44 færslur fundust merktar „bræðraborgarstígur“

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
23. október 2021
Horft frá bakgarði til vesturs.
Byggingin „lík virki“ og skýringarmyndir „fráhrindandi“
Skipulagsfulltrúi fellst ekki á að færa og snúa gömlu húsi á Bræðraborgarstíg, segir gólfsíða glugga áformaðrar nýbyggingar „einhæfa“, „stóreflis“ kvisti eins og húshlið að ryðjast upp á þak og framkomnar skýringarmyndir „fráhrindandi og kaldar“.
14. október 2021
Byggt verði af virðingu við fórnarlömb brunans og húsin í kring
Íbúar í Vesturbæ skora á borgaryfirvöld að eignast lóðina við Bræðraborgarstíg 1 og 3. Þeir segja reitinn ekki bera áformað byggingarmagn og vilja að þar verði reistur minnisvarði um fórnarlömb eldsvoðans og byggt í takti við timburhúsin í nágrenninu.
9. október 2021
Tibor starfar á Kaffibrennslunni á Laugavegi í Reykjavík.
„Ég get ekki grátið fyrir innan afgreiðsluborðið“
„Ég upplifi þessar bætur sem áverka ofan á áfallið sem við, þau sem lifðum af, vorum þegar að ganga í gegnum,“ segir Vasile Tibor Andor sem lifði eldsvoðann á Bræðraborgarstíg af. „Flest okkar misstu allt sem við eigum og heilsu okkar, von og framtíð.“
19. júní 2021
Bæturnar aðeins „dropi í hafi“ miðað við tjónið
Réttargæslumaður þeirra sem lentu í brunanum á Bræðraborgarstíg síðasta sumar metur nú stöðuna með umbjóðendum sínum en miskabætur voru mun lægri í dómi héraðsdóms en óskað var eftir.
11. júní 2021
Ríkissaksóknari ætlar ekki áfrýja dómi í Bræðraborgarstígsmálinu
Marek Moszczynski var metinn ósakhæfur og sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins í síðustu viku. Nú liggur fyrir ákvörðun ríkissaksóknara um áfrýjun.
10. júní 2021
Marek metinn ósakhæfur og sýknaður af refsikröfu ákæruvaldsins
Dómur liggur fyrir í einu stærsta manndrápsmáli sem komið hefur fyrir íslenska dómstóla þar sem tvær konur og einn karlmaður létust í eldsvoðanum á Bræðraborgarstíg 1 síðastliðið sumar.
3. júní 2021
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari í dómsal í dag.
„Hér er ekki um leikaraskap, slysni eða eitthvað grín að ræða“
Það er mat ákæruvaldsins að Marek sé ekki að segja nákvæmlega allt sem hann muni frá deginum sem bruninn á Bræðraborgarstíg varð. Verjandi fer fram á að ef hann verði fundinn sekur og ósakhæfur verði hann ekki dæmdur til öryggisgæslu.
5. maí 2021
Marek segist ekki hafa tekið geðlyfin í hálft ár
Það er engin spurning um það „að ef sök sannast að hann var algjörlega ófær um að stjórna gerðum sínum,“ sagði einn þriggja geðlækna sem bar vitni í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg í dag.
28. apríl 2021
„Íslenska parið“ og yfirlýsingar Mareks um Moskvuferð
Hver lögreglumaðurinn á fætur öðrum sagði í dag frá hrikalegri aðkomunni að brunanum á Bræðraborgarstíg. Hvernig ringulreið ríkti og að ofan á allt saman hafi par farið inn í logandi húsið. Parið, sem verjandi Mareks hefur beint sjónum að bar vitni í dag.
27. apríl 2021
„Ég man allt saman. Þó að ég hafi verið veikur“
Tveimur tímum fyrir brunann á Bræðraborgarstíg kom Marek Moszczynski „trítilóður“ og „ör“ til vinnuveitanda síns sem hafði aldrei áður séð hann í því ástandi. Hann hafi einmitt ávallt verið vinnusamur og áreiðanlegur rólyndismaður,
26. apríl 2021
Eitt stærsta manndrápsmál sögunnar loks fyrir dóm
Fyrir 305 dögum var eldur kveiktur í 115 ára gömlu timburhúsi í hjarta Reykjavíkur með þeim afleiðingum að þrír ungir íbúar þess létust. Í dag, mánudag, hefjast réttarhöld yfir manninum sem grunaður er um íkveikjuna.
25. apríl 2021
Kjarninn vann Blaðamannaverðlaunin fyrir umfjöllun um brunann á Bræðraborgarstíg
Ritstjórn Kjarnans vann Blaðamannaverðlaun ársins 2020 fyrir umfjöllun sína um brunann á Bræðraborgarstíg og margháttaðar afleiðingar hans. Hér er hægt að lesa umfjöllunina.
26. mars 2021
Bruninn á Bræðraborgarstíg: Græðgin æðri mennskunni og reisn allra
Ritstjórn Kjarnans hefur verið tilnefnd til Blaðamannaverðlauna ársins 2020 fyrir umfjöllun sína um brunann á Bræðraborgarstíg og margháttaðar afleiðingar hans. Hér er hægt að lesa umfjöllunina.
20. mars 2021
Umfjöllun Kjarnans fór í loftið þann 15. nóvember síðastliðinn, en um var að ræða greinaflokk sem fjallaði um eldsvoða sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið, þann mannskæðasta sem orðið hefur í höfuðborginni.
Kjarninn tilnefndur til verðlauna fyrir umfjöllun um Bræðraborgarstígsbrunann
Umfjöllun Sunnu Óskar Logadóttur og annarra blaðamanna Kjarnans um brunann á Bræðraborgarstíg er tilnefnd til Blaðamannaverðlauna BÍ í flokknum umfjöllun ársins. Verðlaunin verða afhent í næstu viku.
19. mars 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
20. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
16. janúar 2021
Beið í yfir þrettán mínútur eftir björgun úr eldhafinu
Miklar annir í sjúkraflutningum hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins urðu til þess að tæpar 12 mínútur liðu frá því að tilkynning um eldsvoða á Bræðraborgarstíg barst og þar til vettvangurinn var fullmannaður með 5 slökkviliðsmönnum og tveimur dælubílum.
22. desember 2020
Karlmaður hangir út um glugga á rishæðinni. Hann stökk út þar sem reykur hafði fyllt herbergi hans.
Einn reykskynjari en án rafhlöðu fannst í rústum hússins
Við rannsókn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á brunarústunum að Bræðraborgarstíg fannst einn reykskynjari. Engin björgunarop voru á rishæð líkt og áttu að vera samkvæmt teikningu. „Björgunarop hefðu mögulega getað bjargað mannslífum í þessu tilfelli.“
20. desember 2020
Húsið að Bræðraborgarstíg 1 var „óbyggilegt“
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun kemst að þeirri niðurstöðu að út frá brunatæknilegu sjónarhorni hafi húsið að Bræðraborgarstíg 1, þar sem þrjár manneskjur fórust í eldsvoða í sumar, verið óbyggilegt.
18. desember 2020
Garðurinn bakvið Bræðraborgarstíg 1 og 3 er risa stór.
Eldri femínistar vilja búa á Bræðraborgarstíg 1
Femínistar sextíu ára og eldri gætu eftir um þrjú ár fyllt „nornahús“ sem áhugi er á að reisa á horni Bræðraborgarstígs og Vesturgötu. Hornhúsið, sem í áratugi var samkomustaður í hverfinu, brann í miklum eldsvoða í sumar.
12. desember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Hefði verið gott að „átta sig fyrr á því að þessi bruni væri öðruvísi en aðrir“
Dagur B. Eggertsson segir að borgaryfirvöld verði að taka til sín þá gagnrýni sem eftirlifendur brunans á Bræðraborgarstíg hafa sett fram á þann stuðning og aðstoð sem þeir fengu.
1. desember 2020
Húsarústirnar standa enn.
Dómstjóri synjar beiðni um lokað þinghald í manndrápsmálinu á Bræðraborgarstíg
Dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur hefur synjað beiðni um lokað þinghald í máli mannsins sem er ákærður fyrir brennu og manndráp á Bræðraborgarstíg 1 í sumar. Þrír fórust í eldsvoðanum og tveir slösuðust alvarlega.
30. nóvember 2020
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Eftirlitsaðilar fái heimildir til að skoða leiguhúsnæði
„Það sem maður situr svolítið eftir með í kjölfar brunans á Bræðraborgarstíg er að þar sem um íbúðarhúsnæði var að ræða er ábyrgðin [á eldvörnum] samkvæmt lögum og reglugerðum fyrst og fremst eigandans,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
29. nóvember 2020
Borgarstjóri: Getum ekki beðið – breyta verður lögum og tryggja öryggi leigjenda
„Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg hafði mjög mikil áhrif á mig persónulega og ég fann fyrir mikilli frústrasjón og sorg,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og stjórnarformaður slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. „Hvernig getur svona gerst?“
27. nóvember 2020
Uwięzieni w płomieniach
Co wydarzyło się na miejscu pożaru przy Bræðraborgarstígur i jak potoczyły się losy tych, którzy go przeżyli? Poniżej znajduje się podsumowanie obszernej serii artykułów na temat tej tragedii opublikowanych przez Kjarninn.
23. nóvember 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Afhjúpun á andstæðum
22. nóvember 2020
Innlyksa í eldhafi
Hvað gerðist á vettvangi brunans mannskæða á Bræðraborgarstíg og hvað tók svo við í kjölfarið fyrir þá sem lifðu af? Hér má finna samantekt á því helsta sem fram kemur í umfangsmiklum greinaflokki Kjarnans um harmleikinn.
18. nóvember 2020
Þegar peningar eru mikilvægari en sumt fólk
None
17. nóvember 2020
„Dóttir mín svaf í fötunum í margar vikur“
Í sumar varð hún vitni að því þegar fólk stökk út um glugga á brennandi húsi. Sá höndum veifað í glugga á herbergi sem var orðið fullt af reyk. Gekk fram hjá blóðblettum á götunni í marga daga á eftir. Finnur enn brunalykt leggja frá húsinu.
17. nóvember 2020
„Ég vakna enn á nóttunni og finnst ég finna brunalykt og heyra öskur“
„Þetta var hræðilegt og þetta er enn erfitt fyrir svo marga,“ segir Vasile Tibor Andor sem bjó á Bræðraborgarstíg 1 er eldsvoðinn mikli varð í sumar.
15. nóvember 2020
Saga hússins á horninu: Frá himnaríki til heljar
„Bræðró“ var „himnaríki á jörðu“. Þannig lýsti fóstursonur hjóna sem lengi bjuggu að Bræðraborgarstíg 1, heimilinu. Í húsinu voru mörg hundruð brauð bökuð daglega og Vesturbæingar flykktust að til að versla við þá bræður Svein og Hjört Hjartarsyni.
15. nóvember 2020
Deilur um peninga koma í veg fyrir að Bræðraborgarstígur 1 verði rifinn
Félagið sem á Bræðraborgarstíg 1 sættir sig ekki við mat VÍS á tjóninu sem bruni þess olli. Það vill hærri fjárhæð frá tryggingafélaginu. Nokkur ár gætu liðið þar til að rústirnar verði rifnar.
15. nóvember 2020
„Viðbrögð mín við þessum stað voru bara tár – og niðurbrot“
Víða er pottur brotinn varðandi aðstæður erlends starfsfólks hér á landi og var bruninn á Bræðraborgarstíg 1 áminning þess. Pólsk kona sem bjó í húsinu árið 2015 lýsir örvæntingu sinni á sínum tíma og vanlíðan í samtali við Kjarnann.
15. nóvember 2020
Vildu bæta við hæð, byggja á milli og gera bílakjallara
Eigendur Bræðraborgarstígs 1 hafa á síðustu árum borið ýmsar tillögur að breytingum á húsinu undir borgina. Neikvætt var tekið í þær allar en engu að síður hafði notkun þess verið breytt er í því var kveikt í sumar.
15. nóvember 2020
„Við vissum að það væru fleiri inni“
Bruninn á Bræðraborgarstíg er „það langversta“ sem Valur Marteinsson, slökkviliðsmaður til þrjátíu ára, hefur lent í. Er hann kom á vettvang blasti við skelfileg sjón, húsið orðið nær alelda og fólk í gluggum á efstu hæð að berjast fyrir lífi sínu.
15. nóvember 2020
Sagan endurtekur sig – Borg á ný í spennitreyju
Mikill fjöldi fólks bjó á Bræðraborgarstíg 1, þrátt fyrir að húsið hafi ekki verið stórt og ekki í góðu ásigkomulagi. Hvers vegna bjuggu svona margir þar við slæmar aðstæður í einu af dýrustu hverfum landsins?
15. nóvember 2020
„Ég þarf hjálp til að vinna úr þessu“
Eftir að hafa flúið Afganistan og sest að á Íslandi leigði Alisher Rahimi íbúð á Bræðraborgarstíg. Eitt síðdegið í sumar var hann heima að læra þegar hann heyrði hávaða og fann reykjarlykt. Hann leit út um gluggann og sá hóp fólks standa á götunni.
15. nóvember 2020
Innflytjendur voru aflið að baki síðasta góðæri
Á örfáum árum hefur erlendum ríkisborgurum sem búa á Íslandi fjölgað úr rúmlega 20 þúsund í rúmlega 50 þúsund. Flestir þeirra koma hingað til lands til að vinna. Samhliða hafa þeir mannað þau þúsundir starfa sem ferðaþjónustugóðærið kallaði á.
15. nóvember 2020
„Ég á aldrei eftir að gleyma þessu“
„Þetta var ólýsanlegt,“ segir Sigurjón Ingi Sveinsson sjúkraflutninga- og slökkviliðsmaður sem var meðal þeirra fyrstu á vettvang brunans á Bræðraborgarstíg. „Það er mikill eldur,“ segir hann um það sem við blasti.
15. nóvember 2020
Starfsmannaleigur á Íslandi: Frá Kárahnjúkum að Bræðraborgarstíg
Þegar Kárahnjúkavirkjun var byggð voru í fyrsta sinn hundruð starfsmanna hér á landi á vegum starfsmannaleigna. Ljótar sögur þaðan urðu kveikjan að sérstakri löggjöf um þetta form ráðninga. Enn eru þó áhyggjur af réttindum og aðbúnaði starfsmanna.
15. nóvember 2020
„Vissi að ég myndi bráðlega missa meðvitund ef ég kæmist ekki út“
„Reykur kom úr öllum áttum inn í herbergið,“ segir ungur maður sem greip til þess örþrifaráðs að stökkva út um glugga af rishæð hússins að Bræðraborgarstíg 1 er stórbruni varð þar í sumar.
15. nóvember 2020
Því þetta eru ekki „við“ og „þau“ – þetta erum við öll
„Sú staðreynd stendur eftir að það er stór gjá í okkar samfélagi sem þarf að brúa,“ segir Ásta Olga Magnúsdóttir, formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar, um það sem bruninn hörmulegi á Bræðraborgarstíg afhjúpaði.
15. nóvember 2020
Bruninn á Bræðraborgarstíg
Eldsvoðinn á Bræðraborgarstíg í sumar afhjúpaði þær slæmu aðstæður sem útlendingar búa hér oft við. „Þetta endurspeglar hræðilegan veruleika á Íslandi.“
15. nóvember 2020