Færslur eftir höfund:

Bára Huld Beck

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
25. maí 2020
Hafa viku til að fara yfir meðmælalista
Tveir skiluðu inn framboði til forseta í gær en framboðsfrestur rann út á miðnætti. Yfirkjörstjórn hefur viku til að fara yfir meðmælalista.
23. maí 2020
Sigurður Ingi Jóhannsson
Vill endurskoða lög um loftferðir
Núgildandi lög um loftferðir eru komin til ára sinna og þrátt fyrir fjölda breytinga er talið tímabært að yfirfara þau heildstætt, samkvæmt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu.
22. maí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Svona er þetta, sagan eldgamla og endalausa, tvískinnungurinn og hræsnin eru ótrúleg“
Formaður Eflingar skýtur föstum skotum að formanni Samtaka atvinnulífsins. „Eyjólfur segðu mér, af hverju ert þú svona miklu meira virði en fólkið sem vinnur vinnuna sem býr til hagnaðinn?“ spyr hún.
22. maí 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Harmar rangfærslur um Play
Formaður VR segist ekki vera hafinn yfir gagnrýni og eftir að hafa fundað með forsvarsmönnum Play sjái hann að það hafi verið mistök að tengja saman flugfélögin Bláfugl og Play með þeim hætti sem hann gerði fyrir nokkrum dögum.
22. maí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Telur samþjöppun ekki endilega merki um að eitthvað sé að í viðskiptaumhverfinu
Fjármála- og efnahagsráðherra sagði á Alþingi í dag að skoða yrði málefni ferðaþjónustufyrirtækja út frá víðara sjónarhorni og að sérstaklega ætti að taka tillit til þess að rekstur margra smærri fyrirtækja í ferðaþjónustu hefði verið erfiður.
20. maí 2020
Lilja Rafney Magnúsdóttir
Segir sumargjafir eigenda Samherja til afkomenda „kannski í stærri kantinum“
Þingmaður VG segir að tilfærsla eigenda Samherja á fjármunum til afkomendanna endurspegli stórgallað kvótakerfi hér á landi.
19. maí 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Mun beita sér fyrir björgun Icelandair þegar réttindi og kjör starfsfólksins verða tryggð
Formaður VR segist ætla að beita sér af krafti fyrir björgun Icelandair þegar stjórnendur fyrirtækisins hafa tryggt framtíð félagsmanna VR án þess að gengið verði á réttindi þeirra og launakjör.
18. maí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Flugfreyjur standa í stórkostlega erfiðri baráttu“ – Valdaójafnvægið hræðilegt
Formaður Eflingar segir að flugfreyjur séu í raun að taka slaginn fyrir allt vinnandi fólk. „Gangi ykkur vel, við erum sannarlega öll í þessu með ykkur.“
18. maí 2020
Hæfi ráðherra ekki sérstaklega metið í tengslum við aðgerðapakkana
Ekki hefur þótt tilefni innan ráðuneytanna til að meta sérstaklega hæfi ráðherra í þeim aðgerðum sem stjórnvöld hafa gripið til vegna COVID-19 faraldursins.
16. maí 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Ábyrgðarleysi að kjósa að hausti eins og fjármálaráðherrann hefur hug á
Þingmaður Pírata telur að hreinlegast væri fyrir þingflokkana að fá endurnýjað umboð og halda kosningar að vori 2021. Það gæfi öllum heiðarlegt tækifæri til þess að koma aðgerðum af stað strax árið 2022 í stað 2023.
15. maí 2020
Unnur Sverrisdóttir
„Ennþá svolítið hugsi þrátt fyrir álit Persónuverndar“
Forstjóri Vinnumálastofnunar er efins um að birta eigi lista yfir þau fyrirtæki sem hafa nýtt sér hlutabótaleiðina – sérstaklega í sambandi við smáu fyrirtækin. Listinn verður birtur í næstu viku.
15. maí 2020
Hyggjast byggja upp fráveitur í COVID-19 faraldri
Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur lagt fram frumvarp um sérstakt átak í fráveitumálum á Íslandi. Samkvæmt því á að veita á tíu ára tímabili framlag úr ríkissjóði sem nemur hlutdeild í kostnaði við fráveituframkvæmdir á vegum sveitarfélaga.
