öðrum.
13. apríl 2020
Ísfélag Vestmannaeyja á hæstu kröfuna. Guðbjörg Matthíasdóttir er eigandi Ísfélagsins.
Sjö útgerðir krefja ríkið um 10,2 milljarða króna auk hæstu mögulegu vaxta
Nokkrar útgerðir sem telja sig hafa verið sviknar um makrílkvóta vilja að ríkissjóður greiði þeim samtals 10,2 milljarða króna í bætur auk vaxta. Hæsta krafan er frá Ísfélagi Vestmannaeyja, sem vill 3,9 milljarða króna.
11. apríl 2020
2020 fram að kórónufaraldri: Icelandair rær lífróður
Áföllin sem dunið hafa á Icelandair á undanförnum árum eru af ýmsum toga. Sum vegna rangra ákvarðana en önnur eru vegna ytri aðstæðna sem félagið getur lítið eða ekkert gert við.
10. apríl 2020
Forstjórar í Kauphöll voru með 4,7 milljónir á mánuði að meðaltali
Í Kauphöll Íslands ráða 20 karlar 20 félögum. Meðallaun þeirra í fyrra voru rúmlega sjö sinnum hærri en miðgildi heildarlauna landsmanna á árinu 2018.
10. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
9. apríl 2020
Þórður Snær Júlíusson
Afsakaðu ónæðið ... en við þurfum á þér að halda
9. apríl 2020
Halldóra Mogensen er formaður þingflokks Pírata.
Píratar leggja til að launahækkanir þingmanna og ráðherra falli niður
Þingflokkur Pírata vill að 6,3 prósent launahækkun kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna verði endurkölluð. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði í byrjun árs.
8. apríl 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn Íslands fá myndarlega launahækkun.
Laun þingmanna og ráðherra hækkuðu um 6,3 prósent í byrjun árs 2020
Launahækkun sem þingmenn, ráðherrar og aðrir háttsettir embættismenn frestuðu í fyrra í tengslum við gerð Lífskjarasamninganna tók gildi 1. janúar. Laun ráðherra hækkuðu um vel yfir hundrað þúsund krónur.
8. apríl 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn tapar fjórum prósentustigum milli kannana
Vinstri græn og Píratar bæta við sig fylgi milli kannana en Sjálfstæðisflokkurinn missir umtalsvert af þeirri fylgisaukningu sem hann mældist með í mars.
7. apríl 2020
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Líklegt að samdráttur á Íslandi verði meiri en í svörtustu sviðsmynd Seðlabanka
Í fundargerð peningastefnunefndar kemur fram að líklega verði efnahagsamdrátturinn á Íslandi meiri en 4,8 prósent á þessu ári.
7. apríl 2020