Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Höfuðstöðvar EBA í París.
Allir bankar í Evrópu hvattir til að greiða ekki arð né kaupa eigin bréf
Evrópska bankaeftirlitsstofnunin vill að allir bankar innan EES-svæðisins sleppi því að greiða arð og að kaupa eigin bréf. Það aukna svigrúm sem bankar fá til að bregðast við COVID-19 eigi að fjármagna fyrirtæki og heimili, ekki greiðast til hluthafa.
6. apríl 2020
Eftirlitið sleppti Samherja við tug milljarða yfirtökutilboð í Eimskip
Samherji hefði þurft að greiða allt að 20 milljarða króna ef aðrir hluthafar Eimskips hefðu ákveðið að selja hluti sína eftir að yfirtökuskylda skapaðist í félaginu. Af því varð þó ekki.
6. apríl 2020
Virði veðsettra bréfa dróst saman um 30 milljarða í mars
Heildarvirði allra félaga sem skráð eru á aðallista Kauphallar Íslands og First North markaðinn dróst saman um 184 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins 2020.
5. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
4. apríl 2020
Hægt að banna arðgreiðslur banka og koma í veg fyrir endurkaup á hlutabréfum
Seðlabankinn ætlast til þess að viðskiptabankar nýti ekki það 350 milljarða króna svigrúm sem þeim hefur verið veitt með því að afnema eiginfjárauka til að greiða út arð. Fjármálaeftirlit hans getur bannað arðgreiðslur við ákveðnar aðstæður.
4. apríl 2020
Eignir lífeyrissjóða lækkuðu um 87,5 milljarða á einum mánuði en stóra höggið er eftir
Eignasafn íslenska lífeyrissjóðakerfið mun taka á sig mikið högg vegna þeirra efnahagslegu hamfara sem nú ríða yfir heiminn. Eignir þess hafa einungis tvisvar dregist saman um fleiri krónur á einum mánuði en í febrúar síðastliðnum.
3. apríl 2020
Kórónuveiran sýkir Kauphöllina
Gengi nær allra félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað hefur lækkað mikið það sem af er ári, og sérstaklega síðastliðinn mánuð. Um er að ræða mesta samdrátt frá því í hruninu.
2. apríl 2020
Vilhjálmur Birgisson segir af sér sem varaforseti ASÍ
Formaður Verkalýðsfélags Akraness hefur sagt af sér embætti varaforseta Alþýðusambands Íslands.
1. apríl 2020
Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
ASÍ hafnar beiðni Samtaka atvinnulífsins um að lækka launakostnað fyrirtækja tímabundið
Samtök atvinnulífsins vildu að mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði starfsmanna yrði lækkað um 3,5 prósentustig vegna yfirstandandi efnahagsvanda og báru fyrir sig að launakostnaður muni hækka um fjóra milljarða á mánuði með launahækkunum í dag.
1. apríl 2020
Það dropar á glerþakið milli kvenna og peninga en fáar sprungur myndast
Sjöunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Þrátt fyrir miklar hræringar, þar sem meðal annars var skipt um forstjóra hjá átta skráðum félögum, er niðurstaðan sú sama og áður.
1. apríl 2020
Ásmundur óskar eftir lausn úr Landsrétti og fær nýja skipun
Dómsmálaráðherra greindi frá því að dómari við Landsrétt hefði fengið lausn frá embætti á ríkisstjórnarfundi í dag. Á sama fundi var tekin fyrir ný skipun dómara við Landsrétt. Sá sem fékk lausn og sá sem var skipaður eru sami maðurinn.
31. mars 2020
Heimsmarkaðsverð á olíu ekki lægra síðan 2002 – Verð á lítra hér lækkað um nokkrar krónur
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur verið í frjálsu falli á síðustu vikum. Frá áramótum hefur það lækkað um 68 prósent. Á Íslandi hefur viðmiðunarverð á seldum bensínlítra lækkað um 3,4 prósent frá því um miðjan janúar.
31. mars 2020
Kemur ekki til greina að greiða út arð úr Bláa lóninu á þessu ári
Forstjóri Bláa lónsins segir að um 65 prósent af arðgreiðslu fyrirtækisins í fyrra hafi skilað sér aftur óbeint til samfélagsins. Það væri óábyrgt og ekki í samræmi við siðferði ef þau fyrirtæki sem nýti sér úrræði stjórnvalda myndu fara að borga sér arð.
30. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
28. mars 2020
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi skrifar undir umsögn stofnunarinnar.
