26. október 2018: Eftirlit Íslendinga með peningaþvætti fær falleinkunn
Árum saman starfaði einn maður á peningaþvættisskrifstofu Íslands. Alþjóðlegur framkvæmdahópur hefur gert margháttaðar athugasemdir við eftirlit með peningaþvætti hérlendis og krafist úrbóta. Lítið sem ekkert frumkvæði var í að rannsaka mögulegt peningaþvætti á fjármagnshaftarárunum. Búið er að setja Íslandi úrslitakosti. Úrbætur þurfa að vera gerðar fyrir mitt næsta ár.
6. janúar 2019: Umfjöllun leiddi til aukningar á tilkynningum um peningaþvætti
Alls móttók peningaþvættisskrifstofa héraðssaksóknara 655 tilkynningar um peningaþvætti á árinu 2016. Á fyrstu átta mánuðum ársins 2018 urðu þær rúmlega 800 talsins.
8. mars 2019: Varnarlaus gagnvart peningaþvætti árum saman
Ísland er í kappi við tímann að sýna alþjóðlegum samtökum að landið sinni almennilegu eftirliti gagnvart peningaþvætti, eftir að hafa fengið falleinkunn í úttekt í fyrra. Vandamálið er ekki nýtt af nálinni. Fjármálaeftirlitið gerði úttektir á íslenskum bönkum árið 2007 þar sem voru gerðar alvarlegar athugasemdir við framkvæmd eftirlits með þvætti. Þeim var ekki fylgt eftir „vegna starfsmannaskorts og sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði.“
31. maí 2019: FME gerði fjölmargar athugasemdir við aðgerðir Arion banka gegn peningaþvætti
Athugun FME á aðgerðum Arion banka gegn peningaþvætti leiddi í ljós fjölmargar brotalamir að mati eftirlitsins. Niðurstaða athugunarinnar lá fyrir í janúar en var ekki birt fyrr en á miðvikudag. Arion banki segist hafa brugðist við öllum úrbótakröfum.
12. júní 2019: Lögmenn vildu að lögmenn hefðu eftirlit með lögmönnum
Lögmannafélag Íslands taldi eðlilegt að eftirlit með því hvort að lögmenn væru að fara eftir nýjum lögum sem tengjast peningaþvættisvörnum væri í höndum þess, en ekki Ríkisskattstjóra líkt og frumvarpið gerði ráð fyrir.
9. ágúst 2019: FME upplýsir ekki um hvort það sé að skoða varnir þriggja banka gegn peningaþvætti
Þrjár athuganir standa yfir á á vegum Fjármálaeftirlitsins á aðgerðum eftirlitsskyldra aðila gegn peningaþvætti. Eftirlitið svarar því ekki hvort verið sé að athuga Landsbankann, Íslandsbanka og Kviku, en það hefur þegar opinberað niðurstöðu sína á athugun á Arion banka. Sú athugun leiddi í ljós fjölmargar brotalamir.
27. ágúst 2019: Ísland áfram í aukinni eftirfylgni vegna peningaþvættisvarna
Lokaútgáfa skýrslu um peningaþvættisvarnir Íslands, vegna athugunar sem alþjóðleg samtök hafa unnið að frá því í fyrravor, mun verða birt fyrstu vikuna í september. Á meðal þess sem fram kemur í henni er að Ísland verður áfram í „aukinni eftirfylgni“ hjá samtökunum.
29. ágúst 2019: FME fékk „hvassa brýningu“ vegna peningaþvættisvarna
Þegar Financial Action Task Force (FATF), alþjóðleg samtök gegn peningaþvætti, felldi áfellisdóm yfir löggjöf og eftirliti Íslendinga með peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka í fyrravor fékk „Fjármálaeftirlitið og ýmsir aðrir hvassa brýningu um að taka til hendinni og verða við úrbótakröfum alþjóðasamfélagsins.“
9. september 2019: Ísland hefur uppfyllt 70 prósent tilmæla FATF að öllu eða mestu leyti
Ísland var enn í eftirfylgni vegna varna sinna gegn peningaþvætti. Miklar úrbætur höfðu orðið síðastliðið ár vegna hótana um að setja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki og varnirnar styrktar.
18. september 2019: Takmarka þarf notkun á reiðufé í spilakössum til að stöðva peningaþvætti
Í aðgerðaráætlun gegn peningaþvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafnlausir spilarar í spilakössum geti ekki sett háar fjárhæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinninga og látið leggja þær inn á sig sem löglega vinninga.
19. september 2019: Seðlabankann skorti þekkingu á hættumerkjum við peningaþvætti
Mikil áhætta á peningaþvætti fylgdi fjármagnshöftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðlabanki Íslands þarf að grípa til margháttaðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt. Meðal annars á að breyta lögum til að afnema þagnarskyldu vegna gjaldeyriseftirlits.
