Nýjast í Kjarnanum Fréttaskýringar
Liz Truss hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Bretlands. Aðeins eru um sex vikur síðan hún tók við embætti.
Liz Truss segir af sér sem forsætisráðherra Bretlands
Forsætisráðherra Bretlands hefur sagt af sér embætti eftir aðeins sex vikur í embætti. Enginn forsætisráðherra hefur setið skemur á forsætisráðherrastóli í sögu Bretlands.
20. október 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnhagsráðherra.
Hádegisverður eigi ekki að varpa mikilli rýrð á störf Bankasýslunnar
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að hádegisverðir, eins og starfsmenn Bankasýslunnar þáðu frá fjármálafyrirtækjum í tengslum við störf sín í aðdraganda sölu hluta Íslandsbanka, varpi ekki rýrð á störf hennar.
20. október 2022
„Já, ég get staðfest að þetta er tilviljun“
None
20. október 2022
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherji ekki lengur á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki
Frá 2012 hefur Samherji, eitt stærsta fyrirtæki landsins, og tengd félög verið á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki. Það var gagnrýnt þar sem Samherji er til rannsóknar vegna mútubrota. Skilyrði voru þrengd í ár og Samherji náði ekki inn.
20. október 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Að flytja Litla-Sandfell úr landi myndi auka losun, slíta vegum og fjölga slysum
Stofnanir ríkisins hafa sitt hvað út á áformaða námuvinnslu við Þrengslaveg að setja. Of lítið sé gert úr áhrifum aukinnar þungaumferðar og of mikið úr jákvæðum áhrifum á loftslag.
20. október 2022
Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, sitjandi varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs.
„Hugsum okkur um áður en við notum bílinn sem úlpu“
Þingmenn úr röðum Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og Viðreisnar gerðu almenningssamgöngur að umtalsefni sínu á þingi í dag. Þau sögðu skerðingu á þjónustu strætó vekja upp spurningar og að arðbærni almenningssamgangna væri öllum ljós.
19. október 2022
Fáni Alþýðusambands Íslands í kröfugöngu á verkalýðsdaginn. Sambandið hefur ýmislegt út á fjárlagafrumvarp næsta árs að setja.
Stjórnvöld „skili auðu í að bæta afkomu heimila í aðdraganda kjarasamninga“
Í umsögn ASÍ við fjárlagafrumvarpið segir að þar sé ekki að finna nauðsynlegar umbætur í velferðar eða húsnæðismálum og að þær leiðir sem ætlaðar eru til tekjuöflunar ríkissjóðs auki byrðar launafólks. ASÍ horfir til komugjalds og hækkun auðlindagjalda.
19. október 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra.
Lagt til að styrkjakerfi við einkarekna fjölmiðla verði framlengt um tvö ár
Ef drög að breytingum á fjölmiðlalögum verða samþykkt mun verða tilgreind í þeim að fjölmiðlar séu hornsteinn lýðræðis. Árlegur kostnaður ríkissjóðs af styrkjakerfinu er 400 milljónir króna á ári. Von er á nýju frumvarpi til fimm ára á næsta ári.
19. október 2022
Runólfur Pálsson er forstjóri Landspítalans.
Landspítalinn þarf að skerða þjónustu sína fái hann ekki meira fjármagn á næsta ári
Í umsögn forstjóra Landspítalans um fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp segir að að hann glími við undirliggjandi rekstrarvanda. Ástæða þess að spítalinn hafi verið rekinn innan fjárveitinga séu einskiptis framlög og sú staðreynd að hann sé undirmannaður.
19. október 2022
Vegakerfið á Suðurlandi er nú þegar dapurt segja Samtök ferðaþjónustunnar.
Stöðug umferð vörubíla „algjör andstæða“ við þá upplifun sem ferðamenn sækjast eftir
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna harðlega áform um vikurnám á Mýrdalssandi og þá miklu flutninga sem henni fylgja. Framkvæmdaaðili sé augljóslega ekki kunnugur staðháttum og sterkri stöðu ferðaþjónustu á svæðinu.
