Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji gerir hundruð milljóna kröfu í þrotabú í Færeyjum
Á slitafundi færeyska félagsins Tindhólms á föstudag var ekki tekin afstaða til rúmlega 340 milljóna kröfu frá Samherja í búið. Þetta er féð sem Samherji hefur lagt fram sem tryggingafé í Færeyjum vegna „mistaka“ sem fyrirtækið segir að hafi verið gerð.
Kjarninn 23. ágúst 2021
Stefan Löfven forsætisráðherra Svíþjóðar.
„Allt tekur enda“
Stefan Löfven tilkynnti óvænt í sumarávarpi sínu á sunnudag að hann hyggist hætta sem forsætisráðherra og formaður Sósíaldemókrataflokksins í nóvember. Fjármálaráðherrann Magdalena Andersson er sögð líklegasti eftirmaður hans.
Kjarninn 22. ágúst 2021
Norðmenn sitja á töluvert mikið af auðæfum vegna norska olíusjóðsins.
Hver Norðmaður á 30 milljónir í norska olíusjóðnum
Norski olíusjóðurinn óx um tæp tíu prósent á fyrri helmingi ársins. Sjóðurinn á tæpt prósent af öllum hlutabréfum heims og gæti gefið hverjum Norðmanni um 30 milljónir íslenskra króna.
Kjarninn 22. ágúst 2021
Hrauneyjafosstöð, sem er í eigu Landsvirkjunar
Mælir með að skipta upp Landsvirkjun í smærri einingar
Forstöðumaður Hagfræðistofnunar HÍ segir í nýjasta tölublaði Vísbendingar að raunhæfasta leiðin til að koma á virkri samkeppni á rafmagnsmarkaði sé með því að skipta Landsvirkjun upp.
Kjarninn 22. ágúst 2021
Olaf Scholz fjármálaráðherra Þýskalands og leiðtogi Sósíaldemókrata.
Sósíaldemókratar sækja í sig veðrið
Fliss á flóðasvæðum hefur að margra mati breytt kosningabaráttunni í Þýskalandi mikið. Olaf Scholz leiðtogi Sósíaldemókrata er nú sá sem flestir vilja sjá sem næsta kanslara, samkvæmt skoðanakönnunum.
Kjarninn 21. ágúst 2021
Fréttablaðið er eina fríblað landsins.
Lestur stærstu prentmiðla landsins heldur áfram að dala
Lestur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins, einu dagblaða landsins, hjá fólki undir fimmtugu er nú þriðjungur þess sem hann var 2009. Útgáfufélög beggja hafa tapað háum fjárhæðum á undanförnum árum.
Kjarninn 21. ágúst 2021
Markaðsvirði Eimskips hefur hækkað um 53 milljarða króna á einu ári
Þrátt fyrir að Eimskip hafi gert upp risavaxna sekt vegna samkeppnisbrots á öðrum ársfjórðungi þá vænkaðist hagur félagsins verulega. Tekjur hækkuðu mikið og fjármagnskostnaður dróst saman. Hlutabréf í félaginu hafa margfaldast í verði á einu ári.
Kjarninn 21. ágúst 2021
Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er látinn.
Styrmir Gunnarsson látinn
Styrmir Gunnarsson, sem sat á ritstjórastóli Morgunblaðsins frá 1972 til 2008, lést á heimili sínu í gær, 83 ára að aldri.
Kjarninn 21. ágúst 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar.
„Viðreisn er bara Viðreisn“
Formaður Viðreisnar segir að það hvarfli hvorki að sér né nokkrum öðrum sem starfar fyrir flokkinn að hann sameinist öðrum stjórnmálaflokki. „Ekki á minni vakt,“ segir Þorgerður Katrín. Viðreisn sé komin til að vera.
Kjarninn 20. ágúst 2021
Í 3.216 metra hæð efst uppi á Grænlandsjökli, er þessi veðurstöð, sem er mönnuð allt árið.
Undrandi veðurathugunarmenn vöknuðu við rigningu á toppi Grænlandsjökuls
Starfsmenn veðurstöðvar á toppi Grænlandsjökuls ráku upp stór augu er þau sáu rigningu á rúðum þar að morgni dags 14. ágúst. Ekki er vitað til þess að áður hafi rignt efst á Grænlandsjökli.
Kjarninn 20. ágúst 2021
Um fjörutíu tilkynningar borist Lyfjastofnun eftir að byrjað var að veita örvunarskammta
Að svo stöddu hefur ekki borið á fleiri tilkynningum um grun um aukaverkanir eftir að heilbrigðisyfirvöld hófu að gefa viðbótarskammta fyrir þá sem fengu Janssen bóluefnið.