21. september 2019: Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
22. september 2019: Ómögulegt að fá heildstæða mynd af gjaldeyriskaupum útlendings
Sami útlendingurinn getur átt í umtalsverðum viðskiptum með gjaldeyri á Íslandi án þess að slíkt flaggist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaupendur á gjaldeyri eru skráðir undir sömu kennitölunni hjá fjármálastofnunum. Kennitölu „ótilgreinds útlendings“.
28. september 2019: Skortur á áhættuvitund á meðal lögmanna
Fjöldi lögmanna virðist ekki vera meðvitaður um með hvaða hætti þjónusta þeirra getur verið misnotuð til að þvætta peninga. Sú ógn sem stafaði af of litlu eftirliti með starfsemi þeirra var metin mikil.
30. september 2019: Rannsóknir sýna stórfelld skattsvik í 64 Panamamálum
Búið er að vísa 64 málum sem tengjast Panamaskjölunum til héraðssaksóknara til refsimeðferðar. Alls er rannsókn lokið í 96 málum sem tengjast skjölunum og sjö mál er enn í ferli. Undandregnir skattstofnar í þeim málum sem búið er að rannsaka eru 16,4 milljarðar króna. Þorri fjármunanna var falin í skattaskjólum.
17. október 2019: Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
17. október 2019: Leiðari: Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
„Það var hægt að fara á eftir þeim peningum sem komið var undan hérlendis, en það var ákveðið að gera það ekki. Það var hægt að grípa þá þegar þeir flæddu aftur inn í íslenskt efnahagslíf, en það var ákveðið að gera það ekki. Það var hægt að laga augljósar brotalamir víða í íslenska kerfinu, en það var ákveðið að gera það ekki.“
18. október 2019: Ísland á gráa listann vegna peningaþvættis
Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráðist hefur verið í síðastliðið eitt og hálft ár reyndust ekki nægjanlegar.
21. október 2019: Leiðari: Það er ekki ósmekklegt að segja satt
„Til að eyða þessum vafa blasir við að ráðast þarf í opinbera rannsókn á fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Það þarf að gera það á grundvelli laga um rannsóknarnefndir Alþingis og opinbera þá sem fengu að nýta sér leiðina. Leið sem, að mati Seðlabankans sjálfs, gætti ekki jafnræðis, stuðlaði að neikvæðum áhrifum á eignaskiptingu, opnaði mögulega á peningaþvætti, og gerði „óæskilegum auðmönnum“ kleift að flytja hingað fé úr skattaskjólum. Og svo framvegis. Það væri í raun ósmekklegt að gera það ekki.“
24. október 2019: Leiðari: Seðlabankinn sem villtist af leið
„En það sem liggur fyrir er að það veit enginn fyrir víst hvað gerðist, vegna þess að enginn fylgdist almennilega með því og enginn hefur rannsakað það af neinu viti. Rökstuddur grunur er um að þessi leið, sem augljóslega gat nýst til peningaþvættis sökum skilmála og eftirlitsleysis, hafi verið nýtt í þeim tilgangi en engin leið er til að sanna það nema að hún verði að fullu rannsökuð.“
24. október 2019: Höfðu meiri áhuga á að kaupa riffla fyrir sérsveit en að rannsaka efnahagsbrot
Menn sem lærðu allt sem þeir vita um löggæslu með því að horfa á ameríska lögregluþætti hafa skilning á því að sérsveitir þurfa riffla en skilja ekki að það þurfi vitsmunalega þekkingu til að takast á við efnahagsbrot, segir saksóknari.
27. október 2019: Af hverju er Ísland á gráa listanum?
Ísland rataði fyrr í þessum mánuði á svokallaðan gráan lista vegna ónógra varna gegn peningaþvætti. Ráðamenn hafa lýst mikilli vanþóknun á því að Ísland hafi verið sett á listann og ítrekað fullyrt að hér hafi eftirlit að mestu verið með viðunandi móti, auk þess sem brugðist hafi verið við ábendingum. En hvernig má þá vera að framsækna lýðræðisríkið Ísland geti ratað á svona lista, og í þann félagsskap sem þar er að finna, eitt ríkja innan Evrópska efnahagssvæðisins?
31. október 2019: Össur fékk fyrirspurn um veru Íslands á gráa listanum í miðjum viðræðum um fjármögnun
Forstjóri Össurar segir það mjög alvarlegt að Ísland sé á gráum lista samtaka sem hafi eftirlit með peningaþvættisvörnum. Það hafi ekki áhrif á fjármögnun fyrirtækisins sem hann stýrir vegna þess að það fjármagni sig í gegnum erlend dótturfélög.
31. október 2019: Óvissa um hvaða áhrif vera Íslands á gráa listanum mun hafa
Það kann að vera að einhverjir gagnaðilar fyrirtækja á íslandi vilji framkvæma aukna áreiðanleikakönnun vegna þess að Ísland er á gráum lista FATF þó svo að samtökin kalli ekki sérstaklega eftir því.
