Fjársvikin voru með því að svíkja fé út úr virðisaukaskattskerfinu með því að falsa uppbyggingu húsa.
Fyrrverandi starfsmaður Ríkisskattstjóra dæmdur fyrir fjársvik
Átta manns dæmdir sekir fyrir að svíkja 278 milljónir króna út úr ríkissjóði í gegnum virðisaukaskattskerfið. Fólkið notaði sýndarfyrirtæki til að svíkja féð út.
Kjarninn 11. apríl 2017
Fulltrúar ESB, Þýskalands, Bandaríkjanna, Kanada, Ítalíu, Frakklands, Bretlands og Japans.
Komu sér ekki saman um refsiaðgerðir
Utanríkisráðherrar G7 ríkjanna samþykktu ekki tillögu Breta um að beita Rússa frekari refsiaðgerðum vegna efnavopnaárásarinnar í Sýrlandi. Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er nú kominn til Rússlands til fundar við Sergei Lavrov.
Kjarninn 11. apríl 2017
Nú eru um 23.400 launþegar sem starfa í einkennandi greinum ferðaþjónustu.
Næstum helmingur nýrra starfa í ferðaþjónustu
Launþegum í einkennandi greinum ferðaþjónustu fjölgaði um 2.900 frá mars í fyrra fram í febrúar á þessu ári. Það er næstum helmingur nýrra starfa á tímabilinu.
Kjarninn 11. apríl 2017
Kim Jong-un er æðsti ráðamaður í Norður-Kóreu. Hann hefur reynst enn óþægari ljár í þúfu en faðir hans.
Norður-Kórea „tilbúin í stríð“
Yfirvöld í Norður-Kóreu segjast tilbúin í stríð við Bandaríkin. Þau gagnrýna harðlega aukin umsvif Bandaríkjahers í nágrenni Norður-Kóreu.
Kjarninn 11. apríl 2017
Eitt þeirra atriða sem Sósíalistaflokkur Gunnars Smára ætlar að berjast fyrir eru „mannsæmandi kjör fyrir alla landsmenn“.
Sósíalistaflokkurinn verði til 1. maí
Gunnar Smári Egilsson hefur hætt öllum afskiptum af Fréttatímanum, en aðrir hluthafar, starfsmenn og kröfuhafar útgfélagsins reyna nú að bjarga rekstrinum. Gunnar Smári er kominn á fullt í að stofna stjórnmálaflokk.
Kjarninn 11. apríl 2017
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtalinu fræga.
Umfjöllun um Panamaskjölin fékk Pulitzer
Á meðal þeirra greina sem verðlaunað var fyrir er grein um Wintris, aflandsfélag sem var í eigu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.
Kjarninn 10. apríl 2017
Elon Musk er stofnandi Tesla Motors.
Eignir tæknirisa aukast ævintýralega
Á síðustu mánuður hefur hlutabréfaverð í Tesla og Amazon þotið upp. Frumkvöðlarnir Elon Musk og Jeff Bezos hafa hagnast verulega á þessu.
Kjarninn 10. apríl 2017
Páll Valur Björnsson var þingmaður Bjartrar framtíðar á síðasta kjörtímabili. Hann sóttist eftir endurkjöri en hlaut ekki brautargengi.
Páll Valur hættur í Bjartri framtíð
Fyrrverandi þingmaður Bjartrar framtíðar hefur sagt skilið við flokkinn. Honum finnst flokkurinn hafa gefið allt of mikið eftir í lykilmálum í ríkisstjórnarsamstarfinu.
Kjarninn 10. apríl 2017
Skagafjarðarveldið stendur traustum fótum
KS er sannkallað stórveldi í Skagafirði. Fjárhagslegur styrkur þess er mikill og gekk reksturinn vel í fyrra.
Kjarninn 10. apríl 2017
Logi Már Einarsson tók sæti á Alþingi eftir kosningarnar í haust. Hann hefur áður tekið þátt í bæjarmálum á Akureyri og starfað sem arkitekt.
Flugvöllur í Vatnsmýri eins og „ef ég reyndi að troða mér í fermingarfötin“
Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir næsta víst að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýrinni fyrr eða síðar. Þegar það gerist þurfi að vera búið að gera áætlanir.
Kjarninn 10. apríl 2017
Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Tillerson segir Rússa hafa brugðist í Sýrlandi
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mun á næstunni funda með Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands. Mikil spenna einkennir nú samskipti ríkjanna hefur stefnubreytingu Bandaríkjanna í málefnum Sýrlands.
Kjarninn 10. apríl 2017
Gunnar Smári Egilsson.
Fimm upphafsatriði í Sósíalistaflokki Gunnars Smára
Gunnar Smári Egilsson, blaðamaður og útgefandi, er nú kominn á fullt í að stofna stjórnmálaflokk og er þegar farinn að leggja línurnar með grundvallaratriðum í flokksstarfinu.
Kjarninn 10. apríl 2017
Bessastaðir.
Starfsmaður fær bætur fyrir að hafa verið fastur á Bessastöðum
Umsjónarmaður með forsetabústaðnum var hlunnfarinn um 7,5 milljónir króna í laun að mati héraðsdóms. Hann segist í raun hafa verið fastur á Bessastöðum allan tímann sem hann vann þar.
Kjarninn 8. apríl 2017
Fjölgar enn á biðlistum eftir félagslegu húsnæði
948 einstaklingar bíða nú eftir félagslegri leiguíbúð í Reykjavík. Síðustu fimm mánuði hefur biðlistinn lengst um rúmlega hundrað einstaklinga.
Kjarninn 8. apríl 2017
Segir ekkert hafa verið minnst á hlutdeild Borgunar í söluhagnaði á kynningarfundi
Benedikt Einarsson segir að ekki hafi verið minnst einu orði á hlutdeild Borgunar í hagnaði vegna sölu Visa Europe þegar kaup á hlut í Borgun voru kynnt fyrir honum og föður hans í október 2014. Þeir hafi fyrst heyrt af virðisaukningunni í janúar 2016.
Kjarninn 8. apríl 2017
Samskipti Bandaríkjanna og Rússlands voru mikið í umræðunni í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum í haust.
Spennan milli Bandaríkjanna og Rússa magnast
Stefnubreyting Trumps í málefnum Sýrlands hefur leitt til mikillar spennu milli Rússa og Bandaríkjanna. Rússar hafa stutt stjórnarher Sýrlands í aðgerðum í borgarstyrjöldinni í landinu.
Kjarninn 8. apríl 2017
Ný stjórn Samtaka iðnaðarins.
Jöfn kynjahlutföll í fyrsta sinn í stjórn Samtaka iðnaðarins
Í fyrsta skipti í sögu Samtaka iðnaðarins eru nú jafn margar konur og karlar í stjórn.
Kjarninn 7. apríl 2017
„Allt bendir til hryðjuverks“ í Stokkhólmi
Vörubíll ók á gangandi vegfarendur í miðborg Stokkhólms og talið er að um hryðjuverkaárás geti verið að ræða. Óttast er að þrír séu látnir að sögn sænskra fjölmiðla.
Kjarninn 7. apríl 2017
Dæmdar sekar fyrir að reyna að fjárkúga Sigmund Davíð
Systurnar Hlín Einarsdóttir og Malín Brand dæmdar í tólf mánaða fangelsi fyrir fjárkúgun og tilraun til fjárkúgunar. Hluti dómsins er skilorðsbundinn.
Kjarninn 7. apríl 2017
Segir föður sinn hafa verið beðinn um að taka þátt í kaupunum á Borgun
Frændi forsætisráðherra var beðinn um að koma að kaupunum á hlut ríkisins í Borgun í október 2014. Þá hafi bæði verð og kaupsamningur legið fyrir. Bjarni Benediktsson hafi ekki haft neitt með söluna á hlutnum að segja.
Kjarninn 7. apríl 2017
Mynd af Bashar Al Assad, forseti Sýrlands, á vegg í hinu stríðshrjáða Sýrlandi.
Trump: „Allar siðaðar þjóðir“ taki höndum saman
Bandaríkjaforseti segir þjóðir heimsins verði að binda endi á blóðbaðið í Sýrlandi.
Kjarninn 7. apríl 2017
Benedikt Orri Einarsson, fjármálastjóri Meniga.
Meniga lokar 900 milljóna króna fjármögnun
Sænskur sjóður bætist í hluthafahópinn og fulltrúi hans sest í stjórn Meniga. Núverandi fjárfestar taka líka þátt í hlutafjáraukningunni.
Kjarninn 7. apríl 2017
Stríðið í Sýrlandi hefur nú staðið yfir í á sjöunda ár. Bandaríkin hafa ekki beitt sér beint gegn sýrlenskum stjórnvöldum fyrr en nú.
Bandaríkin hefja flugskeytaárás á Sýrlandsher Assads
Þetta eru fyrstu árásir Bandaríkjahers sem beinast beint gegn Sýrlandsher. Til þessa hafa aðgerðirnar beinst gegn ISIS.
Kjarninn 7. apríl 2017
Gunnar Smári hverfur frá Fréttatímanum
Gunnar Smári Egilsson segist ætla að sinna sinni blaðamennsku í tengslum við starf Sósíalistaflokksins Íslands.
Kjarninn 7. apríl 2017
Björn Traustason, framkvæmdastjóri íbúðafélagsins Bjargs
„Eins og að byggja tvær Kringlur“
Stórfelld uppbygging er framundan í Reykjavík og Hafnarfirði, á vegum Bjargs.
Kjarninn 6. apríl 2017
Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Höfðum engar upplýsingar um samning við Deutsche Bank
Seðlabankinn seldi skuldabréf útgefin af Kaupþingi skömmu áður en félagið fékk 50 milljarða eingreiðslu frá Deutsche Bank vegna uppgjörs á ágreiningsmáli.
Kjarninn 6. apríl 2017
Sigurður Atli Jónsson er forstjóri Kviku.
Kvika upplýsir ekki um hverjir eigi B-hlutabréf í bankanum
B-hluthafar í Kviku fengu 525 milljónir króna í arð. Fjármálaeftirlitið kannar hvort tilteknar arðgreiðslur fjármálafyrirtækja hafi í raun verið kaupaukar umfram það sem lög heimila. Forstjóri Kviku vill ekki upplýsa um hverjir eigi B-hlutabréfin.
Kjarninn 6. apríl 2017
Makríll.
Makrílkvótinn aukinn um 20 þúsund tonn
Viðmiðun leyfi­legs heild­arafla skuli þá ráðstafað til skipa sem stunduðu mak­ríl­veiðar á ár­un­um 2007, 2008 og 2009. Ekki bólar neitt á uppboðum eða neinu slíku.
Kjarninn 6. apríl 2017
Þóra Tómasdóttir og Gunnar Smári Egilsson hafa ritstýrt Fréttatímanum frá því í byrjun árs 2016.
Gunnar Smári sagður á útleið úr Fréttatímanum
Fréttablaðið greinir frá því að von sé á nýjum fjárfestum að Fréttatímanum. Samhliða mun Gunnar Smári Egilsson, sem hefur ritstýrt blaðinu í rúmt ár, hverfa frá.
Kjarninn 6. apríl 2017
Það eru fleiri bílar á Íslandi en íbúar.
Fleiri bílar en fólk á Íslandi
Nýjustu tölur sýna mikla fjölgun bíla á Íslandi.
Kjarninn 6. apríl 2017
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump: Efnavopnaárás í Sýrlandi hefur breytt viðhorfum mínum
Donald J. Trump, Bandaríkjaforseti, sagði á blaðamannafundi rétt í þessu, að hann væri búinn að skipta um stefnu í málefnum Sýrlands.
Kjarninn 5. apríl 2017
Ólafur Ólafsson.
Arion banki: Engar skuldir Samskipa afskrifaðar
Ekkert bendir til þess að tengsl hafi verið hjá félögum Ólafs Ólafssonar við aflandsfélög, sem fóru í gegnum endurskipulagningu og skuldauppgjör eftir hrunið. Þetta kemur fram í svari Arion banka við fyrirspurn Kjarnans.
Kjarninn 5. apríl 2017
Steve Bannon, ráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta.
Bannon vikið úr þjóðaröryggisráðinu
Steve Bannon á ekki lengur sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna.
Kjarninn 5. apríl 2017
Verslun IKEA í Garðabæ.
IKEA byggir 36 íbúða blokk fyrir starfsfólk sitt
Leiga á ódýrustu íbúðunum verður undir 100 þúsund krónum á mánuði. Starfsfólki COSTCO og námsmönnum býðst líka að flytja í blokkina. Húsnæðismál starfsmanna eru mál atvinnurekenda, segir framkvæmdastjóri IKEA
Kjarninn 5. apríl 2017
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Frítekjumörk húsnæðisbóta hækkuð afturvirkt
Frítekjumörk fyrir húsnæðisbætur hafa verið hækkuð afturvirkt frá upphafi þessa árs.
Kjarninn 5. apríl 2017
Kim Jong-un ásamt herforingjum.
Norður-Kórea heldur áfram að ögra með eldflaugaskotum
Bandaríkin segjast tilbúin að grípa til frumkvæðishernaðar ef Kínverjar sýni ekki klærnar.
Kjarninn 5. apríl 2017
Einkafjárfestar hafa náð völdum í VÍS
Miklar deilur hafa verið í hluthafahópi og í stjórn VÍS að undanförnu, að því er fram kemur í Markaðnum.
Kjarninn 5. apríl 2017
Seðlabankinn reynir aftur við aflandskrónueigendur
Aflandskrónueigendur sem hafa ekki viljað semja við Seðlabanka Íslands fram til þessa, og grætt vel á þeirri ákvörðun, hafa til 28. apríl að bregðast við nýju tilboði bankans.
Kjarninn 4. apríl 2017
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra.
Bjarni ræður nýjan aðstoðarmann
Forsætisráðherra hefur bætt við sig öðrum aðstoðarmanni. Fyrir var Svanhildur Hólm Valsdóttir aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar.
Kjarninn 4. apríl 2017
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Borgin ætlar að byggja 1.250 íbúðir á ári
Reykjavíkurborg hefur uppfært áætlanir sínar og vill nú að 1.250 íbúðir verði byggðar á ári næstu árin. 2.500 íbúðir eru þegar í byggingu og annað eins hefur verið samþykkt í deiliskipulagi.
Kjarninn 4. apríl 2017
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.
Frumvarp um jafnlaunavottun komið fram á Alþingi
Þorsteinn Víglundsson félags- og jafnréttisráðherra hefur lagt fram frumvarp sitt um jafnlaunavottun á Alþingi. Frumvarpið nær til yfir þúsund atvinnurekenda og 80% vinnumarkaðarins.
Kjarninn 4. apríl 2017
Eyþór Arnalds á nú 26,6 prósent í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Eyþór Arnalds orðinn kjölfestueigandi Morgunblaðsins
Eyþór Arnalds hefur keypt hlut Samherja, Síldarvinnslunnar og Vísis í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. apríl 2017
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra.
Eigum heimtingu á að vita hvort það sé lundaflétta í gangi í Arion
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra segir að svör Fjármálaeftirlitsins við spurningum hans séu ekki fullnægjandi enda komi eiginlega ekkert nýtt þar fram. Nauðsynlegt sé að fá upplýsingar, íslenskt samfélag eigi heimtingu á því.
Kjarninn 3. apríl 2017
Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra.
Fjármálaeftirlitið hefur hafið undirbúning að mati á nýjum eigendum í Arion
Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra sendi Fjármálaeftirlitinu ellefu spurningar um söluna á hlut í Arion banka, og svör eftirlitsins hafa verið birt opinberlega.
Kjarninn 3. apríl 2017
Katrín Jakobsdóttir og Benedikt Jóhannesson.
Ólík ummæli ráðherra rýri trúverðugleika Íslands
Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu fjármálaráðherra fyrir orð hans í viðtali við Financial Times. Ráðherrann segist hafa verið að lýsa þeim möguleikum sem nýskipuð peningastefnunefnd myndi skoða.
Kjarninn 3. apríl 2017
Norsk samkeppnisyfirvöld höfnuðu kaupum Eimskips á norsku fyrirtæki
Samkeppnisyfirlitið í Noregi hefur hafnað kaupum Eimskips á norska flutningafyrirtækinu Nor Lines. Þau hefðu haft hamlandi áhrif á markaðinn. Mikil vonbrigði segir forstjóri Eimskips.
Kjarninn 3. apríl 2017
Vladimír Pútín Rússlandsforseti var í St. Pétursborg í morgun.
Minnst tíu taldir af í sprengingu í St. Pétursborg
Að minnsta kosti tíu eru sagðir látnir eftir sprengingar í neðanjarðarlest í St. Pétursborg í Rússlandi. Vladimír Pútín Rússlandsforseti segir verið að skoða hvort um hryðjuverk var að ræða.
Kjarninn 3. apríl 2017
Alþingi tekur fyrir málefni United Silicon
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis mun halda opinn fund um málefni verksmiðju United Silicon í Helguvík.
Kjarninn 3. apríl 2017
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustuna „reiðarslag“
Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAF, segir enga greiningu eða umræðu hafa farið fram á hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu. Ekkert samráð hafi verið haft um málið. Stjórnvöld vilja tempra vöxt sem hefur verið hraðari en innviðauppbygging ræður við.
Kjarninn 3. apríl 2017
Hátt leiguverð sagt hrekja fólk úr landi
Vandamál eru víða á fasteignamarkaði þessi misserin. Hátt leigu- og fasteignaverð veldur mörgum áhyggjum.
Kjarninn 3. apríl 2017