Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Viðar Þorkelsson er forstjóri Valitor.
Valitor Holding hagnaðist um milljarð – Valitor hf. tapaði hálfum
Valitor Holding hagnaðist um tæpan milljarð króna í fyrra. Ástæðan var m.a. áframhaldandi hagnaður vegna sölu Visa Europe. Rekstrarfélagið Valitor hf. tapaði um hálfum milljarði. Viðskipti við stóran kúnna, Stripe, munu dragast saman á næstu árum.
20. mars 2018
Þingmenn úr sex flokkum vilja þjóðaratkvæði um Reykjavíkurflugvöll
Þingsályktunartillaga um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar hefur verið lögð fram í þriðja sinn. Flutningsmenn eru 23 úr sex stjórnmálaflokkum. Einungis Samfylking og Viðreisn eiga ekki fulltrúa á tillögunni.
19. mars 2018
Þórður Snær Júlíusson
Það þarf að ýta körlum til hliðar
17. mars 2018
Meðallaun forstjóra í Kauphöllinni eru 4,7 milljónir á mánuði
Laun forstjóra í Kauphöllinni hafa flest hækkað mikið á undanförnum árum. Í flestum tilfellum nemur launahækkunin margföldum lágmarkslaunum. Meðal forstjórinn er með tæplega 17föld lágmarkslaun.
16. mars 2018
„Ódýri forstjórinn“ hjá N1 með 5,9 milljónir á mánuði
Forstjóri N1 lýsti sjálfum sér sem „ódýra forstjóranum“ þegar hann tók við starfinu. Mánaðarlaun hans hafa síðan hækkað um tæplega 60 prósent. Verkalýðsforystan fordæmir launahækkunina og krefst sambærilegra kjarabóta fyrir annað starfsfólk.
15. mars 2018
Ekki víst að það sé mikið raunverulegt framboð af seðlabankastjóraefnum
Seðlabankastjóri segir að margir telji sig hæfa til að gegna starfi sínu, en hann er ekki viss um að raunverulegt framboð af kandídötum sé jafn mikið. Hann ætlar alls ekki að sækjast eftir endurkjöri og hlakkar til að hætta.
15. mars 2018
Þórður Snær Júlíusson
Frjálslyndi án innistæðu
14. mars 2018
Lét reikna kostnað við Vaðlaheiðargöng í samræmi við lög um ríkisábyrgðir
Ef kostnaður við lán ríkisins vegna Vaðlaheiðarganga yrði reiknaður í samræmi við lög um ríkisábyrgðir væri hann 33,8 milljarðar króna. Þá þyrfti 49.700 bíla um göngin á dag árið 2055 til að hægt yrði að borga lánið til baka.
12. mars 2018
Benedikt Jóhannesson var fjármála- og efnahagsráðherra þegar tilmælin voru ítrekuð auk þess sem hann kallaði stjórnarformenn stærstu ríkisfyrirtækjanna á sinn fundi til að fara yfir málið.
Hunsuðu skrifleg tilmæli frá ráðherra og hækkuðu forstjóralaun
Í bréfi sem fjármála- og efnahagsráðherra sendi stjórnum helstu ríkisfyrirtækja í fyrra voru þær beðnar um að stilla launahækkunum forstjóra í hóf og hafa í huga áhrif þeirra á stöðugleika á vinnumarkaði. Tilmælin voru í mörgum tilfellum hunsuð.
12. mars 2018
Þorgerður Katrín skaut fast á Morgunblaðið og eigendur þess
Formaður Viðreisnar vék þrívegis að Morgunblaðinu eða eigendum þess í stefnuræðu sinni á landsþingi flokksins á laugardag. Gagnrýnin beindist að ritstjórnarskrifum, viðskiptum stærsta eiganda blaðsins á Korputorgi og Eyþóri Arnalds.
11. mars 2018
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn Sigríðar Á. Andersen
10. mars 2018
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Á fjórða þúsund borguðu 1,6 milljarð til að losna frá Íbúðalánasjóði
Þúsundir Íslendinga völdu að greiða há uppgreiðslugjöld til að flytja húsnæðisfjármögnun sína frá Íbúðalánasjóði á árunum 2016 og 2017. Rekstur sjóðsins gæti ekki staðið undir því að fella niður uppgreiðslugjöld.
9. mars 2018
Margfaldur þjófnaður á grundvelli gallaðs stöðugleikasamnings
Píratar hafa lagt fram frumvarp sem á að takmarka útgreiðslur arðs frá fjármálafyrirtækjum við reiðufé í uppgjörsmynt fyrirtækisins. Verði það samþykkt mun Arion banki ekki geta greitt út arð í formi hlutabréfa í Valitor.
