Eftir nokkuð áhyggjulítið sumar hvað veirumálin varðar hefur faraldurinn vaxið og áhyggjur almennings með.
Bólusetningar virðast lítið hafa dregið úr áhyggjum landsmanna af veirunni
Þrátt fyrir útbreiddar bólusetningar gegn COVID-19 á Íslandi mælist svipað hlutfall landsmanna með miklar áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum faraldursins og mældist í fyrstu bylgjunni sem gerði strandhögg í mars og apríl í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2021
Það hefur ekki verið mikið um afbókanir erlendra ferðamanna eftir að smitum tók að fjölga innanlands.
Staða faraldursins og erlendir listar hafa ekki haft mikil áhrif: „Sjö, níu, þrettán“
Þegar ný bylgja kórónuveirusmita var að rísa lýstu talsmenn fyrirtækja í ferðaþjónustu yfir áhyggjum af því að Ísland færðist inn á „rauða lista“ erlendis. Áhrifin af því hafa verið hverfandi, þó enn sé „spurning hvernig Ameríkaninn bregst við“.
Kjarninn 10. ágúst 2021
Frá áramótum hafa um 184 þúsund erlendir farþegar farið um Keflavíkurflugvöll.
Brottfarir erlendra farþega ekki fleiri í einum mánuði síðan fyrir faraldur
Nálega helmingur þeirra erlendu farþega sem fór um Keflavíkurflugvöll í júlí voru frá Bandaríkjunum. Þrátt fyrir mikla fjölgun farþega um flugvöllinn var fjöldi brottfara erlendra ferðamanna í júlí innan við helmingur þess sem hann var í sama mánuði 2019.
Kjarninn 10. ágúst 2021
Atvinnuleysi lækkar á milli mánaða og mælist 6,1 prósent
Almennt atvinnuleysi hefur lækkað á milli mánaða allt þetta ár en í lok júlí voru alls 12.537 á atvinnuleysisskrá. Rúmlega fimm þúsund manns eru á ráðningarstyrkjum.
Kjarninn 10. ágúst 2021
Listi Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Haraldur Ingi oddviti er fyrir miðju og Margrét, sem skipar annað sætið, er hægra megin við hann.
Haraldur Ingi leiðir Sósíalistaflokkinn í Norðausturkjördæmi
Haraldur Ingi Haraldsson verkefnastjóri og Margrét Pétursdóttir verkakona skipa tvö efstu sætin á lista Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi kosningar.
Kjarninn 10. ágúst 2021
Metávöxtun hjá íslenskum hlutabréfasjóðum
Samhliða sögulegri hækkun hlutabréfaverðs hér á landi hefur 12 mánaða ávöxtum 13 íslenskra hlutabréfasjóða verið með mesta móti. Virði tveggja sjóðanna hefur meira en tvöfaldast.
Kjarninn 10. ágúst 2021
Hótel Borg er ein helsta eign Keahótela.
Keahótel-keðjan tapaði hálfum milljarði og fékk hátt lán með ríkisábyrgð
Í lok síðasta árs breytti ríkisbankinn Landsbankinn skuldum Keahótel-samstæðunnar í nýtt hlutafé og eignaðist 65 prósent hlut í henni. Fyrri hluthafar lögðu fram 250 milljónir í nýtt hlutafé og eiga nú 35 prósent.
Kjarninn 10. ágúst 2021
Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks skera sig úr þegar kemur að afstöðu gagnvart kvótakerfinu. Bjarni Benediktsson er formaður þess fyrrnefnda og Sigurður Ingi Jóhannsson þess síðarnefnda.
Tveir af hverjum þremur landsmönnum telja að kvótakerfið ógni lýðræðinu
Á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er meirihluti fyrir því að telja kvótakerfið ekki ógn gegn lýðræðinu og gegn því að breyta kerfinu með lýðræðislegum aðferðum. Kjósendur allra annarra flokka er á öndverðri skoðun.
Kjarninn 9. ágúst 2021
PLAY segir lága sætanýtingu í takt við væntingar
Sætanýting flugfélagsins PLAY var tæp 42 prósent í júlí og þarf að vera tæplega tvöfalt hærri á næstu mánuðum svo félagið standist eigin spár. Samkvæmt PLAY var nýtingin í takt við væntingar félagsins fyrir fyrsta mánuðinn í fullum rekstri.
