Geir H. Haarde, fyrrverrandi forsætisráðherra, á sakamannabekk í Landsdómi.
Fyrrverandi þingmaður Samfylkingar biðst afsökunar á sínum hlut í Landsdómsmálinu
Einn þeirra sem greiddi atkvæði með því að ákæra þrjá ráðherra árið 2010 vegna vanrækslu þeirra í starfi í aðdraganda hrunsins sér eftir ákvörðun sinni. Hann segist hafa beðið þau öll afsökunar en vilji líka gera það opinberlega.
Kjarninn 19. september 2022
„Við búum í samfélagi þar sem að vopnaburður er að verða víðtækari heldur en hann hefur verið áður,“ sagði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.
Dómsmálaráðherra segir viðbúið að lögregla handtaki fólk fyrir mistök
Þingmaður Pírata spurði dómsmálaráðherra á Alþingi í dag um verklag lögreglu og sérsveitar vegna ábendinga frá almenningi þar sem vopn koma við sögu. Ástæðan er útkall lögreglu um helgina þar sem vopnaður maður reyndust vera börn í kúrekaleik.
Kjarninn 19. september 2022
Forsætisráðherra, ráðherra íþróttamála og borgarstjóri undirrituðu viljayfirlýsingu um byggingu þjóðarhallar, sem stefnt var að yrði tilbúin 2025, þann 6. maí síðastliðinn. Átta dögum síðar var kosið í borginni.
Í maí var stefnt að því þjóðarhöll yrði risin 2025 – Í september er búið að fresta henni
Innviðaráðherra hefur tekið af allan vafa um að þjóðarhöll í innanhúsíþróttum verði risin í Laugardal 2025. Ríkið mun ekki setja nægjanlega peninga í verkefnið fram á þeim tíma til að það verði gerlegt.
Kjarninn 19. september 2022
Trollnet, fiskilínu og áldósir eru dæmi um rusl sem finna má á hafsbotni við Ísland.
Manngert rusl mun safnast í miklu magni á hafsbotni við Ísland ef ekkert breytist
Myndir af hafsbotni við Ísland veita dýrmæta sýn á ástandið á hafsbotni. 92 prósent rusls sem þar finnst er plast og magnið er allt að fjórum sinnum meira en á hafsbotni við Noreg, samkvæmt nýrri skýrslu Hafrannsóknastofnunar.
Kjarninn 19. september 2022
Kóróna liggur á kistu Elísabetar drottningar. Í henni eru demantar sem teknir voru frá Afríku á nýlendutímanum.
Stærsta verkefnið hafið – Sjóliðar draga vagn með kistu drottningar
Lögregla og slökkvilið munu þurfa að dreifa kröftum sínum milli þess að vernda háttsetta gesti í jarðarför Elísabetar drottningar og almenning. Umfangið er gríðarlegt og Ólympíuleikarnir í London árið 2012 blikna í samanburðinum.
Kjarninn 19. september 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi vill skoða þrepaskiptan fjármagnstekjuskatt
Formaður Framsóknarflokksins telur að þrepaskiptur fjármagnstekjuskattur geti lagst af meiri þunga á til dæmis stórútgerðir og banka sem hagnast umfram það sem geti talist sanngjarnt og eðlilegt.
Kjarninn 19. september 2022
Á gervitunglamynd sem tekin var nú í september sést blóminn mjög vel í Arnarfirði.
Líklegra að blóminn tengist hnattrænni hlýnun en laxeldi
Hafrannsóknarstofnun telur að þörungablómi í fjörðum á Vestfjörðum, sem ekki hefur áður sést að hausti í íslenskum firði, sé ekki tilkominn vegna sjókvíaeldis. Loftslagsbreytingar séu líklegri skýring.
Kjarninn 18. september 2022
Trausti Hafliðason er ritstjóri Viðskiptablaðsins.
Útgáfufélag Viðskiptablaðsins hagnaðist í fyrra eftir mikið tap á árinu 2020
Eftir að hafa tapað 55,2 milljónum króna árið 2020 hagnaðist Myllusetur, fjórða stærsta fjölmiðlafyrirtæki landsins, um 7,5 milljónir króna í fyrra.
Kjarninn 18. september 2022
Valgerður Árnadóttir, varaþingmaður Pírata.
Matvælastofnun hafi ekki eftirlit með velferð dýra
„Undanfarið hafa komið upp mörg dæmi sem sýna að ekki er hugað nægilega að velferð dýra sem haldin eru eða veidd hér á landi,“ segir í þingsályktunartillögu Pírata um tilfærslu dýraeftirlits frá stofnun sem kennd er við matvæli.
Kjarninn 18. september 2022
Elísabet Englandsdrottning og Karl Bretaprins árið 2007. Erfðaskrá drottningar er leynileg en ljóst er að Karl býr yfir ýmsum eignum eftir móðurmissinn.
Svanir, frímerki og kastalar – Hvað verður um eignir drottningar?