Kjarninn 20. ágúst 2021
Guðrún Hálfdánardóttir hefur verið ráðin til RÚV.
Guðrún Hálfdánardóttir ráðin til RÚV
Blaðamaðurinn Guðrún Hálfdánardóttir hefur verið ráðin til starfa á Ríkisútvarpinu, þar sem hún mun stýra Morgunvaktinni á Rás 1 næsta hálfa árið.
Kjarninn 20. ágúst 2021
Yfir 2.500 manns eru í sóttkví á Íslandi í dag og skólar að hefjast um allt land.
Slakað á sóttkvínni
Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um að slaka á reglum um sóttkví. Hvernig nákvæmlega útfærslan verður hefur þó ekki verið kynnt, en til stendur að beita hraðprófum í auknum mæli til að greina þá sem verið hafa í takmörkuðum tengslum við smitaða.
Kjarninn 20. ágúst 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
„Sumt fólk tók skellinn á meðan aðrir mökuðu krókinn“
Forseti ASÍ segir að þegar fólk, sem hefur verið svipt atvinnuöryggi sínu til lengri tíma, les tekjublaðið sitji eftir sú eðlilega tilfinning að sumt fólk hafi tekið skellinn á meðan aðrir hafi makað krókinn.
Kjarninn 20. ágúst 2021
Hörður Ægisson hefur sagt upp störfum sem ritstjóri Markaðarins.
Hörður Ægisson hættir sem ritstjóri Markaðarins
Ritstjóri fylgiblaðs Fréttablaðsins um efnahagsmál og viðskipti hefur sagt upp störfum og hyggst snúa sér að öðrum verkefnum. Viðskiptablaðið segist hafa heimildir fyrir því að nýr viðskiptamiðill verði mögulega brátt stofnaður.
Kjarninn 20. ágúst 2021
Ófremdarástand skapaðist á flugvellinum í Kabul, höfuðborg Afganistan, eftir að Talíbanar komust til valda á dögunum. Mikill fjöldi fólks vildi flýja landið og myndaðist örtröð og átroðingur þegar fólkið reyndi að fara upp í flugvélar.
Tólf umsækjendur um vernd frá Afganistan bíða úrlausnar sinna mála hér á landi
Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála eru með mál 12 umsækjenda um vernd frá Afganistan til meðferðar. Einn er á lista stoðdeildar og bíður endursendingar til annars Evrópuríkis.
Kjarninn 19. ágúst 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Útilokar ekki að Viðreisn sameinist Sjálfstæðisflokki – ef hann gjörbreytist
Formaður Viðreisnar segist ekki „útiloka eitt eða neitt“ varðandi samruna Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins, en þá þurfi að snerta á öllum helstu kjarnamálum Viðreisnar, sem ekki sé útlit fyrir að gerist í náinni framtíð.
Kjarninn 19. ágúst 2021
Maraþonið átti að fara fram um komandi helgi, en var síðan frestað til 18. september. Nú hefur því verið aflýst.
Reykjavíkurmaraþoninu aflýst
Skipuleggjendur Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka segja ekki stefna í nægilega miklar tilslakanir á fjöldatakmörkunum til að hægt verði að halda eins og til stóð þann 18. september næstkomandi.
Kjarninn 19. ágúst 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Kosningarnar snúist „fyrst og fremst“ um að koma í veg fyrir vinstristjórn
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir kosningarnar í haust snúast um að koma í veg fyrir vinstristjórn á Íslandi. „Að hér verði ekki til vinstristjórn eftir kosningar, það er stóra málið,“ sagði hann í viðtali á Hringbraut í gær.
Kjarninn 19. ágúst 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Gunnar Smári kvartar til umboðsmanns Alþingis vegna framkvæmdar kosninganna
Sósíalistaflokkur Íslands telur að framboð sitt til Alþingis njóti ekki jafnræðis við kynningu á kjörstað. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafnar því að starfsmaður þess hafi sagt að ekki væri kominn listabókstafur fyrir flokkinn.
Kjarninn 19. ágúst 2021
Forysta Knattspyrnusambands Íslands fær harða gagnrýni fyrir yfirlýsingu sína vegna málsins..
Segir KSÍ hafa varpað frá sér allri ábyrgð
Með yfirlýsingu sinni á þriðjudag varpaði KSÍ frá sér allri ábyrgð og sendi þolendum kynferðisofbeldis kaldar kveðjur, segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari.