8. mars 2018
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins.
„Gaman að sjá ykkur, velkomnir aftur til ársins 2009“
Sérstök umræða um Arion banka fór fram á Alþingi í dag. Þar tókust á núverandi forsætisráðherra, sem sat í ríkisstjórn sem gerði hluthafasamkomulag við kröfuhafa Kaupþings árið 2009, og fyrrverandi forsætisráðherra, sem gerði stöðugleikasamninganna.
8. mars 2018
Gjaldfrjáls aðgangur að gögnum eins og „ókeypis aðgangur að söfnum landsins“
Ríkisskattstjóri telur að lagabreyting sem myndi veitir almenningi gjaldfrjálsan aðgang að gögnum fyrirtækjaskrár kippi fótunum undan rekstri hennar. Creditinfo finnst óþarfi að hætta rukkun fyrir gögnin.
8. mars 2018
Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknarflokksins.
Framsókn vill að alþjóðlegur banki verði fenginn til Íslands
Einn stjórnarflokkanna vill að ríkið komi fram sem virkur hluthafi í þeim bönkum sem það á hlut í. Hann vill líka að stór alþjóðlegur banki verði fenginn inn á íslenskan bankamarkað til að auka samkeppni.
7. mars 2018
Kjararáð bað um og fékk launahækkun í fyrra
Formaður kjararáðs bað fjármála- og efnahagsráðuneytið um launahækkun daginn áður en að ríkisstjórn sprakk í fyrrahaust. Sú hækkun var veitt sex dögum eftir að ný ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur tók við völdum.
7. mars 2018
Segir þingmenn taka sér stöðu sem fulltrúar samtryggingar eða almennings
Þingflokksformaður Pírata segir að atkvæðagreiðsla um vantraust á dómsmálaráðherra gefi þingmönnum tækifæri á að draga línu í sandinn og skýra hvort þeir standi undir ábyrgð.
6. mars 2018
Búið að leggja fram vantrauststillögu á Sigríði Andersen
Tveir stjórnarandstöðuflokkar standa að framlagningu þingsályktunartillögu um vantraust á Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra. Tillögunni var skilað inn til Alþingis í gær.
6. mars 2018
Þórður Snær Júlíusson
Sjálftaka stuðlar að stéttastríði
3. mars 2018
Beðin um að halda aftur af launahækkunum ríkisforstjóra, en gerðu það ekki
Ítrekuðum tilmælum var beint til stjórna ríkisfyrirtækja um að hækka ekki laun forstjóra sinna úr hófi þegar vald yfir kjörum þeirra var fært frá kjararáði um mitt ár í fyrra og til stjórnanna. Flestar stjórnirnar hunsuðu þessi tilmæli.
1. mars 2018
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Pólitísk ákvörðun stuðlaði að miklu launaskriði forstjóra
Breytingar á lögum um kjararáð tóku gildi um mitt ár í fyrra. Með þeim var vald yfir launum ríkisforstjóra fært frá kjararáði til stjórna ríkisfyrirtækja. Afleiðingin er í sumum tilvikum tugprósenta launahækkanir.
1. mars 2018
Mikið falið virði í Arion banka og afsláttur í boði
Þrjú dótturfélög Arion banka: greiðslumiðlunarfyrirtækið Valitor, tryggingfélagið Vörður og sjóðstýringarfyrirtækið Stefnir, eru öll metin á undirverði í bókum Arion banka. Þeir sem kaupa hlut í bankanum á meðan svo er fá því „afslátt“ á þessum félögum.
28. febrúar 2018
Telja svigrúm til að taka yfir 80 milljarða út úr Arion banka
Ráðgjafar Kaupþings við sölu Arion banka telja að eigið fé bankans sé svo mikið að svigrúm sé til að greiða út yfir 80 milljarða til hluthafa hans í arð, ef ráðist verður í útgáfu víkjandi skuldabréfa. Án þess sé svigrúmið 50 milljarðar.
28. febrúar 2018
Vilja birta þingfarakostnað tíu ár aftur í tímann
Samhljómur er um það á þingi að birta þingfarakostnað, meðal annars vegna endurgreiðslna fyrir akstur, að minnsta kosti tíu ár aftur í tímann. Á morgun verða birtar upplýsingar um fastan kostnað þingmann frá 1. janúar 2018.
26. febrúar 2018