15. maí 2020
Framkvæmdir eru hafnar við endurnýjun á göngustíg og útsýnispalli á efra svæði við Gullfoss.
Umhverfisstofnun nýtir ferðamannaleysið til uppbyggingar
Heildarkostnaður Umhverfisstofnunar vegna innviðauppbyggingar verður yfir 800 milljónir á þessu ári. Nú nýtist tíminn á meðan COVID-19 faraldri stendur til að laga göngustíga, bílastæði og endurnýja salerni á hinum ýmsu stöðum á landinu.
13. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Fyrstu heildarlögin um vernd uppljóstrara samþykkt
Lögin gilda um starfsmenn sem greina í góðri trú frá upplýsingum eða miðla gögnum um brot á lögum eða aðra ámælisverða háttsemi í starfsemi vinnuveitenda þeirra. Þau taka gildi um næstu áramót.
13. maí 2020
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Hefur áhyggjur af því að enn og aftur verði unga fólkið skilið eftir
Þingmaður Pírata spurði forsætisráðherra hvort hún ætlaði „virkilega að skilja ungt fólk eftir enn eina ferðina“. Ráðherrann svaraði og sagði að töluvert hefði þegar verið undirbúið sem myndi mæta mjög mörgum námsmönnum á komandi sumri.
11. maí 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
„Stjórnendur koma og fara en starfsfólkið er og verður alltaf grunnstoð fyrirtækisins“
Formaður VR gagnrýnir stjórnendur Icelandair harðlega og segir að aldrei hafi verið mikilvægara en nú að standa í lappirnar og verja réttindi launafólks.
11. maí 2020
Ásmundur Einar Daðason
„Forsendubrestur í samtali stjórnvalda við atvinnulífið“
Félags- og barnamálaráðherra finnst ekki siðferðislega ásættanlegt að fyrirtæki fari „undir ríkiskranann og fái fjármagn til þess að setja í sinn eigin vasa“.
10. maí 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Spyr hvort stjórnendur Icelandair séu helsta fyrirstaðan fyrir því að fyrirtækinu verði bjargað
Formaður VR segist geta fullyrt að lífeyrissjóðirnir opni „ekki buddur sínar fyrir félag sem ætlar starfsfólki að afsala sér grundvallarréttindum“.
10. maí 2020
Mun fleiri unnu heima í fjarvinnu á þessu ári – Verkföll og COVID-19 höfðu þar mikil áhrif
Árið 2020 verður seint sagt venjulegt ár og má það meðal annars sjá í hagtölum. Fleiri unnu heima í fjarvinnu á þessu ári en á sama tíma á því síðasta. Þeir sem voru heima í fjarvinnu unnu þó fleiri stundir á viku.
9. maí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Bjarni: Hlutabótaleiðin heppnaðist sérlega vel
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að hlutabótaleiðin verði framlengd því hún hafi heppnast vel og sé mikilvæg fyrir heimilin.
9. maí 2020
Öndunarvél á Landspítalanum
Enn óákveðið hvað verður um allar öndunarvélarnar á Landspítalanum
Landspítalinn hefur ekki tekið ákvörðun um það hvað verður um allar þær öndunarvélar sem spítalinn fékk að gjöf, en nú eru alls 55 fullkomnar vélar á spítalanum. Alls þurftu 15 einstaklingar að leggjast í öndunarvél á meðan faraldrinum stóð.
9. maí 2020
Guðmundur í Brim
Krafðist þess ekki að Guðmundur léti af störfum sem forstjóri Brims
Fyrir Samkeppniseftirlitinu liggur að taka afstöðu til þess hvort breyting hafi orðið á yfirráðum í Brimi, og ef svo er, hver áhrif þeirra eru á samkeppni – en ekki að krefjast þess að Guðmundur Kristjánsson láti af störfum sem forstjóri fyrirtækisins.
8. maí 2020
Júlíus Vífill Ingvarsson
Landsréttur staðfestir peningaþvættisdóm yfir fyrrverandi borgarfulltrúa
Júlíus Vífill Ingvarsson var í desember 2018 dæmdur í tíu mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi í Hér­aðs­dómi Reykja­víkur fyrir pen­inga­þvætti. Landsréttur hefur nú staðfest þann dóm.
8. maí 2020