19. október 2022
Nýtt verk Töfrateymisins í grennd Lækjarskóla í Hafnarfirði. Hænurnar hafa töluverðar áhyggjur af framtíð sinni að sögn listamannanna.
Hænur í stað óleyfilegs kosningaáróðurs
„Þetta er framhald verks sem var þar áður,“ segja listamennirnir um tvær stórar hænur sem halda uppi merkjum nýrrar stjórnarskrár við undirgöng í nágrenni Lækjarskóla í Hafnarfirði. Málað var yfir veggverk á sama stað í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga.
19. október 2022
Greiðslubyrði þeirra sem keyptu húsnæði með óverðtryggðu láni á breytilegum vöxtum á meðan vextir voru í sögulegu lágmarki hefur hækkað gríðarlega.
Íbúðalánavextir hafa ekki verið hærri í tólf ár – Greiðslubyrði upp um 65 prósent frá 2021
Samanlagt borga þeir lántakar sem eru með óverðtryggð lán á breytilegum vöxtum 1,6 milljörðum krónum meira í vaxtakostnað á mánuði nú en þeir gerðu fyrir einu og hálfu ári síðan. Verðtryggð lán eru að sækja í sig veðrið. Markaðurinn er þó að kólna.
19. október 2022
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar.
Segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki sjálfbært fyrir þjóðina
Þingmaður Viðreisnar líkir formanni Framsóknarflokksins við örmagna foreldri sem þarf sífellt að þola rifrildi barnanna sem sitja á vinstri og hægri hönd við matarborðið. Umræðan um útlendingamál sýni að ríkisstjórnarsamstarfið er ekki sjálfbært.
18. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um föl, fagurbrún og fordóma
18. október 2022
Einar Þorsteinsson úr Framsóknarflokki er formaður borgarráðs. Hann verður svo borgarstjóri síðar á þessu kjörtímabili.
„Fullkomið ábyrgðarleysi“ af ríkinu að fylla ekki upp í fjármögnunargat sveitarfélaga
Meirihlutinn í Reykjavík, sem inniheldur meðal annars einn þeirra flokka sem stýra ríkisskútunni, hefur bætt við þegar harðorða umsögn sína um fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Þar segir að vanfjármögnun ríkisins á verkefnum sveitarfélaga sé sláandi.
18. október 2022
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um tíma­bind­ingu veiði­heim­ilda til 20 ára.
Viðskiptaráð segir að íslenska þjóðin geti ekki átt fiskveiðiheimildir
Að mati Viðskiptaráðs teljast aflaheimildir, sem ráðstafað hefur verið til útgerða án endurgjalds, til eignaréttinda. Það telur skilyrði fyrir þjóðnýtingu þeirra, með vísan til almannahagsmuna, vera umdeilanlega.
18. október 2022
Næturstrætó er hættur akstri
Næturstrætó ók sína síðustu ferð, í bili, um helgina. Næturstrætó var á meðal kosningaloforða hjá Framsókn og Pírötum fyrir kosningarnar síðasta vor.
18. október 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Vill hækka þakið á erlendum eignum lífeyrissjóða í 65 prósent í skrefum til 2036
Fjármála- og efnahagsráðherra hefur birt frumvarp á vef Alþingis þar sem lífeyrissjóðum verður heimilt að auka eignir sínar erlendis upp í 65 prósent af heildareignum fyrir árið 2036. Sambærilegt frumvarp var lagt fram í vor en ekki afgreitt.
18. október 2022
Gunilla Bergström skrifaði hinar geysivinsælu bækur um Einar Áskel.
Þekkt en þó óþekkt
Flestir kannast við Einar Áskel, burstaklippta strákinn sem býr með pabba sínum. Færri þekkja hinsvegar nafn höfundarins sem skrifaði sögurnar og teiknaði myndirnar. Gunilla Bergström er látin.