Erfðaskrá Elísabetar II. Englandsdrottningar verður ekki gerð opinber líkt og konunglegar hefðir kveða á um. Óljóst er hvað verður nákvæmlega um eignir drottningar en eitt er víst: Erfingjarnir þurfa ekki að greiða skatt.
Kjarninn 18. september 2022
Mikil áhersla hefur verið lögð á að auka fjárframlög til nýsköpunar síðustu misseri, sérstaklega eftir að kórónuveirufaraldurinn skall á. Skatturinn hefur áhyggjur af því að verið sé að misnota nýsköpunarstyrkjakerfið.
Varanleg hækkun á endurgreiðslum vegna nýsköpunar kostar þrjá milljarða á ári
Áætlað er að kostnaður ríkissjóðs vegna endurgreiðslna kostnaðar sem fellur til við rannsókn og þróun verði 11,8 milljarðar á næsta ári. Endurgreiðslurnar voru rúmlega tvöfaldaðar í faraldrinum. Nú á að gera það fyrirkomulag varanlegt.
Kjarninn 17. september 2022
Sendiráð Íslands í Moskvu.
Sendiráð Íslands í Moskvu búið að gefa út 125 áritanir til rússneskra ferðamanna frá innrás
Frá því að rússneskur herafli réðist inn í Úkraínu í febrúar og fram í byrjun september veitti íslenska sendiráðið í Moskvu 125 rússneskum ferðamönnum skammtímaáritanir inn á Schengen-svæðið. Það er einungis brot af fjöldanum sem fékk áritanir árið 2019.
Kjarninn 17. september 2022
Ingvar Smári Birgisson er nýr aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar.
Ingvar Smári leysir Teit Björn af hólmi hjá Jóni
Lögfræðingurinn Ingvar Smári Birgisson hefur verið ráðinn nýr aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, í kjölfar þess að Teitur Björn Einarsson var ráðinn yfir í stöðu aðstoðarmanns ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 16. september 2022
Áform um að leggja útsvar á þá sem eru einvörðungu með fjármagnstekjur rataði inn í stjórnarsáttmálann. Bjarni Benediktsson mun leggja fram frumvarp þess efnis næsta vor.
Frumvarp sem lætur fjármagnseigendur borga útsvar til sveitarfélaga lagt fram í apríl
Fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að leggja fram frumvarp á yfirstandandi þingi sem felur í sér að þeir sem hafa eingöngu fjármagnstekjur reikni sér endurgjald og greiði þannig útsvar. Hingað til hefur þessi hópur ekki greitt skatta til sveitarfélaga.
Kjarninn 16. september 2022
Diljá Mist Einarsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn Sjálfstæðisflokks vilja fjögurra prósentustiga fylgisþröskuld á ríkisstyrki
Nokkrir þingmenn stærsta flokks landsins vilja að fyrirtæki og einstaklingar geti styrkt flokka um hærri fjárhæð en nú er heimilt, en enginn flokkur fær meira í styrki frá slíkum en Sjálfstæðisflokkurinn.
Kjarninn 16. september 2022
Teitur Björn Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar. Hann starfaði áður sem aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra.
Teitur Björn ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar
Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra hefur verið ráðinn aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar á sviði sjálfbærni og þjóðaröryggismála. Aðstoðarmenn ríkisstjórnarinnar eru þar með orðnir þrír talsins.
Kjarninn 16. september 2022
Ekki er haldið sérstaklega utan um tilkynningar um kynferðisofbeldi og kynferðislega áreitni í framhaldsskólum.
Tilkynningar um kynferðisofbeldi í framhaldsskólum ekki skráðar sérstaklega
Mennta- og barnamálaráðuneytið heldur ekki sérstaklega utan um tilkynningar sem snúa að kynferðisofbeldi og kynferðislegri áreitni í framhaldsskólum. Kallað hefur verið eftir bættum viðbragðsáætlunum og segir formaður starfshóps slíkar liggja fyrir.
Kjarninn 16. september 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segist „innilega ósammála“ Kristrúnu um nýja stjórnarskrá og Evrópusambandsmál
Kristrún Frostadóttir, sem vill verða formaður Samfylkingarinnar, hefur sagt að hún vilji leggja áherslu á mál sem flokkurinn geti skilað í höfn. Það sé ekki, sem stendur, þingmeirihluti fyrir aðild að Evrópusambandinu eða samþykkt nýrrar stjórnarskrár.
Kjarninn 16. september 2022
Björn Leví Gunnarsson er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Píratar vilja banna fyrirtækjum að styrkja flokka og frambjóðendur með beinum hætti
Þingflokkur Pírata telur að fyrirkomulag þar sem fyrirtækjaeigendur geti bæði styrkt flokka beint og í gegnum fyrirtæki sín sé ólíðandi í lýðræðissamfélagi. Það fari þvert gegn markmiði laga um að tryggja gagnsæi, jafnræði og að berjast gegn spillingu.