Kjarninn 19. ágúst 2021
Þórhildur hefur undanfarin ár starfað sem fréttamaður og vaktstjóri á RÚV auk þess að annast dagskrárgerð og þáttastjórnun í bæði útvarpi og sjónvarpi.
Þórhildur Þorkelsdóttir nýr kynningarfulltrúi BHM
Þórhildur Þorkelsdóttir hefur sagt upp störfum hjá RÚV og hafið störf sem kynningarfulltrúi Bandalangs háskólamanna.
Kjarninn 19. ágúst 2021
Hvað ef fasteignaverð væri alls staðar hið sama?
Þrátt fyrir að fasteignaverð í stærri byggðarlögum landsins yrði allt í einu alls staðar hið sama myndu flestir kjósa sér búsetu þar sem þeir búa í dag, samkvæmt nýlega birtum niðurstöðum frá Byggðastofnun.
Kjarninn 19. ágúst 2021
Samfylkingin og Flokkur fólksins hafa verið dugleg við að nýta samfélagsmiðla til að kynna frambjóðendur sína og stefnumál undanfarið.
Flokkur fólksins og Samfylkingin eyddu um milljón hvor á Facebook á 90 dögum
Þeir stjórnmálaflokkar sem mælast með möguleika á því að ná inn þingmanni í komandi kosningum hafa samtals eytt 25,6 milljónum króna í auglýsingar á Facebook á einu ári.
Kjarninn 18. ágúst 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir teiknar í minnisblaði sínu upp ákveðna framtíðarsýn um faraldurinn og aðgerðir vegna hans innanlands.
Sóttvarnalæknir leggur upp næstu mánuði
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur lagt fram minnisblað til ráðherra þar sem hann fer yfir framtíðarsýn sína á aðgerðir á landamærum og innanlands næstu mánuði. Hann sér ekki fyrir sér takmarkanalaust Ísland á meðan faraldurinn geisar.
Kjarninn 18. ágúst 2021
Halldór Benjamín
Mánaðartekjur Halldórs Benjamíns hærri en árslaun þeirra lægst launuðu
Framkvæmdastjóri SA var með tæpar 4,3 milljónir í tekjur á mánuði í fyrra en hann var tekjuhæsti einstaklingurinn í flokknum „Hagsmunasamtök og aðilar vinnumarkaðarins“ í Tekjublaðinu sem kom út í dag.
Kjarninn 18. ágúst 2021
Árni Oddur Þórðarson, Árni Harðarson og Tómas Már Sigurðsson voru tekjuhæstu forstjórarnir á síðasta ári.
Tíu tekjuhæstu forstjórarnir með samtals 176,9 milljónir í tekjur á mánuði
Tekjuhæsti forstjórinn, Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels, var með tæpar 36 milljónir króna í tekjur á mánuði í fyrra. Tuttugu forstjórar voru með yfir 6 milljónir á mánuði í tekjur.
Kjarninn 18. ágúst 2021
Að upplifa þvingun varðandi það að senda myndir eða aðrar persónulegar upplýsingar yfir netið er helst bundið við yngstu aldurshópana, samkvæmt nýrri könnun fjölmiðlanefndar.
Unglingsstúlkur upplifa helst þvinganir í samskiptum á netinu
Tæpur fjórðungur unglingsstúlkna á aldrinum 15-17 ára sögðust hafa upplifað þvinganir um að senda myndir eða aðrar persónulegar upplýsingar yfir netið, samkvæmt könnun fjölmiðlanefndar.
Kjarninn 18. ágúst 2021
Tólf fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Bogi Ágústsson fréttamaður á RÚV var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Broddi Broddason varafréttastjóri.
Kjarninn 18. ágúst 2021
Alþýðusambandið gagnrýnir stefnumörkun ríkisins um einkaframkvæmdir og veggjöld
Í umsögn ASÍ um Grænbók í samgöngumálum má finna gagnrýni á þá stefnu sem mörkuð hefur verið á undanförnum árum um gjaldtöku af umferð á höfuðborgarsvæðinu og samstarf ríkisins við einkaaðila um einstakar vegaframkvæmdir.
Kjarninn 18. ágúst 2021
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Rekstrartap útgáfufélags Morgunblaðsins var 210 milljónir króna í fyrra
Þrátt fyrir að hafa fengið 100 milljónir króna í ríkisstyrk í fyrra var rekstrartap Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, yfir 200 milljónir króna á síðasta ári. Starfsfólki fækkaði um 14 prósent en launakostnaður stjórnenda jókst um fimm prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2021
Margir Afganir hafa gert tilraunir að flýja land eftir að Talíbanar hrifsuðu til sín völdin þar í landi.
