665 milljónir fara í að mæta vanda sauðfjárbænda
Á fjáraukalögum er gert ráð fyrir að sauðfjárrækt fái 665 milljónir króna til að mæta markaðserfiðleikum í greininni. Greiðslurnar koma til viðbótar við beingreiðslur úr ríkissjóði samkvæmt búvörusamningum, sem nema 4,7 milljörðum að meðaltali á ári.
22. desember 2017