Færslur eftir höfund:

Þórður Snær Júlíusson

Síldarvinnslan verður eina skráða félagið á Íslandi sem er með höfuðstöðvar á landsbyggðinni.
Nýir hluthafar keyptu fyrir 29,7 milljarða króna í Síldarvinnslunni
Miðað við það sem fékkst fyrir 29,3 prósent hlut í Síldarvinnslunni er markaðsvirði félagsins 101,3 milljarðar króna. Samherji og Kjálkanes fá yfir tólf milljarða króna hvort fyrir hluti sem þau seldu.
13. maí 2021
Siðanefnd skoðar ekki ummæli Björns Levís um að Ásmundur hafi dregið að sér fé
Fyrir tveimur árum komst siðanefnd og forsætisnefnd Alþingis að þeirri niðurstöðu að þingmaður Pírata hefði brotið siðareglur fyrir að nota orðalagið „rökstuddur grunur“.
13. maí 2021
Sveinn Agnarsson, ritstjóri skýrslunnar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við kynningu á henni í dag.
Spá því að útflutningsverðmæti sjávarútvegs og fiskeldis nánast tvöfaldist til 2030
Árið 2019 var útflutningsverðmæti sjávarútvegs, fiskeldis og öðrum tengdum greinum 332 milljarðar króna. Virði þessara greina gæti aukist í 615 milljarða króna innan áratugar, eða um 85 prósent.
12. maí 2021
Kolbeinn Óttarsson Proppé.
Kolbeinn dregur framboð sitt til baka – Leitað til fagráðs VG vegna hegðunar hans
Kolbeinn Óttarsson Proppé segir að umræða síðustu daga, þar sem hundruð þolenda kynferðisofbeldi hafa rofið þögnina enn á ný, hafi leitt til þess að hann hefur ákveðið að bjóða sig ekki fram. Hann segir VG ekki eiga að þurfa að svara fyrir hans hegðun.
11. maí 2021
Símar hafa skipt um hlutverk á undanförnum áratugum. Þeir eru nú tölvur í vasa notenda sem notaðar eru fyrir afþreyingu og fréttanotkun, en ekki bara tól til að taka við og hringja símtöl.
Íslendingar notuðu 50 prósent meira gagnamagn í fyrra en árið áður
Íslenskir notendur notuðu 337 sinnum meira gagnamagn á árinu 2020 á farsímaneti en þeir gerðu 2009 þrátt fyrir að ferðaþjónustan hafi skroppið verulega saman. Kórónuveirufaraldurinn jók því notkun landsmanna á snjalltækjum sínum umtalsvert.
11. maí 2021
Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrirsvarsmaður minnihluta allsherjar- og menntamálanefndar.
Samfylking og Píratar vilja breytingar á fjölmiðlafrumvarpi
Tveir stjórnarandstöðuflokkar vilja að þak á greiðslum til fjölmiðlafyrirtækja verði lækkað úr 100 í 50 milljónir króna á ný. Ef af því yrði myndu greiðslur til þriggja stærstu fjölmiðlafyrirtækja landsins skerðast um rúmlega 100 milljónir króna.
10. maí 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um fjárheimildir til eftirlits með spillingu í þinginu í dag.
Katrín sannfærð um að héraðssaksóknari sé að sinna rannsókn á Samherja af fullri alvöru
Katrín Jakobsdóttir segist hafa mikla trú á embætti héraðssaksóknara og að það hafi skýrar yfirlýsingar stjórnvalda um að það fái þá fjármuni sem þurfi til að ljúka rannsókn á Samherja.
10. maí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Stjórnmálamenn sem hata fjölmiðla
10. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
9. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
8. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
7. maí 2021
Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Nefnd búin að afgreiða fjölmiðlastyrki og umsóknarfrestur verður til loka maímánaðar
Meirihluti allsherjar- og menntamálanefndar hefur skilað áliti um stuðningskerfi til fjölmiðla. Þar er lagt til að þrengja skilyrði fyrir stuðningi úr ríkissjóði og gildistími laganna er færður í eitt ár.
7. maí 2021
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Landsbankinn hagnaðist um 7,6 milljarða króna á þremur mánuðum
Hlutdeild Landsbanka Íslands á íbúðalánamarkaði hefur stóraukist milli ára og er nú 26,8 prósent. Hún hefur aldrei verið hærri. Eigið fé bankans er nú 261,4 milljarðar króna.
