Mynd: Úr safni.

Árið þar sem áhyggjur af peningaþvætti flutu upp á yfirborðið á Íslandi

Árið 2019 var árið þegar Íslendingar fóru að hafa verulegar áhyggjur af því að hér gæti mögulega verið stundað umfangsmikið peningaþvætti. Ástæðan var sú að allar hefðbundnar varnir landsins við slíkri óværu voru í ólagi. Í lok árs situr Ísland á gráum lista vegna ónógra varna gegn peningaþvætti, íslenskt stórfyrirtæki liggur undir grun um að hafa stundað slíkt víða um heim og brotalamir voru í vörnum allra íslensku viðskiptabankanna. Kjarninn hefur leitt umfjöllun um málið. Hér er yfirlit yfir þá umfjöllun.

26. októ­ber 2018: Eft­ir­lit Íslend­inga með pen­inga­þvætti fær fall­ein­kunn

Árum saman starf­aði einn maður á pen­inga­þvætt­is­skrif­stofu Íslands. Alþjóð­legur fram­kvæmda­hópur hefur gert marg­hátt­aðar athuga­semdir við eft­ir­lit með pen­inga­þvætti hér­lendis og kraf­ist úrbóta. Lítið sem ekk­ert frum­kvæði var í að rann­saka mögu­legt pen­inga­þvætti á fjár­magns­haft­ar­ár­un­um. Búið er að setja Íslandi úrslita­kosti. Úrbætur þurfa að vera gerðar fyrir mitt næsta ár.

6. jan­úar 2019: Umfjöllun leiddi til aukn­ingar á til­kynn­ingum um pen­inga­þvætti

Alls mót­tók pen­inga­þvætt­is­skrif­stofa hér­aðs­sak­sókn­ara 655 til­kynn­ingar um pen­inga­þvætti á árinu 2016. Á fyrstu átta mán­uðum árs­ins 2018 urðu þær rúm­lega 800 tals­ins.

8. mars 2019: Varn­ar­laus gagn­vart pen­inga­þvætti árum saman

Ísland er í kappi við tím­ann að sýna alþjóð­legum sam­tökum að landið sinni almenni­legu eft­ir­liti gagn­vart pen­inga­þvætti, eftir að hafa fengið fall­ein­kunn í úttekt í fyrra. Vanda­málið er ekki nýtt af nál­inni. Fjár­mála­eft­ir­litið gerði úttektir á íslenskum bönkum árið 2007 þar sem voru gerðar alvar­legar athuga­semdir við fram­kvæmd eft­ir­lits með þvætti. Þeim var ekki fylgt eftir „vegna starfs­manna­skorts og sér­stakra aðstæðna á fjár­mála­mark­að­i.“

31. maí 2019: FME gerði fjöl­margar athuga­semdir við aðgerðir Arion banka gegn pen­inga­þvætti

Athugun FME á aðgerðum Arion banka gegn pen­inga­þvætti leiddi í ljós fjöl­margar brotala­mir að mati eft­ir­lits­ins. Nið­ur­staða athug­un­ar­innar lá fyrir í jan­úar en var ekki birt fyrr en á mið­viku­dag. Arion banki seg­ist hafa brugð­ist við öllum úrbóta­kröf­um.

12. júní 2019: Lög­menn vildu að lög­menn hefðu eft­ir­lit með lög­mönnum

Lög­manna­fé­lag Íslands taldi eðli­legt að eft­ir­lit með því hvort að lög­menn væru að fara eftir nýjum lögum sem tengj­ast pen­inga­þvætt­is­vörnum væri í höndum þess, en ekki Rík­is­skatt­stjóra líkt og frum­varpið gerði ráð fyr­ir.

9. ágúst 2019: FME upp­lýsir ekki um hvort það sé að skoða varnir þriggja banka gegn pen­inga­þvætti

Þrjár athug­anir standa yfir á á vegum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á aðgerðum eft­ir­lits­skyldra aðila gegn pen­inga­þvætti. Eft­ir­litið svarar því ekki hvort verið sé að athuga Lands­bank­ann, Íslands­banka og Kviku, en það hefur þegar opin­berað nið­ur­stöðu sína á athugun á Arion banka. Sú athugun leiddi í ljós fjöl­margar brotala­mir.