Ríkisendurskoðun vill skýrara orðalag um endurgreiðsluskyldu á brúarlánum
Orðalagið „að tryggja eftir föngum endurgreiðslu“, getur mögulega falið í sér að skuldari sem fái brúarlán tryggt af hinu opinbera líti svo á að í lánveitingunni felist ekki fortakslaus krafa um endurgreiðslu ef greiðslufall verður hjá honum.
28. mars 2020
Þorsteinn Már sest aftur í forstjórastólinn hjá Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson hefur ákveðið að setjast aftur í forstjórastólinn hjá Samherja og starfar þar við hlið Björgólfs Jóhannssonar þar til annað verður ákveðið.
27. mars 2020
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Segir Viðskiptaráð kasta kaldri gusu í andlit fólks sem sé að bjarga mannslífum
BSRB gagnrýnir umsögn Viðskiptaráðs um fjáraukafrumvarp harðlega, en þar kom fram vilji til að láta skerða starfshlutföll og kjaraskerðingar hjá opinberum starfsmönnum.
27. mars 2020
Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins eru bæði til húsa í Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Vilja skert starfshlutföll og kjaraskerðingar hjá opinberum starfsmönnum
Viðskiptaráð segir að það séu mikil vonbrigði að ekkert hafi heyrst um stórfellda lækkun starfshlutfalls og tímabundnar kjaraskerðingar opinberra starfsmanna. Samtök atvinnulífsins vilja að sett verði hagræðingarkrafa á ríkisstofnanir.
27. mars 2020
Sjávarútvegur vill að ríkið borgi fyrir markaðssetningu sjávarafurða eftir COVID-19
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi vilja að Íslandsstofa fái fjármagn til að ráðast í markaðssetningu á íslensku sjávarfangi þegar COVID-19 faraldurinn er yfirstaðinn.
26. mars 2020
Haraldur Þórðarson er forstjóri Fossa markaða og á meðal stærstu eigenda fyrirtækisins.
Fossar markaðir mátu ekki upplýsingar um raunverulega eigendur með sjálfstæðum hætti
Fossar markaðir hafa verið leiðandi í að koma með erlenda fjárfesta til Íslands á undanförnum árum. Í athugun Fjármálaeftirlitsins á peningaþvættisvörnum fyrirtækisins komu fram brotalamir.
26. mars 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra mun skipa í embættið.
Sitjandi dómari við Landsrétt metinn hæfastur til að verða skipaður í Landsrétt
Dómnefnd um hæfi umsækjenda um lausa stöðu í Landsrétti telur að Ásmundur Helgason standi öðrum umsækjendum framar og sé hæfastur til að gegna embætti dómara við Landsrétt. Hann er þegar dómari við réttinn, en hefur ekki starfað þar í rúmt ár.
26. mars 2020
Ásta S. Fjeldsted er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Viðskiptaráð vill að ríkið skoði að gefa fyrirtækjum peninga frekar en að lána þeim
Í umsögn sinni um aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar bendir Viðskiptaráð á að í ýmsum löndum í kringum okkur hafi verið kynnt til leiks úrræði sem feli í sér óendurgreiðanleg fjárframlög úr ríkissjóði til fyrirtækja.
26. mars 2020
Útgerðirnar vilja fá að fresta því að borga veiðigjaldið vegna COVID-19
Hagsmunasamtök sjávarútvegs- og fiskeldisfyrirtækja vilja að veiðigjaldi verði frestað, að sérstök gjöld á fiskeldi verði jafnvel felld niður og að stimpilgjald vegna fiskiskipa verði afnumið. Ástæðan er staðan sem skapast hefur vegna útbreiðslu COVID-19.
25. mars 2020
Margþættir efnahagsskellir framundan og samdráttur allt að 4,8 prósent í ár
Sviðsmyndir Seðlabanka Íslands gera ráð fyrir að mikill samdráttur verði í íslensku efnahagskerfi í ár. Atvinnuleysi mun aukast verulega, einkaneysla dragast saman og fækkun ferðamanna gæti orðið allt að 55 prósent í ár.
25. mars 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra lagði frumvarpið fram í gær.
Segja stjórnvöld vera að „auka stórkostlega völd sín yfir opinberum starfsmönnum“
Kennarasambandið leggst alfarið gegn því að frumvarp dómsmálaráðherra um borgaralega skyldu opinberra starfsmanna verði að lögum. Það telur frumvarpið innihalda heimild til ótímabærar og vanhugsaðar beitingu valds.
25. mars 2020