Færslur eftir höfund:

Bára Huld Beck

2020 fram að kórónufaraldri: Hildur Guðnadóttir sigraði heiminn
Í febrúar varð hin íslenska Hildur Guðnadóttir fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun. Hún varð um leið þriðja konan til að vinna verðlaunin fyrir kvikmyndatónlist. Í þakkarræðu sinni hvatti hún konur til að hefja upp raust sína.
12. apríl 2020
Ellen DeGeneres
„Að vera í sóttkví er eins og að vera í fangelsi“
Ellen DeGeneres sagði brandara á dögunum þar sem hún líkti sóttkví sinni við það að vera í fangelsi að því leyti að hún hefði verið í sömu fötunum í 10 daga og að þeir einu sem væru í kringum hana væru samkynhneigðir. Brandarinn hefur farið misvel í fólk.
11. apríl 2020
Dagur B. Eggertsson og Obama
Dagur með Barack Obama á fjarfundi
Fjallað var um COVID-19 á fundi borgarstjóra víðs vegar að úr heiminum sem haldinn var í gær. Dagur B. Eggertsson var á fundinum.
10. apríl 2020
Borgaralaun eða ekki borgaralaun?
Yfirvöld á Spáni vilja lögleiða grunnframfærslu til fólks þar í landi – og ekki einungis vegna þess ástands sem nú ríkir heldur vilja þau festa hana varanlega í sessi. Sumir hafa kallað þetta borgaralaun en líklegast er það ofsögum sagt.
8. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Síðasta helgi æfing fyrir þá næstu – „Er þetta ekki bara komið gott?“
Yfirlögregluþjónn stingur upp á því að Íslendingar slaki á heima og taki páskana bara í rólegheitunum í gegnum fjarfundi með vinum og stórfjölskyldu.
6. apríl 2020
Alma Möller landlæknir.
„Róðurinn mun þyngjast næstu vikurnar“
Landlæknir segir það vera alveg ljóst að róðurinn muni þyngjast næstu vikurnar og að fleiri muni veikjast og látast. Þessi faraldur muni taka sífellt meira á okkur, andlega og tilfinningalega.
6. apríl 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Endurskoða reglur er varða komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum
Sóttvarnalæknir segir að verið sé að endurskoða reglur varðandi komu ferðamanna á skemmtiferðaskipum hingað til lands.
6. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
2. apríl 2020
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Tilgangurinn að fórna litlum hagsmunum fyrir mikla
Formaður VR segir að svokölluð lífeyrisleið hafi aldrei komist í málefnalega umræðu innan samninganefndar ASÍ.
2. apríl 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
Vaktaálagsauki hjúkrunarfræðinga hugsaður sem tímabundið átak
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að tímabundnu átaki um sérstakt vaktaálag hjúkrunarfræðinga á Landspítalanum hafi lokið á óheppilegum tíma – í miðjum faraldri. Þó hafi verið ljóst frá upphafi að átakinu myndi ljúka á þessum tíma.
2. apríl 2020
„Okkar líf er alveg jafn mikilvægt og annarra“
Ekki hefur mikið farið fyrir í samfélagsumræðunni hvernig fatlaðir einstaklingar eigi að takast á við þær áskoranir sem fólk stendur nú frammi fyrir á tímum faraldurs.
2. apríl 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Hvetur verkalýðshreyfinguna til að standa saman og vinna af yfirvegun við úrlausn mála
Formaður Eflingar hefur gefið út yfirlýsingu vegna óróa í verkalýðshreyfingunni eftir að Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði af sér embætti varaforseta ASÍ.
1. apríl 2020
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr
Miðstjórn ASÍ telur að nú reyni á samstöðu verkalýðshreyfingarinnar sem aldrei fyrr og skýra sýn. Þá sé málflutningur SA bæði rangur og villandi.
1. apríl 2020
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins.
Vonsvikin að upphæðin hafi ekki orðið hærri
Formaður Öryrkjabandalagsins segir að þau hjá bandalaginu séu auðvitað ánægð með að öryrkjar fái sérstaka eingreiðslu vegna COVID-19 en að þau séu vonsvikin að upphæðin hafi ekki orðið hærri. Margir séu í vanda.
1. apríl 2020
„Stjórnvöld í Bretlandi hafa brugðist almenningi“
Misjöfn viðbrögð eru hjá stjórnvöldum ríkja heimsins við faraldrinum sem nú geisar. Í Bretlandi hamstrar fólk nauðsynjavörur og nokkuð hefur þótt skorta á upplýsingagjöf til almennings þar í landi.
31. mars 2020
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.
„Þurfum að fara í miklu róttækari aðgerðir gagnvart heimilum í landinu og fólkinu sjálfu“
Formaður Samfylkingarinnar segir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar blikni í samanburði við björgunarpakka nágrannaríkjanna. Forsætisráðherra andmælir því.
30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Ekki gagnlegt að nota áfengi til að takast á við erfiðar tilfinningar
Landlæknir hvetur fólk til að auka ekki áfengisneyslu sína á meðan faraldrinum stendur. Hún hafi til að mynda slæm áhrif á heilsu og svefn. Mikil aukning hefur orðið á sölu áfengis í Vínbúðunum síðan samkomubann var sett á.
29. mars 2020
Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Ásta: Það sama þarf að ganga yfir alla á tímum eins og í dag
Framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs telur að íslenskt samfélag þurfi að róa saman að því markmiði að það fjármagn sem losnar fari á rétta staði.
29. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
28. mars 2020
Tæplega tíu þúsund umsóknir borist Vinnumálastofnun vegna skerts starfshlutfalls
Alls hafa 48 fyrirtæki samið um minnkað starfshlutfall við fleiri en 20 starfsmenn. Þrjú fyrirtæki hafa samnið um minnkað starfshlutfall við 100 starfsmenn eða fleiri.
27. mars 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Breytingar Áslaugar Örnu á lögum um almannavarnir verði einungis til bráðabirgða
Allsherjar- og menntamálanefnd afgreiddi í gær frumvarp um borg­ara­lega skyldu starfs­manna opin­berra aðila. Kennarasamband Íslands gagnrýndi frumvarpið harðlega í vikunni.
27. mars 2020
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Þurfum nú öll að færa fórnir“
Seðlabankastjóri segir að við þurfum nú öll að færa fórnir sem vonandi hafi þá þýðingu að bjarga mannslífum – en engir björgunarpakkar af hálfu hins opinbera geti tekið þessi óþægindi af okkur nema að mjög takmörkuðu leyti.
26. mars 2020
Pokum í massavís voru keyrðir út í síðustu viku.
Gríðarleg eftirspurn eftir matarúthlutunum – „Þjóðarátak að enginn svelti“
Hópur sjálfboðaliða kom matvælum og nauðsynjavörum til 1.272 einstaklinga í síðustu viku og um helgina. Forsprakki verkefnisins segir mikla fátækt vera á Íslandi og að almenningur verði að fara að gera sér grein fyrir því.
26. mars 2020