8. nóvember 2019: Ísland á bannlista á Kýpur vegna peningaþvættisógna
Íslenskir viðskiptavinir banka á Kýpur hafa ekki getað millifært fjármuni af reikningum þar inn á reikninga hérlendis. Vandamál á Íslandi að fjármálafyrirtæki kanni ekki bakgrunn viðskiptavini sína nægilega vel.
8. nóvember 2019: Grunur um að hundruðum milljóna hafi verið skotið undan í máli tengt fjárfestingarleiðinni
Í nánustu framtíð verður tekin ákvörðun um hvort að ráðist verði í refsimeðferð í máli tengt fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands sem skattrannsóknarstjóri hefur rannsakað um nokkurt skeið.
11. nóvember 2019: AGS segir að það þurfi kerfisbreytingar til að koma íslensku „vaxtarvélinni“ í gang
Íslensk stjórnvöld og vinnumarkaður brugðust hratt og rétt við þeim áföllum sem urðu í efnahagslífinu í ár. Til lengri tíma þarf hins vegar að búa til nýjar atvinnustoðir undir íslenska efnahagslífið til að draga úr áhættu og tryggja hagvöxt.
14. nóvember 2019: Farið fram á að rannsóknarnefnd verði skipuð um fjárfestingarleiðina
Þrír stjórnmálaflokkar leggja til að skipuð verði rannsóknarnefnd um fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Hún á að greina hvaðan þeir tugir milljarðar króna sem færðir voru inn í landið í gegnum hana komu og opinbera hverjir fengu að nýta sér leiðina. Þá á nefndin sérstaklega að skoða hvort fjárfestingarleiðin hafi verið notuð til peningaþvættis.
16. nóvember 2019: Rannsókn Alþingis á fjárfestingarleiðinni gæti náð yfir Samherja
Samherji flutti rúmlega tvo milljarða króna í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands. Þeir peningar komu frá félagi samstæðunnar á Kýpur, sem tók við hagnaði af starfsemi Samherja í Namibíu.
5. desember 2019: Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
7. desember 2019: Leiðari: Það hagnast enginn á ógagnsæi nema sá sem hefur eitthvað að fela
„Vonandi ber okkur nú gæfa til að koma öllum þessum málum í lag í eitt skipti fyrir öll. Það hagnast nefnilega enginn á ógagnsæi nema sá sem hefur eitthvað að fela. Reglur samfélagsins eiga ekki að vera sniðnar að hans þörfum, heldur allra hinna.“
9. desember 2019: Birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum ríkisbanka fyrir jól
Fjármálaeftirlitið mun birta niðurstöðu athugana á peningaþvættisvörnum Landsbankans og Íslandsbanka, sem báðir eru í ríkiseigu, og Kviku banka, sem er einkabanki, á næstu tveimur vikum. Áður hefur eftirlitið birt niðurstöðu Arion banka. Í þeirri athugun opinberuðust fjölmargar brotalamir.
12. desember 2019: Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
23. desember 2019: Varnir Kviku gegn peningaþvætti í lagi árið 2017 en í ólagi árið 2019
Fjármálaeftirlitið hefur framkvæmt tvær athuganir á peningaþvættisvörnum Kviku banka frá árinu 2017. Í þeirri fyrri var niðurstaðan að bankinn hefði staðist prófið. Í þeirri nýju féll hann á því.
26. desember 2019: Bankarnir bentu aldrei á neina alvöru viðskiptavini
Á árunum fyrir hrun, þegar framin voru stórfelld efnahagsbrot í bankakerfinu og víðar, var Helgi Magnús Gunnarsson yfir efnahagsbrotadeild landsins. Hann segir að peningaþvættistilkynningar hafi flestar borist frá gjaldkerum vegna pilta í fíkniefnaviðskiptum en að bankarnir hafi aldrei sent ábendingar um stóru viðskiptavinina sem voru að flytja milljarða milli staða. Þá bendir hann á að það ráði enginn utanaðkomandi sérfræðinga til að finna sannleikann um sig, enda ekki rökrétt að leggja sönnunargögn fram gegn sjálfum sér.
3. janúar 2020: Peningaþvættisvarnir stóðust prófið fyrir nokkrum árum en féllu á því í fyrra
Fjármálaeftirlitið framkvæmdi athugun á peningaþvættisvörnum allra viðskiptabanka fyrir nokkrum árum. Niðurstöður voru birtar 2016 og 2017. Þær sögðu að staðan væri í lagi. Í fyrra voru birtar nýjar niðurstöður, eftir nýjar athuganir. Þar komu fram margvíslegar brotalamir, sérstaklega um að upplýsingar um raunverulega eigendur félaga eða fjármuna hafi almennt verið metnar með sjálfstæðum hætti.