27. ágúst 2019: Ísland áfram í auk­inni eft­ir­fylgni vegna pen­inga­þvætt­is­varna

Loka­út­gáfa skýrslu um pen­inga­þvætt­is­varnir Íslands, vegna athug­unar sem alþjóð­leg sam­tök hafa unnið að frá því í fyrra­vor, mun verða birt fyrstu vik­una í sept­em­ber. Á meðal þess sem fram kemur í henni er að Ísland verður áfram í „auk­inni eft­ir­fylgni“ hjá sam­tök­un­um.

29. ágúst 2019: FME fékk „hvassa brýn­ingu“ vegna pen­inga­þvætt­is­varna

Þegar Fin­ancial Act­­ion Task Force (FAT­F), alþjóð­­leg sam­tök gegn pen­inga­þvætti, felldi áfell­is­­dóm yfir lög­­­gjöf og eft­ir­liti Íslend­inga með pen­inga­þvætti og fjár­­­mögnun hryðju­verka í fyrra­vor fékk „Fjár­­­mála­eft­ir­litið og ýmsir aðrir hvassa brýn­ingu um að taka til hend­inni og verða við úrbóta­­kröfum alþjóða­­sam­­fé­lags­ins.“ 

9. sept­em­ber 2019: Ísland hefur upp­fyllt 70 pró­sent til­mæla FATF að öllu eða mestu leyti

Ísland var enn í eft­ir­fylgni vegna varna sinna gegn pen­inga­þvætti. Miklar úrbætur höfðu orðið síð­ast­liðið ár vegna hót­ana um að setja Ísland á lista yfir ósam­vinnu­þýð ríki og varn­irnar styrkt­ar.

18. sept­em­ber 2019: Tak­marka þarf notkun á reiðufé í spila­kössum til að stöðva pen­inga­þvætti

Í aðgerð­ar­á­ætlun gegn pen­inga­þvætti er lagt til að lögum verði breytt þannig að nafn­lausir spil­arar í spila­kössum geti ekki sett háar fjár­hæðir í þá, tekið þær síðan út sem vinn­inga og látið leggja þær inn á sig sem lög­lega vinn­inga.

19. sept­em­ber 2019: Seðla­bank­ann skorti þekk­ingu á hættu­merkjum við pen­inga­þvætti

Mikil áhætta á pen­inga­þvætti fylgdi fjár­magns­höftum á Íslandi og þeim leiðum sem valdar voru til að losa um þau. Seðla­banki Íslands þarf að grípa til marg­hátt­aðra aðgerða til að draga úr þeirri áhættu, nú nokkrum árum eftir að höftum var að mestu aflétt. Meðal ann­ars á að breyta lögum til að afnema þagn­ar­skyldu vegna gjald­eyr­is­eft­ir­lits.

21. sept­em­ber 2019: Þjálfa þarf pen­inga­hund til að berj­ast gegn pen­inga­þvætti

Emb­ætti toll­stjóra skortir bæði þekk­ingu og úrræði til að geta almenni­lega haft eft­ir­lit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráð­ist verði í er að þjálfa pen­inga­hund.

22. sept­em­ber 2019: Ómögu­legt að fá heild­stæða mynd af gjald­eyr­is­kaupum útlend­ings

Sami útlend­ing­ur­inn getur átt í umtals­verðum við­skiptum með gjald­eyri á Íslandi án þess að slíkt flagg­ist. Ástæðan er sú að allir erlendir kaup­endur á gjald­eyri eru skráðir undir sömu kenni­töl­unni hjá fjár­mála­stofn­un­um. Kenni­tölu „ótil­greinds útlend­ings“.

28. sept­em­ber 2019: Skortur á áhættu­vit­und á meðal lög­manna

Fjöldi lög­manna virð­ist ekki vera með­vit­aður um með hvaða hætti þjón­usta þeirra getur verið mis­notuð til að þvætta pen­inga. Sú ógn sem staf­aði af of litlu eft­ir­liti með starf­semi þeirra var metin mik­il.