Vilja að íslensk stjórnvöld bjóði einstaklingum frá Afganistan alþjóðlega vernd
Þrjátíu og einn Íslendingur sem starfað hefur með NATO og öðrum alþjóðlegum stofnunum í Afganistan krefst þess að íslensk stjórnvöld grípi tafarlaust til aðgerða vegna ástandsins þar í landi.
Kjarninn 17. ágúst 2021
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
KSÍ hafnar því að taka þátt í að þagga niður ofbeldismál
KSÍ hefur sent frá sér yfirlýsingu, þar sem því er hafnað að sambandið taki þátt í því að þagga niður ofbeldismál eða hylma yfir með gerendum. Þar segir jafnframt að „dylgjum“ um slíkt sé alfarið vísað á bug.
Kjarninn 17. ágúst 2021
Óvenjumikið fannst af klæðnaði í Bakkavík á Seltjarnarnesi
Ýmislegt rekur á land við Íslandsstrendur en Umhverfisstofnun sér um að safna rusli, flokka og fjarlægja, á sjö ströndum víðsvegar um landið. Hlutir tengdir sjávarútvegi og plast var algengasta ruslið í ár.
Kjarninn 17. ágúst 2021
Fram kemur í umsögn SSH um málið að samtökin hafi rekið á eftir því við ráðuneytið að hefja vinnu um hvernig ríkið og sveitarfélögin ætli að fjármagna rekstur almenningssamgangna til framtíðar.
Telja nauðsynlegt að ríkið auki framlög til reksturs almenningssamgangna
Bæði Strætó og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu koma því á framfæri í umsögnum við drög að Grænbók um samgöngumál að ríkið þurfi að koma að rekstri almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu af auknum krafti.
Kjarninn 17. ágúst 2021
Bjarni Benediktsson hefur verið fjármálaráðherra frá árinu 2013 að undanskildum nokkrum mánuðum á árinu 2017 þegar hann var forsætisráðherra.
Útgjöld hins opinbera hafa hækkað um tæp 53 prósent frá árinu 2014
Þau gjöld sem hið opinbera lagði á hvern íbúa hafa farið úr því að vera tæplega þrjár milljónir króna árið 2014 í að vera yfir fjórar milljónir króna í fyrra.
Kjarninn 17. ágúst 2021
Á meðal þeirra stétta sem teljast til opinberra starfsmanna er þorri heilbrigðisstarfsfólks.
Færri opinberir starfsmenn á hverja þúsund íbúa í fyrra en á árinu 2013
Opinberir starfsmenn eru 27 prósent af vinnumarkaðnum og launakostnaður ríkissjóðs og sveitarfélaga í fyrra var 473 milljarðar króna. Sem hlutfall af heildarútgjöldum hefur launakostnaður verið nokkuð stöðugur síðustu ár.
Kjarninn 16. ágúst 2021
Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður hefur verið kynntur sem oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.
Jakob Frímann oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi
Jakob Frímann Magnússon tónlistarmaður verður oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. ágúst 2021
Sækja um viðspyrnustyrki gegn 20 prósenta þóknun
Ráðgjafafyrirtækið Ferðavefir býðst til þess að sækja um viðspyrnustyrki fyrir önnur ferðaþjónustufyrirtæki gegn þóknun. Fjármálaráðuneytið segir umsóknirnar einfaldar og fljótlegar, en fyrirtækið segist hafa aðstoðað hátt í 20 umsækjendur nú þegar.
Kjarninn 16. ágúst 2021
Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri RL.
Ætla ekki að birta úttekt á samningi við Init í heild sinni
Framkvæmdastjóri Reiknistofu lífeyrissjóða segist ekki geta afhent úttekt á samningi við Init ehf. um rekstur hugbúnaðarkerfisins Jóakims í heild sinni. Stjórn RL hefur enn ekki komist að niðurstöðu um næstu skref.
Kjarninn 16. ágúst 2021
Íslandsbanki var skráður á markað í júní.
Hluturinn sem var seldur í Íslandsbanka í júní hefur hækkað um 31 milljarð króna
Bréf í Íslandsbanka hafa hækkað um 56 prósent frá útboði á hlutabréfum bankans, sem lauk fyrir tveimur mánuðum. Þúsundir hafa þegar selt hlutina sína og leyst út skjótfenginn gróða.
Kjarninn 16. ágúst 2021
Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra.
