Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Síminn vill greiða hluthöfum 31,5 milljarða vegna sölunnar á Mílu – og svo sennilega meira
Franska fyrirtækið Ardian er búið að gera upp við Símann vegna kaupanna á Mílu. Síminn ætlar að leggja tillögu um að greiða hluthöfum 31,5 milljarða króna af söluandvirðinu fyrir hluthafafund í lok október.
Kjarninn 30. september 2022
Á fjórum stöðum streymir gas upp af leiðslunni í Eystrasalti.
„Um viljaverk var að ræða“
Götin á Nord Stream-gasleiðslunum er mjög stór og gríðarlegt magn metans streymir enn út í andrúmsloftið. Danir og Svíar ætla að gæta þess að á fundi öryggisráðs Sþ í kvöld verði fjallað um staðreyndir, „nefnilega þær að um viljaverk var að ræða“.
Kjarninn 30. september 2022
Fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi og mest er aukningin á Norðurlandi.
Lúsmýið virðist hafa náð fótfestu á Norðurlandi í sumar
Áttunda sumarið í röð herjaði lúsmýið á landann. Nærri þrefalt fleiri landsmenn telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, tvöfalt fleiri en fyrir þremur árum. Mest var aukningin á Norðurlandi.
Kjarninn 30. september 2022
Gatnamótin sem um ræðir eru við norðurenda stokksins og yrðu mislæg, en þó í plani við umhverfið í kring.
Borgin vill sjá útfærslu umfangsminni gatnamóta við mynni Sæbrautarstokks
Allt að sex akreinar verða á hluta Kleppsmýrarvegar samkvæmt einu tillögunni að nýjum mislægum gatnamótum við mynni Sæbrautarstokks sem lögð var fram í matsáætlun. Reykjavíkurborg vill að umfangsminni gatnamót verði skoðuð til samanburðar.
Kjarninn 30. september 2022
Vilhjálmur Árnason (t.v.) er fyrsti flutningsmaður tillögunnar. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins er á meðal alls 22 meðflutningsmanna Vilhjálms.
Yfir tuttugu þingmenn vilja að Ísland verði leiðandi í rannsóknum á hugvíkkandi efnum
Stór hópur þingmanna úr öllum flokkum nema Vinstrihreyfingunni – grænu framboði vill sjá heilbrigðisráðherra skapa löglegan farveg fyrir rannsóknir á virka efninu í ofskynjunarsveppum hér á landi, þannig að Ísland verði „leiðandi“ í rannsóknum á efninu.
Kjarninn 30. september 2022
Þóra Hreinsdóttir var fimmtán ára er hún ritaði í dagbókina sína um náin samskipti við Jón Baldvin árið 1970.
Unglingsstúlka lýsti nánu sambandi við Jón Baldvin Hannibalsson í dagbók
Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra Íslands, sagði í bréfi til stúlku árið 1970 að hjarta hans slægi örar og blóðið rynni hraðar þegar hann hugsaði til hennar. Stúlkan var 15 ára. Hann 31 árs. Var kennarinn. Hún nemandinn.
Kjarninn 30. september 2022
Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri fjármála og rekstrarsviðs Landsbankans, Lilja Björk Einarsdóttir bankastjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra við undirritun samningsins.
Ríkið kaupir hluta nýrra höfuðstöðva Landsbankans á 6 milljarða króna
Íslenska ríkið mun festa kaup á hluta af nýjum höfuðstöðvum Landsbankans fyrir 6 milljarða króna. Þar á að koma fyrir utanríkisráðuneytinu, auk þess sem hluta rýmisins á að nýta undir sýningar Listasafns Íslands.
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Olíubirgðastöðin í Örfirisey.
Eigum aðeins eldsneytisbirgðir til 20-50 daga
Eldsneytisbirgðir hér á landi eru langt undir þeim viðmiðunarmörkum sem í gildi eru innan Evrópusambandsins og víðar. Dæmi eru um að birgðir þotueldsneytis hafi farið undir tíu daga.
Kjarninn 28. september 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Seðlabankinn: Líkur hafa aukist á að fasteignaverð lækki
Útreikningar Seðlabankans á hlutfalli íbúðaverðs og launavísitölu hafa allt frá í mars gefið til kynna bólumyndun á íbúðamarkaði. Hvernig markaðurinn mun mögulega leiðrétta sig er óvíst, en hröð leiðrétting og nafnverðslækkanir eru möguleiki.
Kjarninn 28. september 2022
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent
Vísitala neysluverðs hækkaði á milli mánaða en ársverðbólga dregst saman annan mánuðinn í röð. Miklar lækkanir á flugfargjöldum til útlanda skiptu miklu.
