Hætt við skerðingu á innflutningskvóta fyrir kjötvörur
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur hætt við áform um að umreikna tollfrjálsa innflutningskvóta fyrir kjötvörur frá Evrópusambandinu yfir í ígildi kjöts með beini, en slíkur umreikningur hefði skert tollfrjálsan innflutning um allt að þriðjung.
Kjarninn 3. janúar 2019
Seðlabankinn telur ekki rétt að birta stýrivaxtaspáferil bankans
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands telur að birting stýrivaxtaspáferils bankans muni ekki hjálpa til við að upplýsa fjárfesta um líklega þróun vaxtanna. Seðlabankinn hyggst koma á fót vinnuhóp til þess að meta inngripastefnu bankans á gjaldeyrismarkað.
Kjarninn 3. janúar 2019
Munu vaxtahækkanirnar í Bandaríkjunum stöðvast?
Yfir 60 prósent af gjaldeyrisvaraforða heimsins er í Bandaríkjadal, og því hafa vaxtabreytingar Seðlabanka Bandaríkjanna víðtæk áhrif um allan heim. Fjárfestar virðast veðja á að nú fari að hægja vaxtahækkanaferli bankans.
Kjarninn 2. janúar 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Gunnar Bragi Sveinsson, varaformaður flokksins, voru báðir á meðal þeirra sem tóku þátt í drykkjusamsætinu á Klausturbar.
Miðflokkurinn rúmlega helmingast í fylgi – fengi 5,7 prósent ef kosið væri í dag
Stuðningur við ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur ekki mælst minni það sem af er kjörtímabilinu. Framsóknarflokkurinn tekur til sín þorra þess fylgis sem Miðflokkurinn tapar.
Kjarninn 2. janúar 2019
Ný lög um lögheimili taka gildi
Nú er m.a. hægt að stunda nám erlendis og hafa lögheimili á Íslandi á sama tíma, hjón geta verið með lögheimili á sitthvorum staðnum og hægt er að halda lögheimili sínu hér á landi þrátt fyrir dvöl erlendis vegna veikinda.
Kjarninn 2. janúar 2019
Meirihluti Verkamannaflokksins vill aðra Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu
Nærri því þrír af hverjum fjórum félögum í breska Verkamannaflokknum vilja að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin um útgönguna úr Evrópusambandinu. Formaður flokksins vill hins vegar að samningur May verði lagður fyrir þingið.
Kjarninn 2. janúar 2019
Sólveig Anna segir verkalýðsforystuna ekki leggja áherslu á skattalækkanir
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að verkalýðsforystan leggi ekki áherslu á skattalækkanir heldur leggi hún mikla áherslu á að leiðrétta það sem Stefán Ólafsson hefur kallað hina Stóru skattatilfærslu.
Kjarninn 2. janúar 2019
Lögreglumálum fjölgaði umtalsvert árið 2018
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti að meðaltali um 350 málum á hverjum sólarhring árið 2018. Í heild voru skráð 16 pró­sent fleiri mál hjá lögreglu í fyrra en árið 2017. Innbrotum fjölgaði um 60 prósent á milli ára.
Kjarninn 2. janúar 2019
Verslað með fasteignir á Íslandi fyrir 550 milljarða á árinu 2018
Um 74 prósent allra peninga sem skiptu um hendur vegna fasteignaviðskipta á árinu sem var að líða, gerðu það vegna slíkra á höfuðborgarsvæðinu. Meðalverð á fasteign var 44 milljónir króna á landinu öllu, en 51 milljón króna á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 1. janúar 2019
Páll Óskar, Valdís, Laddi og Ragnar Aðalsteinsson á meðal þeirra sem fengu fálkaorðu
Alls sæmdi forseti Íslands 14 manns fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, sjö karla og sjö konur.
Kjarninn 1. janúar 2019
Þeir sem njóta efnislegra gæða freistist til að sýna ósanngjarnt oflæti og skilningsleysi
Forseti Íslands fjallaði meðal annars um orðræðu á netinu, áskoranir lands og heims, bætt lífskjör og betri stöðu mannkyns, í nýársávarpi sínu.
Kjarninn 1. janúar 2019
„Allir aðilar“ sammála um skattskerfisbreytingar til að mæta lægri tekjuhópum
Forsætisráðherra segir ríkisstjórnina ætla að leggja sitt að mörkum til að tryggja kjarabætur. Nauðsynlegt sé til dæmis að ráðast í stórátak í húsnæðismálum.
Kjarninn 1. janúar 2019
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna valin maður ársins af Stöð 2
Sólveig Anna Jónsdóttir var valin maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2. Sólveig tók við viðurkenningunni í Kryddsíldinni í dag og nýtti tækifærið til að spyrja formenn þingflokkanna hvort þau treystu sér til að lifa á lægstu launum landsins
Kjarninn 31. desember 2018
Höfundur Fortnite hástökkvari á milljarðamæringalistanum
Tölvuleikjaframleiðandinn Tim Sweeney, sem er forstjóri Epic Games, hagnaðist verulega á ótrúlegum vinsældum Fortnite á árinu.
Kjarninn 31. desember 2018
Forsætisráðherra: Að vinna með þeim sem eru ósammála manni gerir mann sterkari
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sjaldan hafi verið mikilvægara að sýna fram á að hægt sé að taka tillit til ólíkra sjónarmiða, miðla málum og vinna samhent að sameiginlegum markmiðum þvert á flokka.
Kjarninn 31. desember 2018
Viðar Freyr Guðmundsson
Segir sig frá störfum fyrir Miðflokkinn
Formaður Miðflokksfélags Reykjavíkur hefur sagt sig frá störfum fyrir flokkinn vegna langvarandi óánægja með skipulagsleysi við stjórn flokksins og málefnastarf.
Kjarninn 30. desember 2018
Sýn á botninum á íslenska hlutabréfamarkaðnum
Árið 2018 var ekki gott á íslenskum hlutabréfamarkaði. Það sama var upp á teningnum víða um heim.
Kjarninn 29. desember 2018
Drífa: Hækkanirnar hjá hinu opinbera hafa áhrif inn í kjaraviðræðurnar
Forseti ASÍ vill meiri aðkomu stjórnvalda að kjaraviðræðum.
Kjarninn 29. desember 2018
Um 45 prósent landsmanna vill áfram óhefta sölu á flugeldum
Yfir helmingur þjóðarinnar vill einhverskonar takmörkun á sölu á flugeldum. Kjósendur Miðflokksins og Flokks fólksins eru mest fylgjandi því að sala flugelda verði áfram óheft.
Kjarninn 28. desember 2018
Viðskiptamaður ársins vill breyta nafni HB Granda í Brim
Guðmundur Kristjánsson er viðskiptamaður ársins samkvæmt Markaðnum. Verstu viðskiptin á árinu tengjast WOW air, Icelandair og kaupum fjarskiptafyrirtækis á hluta fjölmiða 365 miðla.
Kjarninn 28. desember 2018
Wizz air keypti lendingarleyfi WOW air á Gatwick
Lendingarleyfi WOW air á Gatwick flugvellinum í London fóru til tveggja flugfélaga, Wizz air og easyJet. Salan á leyfunum fór fram sama dag og tilkynnt var um mögulega fjárfestingu Indigo Partners í WOW air en Wizz air er í eigu Indigo Partners.
Kjarninn 27. desember 2018
Ragnar Þór, Sólveig Anna og Vilhjálmur.
Krefjast afturvirkra samninga
Efling, VR og Verkalýðsfélag Akraness funda með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara á morgun. Verkalýðsfélögin gera kröfu um að samningar félaganna við SA muni gilda afturvirkt til 1. janúar 2019, óháð því hvenær samningar nást.
Kjarninn 27. desember 2018
Tístin um að hlutabréfaverð sé í hæstu hæðum á Wall Street sjást ekki lengur
Bandaríkjaforseti fór mikinn á Twitter á fyrsta árinu í embætti þegar kom að umfjöllun efnahagsmál, og vitnaði oft til þess að hlutabréfaverð væri í hæstu hæðum. Þetta sést ekki lengur.
Kjarninn 26. desember 2018
Japanir munu hefja hvalveiðar næsta sumar
Japan mun segja sig úr Alþjóða hvalveiðiráðinu (IWC) og hefja hvalveiðar í atvinnuskyni í japanskri lögsögu næstkomandi sumar.
Kjarninn 26. desember 2018
Þrír oddvitar minnihlutans vilja afsögn Dags
Enginn af samstarfsflokkum Samfylkingarinnar í borgarstjórn hefur krafist afsagnar borgarstjóra vegna braggamálsins en Píratar munu funda um afstöðu sína í janúar.
Kjarninn 24. desember 2018
Háifoss
Hyggjast friðlýsa svæði í Þjórsárdal og Reykjatorfuna í Ölfusi
Umhverfisstofnun hefur kynnt áform um friðlýsingu tveggja svæða; í Þjórsárdal og Reykjatorfu í Ölfusi. Um er að ræða fyrstu friðlýsingar sem falla undir viðkvæm svæði undir álagi ferðamanna í sérstöku átaki í friðlýsingum.
Kjarninn 23. desember 2018
Kannski ætti ég að selja?
Prófessor í hagfræði við Yale háskóla segir í viðtali við New York Times að það mikla verðhrun sem hefur verið á hlutabréfum í Bandaríkjunum að undanförnu sé farið að hafa áhrif á sálarlíf margra fjárfesta.
Kjarninn 22. desember 2018
Erfitt fyrir flóttakonur að fóta sig á íslenskum vinnumarkaði
Í nýrri rannsókn Starfsgreinasambandsins á högum erlendra kvenna á íslenskum vinnumarkaði kemur í ljóst að ýmislegt megi gera betur til bæta stöðu þeirra. Þá sérstaklega þegar kemur að fyrirkomulagi flóttamannaverkefnisins hér á landi.
Kjarninn 22. desember 2018
Krónan styrkist og styrkist
Eftir snögga veikingu krónunnar í haust og fram í desember, hefur gengi krónunnar styrkst nokkuð hratt að undanförnu. Svo virðist sem áhyggjur af vanda í flugiðnaði séu nú mun minni en þær voru þegar vandi WOW air kom upp á yfirborðið.
Kjarninn 21. desember 2018
Jólakaup Íslendinga á netinu aukast
Innlend netverslun hefur líklega aldrei verið meiri en í nóvember á þessu ári samkvæmt Rannsóknarsetri verslunarinnar. Nóvember er orðin helsti mánuður netverslunar vegna stórra afsláttardaga en netverslun jókst um 15 prósent milli ára.
Kjarninn 21. desember 2018
Ekki viss um að innistæða hafi verið fyrir „öllum þessum málarekstri“ í hrunmálum
Dómsmálaráðherra segir í viðtali við Þjóðmál að margir hafi átt um sárt að binda vegna hrunmála og að hún voni að þeir láti ekki byrgja sér sýn þegar horft sé fram á veginn. Hún hefur efasemdir um ágæti þess að eftirlitsþjóðfélagið vaxi.
Kjarninn 21. desember 2018
Helgi Hjörvar, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar.
Finnsk kona segir frá óviðeigandi hegðun Helga Hjörvars
Finnsk kona lýsir óviðeigandi samskiptum Helga Hjörvars á ráðstefnu Norðurlandaráðs í Helsinki árið 2012 í samtali við Stundina. Helgi Hjörvar var þá þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
Kjarninn 21. desember 2018
Ragnar Þór, Sólveig Anna og Vilhjálmur.
Vísa viðræðum við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara
VR, Efling og Verkalýðsfélag Akraness munu vera í samstarfi í yfirstandandi kjarasamningaviðræðum.
Kjarninn 21. desember 2018
WOW air selur fjórar þotur til Air Canada
WOW air hefur samþykkt að selja fjórar Airbus flugvélar til Air Canada. Í kjölfarið mun sjóðstaða WOW air batna um 12 milljónir Bandaríkjadala. Salan er hluti af endurskipulagningu félagsins.
Kjarninn 21. desember 2018
Bára Halldórsdóttir
Þingmennirnir fjórir áfrýja til Landsréttar
Miðflokksmenn áfrýja og segja Báru hafa þaulskipulagt verknaðinn og gengið „fumlaust til verka“, samkvæmt Stundinni.
Kjarninn 21. desember 2018
Guðmundur Kristjánsson
Útgerðarfélag Reykjavíkur öðlaðist ekki yfirráð í HB Granda
Útgerðarfélag Reykjavíkur öðlaðist ekki yfirráð yfir HB Granda með kaupum á þriðjungshlut í félaginu að mati Samkeppniseftirlitsins. Eftirlitið segir þó félögunum að hafa „vakandi auga“ með því hvort í reynd stofnist til yfirráða ÚR í HB Granda.
Kjarninn 21. desember 2018
Vigdís: Borgarstjóri verður að segja af sér
Borgarfulltrúi Miðflokksins segir að Dagur B. Eggertsson verði að segja af sér vegna Braggamálsins.
Kjarninn 20. desember 2018
Slæmt ár á Wall Street virðist ætla að enda illa
Ávöxtun hlutabréfa hefur verið að meðaltali verið neikvæð í Bandaríkjunum á þessu ári. Vaxtahækkanir leggjast illa í fjárfesta, en búast má við frekari skrefum í þá átt á nýju ári.
Kjarninn 20. desember 2018
WOW air búið að selja flugtíma sína á Gatwick
WOW air mun ekki lengur fljúga til Gatwick flugvallar í London eftir að hafa selt flugtíma sína á vellinum. Héðan í frá mun allt London-flug félagsins fara í gegnum Stansted-völl.
Kjarninn 20. desember 2018
Sigrún Helga Lund
Segir viðbrögð háskólarektors hafa valdið sér vonbrigðum
Sigrún Helga Lund sem sagði prófessorsstöðu sinni í líftölfræði lausri hjá Háskóla Íslands í gær segir viðbrögð háskólarektors hafa valdið sér vonbrigðum. Það sé greinilegt að það eigi að sópa málinu undir teppið.
Kjarninn 20. desember 2018
1. maí kröfuganga.
SGS: Einstök stéttarfélög geta að sjálfsögðu átt viðræður beint við atvinnurekendur
Efling og Verkalýðsfélag Akraness hafa ákveðið að kljúfa sig frá samfloti með Starfsgreinasambandinu í kjaraviðræðunum en í tilkynningu frá sambandinu kemur fram að það þyki sjálfsagt ef aðstæður séu þannig hjá félögum.
Kjarninn 20. desember 2018
Vilhjálmur Birgisson
Verkalýðsfélag Akraness klýfur sig frá samfloti með Starfsgreinasambandinu
Félagið hefur afturkallað samningsumboð til Starfsgreinasambandsins og gerir Vilhjálmur Birgisson formaður VLFA ráð fyrir því að kjaradeilunni verði vísað til Ríkissáttasemjara í dag eða á morgun.
Kjarninn 20. desember 2018
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Efling hyggst vísa deilunni til ríkissáttasemjara sem allra fyrst
Yfirgnæfandi meirihluti samninganefndar Eflingar samþykkti að draga umboð félagsins til Starfsgreinasambandsins í kjaraviðræðunum til baka. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar skoðar að vísa deilunni til ríkissáttasemjara sem allra fyrst.
Kjarninn 20. desember 2018
Seðlabanki Bandaríkjanna hækkar vexti - Ekki hlustað á Trump
Seðlabanki Bandaríkjanna heldur áfram að hækka vexti. Í dag var ákveðið að hækka vextina, í fjórða sinn á árinu.
Kjarninn 19. desember 2018
Rektor Háskólans: Getur ekki tjáð sig um málefni einstakra starfsmanna
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, segir að í kjölfar hverrar niðurstöðu siðanefndar háskólans meti rektor hvort tilefni sé til frekari aðgerða af hálfu Háskólans.
Kjarninn 19. desember 2018
ASÍ: Jólakveðjur ríkisstjórnarinnar til vinnandi fólks nöturlegar
Miðstjórn ASÍ skorar á fjármálráðherra og ríkisstjórn að hraða allri vinnu er lýtur að kröfum verkalýðshreyfingarinnar í komandi kjaraviðræðum og hvetur Bjarna Benediktsson til að vinna að sátt í skattamálum frekar en beita vinnandi fólk hótunum.
Kjarninn 19. desember 2018
Sigurður Yngvi Kristinsson
Hafnar því að hafa beitt Sigrúnu andlegu ofbeldi eða áreitni
Prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann hafnar því eindregið að hafa beitt Sigrúnu Helgu Lund andlegu ofbeldi eða áreitni af neinu tagi. Sigrún sagði upp störfum við HÍ vegna málsins.
Kjarninn 19. desember 2018
Þingmennirnir sex sem sátu við drykkju á Klaustur bar 20. nóvember 2018 og töluðu um samstarfsfólk sitt og aðra samfélagsþegna.
Kalla eftir tafarlausri afsögn þingmanna
Þrenn evrópsk samtök fatlaðs fólks og kvenna kalla eftir tafarlausri afsögn þingmannanna sex sem viðhöfðu niðrandi ummæli á Klaustur bar. Þau telja að það sé hið eina rétta í stöðunni.
Kjarninn 19. desember 2018
Gagnrýna að ráðherra hafi ekki auglýst embættisstöður
Bandalag háskólamanna gagnrýnir að Ásmundur Einar Daðason félags- og jafnréttismálaráðherra hafi ekki auglýst þær þrjár embættisstöður sem hann skipaði í nýlega. BHM segir að undantekningarheimildir við auglýsingar á lausum störfum dragi úr gagnsæi.
Kjarninn 19. desember 2018
Bára Halldórsdóttir með lögmönnum sínum 17. desember 2018
Kröfu þingmanna um gagnaöflun og vitnaleiðslur hafnað
Héraðsdómur hefur hafnað kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir Héraðsdómi vegna fyrirhugaðrar málssóknar gegn Báru Halldórsdóttur. Dómkirkjuprestur og skrifstofustjóri Alþingis verða því ekki kallaðir fyrir dóm.
Kjarninn 19. desember 2018