18. október 2022
Indriði H. Þorláksson
Fiskveiðiauðlindin og þjóðin
18. október 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Þekkt en þó óþekkt
18. október 2022
Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Hugmynd innviðaráðherra um hækkun útsvars hefur ekki farið í gegnum ríkisstjórn
Forsætisráðherra segir endanlega útfærslu á tillögu innviðaráðherra um hækkun útsvars en lækkun tekjuskatts ekki liggja fyrir. Formaður Samfylkingar spyr hvort ekki sé kominn tími til að látlausum yfirlýsingum frá ráðherrum Framsóknarflokksins linni?
17. október 2022
Fá lengri frest til að skila umsögn um bankaskýrslu
Að beiðni Bankasýslu ríkisins hefur Ríkisendurskoðun veitt umsagnaraðilum framlengdan frest til 25. október til að skila umsögn um drög að skýrslu embættisins um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
17. október 2022
Þjóðkirkjan er að uppistöðu fjármögnuð úr ríkissjóði. Hér sjást Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, við þingsetningu í haust.
Að minnsta kosti 30 kirkjusöfnuðir tæknilega gjaldþrota vegna skertra sóknargjalda
Þjóðkirkjan segir að einungis liðlega helmingi sóknargjalda sé skilað til safnaða miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Skerðing hafi hafist 2009 og sé viðvarandi. Að óbreyttu kostar útgreiðsla sóknargjalda ríkissjóð um þrjá milljarða á næsta ári.
17. október 2022
Börn í Bucha í Úkraínu á fyrsta degi skólaársins nú í september.
Barnafátækt stóraukist vegna innrásar Rússa
Efnahagslegar afleiðingar innrásar Rússa í Úkraínu hafa bitnað mest á börnum, ekki aðeins í Rússlandi og Úkraínu heldur í nágrannaríkjum bæði í Asíu og Evrópu.
17. október 2022
Nýr forstjóri Menntamálastofnunar ráðinn og tilkynnt um að stofnunin verði lögð niður
Þórdís Jóna Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastýra Hjallastefnunnar, hefur verið ráðin forstjóri Menntamálastofnunar. Til stendur að leggja stofnunina niður og stofna aðra. Þórdís mun stýra nýju stofnuninni.
17. október 2022
Lífeyrissjóðir senda út upplýsingar á pappír fyrir 200 milljónir króna á ári
Í nýframlögðu frumvarpi er lagt til að lífeyrissjóðum verði gert heimilt að birta sjóðsfélögum sínum upplýsingar með rafrænum hætti. Sérstaklega þarf að óska eftir því að fá þær á pappír. Ef enginn velur það sparast um 200 milljónir króna á ári.
17. október 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Völuspá og himinhvolfið
17. október 2022
Katrín Baldursdóttir
„Ég vaknaði í morgun sem frjáls maður“
17. október 2022
Birkenstock-klossar af tegundinni Boston eru nær ófáanlegir sökum vinsælda á TikTok.
Hvernig 50 ára gamlir þýskir klossar urðu það allra eftirsóttasta
Klossar frá þýska skóframleiðandanum Birkenstock af tegundinni „Boston“ hafa verið á markaðnum frá því á 8. áratugnum en hafa aldrei notið jafn mikilla vinsælda og nú og eru nær ófáanlegir. Af hverju? Svarið er einfalt: TikTok.
16. október 2022
Guðmundur Árni Stefánsson.
Guðmundur Árni býður sig fram til varaformanns en Heiða hættir við framboð
Fyrrverandi varaformaður Alþýðuflokksins og ráðherra vill verða næsti varaformaður Samfylkingarinnar. Núverandi varaformaður hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér.
16. október 2022
Vill gefa út valdeflandi feminískt verk á fagurblárri kassettu
Platan Lipstick On með Fríðu Dís Guðmundsdóttur kom nýverið út. Hún safnar nú fyrir útgafú hennar á vínyl og kasettu á Karolina Fund.
