38 færslur fundust merktar „árið2017“

Framlag Kjarnans á árinu 2017
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2017.
24. ágúst 2018
Tæknispá ársins 2018
Gervigreind, rafmyntir, persónuvernd, eignarhald á gögnum og fallvaltir bankar. Já og svo auðvitað geimferðir. Þetta verða aðalatriðin í tæknigeiranum á komandi ári samkvæmt árlegri tæknispá Hjálmars Gíslasonar.
4. janúar 2018
Þetta gerðist á árinu 2017: Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur mynduð
Á árinu 2017 sátu þrír forsætisráðherrar. Í lok ársins mynduðu þeir saman ríkisstjórn eftir enn einar kosningarnar. Átta flokkar náðu inn á þing. Konum fækkaði og miðaldra körlum fjölgaði.
1. janúar 2018
Þetta gerðist á árinu 2017: Uppreist æru og leyndarhyggja sprengdi ríkisstjórn
Það hefði engum dottið í hug að barátta þolenda kynferðisbrotamanna og aðstandenda þeirra fyrir því að fá að vita af hverju það væri verið að veita kvölurum þeirra uppreist æru og starfsréttindi myndi sprengja ríkisstjórn á árinu 2017.
1. janúar 2018
Fjármálamarkaðir í miðju breytingaskeiði
Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja, segir að fjármálafyrirtæki hér á landi byggi á traustum grunni. Nú standi yfir breytingarbylur í fjármálaþjónustu og taka þurfi stöðuna í sameiningu um hvernig eigi að bregðast við.
1. janúar 2018
Það sem gerðist árið 2017: Höft losuð á Íslandi
Eftir að hafa þurft að fara með flugmiða í bankann til að kaupa gjaldeyri fyrir sólarlandafríið í rúm átta ár voru fjármagnshöft loks losuð að mestu á almenning, lífeyrissjóði og fyrirtæki. Verr gekk þó að losa um aflandskrónuvandann.
1. janúar 2018
Þetta gerðist árið 2017: Byltingu var hrundið af stað undir nafni myllumerkisins #metoo
Mikil vakning varð á Íslandi og í heimsbyggðinni allri varðandi kerfisbundið áreiti, ofbeldi og mismunun sem konur verða fyrir í störfum sínum. Þúsundir kvenna hér á landi hafa skrifað undir áskorun þar sem þær krefjast þess að hlustað sé á þær.
31. desember 2017
#Metoo-konur manneskja ársins á Rás 2
Valin hefur verið manneskja ársins á Rás 2 en hlustendur kusu #metoo-konur í þetta sinn.
31. desember 2017
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Sameinuð í sigrum og sorg
31. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Áframhaldandi neyðarástand á húsnæðismarkaði
Þrátt fyrir fordæmalaust efnahagslegt góðæri glímir stór hópur Íslendinga við þá stöðu að geta ekki komið viðunandi þaki yfir höfuð sér. Fólk býr á tjaldsvæðum, hjá vinum eða ættingjum eða er nauðugt þátttakendur á leigumarkaði.
31. desember 2017
Samkeppnishæfni til framtíðar
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að mikilvæg samstarfsverkefni stjórnvalda og ferðaþjónustunnar hafi liðið fyrir pólitíska óvissu á árinu. Verkefnum hafi miðað hægt og önnur ekki komist á dagskrá.
31. desember 2017
Björgvin Ingi Ólafsson
Kunnuglegar bólubjöllur Bitcoin
31. desember 2017
Vinsælustu hlaðvörp ársins á Kjarnanum
Hvað eiga hræðsla við smurstöðvar, Helgi Seljan, snapparinn Gæi á Tenerife, Erpur Eyvindarson og afnám hafta sameiginlegt? Allt voru þetta viðfangsefni þeirra hlaðvarpsþátta Kjarnans sem fengu mesta hlustun á árinu 2017.
30. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Ísland tryggði sér þátttökurétt á HM (staðfest)
Íslenska karlalandsliðið er komið á lokamót HM í Rússlandi eftir sigur á liði Kósóvó í Laugardalnum í október. Lið sem hefur þegar skráð sig á spjöld knattspyrnusögunnar bætti enn við þann kafla. Með gylltu letri.
30. desember 2017
Vaknið!
Ragnar Þór Ingólfsson. formaður VR, kallar eftir nýrri hugsun innan verkalýðshreyfingarinnar. Hann segir að félagsmenn stéttarfélaga þurfi að vakna.
30. desember 2017
Stóru málin
Stóru málin
Ár lyginnar og vondir kossabrandarar
30. desember 2017
Hin harða pólitík í „stærsta sigri“ Trumps
Bandaríkjaforseti sagðist hafa fært Bandaríkjamönnum jólagjöfina í ár með skattkerfisbreytingunum. Pólitísk áhrif þeirra gætu orðið óvænt í hugum margra, þar sem mörg Demókrataríki munu njóta góðs af þeim. Eitt er víst; ójöfnuður mun aukast.