30. sept­em­ber 2019: Rann­sóknir sýna stór­felld skatt­svik í 64 Pana­ma­málum

Búið er að vísa 64 málum sem tengj­ast Panama­skjöl­unum til hér­aðs­sak­sókn­ara til refsi­með­ferð­ar. Alls er rann­sókn lokið í 96 málum sem tengj­ast skjöl­unum og sjö mál er enn í ferli. Und­an­dregnir skatt­stofnar í þeim málum sem búið er að rann­saka eru 16,4 millj­arðar króna. Þorri fjár­mun­anna var falin í skatta­skjól­um.

17. októ­ber 2019: Segir Banda­ríkin og Bret­land vilja Ísland á lista yfir ósam­vinnu­þýð ríki

Það mun skýr­ast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forð­ast það að lenda á lista með ríkjum með vafa­samt stjórn­ar­far vegna lélegra varna lands­ins gegn pen­inga­þvætti. Nán­ast ekk­ert var í lagi hér­lendis í þeim vörnum ára­tugum sam­an.

17. októ­ber 2019: Leið­ari: Ríkið sem vildi ekki sjá pen­inga­þvættið heima hjá sér

„Það var hægt að fara á eftir þeim pen­ingum sem komið var undan hér­­­lend­is, en það var ákveðið að gera það ekki. Það var hægt að grípa þá þegar þeir flæddu aftur inn í íslenskt efna­hags­líf, en það var ákveðið að gera það ekki. Það var hægt að laga aug­­ljósar brotala­mir víða í íslenska kerf­inu, en það var ákveðið að gera það ekki.“

18. októ­ber 2019: Ísland á gráa list­ann vegna pen­inga­þvættis

Ísland hefur verið sett á gráa lista FATF ásamt Mongólíu og Simbabve. Aðgerðir sem ráð­ist hefur verið í síð­ast­liðið eitt og hálft ár reynd­ust ekki nægj­an­leg­ar.

21. októ­ber 2019: Leið­ari: Það er ekki ósmekk­legt að segja satt

„Til að eyða þessum vafa blasir við að ráð­­ast þarf í opin­bera rann­­sókn á fjár­­­fest­ing­­ar­­leið Seðla­­banka Íslands. Það þarf að gera það á grund­velli laga um rann­­sókn­­ar­­nefndir Alþingis og opin­bera þá sem fengu að nýta sér leið­ina. Leið sem, að mati Seðla­­bank­ans sjálfs, gætti ekki jafn­­­ræð­is, stuð­l­aði að nei­­­kvæðum áhrifum á eigna­­­skipt­ingu, opn­aði mög­u­­­lega á pen­inga­þvætti, og gerði „óæski­­­legum auð­­­mönn­um“ kleift að flytja hingað fé úr skatta­­­skjól­­­um. Og svo fram­­­veg­­­is.  Það væri í raun ósmekk­­legt að gera það ekki.“

24. októ­ber 2019: Leið­ari: Seðla­bank­inn sem villt­ist af leið

„En það sem liggur fyrir er að það veit eng­inn fyrir víst hvað gerð­ist, vegna þess að eng­inn fylgd­ist almenn­i­­lega með því og eng­inn hefur rann­sakað það af neinu viti. Rök­studdur grunur er um að þessi leið, sem aug­­ljós­­lega gat nýst til pen­inga­þvættis sökum skil­­mála og eft­ir­lits­­leys­is, hafi verið nýtt í þeim til­­­gangi en engin leið er til að sanna það nema að hún verði að fullu rann­­sök­uð.“

24. októ­ber 2019: Höfðu meiri áhuga á að kaupa riffla fyrir sér­sveit en að rann­saka efna­hags­brot

Menn sem lærðu allt sem þeir vita um lög­gæslu með því að horfa á amer­íska lög­reglu­þætti hafa skiln­ing á því að sér­sveitir þurfa riffla en skilja ekki að það þurfi vits­muna­lega þekk­ingu til að takast á við efna­hags­brot, segir sak­sókn­ari.