16. október 2022
Heildarendurskoðun á lagaumhverfi sjókvíaeldis og annars eldis stendur yfir.
Svandís rakti breytingar á gjaldtöku á laxeldi í Noregi og Færeyjum fyrir ríkisstjórn
Stóru laxeldisfyrirtækin þurfa að mati stjórnvalda í Noregi að koma með meira framlag við að nýta sameiginleg hafsvæði norsku þjóðarinnar. Matvælaráðherra kynnti stöðu á endurskoðun lagaumhverfisins hér í samanburði við nágrannalönd.
16. október 2022
Horft yfir hið áformaða efnistökusvæði í átt að Hafursey.
Segja námufyrirtækið hafa hótað gjaldtöku og sýnt hroka
Fyrirtækið EPPM sem vill vinna vikur í stórum stíl á Mýrdalssandi segist vilja vinna að verkefninu í sátt og samlyndi við heimamenn. Ferðaþjónustufyrirtæki segja viðmótið allt annars eðlis og einkennast af hroka og rógburði.
16. október 2022
Afglæpavæðing: Fyrir valdhafa eða fólkið?
Íslenskt samfélag á langt í land þegar kemur að notendasamráði að mati Kristjáns Ernis Björgvinssonar, sem situr í starfshópi um afglæpavæðingu neysluskammta. Óvíst er hvort hópnum takist ætlunarverk sitt, ekki síst vegna tregðu lögreglunnar.
16. október 2022
Óveðursskýin hafa hrannast upp í kringum Søren Pape Poulsen.
Slær í bakseglin
Eftir tvær vikur ganga Danir til kosninga. Íhaldsflokknum hafði verið spáð góðu gengi en á allra síðustu dögum hefur slegið í bakseglin. Vinsældir formannsins Søren Pape Poulsen hafa dvínað mjög, af ýmsum ástæðum.
16. október 2022
Störfum í byggingaiðnaði hefur fjölgað mikið undanfarin misseri.
Atvinnuleysi ekki minna síðan í desember 2018 en langtímaatvinnulausir eru mun fleiri
Þótt atvinnuleysi sé hverfandi á Íslandi í dag þá eru mun fleiri langtímaatvinnulausir nú en fyrir kórónuveirufaraldur. Atvinnuleysi erlendra ríkisborgara fer minnkandi þótt erlendir séu nú hlutfallslega stærri hluti af atvinnulausum en í sumar.
15. október 2022
Soffía rekur tengingar Klúbbsins og spíra við Keflavíkurrannsóknina frá þriðja degi eftir að Geirfinnur hvarf og fram í febrúar 1975.
Klúbbmálið frá Keflavík
15. október 2022
Það er sannarlega ekki ókeypis að fylla bílinn af bensíni um þessar mundir.
Bensínlítrinn farinn að hækka aftur og hlutur olíufélaganna heldur áfram að aukast
Þrátt fyrir að líklegt innkaupaverð olíufélaga á bensíni hafi lækkað um tæpan þriðjung síðan í júní hefur viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi einungis lækkað um sex prósent. Það hefur hækkað um fimm krónur síðastliðinn mánuð.
15. október 2022
Um það bil svona mun nýr göngu og hjólastígur við rætur Öskjuhlíðarinnar tengjast inn að hverfinu við Hlíðarenda, en til stendur að byggja húsnæði ofan á núverandi legu stígsins.
Björgunarsveit missir bílastæði undir hjólastíg
Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík mun á næstunni missa aðgang að bílastæðum við höfuðstöðvar sínar, en vegna uppbyggingar húsnæðis við rætur Öskjuhlíðar þarf að færa göngu og hjólastíg á svæðið sem nýtt hefur verið sem bílastæði.
15. október 2022
Helgi Magnússon er aðaleigandi og stjórnarformaður Torgs, útgáfufélags Fréttablaðsins.