6. maí 2021
Þriðjungur fyrstu ferðagjafarinnar fór til tíu fyrirtækja
Nú stendur til að endurnýja ferðagjöf stjórnvalda til að örva eftirspurn innanlands. Rúmur helmingur þeirra sem áttu rétt fyrstu ferðagjöfinni hafa nýtt hana. Á meðal þeirra sem fengu mest í sinn hlut voru eldsneytissalar og skyndibitakeðjur.
5. maí 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar.
Segist sjá fyrir sér „premium“ áskrift að Vísi en mikilvægt sé að sinna áfram almannaþjónustu
Forstjóri Sýnar bendir á að nánast allir fjölmiðlar á Norðurlöndum séu með efni á bakvið greiðslugátt. Frumvarp um styrkjakerfi einkarekinna fjölmiðla var afgreitt úr úr nefnd í gær og er á leið til annarrar umræðu í þinginu.
5. maí 2021
Samherji og Kjálkanes ætla að selja fyrir allt að tólf milljarða hvort í Síldarvinnslunni
Félag í eigu þriggja stjórnenda Síldarvinnslunnar keypti hlut í fyrirtækinu í lok síðasta árs á verði sem er meira en helmingi lægra en það sem þeir geta búist við að fá fyrir hann eftir skráningu.
4. maí 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn lofar að byggja 30 þúsund íbúðir á einum áratug
Komist Sósíalistaflokkur Íslands til valda lofar hann að byggja 30 þúsund íbúðir á næstu tíu árum fyrir alls 650 milljarða króna án þess að framkvæmdin kalli á framlög úr ríkissjóði.
4. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Dótturfélag Samherja borgaði 345 milljónir króna í Færeyjum vegna vangoldinna skatta
Færeyska ríkissjónvarpið greindi frá því í kvöld að búið væri að kæra skattskil Tindholms, dótturfélags Samherja, til lögreglu þar í landi. Félagið skráði sjómenn ranglega í áhöfn færeysks flutningaskips til að fá endurgreiðslu á skattgreiðslum.
3. maí 2021
Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavíkur samanstendur af Samfylkingu, Viðreisn, Pírötum og Vinstri grænum.
Reykjavíkurborg innheimti 22 milljarða króna í fasteignaskatta í fyrra
Þrátt fyrir að íbúðaverð hafi hækkað umtalsvert í Reykjavík í fyrra þá stóðu tekjur borgarinnar vegna fasteignaskatta nánast í stað. Ástæðan er meðal annars frestur sem borgin gaf á greiðslu fasteignaskatta.
3. maí 2021
Síldarvinnslan borgaði 4,9 milljarða króna fyrir útgerðina Berg og kvótann hennar
Síldarvinnslan verður skráð á markað síðar í þessum mánuði. Þeir sem selja, aðallega Samherji og Kjálkanes, munu að óbreyttu fá nálægt 30 milljörðum króna fyrir það sem selt verður. Verðmætasta bókfærða eign Síldarvinnslunnar er kvóti upp á 29 milljarða.
1. maí 2021
Aðalsteinn hættur á RÚV og í Kveik – „Ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur“
Einn þeirra sem stóð að gerð umfjöllunar Kveiks um Samherjamálið hefur ákveðið að hætta störfum hjá RÚV. Hann segir að RÚV sé „ekki vinnustaður fyrir mig eins og stendur.“
30. apríl 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn rýkur upp í fylgi – Mælist með tæplega 29 prósent
Samfylkingin hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu, Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst stærri frá síðustu kosningum, Sósíalistaflokkurinn fær sína bestu mælingu og Miðflokkurinn er við það að detta út af þingi. Ný könnun var birt í dag.
30. apríl 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Segir lífeyrissjóði leggja meira kapp á að þagga mál niður en að sækja rétt eigenda sinna
Kveikur opinberaði í gær að félag sem þjónustar lífeyrissjóði og verkalýðsfélög hafi rukkað sjóðina um vinnu sem efasemdir eru um að standist lög. Formaður VR býst ekki við afleiðingum og segir orðspor stjórnenda vega meira en hagsmunir sjóðsfélaga.
30. apríl 2021