27. októ­ber 2019: Af hverju er Ísland á gráa list­an­um?

Ísland rataði fyrr í þessum mán­uði á svo­kall­aðan gráan lista vegna ónógra varna gegn pen­inga­þvætti. Ráða­menn hafa lýst mik­illi van­þóknun á því að Ísland hafi verið sett á list­ann og ítrekað full­yrt að hér hafi eft­ir­lit að mestu verið með við­un­andi móti, auk þess sem brugð­ist hafi verið við ábend­ing­um. En hvernig má þá vera að fram­sækna lýð­ræð­is­ríkið Ísland geti ratað á svona lista, og í þann félags­skap sem þar er að finna, eitt ríkja innan Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins?

31. októ­ber 2019: Össur fékk fyr­ir­spurn um veru Íslands á gráa list­anum í miðjum við­ræðum um fjár­mögnun

For­stjóri Öss­urar segir það mjög alvar­legt að Ísland sé á gráum lista sam­taka sem hafi eft­ir­lit með pen­inga­þvætt­is­vörn­um. Það hafi ekki áhrif á fjár­mögnun fyr­ir­tæk­is­ins sem hann stýrir vegna þess að það fjár­magni sig í gegnum erlend dótt­ur­fé­lög.

31. októ­ber 2019: Óvissa um hvaða áhrif vera Íslands á gráa list­anum mun hafa

Það kann að vera að ein­hverjir gagn­að­ilar fyr­ir­tækja á íslandi vilji fram­kvæma aukna áreið­an­leika­könnun vegna þess að Ísland er á gráum lista FAT­F þó svo að sam­tökin kalli ekki sér­stak­lega eftir því.

8. nóv­em­ber 2019: Ísland á bann­lista á Kýpur vegna pen­inga­þvætt­is­ógna

Íslenskir við­skipta­vinir banka á Kýpur hafa ekki getað milli­fært fjár­muni af reikn­ingum þar inn á reikn­inga hér­lend­is. Vanda­mál á Íslandi að fjár­mála­fyr­ir­tæki kanni ekki bak­grunn við­skipta­vini sína nægi­lega vel.

8. nóv­em­ber 2019: Grunur um að hund­ruðum millj­óna hafi verið skotið undan í máli tengt fjár­fest­ing­ar­leið­inni

Í nán­ustu fram­tíð verður tekin ákvörðun um hvort að ráð­ist verði í refsi­með­ferð í máli tengt fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands sem skatt­rann­sókn­ar­stjóri hefur rann­sakað um nokk­urt skeið.

11. nóv­em­ber 2019: AGS segir að það þurfi kerf­is­breyt­ingar til að koma íslensku „vaxt­ar­vél­inni“ í gang

Íslensk stjórn­völd og vinnu­mark­aður brugð­ust hratt og rétt við þeim áföllum sem urðu í efna­hags­líf­inu í ár. Til lengri tíma þarf hins vegar að búa til nýjar atvinnu­stoðir undir íslenska efna­hags­lífið til að draga úr áhættu og tryggja hag­vöxt.

14. nóv­em­ber 2019: Farið fram á að rann­sókn­ar­nefnd verði skipuð um fjár­fest­ing­ar­leið­ina

Þrír stjórn­mála­flokkar leggja til að skipuð verði rann­sókn­ar­nefnd um fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands. Hún á að greina hvaðan þeir tugir millj­arðar króna sem færðir voru inn í landið í gegnum hana komu og opin­bera hverjir fengu að nýta sér leið­ina. Þá á nefndin sér­stak­lega að skoða hvort fjár­fest­ing­ar­leiðin hafi verið notuð til pen­inga­þvætt­is.