29. desember 2017
Það sem gerðist árið 2017: Staðfest að Wintris greiddi ekki skatta í samræmi við lög
Í úrskurði yfirskattanefndar var staðfest að aflandsfélag fyrrverandi forsætisráðherra greiddi ekki skatta í samræmi við lög og reglur á Íslandi. Þar var einnig staðfest að óskað var eftir því að skattframtöl Wintris yrðu leiðrétt mörg ár aftur í tímann.
29. desember 2017
Dekurdrengurinn og vonarstjarnan
Jón Kalman Stefánsson rithöfundur skrifar um íslensk stjórnmál, Bjarna Benediktsson og Katrínu Jakobsdóttur. Hann veltir því fyrir sér hvort að siðbótin sé langhlaup eða hvort varðmenn gamla Íslands muni alltaf vakna, vopnast og koma í veg fyrir hana.
29. desember 2017
Hallgrímur Óskarsson og Rut Einarsdóttir
2017: Árið sem hafnaði leyndarhyggju
29. desember 2017
Mest lesnu fréttaskýringar ársins 2017
Hvað eiga stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar, Júlíus Vífill Ingvarsson, Bakkavararbræður, aflandseignir Íslendinga og Wintris Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sameiginlegt? Allt voru þetta viðfangsefni mest lesnu fréttaskýringa ársins á Kjarnanum.
28. desember 2017
Ólafur Ísleifsson
Hugsa þarf vel um þá sem höllum fæti standa
28. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Ráðherra brýtur lög við skipun dómara
Á lokametrum vorþings áttu sér stað átök um skipun 15 nýrra dómara við Landsrétt. Dómsmálaráðherra hafði þá vikið frá hæfnismati dómnefndar og tilnefnt fjóra dómara sem nefndin hafði ekki talið hæfasta, en fjarlægt aðra fjóra af listanum.
28. desember 2017
Hismið
Hismið
Áramótabomban: Má djúsa upp gamlan trúlofunarhring?
28. desember 2017
Áræðni, ný hugsun og djörf framtíðarsýn
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar um helstu verkefnin framundan.
28. desember 2017
Mest lesnu aðsendu greinar ársins 2017
Hvað á tannlæknaþjónusta hælisleitenda, ömurlegt heimilisofbeldi og kerfi sem bregst þolendum, #metoo og húsnæðiskerfi sem er ekki rekið með hagnaðarsjónarmiði sameiginlegt? Þau eru viðfangsefni þeirra aðsendu greina sem mest voru lesnar á Kjarnanum í ár.
27. desember 2017
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Annus cooperationis
27. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Stærsta bankarán Íslandssögunnar upplýst
Einkavæðing ríkisbankanna markaði upphafið af því ástandi sem leiddi af sér bankahrunið 2008. Í mars 2017 var birt skýrsla um aðkomu þýsks banka að kaupunum á Búnaðarbanka þar sem sýnt var fram á að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar voru blekkt.
27. desember 2017
Nú árið er liðið í sjávarútvegi
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, gerir upp árið og horfir fram á það sem framundan er.
27. desember 2017
Mest lesnu Kjaftæði ársins 2017
Hvað eiga menn sem reyna að byrla nauðgunarlyfi, aðstoðarmaður fráfarandi ráðherra, kynbundinn launamunur, Gísli Gíslason í geimflaug með Richard Branson og þeir sem skilja ekki #metoo sameiginlegt? Allt eru þetta viðfangsefni mest lesnu Kjaftæða ársins.
26. desember 2017
Heiða Björg Hilmisdóttir
Jafnréttisárið mikla
26. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar sem sat í átta mánuði
Í janúar 2017 var mynduð ríkisstjórn sem fáir vildu, en enn færri studdu. Hún rataði í hvert erfiðleikamálið á fætur öðru og á stundum virtist andstaða innan úr henni vera sterkari en sú sem minnihlutinn veitti.
26. desember 2017
Lýst er eftir metnaði
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, skrifar um árið sem er að líða og það sem er framundan. Hún lýsir eftir pólitískum metnaði ríkisstjórnar og Alþingis á sviði háskólamenntunar og atvinnumála.
26. desember 2017
Mest lesnu leiðarar ársins 2017 á Kjarnanum
Hvað eiga aflandsfélagaeignir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Ásmundur Friðriksson, bandarískir vogunarsjóðir og þýskur einkabanki sem þóttist kaupa Búnaðarbankann sameiginlegt? Öll voru viðfangsefni mest lesnu leiðara ársins.
25. desember 2017
Hanna Katrín Friðriksson
Daginn eftir byltinguna
25. desember 2017
Þetta gerðist árið 2017: Tvær skýrslur undir stól
Í janúar voru tvær skýrslur sem áttu erindi við almenning dregnar undan stóli í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Báðar fjölluðu þær um mál sem voru á meðal stærstu mála síðustu ára, aflandseignir Íslendinga og skiptingu Leiðréttingarinnar.
25. desember 2017
Stóru málin leysa sig ekki sjálf
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar um þær áskoranir og tækifæri sem framundan eru í íslensku efnahagslífi.
25. desember 2017
Jólakveðja frá Kjarnanum
Kjarninn verður 5 ára á næsta ári, og óskar lesendum, hlustendum og áhorfendum gleðilegrar jólahátíðar.
24. desember 2017