Tap af reglulegri starfsemi útgáfufélags Fréttablaðsins var 326 milljónir í fyrra
Alls hefur regluleg starfsemi Torgs, sem gefur út Fréttablaðið og heldur úti ýmsum öðrum miðlum, skilað um 1,3 milljarða króna tapi á þremur árum. Viðskiptavild samsteypunnar skrapp saman um rúmlega hálfan milljarð króna á árinu 2021.
15. október 2022
Þórarinn Eyfjörð
Hvernig eyðileggja skal samfélag
15. október 2022
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Allir stóru bankarnir búnir að hækka óverðtryggðu vextina
Alls eru 28 prósent húsnæðislána óverðtryggð á breytilegum vöxtum. Sam­an­lögð upp­hæð þeirra eru á sjö­unda hund­rað millj­arða króna. Greiðslubyrði slíkra lána hefur þegar hækkað veru­lega undanfarið, jafnvel yfir hundrað þúsund krónur á mánuði.
14. október 2022
Vík í Mýrdal.
Ályktanir um áhrif vikurnáms á Mýrdalssandi lýsa „miklu skilningsleysi“
Ef fara á í vikurnám á Mýrdalssandi ætti að flytja efnið stystu leið og í skip sunnan við námusvæðið en ekki til Þorlákshafnar, að mati sveitarstjórnar Mýrdalshrepps sem lýsir sig reiðubúna til viðræðna um hafnargerð.
14. október 2022
Suleiman Al Masri hefur dvalið á Íslandi í um tvö ár. Héraðsdómur hefur komist að þeirri niðurstöðu að stjórnvöldum var óheimilt að synja honum um endurupptöku máls á grunsvelli þess að hafa sjálfur tafið málið.
Óheimilt að synja hælisleitanda um endurupptöku vegna ásakana um tafir
Stjórnvöldum var óheimilt að synja palestínskum hælisleitanda um endurupptöku máls á grundvelli þess að hafa sjálfur tafið málið. Lögmaður segir stjórnvöld verða að bregðast við og koma í veg fyrir mestu fjöldabrottvísanir Íslandssögunnar.
14. október 2022
Telja „órökréttar og illa undirbúnar“ aðgerðir boðaðar til að bjarga fjármálum ríkisins
Bílgreinasambandið og SVÞ eru hvassyrt í garð stjórnvalda í umsögn sinni um fjárlagafrumvarpið og telja nýjar álögur á rafbíla, sem skilja eiga 4,9 milljörðum í ríkissjóð, til þess fallnar að veikja efnahagslega hvata til orkuskipta.
14. október 2022
Friðrik Jónsson er formaður BHM.
Raunvirði ráðstöfunartekna efstu tíundarinnar jókst þrefalt á við aðra í fyrra
BHM segir að kjaragliðnun hafi átt sér stað milli launafólks og fjármagnseigenda síðastliðinn áratug. Sú gliðnun jókst til muna í fyrra. Kaupmáttur fjármagnstekna jókst um 85 prósent á tíu árum á meðan að kaupmáttur atvinnutekna jókst um 31 prósent.
14. október 2022
Þuríður Harpa Sigurðardóttir er formaður ÖBÍ og er skrifuð, ásamt öðrum starfsmanni, fyrir umsögninni.
Hluti öryrkja greiðir yfir 75 prósent ráðstöfunartekna sinna í húsnæðiskostnað
ÖBÍ segir að þær forsendur sem lántakar sem tóku óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum á undanförnum árum, á meðan að stjórnvöld töluðu um að lávaxtarskeið væri hafið, séu „algjörlega brostnar og eru mörg heimili með alltof háa greiðslubyrði.“
14. október 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Ræddi um að útsvar verði hækkað um 0,26 prósentustig en tekjuskattur verði lækkaður
Sveitarfélögin telja að það vanti tólf til þrettán milljarða króna á ári til að tekjur vegna málefna fatlaðs fólks standi undir kostnaði. Innviðaráðherra segir vandann það stóran að tilefni gæti verið til að mæta honum með ráðstöfunum til bráðabirgða.
13. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sérstaða kínverskunnar
13. október 2022