Spyr hvort of mikið sé greitt í lífeyrissjóði
Benedikt Jóhannesson segir fólk á ellilífeyrisaldri hafa náð að stórbæta kjörin sín á síðustu áratugum og býst við að sú þróun haldi áfram. Sökum þess veltir hann því upp hvort lífeyrisgreiðslur séu of háar.
Kjarninn 15. ágúst 2021
Síðasta stóra skráning á Aðalmarkað Kauphallar Íslands var skráning Íslandsbanka í sumar. Bankastjóri hans, Birna Einarsdóttir, hringdi inn fyrstu viðskipti.
Efsta tíundin átti 85 prósent verðbréfa í eigu einstaklinga í lok síðasta árs
Á áratug hefur heildarvirði verðbréfa í eigu landsmanna aukist um 253,2 milljarða króna. Af því heildarvirði hefur 88 prósent runnið til tíu prósent ríkustu landsmanna. Á síðastliðnu einu og hálfu ári hefur virði hlutabréfa rúmlega tvöfaldast.
Kjarninn 15. ágúst 2021
Flest störf sem orðið hafa til í sumar tengjast ferðaþjónustutengdri starfsemi. Atvinnulausum innan þess geira fækkaði um 22 til 25 prósent í síðasta mánuði.
70 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í hálft ár eða lengur
Alls voru níu af hverjum tíu störfum sem auglýst voru í júlímánuði eru tengd átaksverkefnum þar sem ríkið greiðir þorra launa fólks eða reynsluráðningar. Það kemur í ljós í haust, þegar ráðningastyrkir renna út, hvort um framtíðarstörf verði að ræða.
Kjarninn 14. ágúst 2021
Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson eru tveir af aðaleigendum Samherja Holding.
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi vegna ársins 2019
Ársreikningaskrá hefur heimild til að krefjast skipta á búum fyrirtækja sem skila ekki ársreikningum innan 14 mánaða frá því að uppgjörsári lýkur. Eitt stærsta fyrirtæki landsins, Samherji Holding, hefur ekki skilað inn ársreikningi fyrir árið 2019.
Kjarninn 14. ágúst 2021
Höfuðstöðvar þjóðkirkjunnar eru í Katrínartúni í Reykjavík.
Hátt í 150 þúsund manns standa utan þjóðkirkjunnar
Þeim sem standa utan þjóðkirkjunnar hefur fjölgað um 112 þúsund frá aldamótum. Það eru fleiri en samanlagður íbúafjöldi Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garðabæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness.
Kjarninn 14. ágúst 2021
Helga leiðir fyrir Sósíalistaflokkinn í Norðvesturkjördæmi
Árni Múli Jónasson, fyrrverandi bæjarstjóri á Akranesi og fyrrverandi oddviti Bjartrar framtíðar, er í öðru sæti á lista Sósíalistaflokksins í Norðvesturkjördæmi. Aldís Schram er einnig á lista.
Kjarninn 14. ágúst 2021
Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Finnst að Sjálfstæðisflokkurinn sé orðinn „nokkurs konar framkvæmdastjóri Íslands“
Páll Magnússon segir að í Sjálfstæðisflokknum hafi skapast andrými fyrir þá skoðun að þeir sem gagnrýna forystu hans séu að bregðast flokknum. Sjálfstæðismenn hljóti að ræða hvort það sé fullreynt að ná árangri með núverandi formanni.
Kjarninn 14. ágúst 2021
Katrín Jakobsdóttir varð fyrsti forsætisráðherrann til að tilkynna ekki um þingrof úr ræðustól Alþingis í næstum sjö áratugi.
Þingrof kynnt með öðrum hætti en úr ræðustól Alþingis í fyrsta sinn síðan 1953
Lengst af hefur sá vani verið hafður á að forsætisráðherra tilkynni um þingrof úr ræðustól Alþingis. Tilkynning um þingrof birtist í Stjórnartíðindum í gær, án þess að sá vani væri virtur. Það hefur ekki gerst í 68 ár.
Kjarninn 13. ágúst 2021
Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Veltir fyrir sér hvort skýrsla um fjárfestingar útgerðarmanna muni „ligga í skúffu“ fram yfir kosningar
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar spyr hvort skýrslan um fjárfestingar útgerðarmanna sé „í þessari sömu skúffu“ og skýrsla um eignir Íslendinga á aflandssvæðum og skýrsla um leiðréttinguna svokölluðu og hvort hún muni liggi þar fram yfir kosningar.
Kjarninn 13. ágúst 2021