Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar, og Unnur Helga Óttarsdóttir, formaður samtakanna
Hafa beðið í rúman áratug eftir að eignast eigið heimili
Aðstæður fatlaðra á húsnæðismarkaði eru „ólíðandi“ sem „ábyrg stjórnvöld ríkis og sveitarfélaga“ verða að setja í algjöran forgang að bæta úr. Þroskahjálp sendir stjórnvöldum tóninn og hvetur til þess að breytingum á skipulagslögum verði hraðað.
Kjarninn 8. nóvember 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Umræður innan ráðuneytis leiddu til þess að leitað var til Hörpu
Í svari við fyrirspurn frá þingmanni Samfylkingar segir Lilja Alfreðsdóttir að einungis málefnaleg sjónarmið hafi ráðið för, að undangenginni ítarlegri rannsókn, er hún ákvað að skipa nýjan þjóðminjavörð án auglýsingar.
Kjarninn 7. nóvember 2022
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.
„Stóri glæpurinn í þessu er brottvísunin sjálf“
Félags- og vinnumarkaðsráðherra vissi ekki af brottvísun 15 hælisleitenda fyrr en að henni kom í síðustu viku. Þingmaður Pírata spurði ráðherrann á þingi í dag hvað réttlæti brottvísun fatlaðs manns sem leitað hefur réttar síns fyrir dómstólum.
Kjarninn 7. nóvember 2022
Logi Einarsson hefur verið kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Logi kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar
Logi Einarsson var kjörinn þingflokksformaður Samfylkingarinnar á fundi þingflokksins í dag. Hann tekur við því hlutverki af Helgu Völu Helgadóttur þingmanni flokksins.
Kjarninn 7. nóvember 2022
Lífeyrissjóðir taka við lögbundnum iðgjöldum almennings og eiga að ávaxta þá til að tryggja sem flestum áhyggjulaust ævikvöld.
Eignir lífeyrissjóða þær sömu og fyrir ári og hafa lækkað um 299 milljarða frá áramótum
Lækkandi hlutabréfaverð hefur gert það að verkum að eignir íslenskra lífeyrissjóða hafa dregist verulega saman það sem af er ári. Sjóðirnir vilja fá að fjárfesta meira erlendis til að forðast bólumyndun á Íslandi en stjórnvöld vilja bremsa þá útgöngu af.
Kjarninn 7. nóvember 2022
Hundruð skógarelda kviknuðu í Evrópu í sumar.
Evrópa hlýnar hraðast
Þótt ríki Evrópu séu betur í stakk búin en flest önnur til að takast á við loftslagsbreytingar hafa áhrif þeirra á íbúa verið mikil og alvarleg, m.a. vegna þurrka, flóða, hitabylgja og bráðnunar jökla.
Kjarninn 7. nóvember 2022
Bjarni Benediktsson var kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins með nokkrum yfirburðum í dag. Mótframbjóðandinn, Guðlaugur Þór Þórðarson, hlaut þó 40,4 prósent atkvæða.
Bjarni endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins
Bjarni Benediktsson hlaut 59,4 prósent atkvæða í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins á landsfundi hans í dag. Guðlaugur Þór Þórðarson hlaut 40,4 prósent atkvæða.
Kjarninn 6. nóvember 2022
Sáralítil viðskipti hafa verið með vörur frá Íslandi til Rússlands frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu í lok febrúar.
Niðursoðin fiskilifur á meðal þess helsta sem selt hefur verið til Rússlands frá innrás
Útflutningur frá Íslandi til Rússlands hefur frá innrás ríkisins í Úkraínu einungis verið um 2 prósent af því sem hann var að meðaltali á mánaðargrundvelli í fyrra. Veiðarfæri, fiskilifur og gasolía hefur þó selst til Rússlands.
Kjarninn 6. nóvember 2022
Guðlaugur Þór: Höfum misst trúverðugleika – Bjarni: Höfum byggt upp stéttlaust samfélag
Ólíkar áherslur formannsframbjóðendanna tveggja í Sjálfstæðisflokknum komu í ljós í ræðum þeirra á landsfundinum í Laugardalshöll í dag.
Kjarninn 5. nóvember 2022
Bóluefni voru er faraldurinn stóð sem hæst af skornum skammti.
Bóluefnakapphlaupið kostaði 1,3 milljónir manna lífið
Ríkustu löndin hömstruðu bóluefni svo lítið var til skiptanna fyrir þau fátækari. Það vitum við. Núna hefur verið sýnt fram á með rannsóknum að þetta óréttláta kapphlaup kostaði gríðarlegan fjölda mannslífa.
Kjarninn 5. nóvember 2022
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi inn fyrstu viðskipti með bankann í íslensku kauphöllinni í júní í fyrra.
Hluthöfum Íslandsbanka hefur fækkað um meira en tíu þúsund frá skráningu
Frá því að íslenska ríkið kláraði að selja 35 prósent hlut sinn í Íslandsbanka í fyrrasumar hefur hluthöfum í bankanum fækkað um 44 prósent. Í millitíðinni seldi ríkið 22,5 prósent hlut til 207 fjárfesta í lokuðu útboði. Sú sala er nú til rannsóknar.
Kjarninn 5. nóvember 2022
Keldnalandið verður skipulagt undir blandaða byggð á næstu árum.
Sameiginleg bílastæðahús fremur en bílakjallarar í Keldnalandinu
Horft verður til þess að byggja nokkur bílastæðahús fremur en bílastæðakjallara í hverfinu sem á að skipuleggja að Keldum og í Keldnaholti, til að spara bæði peninga og tíma.
Kjarninn 4. nóvember 2022
Stefnt er að því að Logi Einarsson taki við sem þingflokksformaður Samfylkingar, samkvæmt heimildum Kjarnans.
Stefnt að því að Logi leysi Helgu Völu af hólmi sem þingflokksformaður
Stefnt er að því að fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar taki við hlutverki þingflokksformanns flokksins, samkvæmt heimildum Kjarnans. Helga Vala Helgadóttir hefur gegnt því hlutverki í um það bil eitt ár.
Kjarninn 4. nóvember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, verður ekki fulltrúi stjórnvalda á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem hefst á sunnudag, sama dag og formannskjör fer fram í Sjálfstæðisflokknum.
Guðlaugur Þór fékk ekki leyfi læknis til að ferðast á COP27
Matvælaráðherra tekur þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP27, í stað umhverfisráðherra sem stendur í formannsslag í Sjálfstæðisflokknum. Ráðherrann er fótbrotinn og fékk ekki leyfi læknis til að ferðast til Egyptalands.
Kjarninn 4. nóvember 2022
Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri í Kópavogi segir skort á starfsfólki á leikskólum í Kópavogi.
Bæjarstjórinn hvetur starfsfólk leikskóla í Reykjavík til að sækja um í Kópavogi
„Í ljósi stöðunnar í Reykjavík hvet ég starfsfólk á leikskólum borgarinnar til að kynna sér þau störf sem eru í boði í Kópavogi,” segir Ásdís Kristjánsdóttir í kjölfar frétta af því að yfirmönnun hafi verið til staðar á leikskólum í Reykjavík.
Kjarninn 3. nóvember 2022
Fordæma brottvísanir og segja ástandið í Grikklandi óboðlegt
Rauði krossinn á Íslandi fordæmir brottvísanir stjórnvalda á umsækjendum um alþjóðlega vernd og harmar að fólk í viðkæmri stöðu hafi verið frelsissvipt og þvingað úr landi.
Kjarninn 3. nóvember 2022
Fjögur ökutæki lýsa hér á myndatökumann RÚV, sem var að reyna að ná fréttamyndum af aðgerðum yfirvalda á Keflavíkurflugvelli.
Lögregla fór fram á að komið yrði í veg fyrir myndatökur – Isavia biðst afsökunar
Isavia segir að lögregla hafi sagt starfsmönnum öryggisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli að koma í veg fyrir myndatökur fjölmiðla af aðgerð ríkislögreglustjóra í nótt, þar sem 15 umsækjendur um alþjóðlega vernd voru fluttir úr landi.
Kjarninn 3. nóvember 2022
Það er sennilega ekki gleði með stöðu mála í könnunum hjá formönnum Framsóknarflokksins og Vinstri grænna um þessar mundir.
Framsókn og Vinstri græn hafa tapað um átta prósentustigum af fylgi frá síðustu kosningum
Eini stjórnarflokkurinn sem tapar ekki fylgi frá kosningum er Sjálfstæðisflokkurinn. Ríkisstjórnin næði ekki meirihluta á þingi ef kosið yrði í dag. Samfylkingin hefur bætt langmestu fylgi við sig og er næst stærsti flokkur landsins.
Kjarninn 3. nóvember 2022
Matt Hancock var heilbrigðisráðherra Bretlands frá 2018-2021. Nú ætlar hann út í óbyggðir Ástralíu.
Slagurinn gegn ógreindri lesblindu leiðir fyrrverandi ráðherra inn í frumskóg
Fyrrverandi heilbrigðisráðherra Íhaldsflokksins í Bretlandi hefur verið rekinn úr þingflokknum fyrir að taka að sér þátttöku í raunveruleikaþætti í óbyggðum Ástralíu. Sjálfur segist hann ætla að reyna að tala til fjöldans um lesblindu í þáttunum.
Kjarninn 2. nóvember 2022
Í hopnum sem vísa á úr landi eru m.a. Palestínumenn sem hér hafa dvalið lengi.
„Alveg galið“ að vísa fólkinu úr landi
Það er „óboðlegt“ að stjórnvöld elti uppi hælisleitendur til að vísa þeim úr landi þegar niðurstaða kærunefndar í málum þeirra „er rétt handan við hornið“. Þrír hælisleitendur, sem dvalið hafa á Íslandi frá upphafi faraldursins, hafa verið handteknir.
Kjarninn 2. nóvember 2022
Landsbankahúsið á Akureyri var tekið í notkun árið 1954.
Fjárfestingafélag Samherja kaupir Landsbankahúsið á Akureyri
Fjárfestingafélagið Kaldbakur bauð hæst í Landsbankahúsið á Akureyri. Kaupverðið nemur 685 milljónum króna.
Kjarninn 2. nóvember 2022
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands
BÍ sendir umboðsmanni Alþingis ábendingu vegna máls gegn fjórum blaðamönnum
Blaðamannafélag Íslands hefur beðið umboðsmann Alþingis að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til að hann taki stjórnsýslu lögreglustjórans á Norðurlandi eystra í máli embættisins gegn fjórum blaðamönnum til athugunar.
Kjarninn 2. nóvember 2022
Sjúkrahúsið á Akureyri er varasjúkrahús fyrir Landspítala. Framlög til sjúkrahússins nema 10 milljörðum á fjárlögum næsta árs, en stjórnendur segja 500 milljónir vanta til viðbótar inn í grunnreksturinn.
Sjúkrahúsið á Akureyri segir 500 milljónir skorta inn í reksturinn
Í minnisblaði frá SAk til fjárlaganefndar segir að 500 milljónir vanti inn í grunnrekstur stofnunarinnar á næsta ári. Stjórnendur SAk segja það eiga að vera á hendi stjórnvalda að taka ákvarðanir um þjónustuminnkun.
Kjarninn 2. nóvember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur.
Borgaryfirvöld gera ráð fyrir færri starfsmönnum á leikskóla á næsta ári en í ár
A-hluti borgarsjóðs verður rekinn með 15,3 milljarða halla í ár og 6 milljarða halla á því næsta, en árið 2024 á afkoman að vera orðin jákvæð, með hagræðingu og leiðréttingu á framlögum ríkisins til velferðarmála, samkvæmt áætlunum borgarinnar.
Kjarninn 1. nóvember 2022
Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, á leiðtogafundi Norðurlandaráðs í Helsinki.
Ulf Kristersson til fundar við Erdogan um fullgildingu aðildar Svíþjóðar að NATO
Forsætisráðherra Svíþjóðar og Tyrklandsforseti ætla að hittast í Ankara á næstunni til að ræða fullgildingu aðildar Svía að NATO. Katrín Jakobsdóttir segir að samstarf Norðurlandanna á sviði öryggismála muni eflast við inngöngu Svíþjóðar og Finnlands.
Kjarninn 1. nóvember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Segist ekki hafa boðist til að hætta við framboð gegn því að fá fjármálaráðuneytið
Harka er hlaupin í formannsslaginn í Sjálfstæðisflokknum. Innherji heldur því fram að Guðlaugur Þór hafi gert kröfur um verða fjármálaráðherra gegn því að bjóða sig ekki fram, en að Bjarni Benediktsson hafi hafnað því. Ósatt, segir Guðlaugur Þór.
Kjarninn 31. október 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Unnið að uppstokkun stofnana ráðuneytis Guðlaugs Þórs
Tæplega helmingur starfsfólks 13 stofnana sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið telur mikil tækifæri felast í sameiningum stofnana. Unnið er að „einföldun á stofnanafyrirkomulagi“.
Kjarninn 31. október 2022
Samninganefnd Eflingar afhenti Samtökum atvinnulífsins í dag kröfugerð sína fyrir komandi kjaraviðræður.
Efling gerir kröfu á Samtök atvinnulífsins um 167 þúsund króna hækkanir á öll laun til 2025
Samninganefnd Eflingar vill að öll mánaðarlaun hækki um 167 þúsund krónur í áföngum, í samningum sem byggi á forskrift Lífskjarasamningsins og verði í gildi til ársins 2025. Kröfugerð stéttarfélagsins fyrir komandi kjaraviðræður hefur verið birt.
Kjarninn 31. október 2022
Skilaboð sem birtust á auglýsingaskilti í morgun.
Auglýsingaherferð, ekki hakkarar
Skilaboð á rafrænum auglýsingaskiltum á höfuðborgarsvæðinu þess efnis að skiltin hafi verið „hökkuð“ eru hluti af auglýsingaherferð, en ekki til marks um netárás á rekstraraðila skiltanna.
Kjarninn 31. október 2022
Litla-Sandfell er skammt frá Þrengslavegi.
Of lítið gert úr umhverfisáhrifum námu í Litla-Sandfelli
Náttúrufræðistofnun og Heilbrigðiseftirlit Suðurlands eru ekki sammála niðurstöðu umhverfismatsskýrslu Eden Mining sem ætlar að vinna efni úr Litla-Sandfelli í Þrengslum þar til það hverfur af yfirborði jarðar.
Kjarninn 31. október 2022
Hvítrússneski læknirinn er kallaður Andrei í umfjöllun CNN.
Flúði Hvíta-Rússland með röntgenmyndir særðra rússneskra hermanna
Hvítrússneskur læknir sem hefur fengið hæli í Litáen ásamt fjölskyldu sinni lýsir því að hörmungarástand hafi verið á spítölum í suðurhluta Hvíta-Rússlands í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu.
Kjarninn 30. október 2022
Þrír ráðherrar, sjö aðalmenn Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, forseti Alþingis og einn þingmaður til viðbótar fara á þing Norðurlandaráðs sem hefst í Helsinki eftir helgi.
Þrír ráðherrar og níu þingmenn sækja þing Norðurlandaráðs
Þrír ráðherrar og allir sjö aðalmenn Íslandsdeildar Norðurlandaráðs fara á þing ráðsins í Helsinki sem hefst á morgun. Auk þess munu tveir þingmenn til viðbótar sækja þingið.
Kjarninn 30. október 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hélt opinn fund í Valhöll í dag þar sem hann tilkynnti um framboð sitt til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór býður sig fram til formanns gegn Bjarna
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, ætlar að bjóða sig fram sem formaður Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna Benediktssyni, sitjandi formanni til þrettán ára, á landsfundi flokksins um næstu helgi.
Kjarninn 30. október 2022
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni ætlar að hætta í stjórnmálum tapi hann fyrir Guðlaugi Þór í formannskjöri
Bjarni Benediktsson mun hætta afskiptum af stjórnmálum lúti hann í lægra haldi fyrir Guðlaugi Þór Þórðarsyni í formannskjöri á landsfundi flokksins um næstu helgi.
Kjarninn 30. október 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar – jafn­að­ar­flokks Íslands, segir flokkinn ætla að breyta pólitíkinni og stunda skýra og heiðarlega pólitík.
Samfylkingin mun ekki selja ESB sem töfralausn undir forystu Kristrúnar
Samfylkingin mun ekki kynna Evrópusambandið sem töfralausn undir forystu nýkjörins formanns. Kristrún Frostadóttir vill breyta pólitíkinni og virkja jafnaðartaugina í landinu. Annar áratugur undir stjórnarfari íhaldsafla er ekki í boði.
Kjarninn 29. október 2022
Kirkjubæjarskóli.
„Kæri bæjarstjóri/kóngur”
Börn í Kirkjubæjarskóla vilja ruslatunnur, endurbættar vatnslagnir, nýrra nammi í búðina og Hopp-rafskútur. Þá vilja þau gjarnan geta komist í bíó. Sveitarstjórn Skaftárhrepps tók erindi þeirra og ábendingar til umfjöllunar á fundi sínum.
Kjarninn 29. október 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
Ættu landsréttardómarar að skrá hagsmuni sína nánar?
Þingmaður Pírata spurði dómsmálaráðherra hvort tilefni væri til þess, í ljósi þess að Landsréttur kveður upp flesta endanlega dóma nú til dags, að landsréttardómarar birti ítarlegri hagsmunaskráningu, eins og hæstaréttardómarar hafa gert frá 2017.
Kjarninn 29. október 2022
Hringrásarverslunin Hringekjan hefur tekið fatnað frá kínverska hraðtískurisanum Shein úr endursölu vegna magns eiturefna sem eru í flíkunum. Skila má flíkunum í nytjagám Sorpu en það er hlutverk Rauða krossins að skilgreina hvort þær eigi heima þar.
Hætta að selja föt frá kínverska tískurisanum Shein vegna eiturefna
Hringrásarverslunin Hringekjan, þar sem básaleigjendum gefst kostur á að selja notuð föt, hefur tekið allar vörur frá tískurisanum Shein úr endursölu vegna magns eiturefna í flíkunum.
Kjarninn 29. október 2022
Kristrún Frostadóttir, nýr formaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir orðin formaður Samfylkingarinnar
Kristrún Frostadóttir er tekin við sem formaður Samfylkingarinnar. Hún var ein í framboði og hlaut 94,59 prósent greiddra atkvæða.
Kjarninn 28. október 2022
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Stjórnendur RÚV hafi ekki staðið alveg nógu þétt við bakið á Helga Seljan og fleirum
Útvarpsstjóri ræðir nýjar siðareglur RÚV í viðtali sem birtist á vef Blaðamannafélagsins í dag. Þar samsinnir hann því að RÚV hefði mátt standa betur við bakið á fréttamanninum Helga Seljan og fleirum í tengslum við ófrægingarherferð Samherja.
Kjarninn 28. október 2022
Bjarni Jónsson er þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi.
„Áhrifin á ásýnd íslensks sjáv­ar­út­vegs eru gríð­ar­leg innan lands sem utan“
Sumum þingmönnum þótti fullt tilefni til að ræða orðsporsáhættu Íslands vegna Samherjamálsins á þingi í dag, en öðrum ekki. Þingmaður Viðreisnar sagði þögn um framgang rannsóknarinnar vera æpandi og þingmaður Flokks fólksins sagði málið „101 í mútum“ .
Kjarninn 27. október 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Það sem helst sé vandræðalegt við Samherjamálið sé að þingmenn vilji ræða það
Sérstök umræða um rannsókn á Samherjamálinu og orðspor Íslands fór fram á Alþingi í dag. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra var til svara og sagðist meðal annars ekki vita til þess að embætti héraðssaksóknara væri vanfjármagnað.
Kjarninn 27. október 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Segir ríkisstjórnina beita hótunum í samningaviðræðum um ÍL-sjóð
Þingmaður Viðreisnar segir fjármála- og efnahagsráðherra beita hótunum í samningaviðræðum um ÍL-sjóð. Forsætisráðherra segir nokkra valkosti í stöðunni, en engan góðan.
Kjarninn 27. október 2022
Verðbólga mælist nú 9,4 prósent.
Verðbólgan þokast upp í fyrsta skipti síðan í júlí – mælist nú 9,4 prósent
Verðbólga mælist nú 9,4 prósent á ársgrundvelli eftir að hafa mælst 9,3 prósent í síðasta mánuði.
Kjarninn 27. október 2022
85 prósent Íslendinga versla á netinu. Vinsælasti vöruflokkurinn er föt, skór og fylgihlutir og þar nýtur skandinavíska verslunin Boozt mestra vinsælda.
Rúmlega þriðjungur fatakaupa Íslendinga á netinu fara fram á Boozt
Aðeins fimm Evrópuþjóðir aðrar en Íslendingar versla meira á netinu. Föt, skór og fylgihlutir er vinsælasti vöruflokkurinn, jafnt í Evrópu og á Íslandi, og hér á landi er Boozt lang vinsælasta netverslunin í þeim flokki með 38 prósent hlutdeild.
Kjarninn 27. október 2022
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.
Dómsmálaráðherra: Kemur í ljós hvort dómur í máli hælisleitanda verður fordæmisgefandi
Þingmaður Pírata spurði dómsmálaráðherra á þingi í dag hvort hann ætli „í alvörunni að halda áfram að henda úr landi fólki sem dómstólar eru nýbúnir að segja að megi ekki henda úr landi“?
Kjarninn 26. október 2022
Sagði Bjarna annaðhvort ekki skilja einfaldar fjármálaafurðir eða vera að ljúga að þjóðinni
Kristrún Frostadóttir líkti Bjarna Benediktssyni við Liz Truss á þingi í dag, sagði hann stunda „vúdúhagfræði“ og svara með frekju og hroka. Bjarni sagði Kristrúnu ekki skilja lögfræðina í máli ÍL-sjóðs og fara fram með útúrsnúninga.
Kjarninn 26. október 2022
Ragnar Þór Ingólfsson er formaður LÍV og Vilhjálmur Birgisson er formaður SGS.
Verslunarmenn og Starfsgreinasambandið ætla saman í kjaraviðræðurnar
Landssamband íslenzkra verzlunarmanna og Starfsgreinasamband Íslands ætla að „taka höndum saman“ í viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins um nýjan kjarasamning. Hátt í 90 þúsund manns á almennum vinnumarkaði eru innan landssambandanna tveggja.
Kjarninn 26. október 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, nýr umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Morgunblaðið segir Guðlaug Þór vera að íhuga formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum
Bjarni Benediktsson gæti verið að fá mótframboð sem formaður Sjálfstæðisflokksins, en hann hefur setið frá árinu 2009. Fyrsti landsfundur flokksins í tæp fimm ár fer fram í byrjun nóvember.
Kjarninn 26. október 2022
Metangas streymdi í stríðum straumum út í andrúmsloftið er sprengingarnar urðu í Nord Stream.
Óttast mengun frá efnavopnum heimsstyrjaldar í Eystrasalti
Unnið er nú að því af kappi að kanna hvort að sprengingarnar í Nord Stream-gasleiðslunni í Eystrasalti hafi rótað upp mengun fortíðar: Leifum úr efnavopnum sem dembt var í hafið eftir síðari heimsstyrjöld.
Kjarninn 25. október 2022