Kjarninn 28. september 2022
Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður tillögunar.
Píratar vilja að Menntasjóður fái heimild til að fella niður námslánaskuldir
Menntasjóður námsmanna færði sex milljarða króna á afskriftarreikning í fyrra eftir lagabreytingu, en var undir milljarði króna árið áður. Meðalupphæð afborgana hækkaði um 46 þúsund krónur árið 2021 og var 266 þúsund krónur.
Kjarninn 28. september 2022
Sigurður Ingi Jóhansson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Meðferð brota á siðareglum verði í samræmi „við réttlætisvitund fólksins í landinu“
Þingmenn úr öllum stjórnarandstöðuflokkum gagnrýna að mál innviðaráðherra vegna rasískra ummæla hafi verið fellt niður hjá forsætisnefnd. Þingmaður Samfylkingar segir að koma verði upp fyrirkomulagi þar sem meint brot á siðareglum fá faglega umfjöllun.
Kjarninn 27. september 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir skipaði Hörpu Þórsdóttur í embætti þjóðminjavarðar 25. ágúst.
Félag fornleifafræðinga vill að Lilja færi þjóðminjavörð aftur í fyrra starf
Því var haldið fram á forsíðu Fréttablaðsins í morgun að Lilja D. Alfreðsdóttir harmaði skipan nýs þjóðminjavarðar í síðasta mánuði. Ráðherrann hefur nú hafnað því að harma skipanina og segir að það standi ekki til að draga hana til baka.
Kjarninn 27. september 2022
Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir yfir vonbrigðum og furðu með hvernig fráfarandi forseti lýsir viðskilnaði sínum við félagið.
Stjórn Ferðafélags Íslands hafnar lýsingum fráfarandi forseta
Stjórn Ferðafélags Íslands lýsir furðu og vonbrigðum með lýsingar fráfarandi forseta á viðskilnaði sínum við félagið. Stjórnin viðurkennir að samskiptavandi hafi verið til staðar en að hann sé tilkominn vegna framkomu hennar við framkvæmdastjóra félagsins
Kjarninn 27. september 2022
Staða Strætó bs. hefur verið þung í kjölfar heimsfaraldursins, sem dróg verulega úr farþegatekjum. Í ár hafa svo orðið töluverðar hækkanir á olíu, sem stór hluti flotans er enn háður.
Strætómiðinn upp í 550 krónur – Gjaldskráin hækkuð um 12,5 prósent
Stjórn Strætó bs. hefur ákveðið að hækka gjaldskrána til að „draga úr þörf á frekari hagræðingu“ í leiðakerfinu. Einnig ætla sveitarfélög höfuðborgarsvæðisins að „skoða“ að leggja félaginu til aukið rekstrarfé.
Kjarninn 27. september 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Sveitarfélög með undir eitt þúsund íbúa þurfi að skoða það alvarlega að sameinast öðrum
Verkefnastjórn um starfsaðstæður kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum segir að bæta þurfi vinnuaðstæður, stuðla að markvissari viðbrögðum, tryggja réttindi og sanngjarnari kjör ásamt því að sameina þurfi minni sveitarfélög öðrum.
Kjarninn 27. september 2022
Anna Dóra Sæþórsdóttir, fyrsta konan sem gegnir embætti Ferðafélags Íslands í 94 ára sögu þessu, hefur sagt af sér vegna stjórnarhátta og siðferðislegra gilda sem ganga gegn hennar eigin gildum
Fyrsti kvenkyns forseti Ferðafélagsins segir af sér vegna framferðis stjórnarkarla
Anna Dóra Sæþórsdóttir, forseti Ferðafélags Íslands, hefur sagt af sér sem forseti félagsins sem og úr félaginu, vegna vangetu stjórnar að taka á málum sem snúa að áreitni og kynferðislegu ofbeldi. Eitt málið varðar fyrrverandi stjórnarmann í félaginu.
Kjarninn 27. september 2022
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, var stödd í Kúrdistan þegar Jina Amini, kúrdísk 22 ára kona, lést í haldi lögreglu. Hún ákvað að vera um kyrrt og leggja byltingunni sem þar er hafin lið.
Vögguvísa úr barnæsku sannfærði Lenyu um að vera um kyrrt í Kúrdistan
Baráttusöngur mótmælenda í Íran er kúrdísk vögguvísa sem móðir Lenyu söng fyrir hana sem barn. Það er meðal ástæðna þess að hún ákvað að vera um kyrrt í Kúrdistan og leggja byltingunni lið sem þar er hafin eftir dauða Jina Amini.
Kjarninn 26. september 2022
Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Vilja byrja á Sundabraut á næsta ári og klára hana fyrir árslok 2027
Þegar innviðaráðherra og borgarstjóri undirrituðu yfirlýsingu um að stefna að lagningu Sundabrautar var markmiðið að hefja framkvæmdir 2026 og ljúka þeim 2031. Þingflokkur Flokks fólksins vill flýta þessu ferli umtalsvert.
Kjarninn 24. september 2022
Þeir fjármunir sem Íslendingar hafa flutt erlendis drógust saman á síðasta ári.
Innlendir aðilar áttu 676 milljarða í útlöndum um síðustu áramót
Alls er 56 prósent af fjármunaeign innlendra aðila erlendis í Hollandi, og megnið af þeim eignum er í eignarhaldsfélögum. Eigið fé Íslendinga erlendis jókst um 37,5 milljarða króna á árinu 2021.
Kjarninn 24. september 2022
Þeir sem eru að flytja sig um íbúðahúsnæði, og taka til þess ný íbúðalán, eru í auknum mæli að taka verðtryggð lán í 9,7 prósent verðbólgu.
Verðtryggð íbúðalán stóru bankanna taka stökk upp á við
Bankarnir hafa ekki lánað jafn lítið til heimila og fyrirtækja innan mánaðar og þeir gerði í ágúst síðan í lok síðasta árs. Samdrátturinn var mestur í lánum til fyrirtækja. Vinsældir verðtryggðra íbúðalána tóku mikinn kipp.
Kjarninn 23. september 2022
Noregur er annar mesti framleiðandi raforku í heiminum á hvern íbúa á eftir Íslandi.
Hitastigið á Gardermoen lækkað – Framkvæmdastjóri Sþ vill viðskiptahindranir á Rússa úr vegi
Hitastigið á alþjóðaflugvellinum í Ósló hefur verið lækkað til að spara rafmagn. Noregur er annar stærsti raforkuframleiðandi heims, á eftir Íslandi, miðað við höfðatölu. Matvælaskortur gæti verið í uppsiglingu, segir framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Kjarninn 23. september 2022
Teikning af mögulegri götumynd í Nýja-Skerjafirði.
Reykvískt hverfi, sem óljóst er hvort megi rísa, til sýningar í Ósló
Deilur hafa staðið yfir á milli ríkis og borgar um heimild til að hefja uppbyggingu íbúða í svokölluðum Nýja-Skerjafirði. Hönnunarleiðbeiningar vegna almenningsrýma og gatna hverfisins eru til sýnis á arkitektúrhátíð í Ósló.
Kjarninn 23. september 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Ekki verið að slátra þjóðarhöllinni en augljóslega fresta
Forsætisráðherra segir vilja ríkisstjórnarinnar um að reisa nýja þjóðarhöll á þessu kjörtímabili skýran. Þingmaður Viðreisnar segir ljóst að verið sé að fresta framkvæmdinni. „Ekki alveg að slátra henni en fresta.“
Kjarninn 22. september 2022
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá Héraðssaksóknara, á upplýisngafundi lögreglu í dag.
Grunur um undirbúning hryðjuverka á Íslandi
Tveir íslenskir menn á þrítugsaldri hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald, grunaðir um að hafa undirbúið hryðjuverkaárás á Íslandi.
Kjarninn 22. september 2022
Ingvar Smári Birgisson, aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, á einnig sæti í stjórn RÚV.
Meta hvort aðstoðarmanni ráðherra sé heimilt að sitja í stjórn Ríkisútvarpsins
Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra sem hóf störf í vikunni situr einnig í stjórn Ríkisútvarpsins. Hann hefur tilkynnt forsætisráðuneytinu stjórnarsetuna sem mun meta hvort honum verði áfram heimilt að sitja í stjórn félagsins.
Kjarninn 22. september 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Forsætisráðherra: „Alþingi hefur viljað styrkja réttarstöðu fjölmiðla“
Þingmaður Pírata segir þögn forsætisráðherra í máli fjögurra blaðamanna sem eru með stöðu sakbornings eftirtektarverða þar sem um grundvallarmannréttindi sé að ræða. Forsætisráðherra segir Alþingi alltaf hafa viljað styrkja réttarstöðu fjölmiðla.
Kjarninn 22. september 2022
Verndarkerfið í baklás og nauðsynlegt að fá fleiri sveitarfélög að borðinu
Yfir 2.600 manns höfðu fyrr í mánuðinum sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi á árinu. Í búsetuúrræðum Vinnumálastofnunar voru á dögunum fleiri sem höfðu fengið stöðu flóttamanns en sem nam fjölda þeirra umsækjenda um vernd sem sveitarfélög þjónusta.
Kjarninn 22. september 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Tekjur vegna fiskeldisgjalda aukast um mörg hundruð milljónir vegna breytinga á lögum
Þegar frumvarp var lagt fram um að leggja gjald á þá sem stunda sjókvíaeldi á Íslandi átti gjaldtakan að taka mið af almanaksárinu. Því var breytt í meðförum nefndar með þeim afleiðingum að gjaldið lækkaði. Nú á að snúa þeirri ákvörðun.
Kjarninn 22. september 2022
Hjúkrunarfræðingur á heilsugæslu í austurhluta Úganda fyrr á þessu ári. Heilbrigðiskerfið er mjög veikt víða í landinu.
Lýsa yfir faraldri ebólu í Úganda
Heilbrigðisyfirvöld í Úganda lýstu í gær yfir faraldri ebólu í landinu í kjölfar andláts ungs karlmanns sem reyndist vera smitaður af veirunni sem veldur sjúkdómnum. Sex óútskýrð dauðsföll fólks af sama svæði eru einnig til rannsóknar.
Kjarninn 21. september 2022
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Hefur áhyggjur af því að réttaröryggi borgara sé ógnað
Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, telur að alvarlegur dómgreindarbrestur hafi orðið við viðbrögð sérsveitar lögreglu í útkalli um helgina. Ekki er um einangrað tilvik að ræða og þingmaðurinn furðar sig á viðbrögðum dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. september 2022
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur lagt til breytingar á reglugerð sem heimila að dvalarleyfiskort, útgefin af Útlendingastofnun, verðti tekin gild sem rafræn skilríki.
Dvalarleyfiskort auðveldi aðgengi að rafrænum skilríkjum
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra leggur til að dvalarleyfiskort, útgefin af Útlendingastofnun, verði bætt á lista yfir viðurkennd persónuskilríki við útgáfu rafrænna skilríkja.
Kjarninn 21. september 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, þingmaður Viðreisnar.
Kallar eftir upplýsingum um fund namibísks ráðherra í dómsmálaráðuneytinu
Þingmaður Viðreisnar vill að dómsmálaráðherra geri grein fyrir innihaldi fundar sem aðstoðarmaður hans átti með namibískri sendinefnd í byrjun júní og á hvaða forsendum aðstoðarmaðurinn telur sig geta neitað að tjá sig um fundinn.
Kjarninn 21. september 2022
Kaupmáttur heimila landsins dróst saman á öðrum ársfjórðungi
Íslensk heimili fengu minna fyrir krónurnar sínar á öðrum ársfjórðungi 2022 en á sama tímabili ári áður. Eftir mikla heildar kaupmáttaraukningu í fyrra, að stóru leyti vegna aukinna fjármagnstekna efsta tekjuhópsins, er verðbólgan nú að bíta.
Kjarninn 21. september 2022
Þorbjörg Sigríður Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar. Mynd: Eyþór Árnason
Segir vaxtahækkanir Seðlabankans kvíðaefni á heimilum landsins
Þingmaður Viðreisnar segir fjárlagapólitík snúast um að svara því hvernig samfélagið okkar virkar best. Hún gagnrýnir leiðina sem núverandi ríkisstjórn hefur ákveðið að fara og segir hana „þenja ríkið út bara af því bara“.
Kjarninn 20. september 2022
Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkar á milli mánaða, vegna lækkunar á eignum í sérbýli.
Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkar á milli mánaða – í fyrsta sinn frá 2019
Verð á einbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu lækkaði um 2,4 prósent á milli mánaða og vísitala íbúðaverðs heilt yfir lækkaði um 0,4 prósent. Fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu lækkar nú í fyrsta sinn frá árinu 2019.
Kjarninn 20. september 2022
Olaf Scholz forsætisráðherra Þýskalands og leiðtogi Sósíaldemókrata.
Framleiðsluverðsvísitalan í Þýskalandi tæpum 46 prósentum hærri en fyrir ári
Raforkuverðshækkanir í Þýskalandi skýra mikla og ófyrirséða hækkun á framleiðsluverðsvísitölunni í landinu. Á sama tíma berast fregnir af því að þýska ríkið hafi náð samkomulagi um þjóðnýtingu Uniper, sem er stærsti gasinnflytjandi landsins.
Kjarninn 20. september 2022
Stýrivextir í Svíþjóð ekki verið hækkaðir jafn skarpt í 30 ár
Svíar vöknuðu við þau tíðindi í morgun að stýrivextir eru komnir í 1,75 prósent. Seðlabankinn hækkaði þá um 1 prósentustig í morgun.
Kjarninn 20. september 2022