Kjarninn 9. ágúst 2021
Erla Björg Gunnarsdóttir er nýr ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis.
Erla Björg tekur við af Þóri sem ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2
Þórir Guðmundsson hefur látið af störfum sem ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Við starfi hans tekur Erla Björg Gunnarsdóttir, sem verið hefur fréttastjóri Stöðvar 2.
Kjarninn 9. ágúst 2021
Einungis 14 prósent landsmanna ánægð með núverandi útfærslu kvótakerfisins
Kjósendur Sjálfstæðisflokksins eru þeir einu sem eru ánægðari með núverandi útfærslu kvótakerfisins en óánægðari. Hjá öllum öðrum flokkum er andstaðan við kerfið miklu meiri en stuðningur við það.
Kjarninn 9. ágúst 2021
Rýrnun íss hefur áhrif á hæð sjávarborðs.
Hlýnun jarðar geti aukið líkur á skriðuföllum á Íslandi
Út er komin ný skýrsla Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar en þar kemur fram að hlýnun jarðar geti haft afdrifaríkar afleiðingar hér á landi. „Örfáir áratugir eru til stefnu“ til að halda hlýnun jarðar fyrir innan tvær gráður.
Kjarninn 9. ágúst 2021
Fimm pólitískar uppákomur á Ólympíuleikunum
Nokkrir íþróttamenn notuðu tækifærið til að láta skoðanir sínar á ýmsum málefnum í ljós á Ólympíuleikunum í Tókýó. Slíkt kann að vera bannað samkvæmt reglum Alþjóða ólympíunefndarinnar.
Kjarninn 8. ágúst 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Mál Arion banka gegn Fjármálaeftirlitinu á dagskrá dómstóla í haust
Fjármálaeftirlit Seðlabankans sektaði Arion banka um tæpar 88 milljónir króna í fyrrasumar. Ástæðan var sú að upplýsingar um fyrirhugaðar fjöldauppsagnir í bankanum birtust í fjölmiðlum. Arion banki höfðaði mál og vill að ákvörðuninni hnekkt.
Kjarninn 8. ágúst 2021
Lægsta hlutdeild lífeyrissjóða í húsnæðislánum síðan 2017
Á meðan útlán bankakerfisins til heimila hefur aukist hratt á síðustu mánuðum hafa þau dregist saman hjá lífeyrissjóðunum. Hlutfall lífeyrissjóðanna í húsnæðislánum hefur ekki verið lægra í fjögur ár.
Kjarninn 8. ágúst 2021
Guðbjörg Matthíasdóttir er stærsti eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins.
Eigandi Morgunblaðsins metinn á 614 milljónir króna
Næst stærsti einstaki eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins myndi tapa þriðjungi af fjárfestingu sinni í fjölmiðlafyrirtækinu ef hann myndi selja hlutinn í dag. Fjársterkir aðilar hafa greitt með rekstrinum frá 2009.
Kjarninn 7. ágúst 2021
Ný rannsókn bendir til að örvunarskammtur fyrir Janssen-þega sé óþarfur
Gögn úr nýrri klínískri rannsókn sem hálf milljón suður-afrískra heilbrigðisstarfsmanna tók þátt í benda til þess að bóluefni Janssen veiti góða vörn gegn Delta-afbrigðinu. Örvunarskammtar hafa nú þegar verið gefnir hér á landi.
Kjarninn 7. ágúst 2021
Sjö efstu á lista sósíalista í Reykjavíkurkjördæmi norður
Gunnar Smári leiðir í Reykjavík norður og Sólveig Anna á lista
Sósíalistaflokkur Íslands hefur nú birt fjóra af sex framboðslistum sínum. Gunnar Smári Egilsson segir komandi kosningar mögulega þær mikilvægustu í lýðveldissögunni.
Kjarninn 7. ágúst 2021
Hvers vegna eru svona fáir í sóttkví?
Ýmsar ástæður eru fyrir því að færri eru hlutfallslega í sóttkví núna miðað við fjölda í einangrun en oft varð raunin í fyrri bylgjum faraldursins.
Kjarninn 7. ágúst 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn frestar landsfundi sínum
Rúm þrjú ár eru síðan að Sjálfstæðisflokkurinn hélt síðast landsfund. Til stóð að halda hann í nóvember í fyrra og svo aftur í lok ágúst, í aðdraganda komandi kosninga. Nú er búið að fresta honum um óákveðinn tíma.
Kjarninn 6. ágúst 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Segir launahækkun þingmanna rof milli kjara æðstu ráðamanna og almennings
Forseti ASÍ segir að þingmenn undirgangist ekki þá grunnhugmynd að hækka lægstu laun umfram almenna launahækkun, líkt og samið var um í lífskjarasamningnum, heldur taki sér hækkun langt umfram aðra.
Kjarninn 6. ágúst 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Bólusettir með tengsl á Íslandi verði skimaðir á landamærum
Ríkisstjórnin hefur ákveðið að hefja skimun bólusettra ferðamanna með tengsl við Ísland á landamærunum. Aðgerðirnar taka gildi 16. ágúst. Engar ákvarðanir voru teknar um frekari eða breyttar aðgerðir innanlands.
Kjarninn 6. ágúst 2021
Fjalar Sigurðarson ráðinn upplýsingafulltrúi dómsmálaráðuneytis
Fjalar var áður markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands en hún var lögð niður 1. júlí. Alls sóttu 34 um starf upplýsingafulltrúa sem var auglýst í vor.
Kjarninn 5. ágúst 2021
Víðir, Kamilla og Páll á upplýsingafundinum í dag.
Lýstu yfir áhyggjum af því að kerfin gætu farið að bresta
Þrír talsmenn almannavarna og heilbrigðisyfirvalda voru ómyrk í máli á upplýsingafundi dagsins, er þau voru spurð í það hver staðan gæti orðið á næstu vikum ef fjöldi kórónuveirusmita og þeirra sem veikjast vegna þeirra héldi áfram að vaxa innanlands.
Kjarninn 5. ágúst 2021
Nýuppfært kort Sóttvarnastofnunar Evrópu
Ísland orðið rautt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Þrátt fyrir rauða litinn þýðir það ekki sjálfkrafa að Ísland sé komið á rauða lista einstakra ríkja, samkvæmt utanríkisráðuneytinu. Litur Íslands er appelsínugulur á korti bandarískra yfirvalda en grænn hjá breskum.
Kjarninn 5. ágúst 2021
Kamilla Jósefsdóttir er staðgengill sóttvarnalæknis.
Rök sóttvarnayfirvalda fyrir örvunarskammti
Vörn eftir skammt af Janssen er svipuð og eftir einn skammt af öðrum bóluefnum sem hér hafa verið gefin, segir í rökstuðningi sóttvarnayfirvalda fyrir því að gefa Janssenþegum aukaskammt af öðru efni. Þessar upplýsingar lágu fyrir í mars.
Kjarninn 5. ágúst 2021
Efstu frambjóðendur Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi.
Guðmundur og Birna Eik leiða lista Sósíalistaflokksins í Suðurkjördæmi
Sósíalistaflokkur Íslands hefur nú birt þrjá af sex framboðslistum flokksins fyrir komandi kosningar. Oddvitinn í Suðurkjördæmi segir að hið „óréttláta samfélag sem öfgakapítalismi nýfrjálshyggjunnar hefur troðið upp á almenning“ riði til falls.
Kjarninn 5. ágúst 2021
Arion banki var skráður á markað fyrir rúmum þremur árum. Siðan þá hefur hlutabréfaverð hans hækkað mikið. Frá því í mars í fyrra hefur það hækkað um 220 prósent.
Salan á Valitor hækkar umfram eigið fé Arion banka í 51 milljarð – Ætla að borga það út
Arion banki ætlar að greiða hluthöfum sínum út yfir 50 milljarða króna í arðgreiðslur og með endurkaupum á eigin bréfum á næstu árum. Bankinn hagnaðist um 14 milljarða á fyrri hluta árs. Lífeyrissjóðir eru langstærstu eigendur hans.
Kjarninn 5. ágúst 2021
Maraþonhlaupið hefur verið fært til 18. september.
Reykjavíkurmaraþoninu frestað til 18. september
Fjölmennasta götuhlaupi á Íslandi hefur verið frestað til 18. september í ljósi óvissu um hvort hægt verði að halda viðburðinn þann 21. ágúst, eins og stefnt var að.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Bóluefni flutt um flugvöll í kæliboxi.
ESB aðeins gefið brot af því bóluefni sem stefnt var að
ESB: 7,9 milljónir. Kína: 24,2 milljónir. Bandaríkin: 59,8 milljónir. Evrópusambandið hefur aðeins afhent fátækum ríkjum 4 prósent af þeim bóluefnaskömmtum sem til stóð að gefa á árinu.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Húsnæðisframkvæmdir virðast hafa verið meiri það sem af er ári miðað við í fyrra, en hafa þó sennilega ekki náð fyrri hæðum.
Aukið fjör á byggingarmarkaði
Ýmsar vísbendingar eru uppi um að húsnæðisuppbygging hafi aukist á síðustu mánuðum eftir að hafa verið í lægra lagi árin 2019 og 2020. Hins vegar virðist virknin ekki enn hafa náð sömu hæðum og árið 2018.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Ruddur slóði á Langavatnshöfða.
Hafa kært stígagerð og utanvegaakstur til lögreglu
Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi hafa kært til lögreglu meint brot á lögum um Vatnajökulsþjóðgarð og náttúruverndarlögum og krefjast opinberrar rannsóknar á háttsemi þjóðgarðsvarðar og verktaka.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Menningarnótt verður ekki haldin hátíðleg í Reykjavík þann 21. ágúst, eins og til stóð.
Ákveðið að slaufa Menningarnótt í Reykjavík
Neyðarstjórn Reykjavíkurborgar ákvað í morgun að aflýsa Menningarnótt í Reykjavík, sem átti að fara fram 21. ágúst.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson eru ritstjórar Stundarinnar og á meðal eigenda útgáfufélagsins.
Stundin hagnaðist um 7,2 milljónir í fyrra en hefði skilað tapi án ríkisstyrks
Í ársreikningi Stundarinnar kemur fram að kórónuveirufaraldurinn hafi þegar haft neikvæð áhrif á rekstur útgáfufélagsins og að óvissa ríki um forsendur hans. Tekjur Stundarinnar jukust samt umtalsvert í fyrra og félagið skilaði hagnaði.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Það hægðist á bólusetningum í Bandaríkjunum í sumar. Nú hafa 70 prósent fullorðinna þó fengið fyrri skammt bólusetnis hið minnsta.
Bólusettir kenna óbólusettum um fjölgun smita
Þegar bólusettir Bandaríkjamenn eru spurðir út í það hverju megi kenna um fjölgun smita og útbreiðslu nýrra afbrigða þar í landi nefna tæp 80 prósent þá landa sína sem eru af einhverjum ástæðum óbólusettir.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Um það bil helmingur þeirra ferðamanna sem hafa komið til landsins um Keflavíkurflugvöll undanfarna mánuði hafa verið Bandaríkjamenn.
Bandaríkin setja Ísland á þriðja áhættustig af fjórum
Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna ræður nú óbólusettum ferðamönnum frá því að fara í ónauðsynlegar ferðir til Íslands. Enn sem komið er bætist Ísland þó ekki í flokk ríkja sem stofnunin mælir gegn því að fólk ferðist til, bólusett eða óbólusett.
Kjarninn 4. ágúst 2021
Fjöldi rafskúta hefur aukist umtalsvert í Osló og öðrum evrópskum borgum á síðustu árum
Þrengt að rafskútuleigum í Ósló
Fjöldi rafskúta í Ósló er rúmlega fjórum sinnum meiri á höfðatölu heldur en í Reykjavík. Nú ætla borgaryfirvöld í norsku höfuðborginni hins vegar að draga verulega úr þessum fjölda og rukka leigurnar fyrir umsýslukostnað af farartækjunum.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Minnsti álútflutningur í átta ár
Þrátt fyrir hækkandi álverð á heimsvísu hefur magn útflutts áls minnkað á síðustu mánuðum. Heildarútflutningur á síðasta árshelmingi hefur ekki verið minni síðan árið 2013.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr
Katrín Baldursdóttir og Símon Vestarr efst hjá Sósíalistaflokknum í Reykjavík suður
Listi Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður hefur verið kynntur. „Þetta er fjölbreyttur listi og kraftmikill. Fólk sem vill breyta samfélaginu þannig að allir hafi tækifæri til blómstra, hafi öruggt og gott húsnæði og góð laun,“ segir oddvitinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Sigmundur Ernir ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins
Jón Þórisson, sem hefur ritstýrt blaðinu frá því haustið 2019 ætlar að snúa sér að öðrum störfum. Sigmundur Ernir verður einnig aðalritstjóri Torgs.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Bólusetningin hafi ekki skapað það hjarðónæmi sem vonast var til
Flest smit að undanförnu má rekja til hópatburða en delta afbrigði veirunnar hefur breiðst út á ótrúlegum hraða að sögn sóttvarnalæknis. Til stendur að bjóða þeim sem fengu Janssen bóluefni upp á aðra bólusetningu sem og að bólusetja 12 til 15 ára börn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Eggert Þór Kristófersson forstjóri Festis segir félagið ekki ætla að reyna fyrir sér í byggingargeiranum.
30 þúsund fermetra uppbygging í stað bensínstöðva
Samkvæmt samkomulagi Festis við Reykjavíkurborg á Festi byggingarrétt á lóðum þar sem til stendur að loka bensínstöðvum N1. Félagið hyggst selja byggingarréttinn í stað þess að byggja. „Það er ekki okkar bissness, það eru aðrir í því,“ segir forstjórinn.
Kjarninn 3. ágúst 2021
Krystsina Tsimanouskaya fer ekki aftur heim til Hvíta-Rússlands. Hún hefur sótt um hæli í Póllandi.
Hótuðu hlaupakonunni – „Eins og fluga föst í kóngulóarvef“
Hvítrússneski spretthlauparinn Krystsina Tsimanouskaya hefur fengið vernd af mannúðarástæðum í Póllandi og eiginmaður hennar hefur flúið Hvíta-Rússland. Tugir íþróttamanna hafa verið handteknir í landinu fyrir að mótmæla forsetanum.
Kjarninn 2. ágúst 2021
Fimmtán liggja inni á Landspítala með COVID-19.
Fjórðungur smitaðra í fjórðu bylgjunni óbólusettur
Fimmtán sjúklingar liggja á Landspítalanum með COVID-19, þar af tveir á gjörgæslu og annar í öndunarvél. Að minnsta kosti 265 manns yfir sextugu eru með sjúkdóminn og 187 börn.
Kjarninn 2. ágúst 2021
Hlutfall fyrstu kaupenda hefur aldrei verið jafn hátt á höfuðborgarsvæðinu og nú.
Hlutfall fyrstu kaupenda með hæsta móti síðastliðið ár
Hlutfall fyrstu kaupenda hefur aldrei verið jafn hátt á eins árs tímabili eins og síðastliðið ár. Hlutfallið er nú um þriðjungur og hefur farið hækkandi frá því að Þjóðskrá hóf að safna upplýsingum um fyrstu kaupendur.
Kjarninn 2. ágúst 2021
Trausti segir ekki ólíklegt að sólskinsstundamet verði slegið á Akureyri og að sama megi segja um Mývatn.
Hitametin í júlí: Ekki er vitað um „slíkt og þvíumlíkt“ hér á landi
Um mestallt norðan- og austanvert landið var júlí sá hlýjasti frá upphafi mælinga. Meðalhiti var meiri en 14 stig á fáeinum veðurstöðvum, „en ekki er vitað um slíkt og þvílíkt hér á landi áður í nokkrum mánuði,“ segir Trausti Jónsson veðurfræðingur
Kjarninn 2. ágúst 2021
Guðjón S. Brjánsson þingmaður Samfylkingar.
Hugsanlegt að Samfylkingin þurfi að hugsa sinn gang
Guðjón S. Brjánsson fráfarandi þingmaður Samfylkingarinnar segist telja flokkinn hafa „hvikað frá grundvallarstefnu jafnaðarmanna“ og ekki verið nægilega einbeittan í grundvallarþáttunum.
Kjarninn 2. ágúst 2021
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021