16. nóv­em­ber 2019: Rann­sókn Alþingis á fjár­fest­ing­ar­leið­inni gæti náð yfir Sam­herja

Sam­herji flutti rúm­lega tvo millj­arða króna í gegnum fjár­fest­ing­ar­leið Seðla­banka Íslands. Þeir pen­ingar komu frá félagi sam­stæð­unnar á Kýp­ur, sem tók við hagn­aði af starf­semi Sam­herja í Namib­íu.

5. des­em­ber 2019: Fá þrjá mán­uði til að upp­lýsa um raun­veru­lega eig­endur

Árum saman hefur það verið látið við­gang­ast á Íslandi að yfir­völd hafa ekki fengið að vita hverjir séu raun­veru­legir eig­endur félaga sem hér stunda atvinnu­starf­semi. Nú stendur til að flýta breyt­ingum á þeirri stöðu.

7. des­em­ber 2019: Leið­ari: Það hagn­ast eng­inn á ógagn­sæi nema sá sem hefur eitt­hvað að fela

„Von­andi ber okkur nú gæfa til að koma öllum þessum málum í lag í eitt skipti fyrir öll. Það hagn­­ast nefn­i­­lega eng­inn á ógagn­­sæi nema sá sem hefur eitt­hvað að fela. Reglur sam­­fé­lags­ins eiga ekki að vera sniðnar að hans þörf­um, heldur allra hinna.“

9. des­em­ber 2019: Birta nið­ur­stöðu athug­ana á pen­inga­þvætt­is­vörnum rík­is­banka fyrir jól

Fjár­mála­eft­ir­litið mun birta nið­ur­stöðu athug­ana á pen­inga­þvætt­is­vörnum Lands­bank­ans og Íslands­banka, sem báðir eru í rík­i­s­eigu, og Kviku banka, sem er einka­banki, á næstu tveimur vik­um. Áður hefur eft­ir­litið birt nið­ur­stöðu Arion banka. Í þeirri athugun opin­ber­uð­ust fjöl­margar brotala­mir.

12. des­em­ber 2019: Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa list­anum

Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raun­veru­lega eig­endur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra pen­inga­þvætt­is­varna.

23. des­em­ber 2019: Varnir Kviku gegn pen­inga­þvætti í lagi árið 2017 en í ólagi árið 2019

Fjár­mála­eft­ir­litið hefur fram­kvæmt tvær athug­anir á pen­inga­þvætt­is­vörnum Kviku banka frá árinu 2017. Í þeirri fyrri var nið­ur­staðan að bank­inn hefði stað­ist próf­ið. Í þeirri nýju féll hann á því.

26. des­em­ber 2019: Bank­arnir bentu aldrei á neina alvöru við­skipta­vini

Á árunum fyrir hrun, þegar framin voru stór­felld efna­hags­brot í banka­kerf­inu og víð­ar, var Helgi Magnús Gunn­ars­son yfir efna­hags­brota­deild lands­ins. Hann segir að pen­inga­þvætt­is­til­kynn­ingar hafi flestar borist frá gjald­kerum vegna pilta í fíkni­efna­við­skiptum en að bank­arnir hafi aldrei sent ábend­ingar um stóru við­skipta­vin­ina sem voru að flytja millj­arða milli staða. Þá bendir hann á að það ráði eng­inn utan­að­kom­andi sér­fræð­inga til að finna sann­leik­ann um sig, enda ekki rök­rétt að leggja sönn­un­ar­gögn fram gegn sjálfum sér.

3. jan­úar 2020: Pen­inga­þvætt­is­varnir stóð­ust prófið fyrir nokkrum árum en féllu á því í fyrra

Fjár­mála­eft­ir­litið fram­kvæmdi athugun á pen­inga­þvætt­is­vörnum allra við­skipta­banka fyrir nokkrum árum. Nið­ur­stöður voru birtar 2016 og 2017. Þær sögðu að staðan væri í lagi. Í fyrra voru birtar nýjar nið­ur­stöð­ur, eftir nýjar athug­an­ir. Þar komu fram marg­vís­legar brotala­mir, sér­stak­lega um að upp­lýs­ingar um raun­veru­lega eig­endur félaga eða fjár­muna hafi almennt verið metnar með sjálf­stæðum hætti.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar