Bjarni og Sigurður Ingi tókust á í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi.
Bjarni: Jákvætt að fá banka með framtíðareignarhald
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir jákvætt að Arion banki verði skráður á markað og í fyrsta skipti frá hruni fáist banki með framtíðareignarhald.
Kjarninn 23. mars 2017
Átta handteknir vegna hryðjuverks í London
Búið er að handtaka átta einstaklinga í tengslum við hryðjuverkin í London í gær. Lögreglan telur þó að árásarmaðurinn hafi verið einn að verki. Maðurinn var fæddur og uppalinn í Bretlandi, sagði forsætisráðherrann á þingi í morgun.
Kjarninn 23. mars 2017
Gætu hæglega greitt 70 milljarða út úr Arion banka
Kjarninn 23. mars 2017
Bjarni Benediktsson, Óttarr Proppé og Benedikt Jóhannesson eru formenn ríkistjórnaflokkana þriggja.
Fylgið hrynur af Bjartri framtíð og Viðreisn
Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur en Vinstri græn koma þar á eftir. Fylgið við ríkisstjórnarflokkanna mælist nú 39 prósent.
Kjarninn 23. mars 2017
5 látnir, 40 særðir og hættustig hækkað í London
Árás í London vakti óhug. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á vettvangi enn í gangi. Grunur um að fleiri árásir gætu fylgt í kjölfar þeirrar frá því í dag.
Kjarninn 22. mars 2017
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Tæplega 24,8 milljarðar króna í arð til ríkisins frá Landsbankanum
Arðgreiðslur Landsbankans til ríkisins nema meira en hundrað milljörðum á síðustu fjórum árum.
Kjarninn 22. mars 2017
Aflandskrónueigandi: Við ætlum að bíða eftir hagstæðara gengi
Sjóðirnir sem eiga aflandskrónurnar sem eftir sitja ætla sér að bíða eftir hagstæðara gengi og segjast tilbúnir að sýna þolinmæði.
Kjarninn 22. mars 2017
Breska þinginu lokað – lögregla talar um hryðjuverkaárás
Lögreglan í London segir árás á Westminster vera meðhöndlaða sem hryðjuverk þangað til annað kemur í ljós.
Kjarninn 22. mars 2017
Íslendingar vilja ekki að ríkið selji hlut sinn í bönkunum
67 prósent landsmanna vilja ekki að ríkið selji hlut sinn í Landsbankanum og um helmingur er á móti því að hlutir þess í Íslandsbanka og Arion banka verði seldir.
Kjarninn 22. mars 2017
44% íslenskra heimila með áskrift að Netflix
Tæpur helmingur íslenskra heimila er með áskrift að efnisveitunni Netflix, samkvæmt nýrri könnun Gallup. Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði fer fram á að stjórnvöld jafni aðstöðu íslenskra efnisveita.
Kjarninn 22. mars 2017
Samdráttur í byggingu íbúða í Reykjavík
Færri íbúðir eru í byggingu í Reykjavík nú en í september síðastliðnum, samkvæmt talningu Samtaka iðnaðarins. 3.255 íbúðir eru í byggingu á höfuðborgarsvæðinu öllu. Viðmið um fjölda nýrra íbúða næst ekki á þessu ári.
Kjarninn 22. mars 2017
Höfuðstöðvar Arion Banka í Borgartúni í Reykjavík.
Líkur á sölu sjóðanna til þeirra sjálfra voru taldar „hverfandi“
Salan á tæplega 30 prósent hlut í Arion banka hefur dregið dilk á eftir sér.
Kjarninn 22. mars 2017
Jeff Bezos, stofnandi og forstjóri Amazon.
Bezos jók virði eigna sinna um 8 milljarða á dag
Óhætt er að segja að uppgangurinn hjá Amazon hafi komið sér vel fyrir stofnandann og forstjórann, Jeff Bezos.
Kjarninn 21. mars 2017
Ísland toppar listann yfir hækkun húsnæðisverðs í heiminum
Húsnæðisverð hefur rokið upp síðustu ár og mánuði, og ekki sér fyrir endann á því ennþá.
Kjarninn 21. mars 2017
Einkunn Och-Ziff færð niður í ruslflokk
Rekstur eins af nýjum eigendum Arion banka hefur gengið illa að undanförnu og telur greinandi Standard & Poor's að horfurnar séu neikvæðar til framtíðar.
Kjarninn 21. mars 2017
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar á fyrsta ríkisráðsfundi sínum.
Skipting innanríkisráðuneytis kostar 120 milljónir á ári
Alþingi ræðir nú um varanlega skiptingu innanríkisráðuneytisins í tvö ráðuneyti. Flestir umsagnaraðilar styðja tillöguna, en minnihluti þingsins gagnrýnir kostnað og segir ástæðuna fyrst og fremst vöntun á ráðherrastólum.
Kjarninn 21. mars 2017
Arion banki kallar eftir upplýsingum um endanlega eigendur
Búið er að óska eftir upplýsingum um endanlega eigendur allra þeirra sem keyptu hlut í Arion banka og munu eiga umfram eitt prósent hlutafjár. Ekki er víst að sú umleitan skili neinu.
Kjarninn 21. mars 2017
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Þorsteinn: Vel hægt að taka uppbyggilega umræðu án niðurrifs
Ráðherra velferðarmála tjáir sig um gagnrýni Mikaels Torfasonar rithöfundar, sem hefur verið að fjalla um fátækt á Íslandi á Rás 1 sem í sérstökum þáttum um málefnið.
Kjarninn 21. mars 2017
Bill Gates er stofnandi Microsoft og einn ríkasti maður heims.
Hvaðan kemur auðurinn hjá ríkasta manni heims?
Bill Gates á ennþá 2,3 prósent í Microsoft. Hann hefur selt eignarhluti í tölvurisanum að undanförnu og dreift eignum þó nokkuð.
Kjarninn 20. mars 2017
Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka.
Stendur enn til að skrá Arion banka á markað í haust
Fjárfestarnir sem keyptu 29,18 prósent í Arion banka í gær munu nýta sér kauprétt til að verða meirihlutaeigendur í bankanum áður en almennt útboð og skráning hans á markað fer fram.
Kjarninn 20. mars 2017
Ónákvæmni gætti í frétt FME
Viðskiptin með tæplega 30 prósent hlut í Arion banka hafa valdið titringi.
Kjarninn 20. mars 2017
„Algjörlega óviðunandi“ að vita ekki hverjir standa að baki kaupum í Arion
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur óskað eftir því við forstjóra Fjármálaeftirlitsins að upplýst verði um endanlega eigendur í Arion banka. Hann segir óviðunandi fyrir Íslendinga að vita ekki hverjir standi þarna á bak við.
Kjarninn 20. mars 2017
FME segir að birta verði nöfn allra sem eigi yfir eitt prósent í banka
Fjármálaeftirlitið mun ekki meta hvort nýir eigendur Arion banka séu hæfir sem virkir eigendur. Stærstu nýju eigendurnir eiga 9,99 prósent en þurfa að eiga tíu prósent til að eftirlitið framkvæmi mat.
Kjarninn 20. mars 2017
Theresa May og Angela Merkel.
Útganga Bretlands úr ESB hefst formlega 29. mars
Theresa May mun virkja 50. grein Lissabonsáttmálans þann 29. mars næstkomandi, og þá geta formlegar samningaviðræður um útgöngu ríkisins úr ESB hafist. Þeim verður að ljúka á tveimur árum.
Kjarninn 20. mars 2017
Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru samherjar í ríkisstjórn á síðasta kjörtímabili. Nú eru þeir algjörlega ósammála um hvort salan á Arion banka til vogunarsjóða séu góðar eða slæmar fréttir.
Bjarni: Salan á Arion tímamót í uppgjörinu við bankahrunið
Fjórir erlendir aðilar, þar af þrjú sjóðstýringarfyrirtæki, hafa keypt 29,18 prósent í Arion banka. Núverandi forsætisráðherra er ánægður en fyrrverandi forsætisráðherra alls ekki.
Kjarninn 20. mars 2017
Nicola Sturgeon er til í að ræða málamiðlanir, en þó innan skynsamlegra marka. Hún segir ósanngjarnt af breskum stjórnvöldum að ætla að gata björgunarbát Skota, eftir að Brexit sökkti skipinu.
Sturgeon til í að ræða frestun þjóðaratkvæðagreiðslu
Fyrsti ráðherra Skotlands segist vera tilbúin til að fresta fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði um sanngjarnan tíma.
Kjarninn 20. mars 2017
Fjórir erlendir fjárfestar búnir að kaupa stóran hlut í Arion banka
Þrjú erlend sjóðsstýringarfyrirtæki og Goldman Sachs eru búin að kaupa 29,18 prósent hlut í Arion banka í lokuðu útboði.
Kjarninn 19. mars 2017
Angela Merkel og Donald Trump mæta á blaðamannafundinn eftir að hafa rætt saman í Hvíta húsinu í Washington. Viðstaddir gátu ekki hrist af sér vandræðatilfinningu með samskipti leiðtoganna.
„Þessar þjóðir verða að borga það sem þær skulda“
Bandaríkjaforseti ítrekar þá afstöðu sína að ríki NATO verði að borga fyrir varnir síðustu ára.
Kjarninn 19. mars 2017
Tourism has saved the Icelandic economy.
Iceland back on track eight years after bank collapse
All you need to know about the lifting of capital controls and Iceland´s economic recovery that made it possible.
Kjarninn 18. mars 2017
Ný Hvalfjarðargöng á teikniborðinu
Undirbúningur fyrir gerð nýrra Hvalfjarðarganga er hafinn.
Kjarninn 18. mars 2017
Angela Merkel og Donald Trump eftir fyrsta fund þeirra í Hvíta húsinu.
Trump við Merkel: Við vorum bæði hleruð
Angela Merkel er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum.
Kjarninn 18. mars 2017
Ísland komið í A flokk hjá Standard & Poor's
Lánshæfiseinkunnir hafa hækkað eftir að tilkynnt var um afnám hafta. S&P telur sig greina merki um ofhitnun.
Kjarninn 17. mars 2017
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Borgarstjóri: Ríkið noti ónýttar lóðir til uppbyggingar
Borgarstjóri kallar eftir nánu samstarfi ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að því að byggja upp íbúðir.
Kjarninn 17. mars 2017
Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri.
Moody's: Losun hafta styrkir lánshæfi ríkisins og fjármálageirans
Losun hafta getur opnað fyrir erlenda fjárfestingu og styrkt stoðir hagkerfisins.
Kjarninn 17. mars 2017
Vilja funda vegna dóms Mannréttindadómstólsins
Fulltrúar minnihlutans vilja halda fund í allsherjar- og menntamálanefnd til að fara yfir nýjan dóm Mannréttindadómstóls Evrópu gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 17. mars 2017
George Osborne.
Fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands ráðinn ritstjóri
George Osborne, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, hefur verið ráðinn ritstjóri The Evening Standard. Hann ætlar að halda áfram á þingi.
Kjarninn 17. mars 2017
Heiðar Guðjónsson.
Heiðar endurkjörinn stjórnarformaður Vodafone
Nýtt hlutafé verður gefið út til að borga hluta kaupverðs þeirra eigna sem verið er að kaupa af 365 miðlum. Virði hlutarins sem eigendur 365 fá hefur þegar hækkað um 200 milljónir.
Kjarninn 17. mars 2017
Sean Spicer, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins.
Hlerunarskýringar Spicers sagðar rakalaus della
Fjölmiðlafulltrúi Donalds J. Trump Bandaríkjaforseta stendur í ströngu við að verja forsetann eftir að hann ásakaði Barack Obama um að fyrirskipa hleranir gagnvart sér.
Kjarninn 17. mars 2017
Tvöfalt meiri umferðarþungi vegna bílaleigubíla
Frá árinu 2009 þá hefur umferðarþungi vegna bílaleigubíla tólffaldast.
Kjarninn 17. mars 2017
Fasteignaverð rýkur upp um 18,6 prósent
Skortur á íbúðum orðinn að alvarlegu vandamáli.
Kjarninn 16. mars 2017
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur kynnt frumvarp að breytingum á framkvæmdasjóðnum.
Ríkisstofnanir fá þriðjung úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
Í síðustu úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fengu ríkið og stofnanir þess tæplega þriðjung úthlutunarfjár. Stjórnvöld ætla að breyta þessu svo að ríkisaðilar séu ekki að sækja peninga úr samkeppnissjóðum á vegum ríkisins.
Kjarninn 16. mars 2017
Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar handsala stjórnarsáttmálann. Í honum er að finna ákvæði um stjórnarskrárbreytingar.
Vinna við breytingar á stjórnarskrá hefst á næstu vikum
Formaður Viðreisnar segir að breytingar á stjórnarskrá verði unnar í nánu samráði við alla flokka og að það starf muni hefjast á næstu vikum.
Kjarninn 16. mars 2017
United Silicon fær ekki frest til að stöðva mengun
Umhverfisstofnun segir að vegna umfangsmikilla og og endurtekinna rekstrarvandamála sé umfang eftirlits með verksmiðju United Silicon fordæmalaust. Fyrirtækið fær ekki frest til að bæta úr mengunarmálum.
Kjarninn 16. mars 2017
Hæstiréttur braut gegn tjáningarfrelsi ritstjóra
Mannréttindadómstóll Evrópu segir íslenska ríkið hafa brotið gegn tíundu grein Mannréttindasáttmálans með dómi yfir Steingrími Sævarri Ólafssyni, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar.
Kjarninn 16. mars 2017
Forstjóri FME ekki hrifinn af skammtímahugsun í eigendahópi banka
Heilbrigður rekstur til lengri tíma verður að ráða ferðinni, segir Unnur Gunnarsdóttir.
Kjarninn 16. mars 2017
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Dómstóll í Havaí hafnar ferðabanni Trumps
Donald Trump á enn í vandræðum með að fá dómstóla til að gangast við tilskipunum forsetaembættisins.
Kjarninn 15. mars 2017
Theresa May og Nicola Sturgeon.
May að búa sig undir að hafna þjóðaratkvæðagreiðslu fram yfir Brexit
Theresa May er sögð vera að búa sig undir að neita kröfum skoskra stjórnvalda um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skota á næstu tveimur árum. Hún vill bíða fram yfir Brexit með slíkar atkvæðagreiðslur.
Kjarninn 15. mars 2017
Lilja Björk tekin við Landsbankanum
Lilja Björk Einarsdóttir hóf í dag störf sem bankastjóri Landsbankans.
Kjarninn 15. mars 2017
Einn helsti sjóðurinn hafnaði tilboði Seðlabankans
Aflandskrónueigendur hafa tvær vikur til að taka afstöðu til tilboðs Seðlabankans.
Kjarninn 15. mars 2017
Már Guðmundsson seðlabankastjóri.
Stýrivextir óbreyttir þrátt fyrir haftalosun
Meginvextir Seðlabanka Íslands verða áfram fimm prósent. Þetta var tilkynnt í morgun.
Kjarninn 15. mars 2017