Kjarninn 15. september 2022
Hér eru þau saman, Ulf Kristersson formaður Hægriflokksins (Moderatarna) og Magdalena Andersson formaður Sósíaldemókrata. Ulf mun á næstunni nær örugglega taka við embætti forsætisráðherra af Magdalenu.
Andersson biðst lausnar og segir Kristersson að hennar dyr standi ávallt opnar
Talningu atkvæða í Svíþjóð er lokið og stjórnarmyndunarviðræður hægra megin við miðjuna hafnar. Fráfarandi forsætisráðherra segir að Ulf Kristersson geti leitað til Sósíaldemókrata um samstarf ef viðræður við Svíþjóðardemókrata sigli í strand.
Kjarninn 15. september 2022
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Ragnar Þór ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Alþýðusambands Íslands
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR tilkynnti starfsfólki félagsins á fundi í morgun að hann ætli að bjóða sig fram til forseta Alþýðusambands Íslands á þingi sambandsins, sem fram fer dagana 10.-12. október.
Kjarninn 15. september 2022
Samkeppniseftirlitið felst á kaup Ardian á Mílu – „Verulegar breytingar“ á heildsölusamningi
„Innkoma sjálfstæðs innviðafjárfestis inn á íslenskan markað og rof á eignatengslum Símans og Mílu er til þess fallið að treysta samkeppni ef vel er að málum staðið,“ segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins.
Kjarninn 15. september 2022
Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri taldi mál 16 ára drengs í tvígang vera til skoðunar hjá nefnd um eftirlit með lögreglu þegar svo reyndist ekki vera. Málið komst loks til nefndarinnar í júní, tveimur mánuðum eftir að atvikin áttu sér stað.
Mál 16 ára drengs enn hjá eftirlitsnefnd fimm mánuðum eftir að atvikin áttu sér stað
„Misskilningur“ olli því að mál 16 ára drengs rataði ekki til nefndar um eftirlit með lögreglu fyrr en tveimur mánuðum eftir að atvikin áttu sér stað. Málið hefur nú verið hjá nefndinni í tæpa þrjá mánuði, sem „vinnur að úrlausn“.
Kjarninn 15. september 2022
117,5 af hverjum 1.000 íbúum voru afgreidd þunglyndislyf árið 2012 en í fyrra fengu 162,5 af hverjum 1.000 íbúum þunglyndislyf. Fjölgunin nemur tæpum 40 prósentum.
Afgreiðslur allra geðlyfja nema róandi og kvíðastillandi lyfja aukist á tíu árum
Afgreiðslur á örvandi lyfjum hafa rúmlega tvöfaldast síðastliðin tíu ár og afgreiðsla þunglyndislyfja hefur aukist um 40 prósent. Aðeins afgreiðslum á róandi og kvíðastillandi lyfjum hefur fækkað ef mið er tekið af öllum geðlyfjum.
Kjarninn 14. september 2022
Yfir 70 prósent landsmanna hlynnt bæði leiguþaki og leigubremsu
Samtök leigjenda létu Maskínu framkvæma skoðanakönnun um afstöðu Íslendinga til bæði leiguþaks og leigubremsu. Í ljós kom að þessar hugmyndir, til að halda aftur af leiguverði, mælast mjög vel fyrir hjá þjóðinni.
Kjarninn 14. september 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir er ráðherra fjölmiðlamála.
Styrkur til stærstu fjölmiðlanna dregst saman en styrkur til Bændasamtakanna hækkar
Alls fá 25 fyrirtæki rekstrarstyrk úr ríkissjóði vegna fjölmiðlareksturs. Aukin fjöldi umsókna, hærri styrkir til sumra og minni heildarpottur orsakar það að flestir fréttamiðlar fá lægra hlutfall af stuðningshæfum kostnaði endurgreiddan nú en í fyrra. .
Kjarninn 14. september 2022
Greiðslubyrði íbúðalána hefur hækkað skarpt síðustu mánuði og fólk heldur að sér höndum í fasteignaviðskiptum, ef það getur.
Greiðslubyrði 30 milljóna króna láns hækkaði um 18.600 krónur milli mánaða
Þau sem eru með óverðtryggt íbúðarlán á breytilegum vöxtum greiddu 6.200 krónum meira fyrir hverjar tíu milljónir af láninu í september en þau gerðu í ágúst. Verðtryggðu lánin verða vinsæl á ný vegna nýrra reglna Seðlabankans.
Kjarninn 14. september 2022
Pawel Bartoszek, varaborgarfullrúi Viðreisnar.
Pawel pælir í lestarkerfi – „Það myndi nú stundum ekki drepa okkur að hugsa stórt“
„En hvað um neðanjarðarlestir?“ spyr Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar. „Auðvitað yrðu sjálfvirkar neðanjarðarlestir frábærar í landi grænnar orku, dýrs vinnuafls og misjafnrar veðráttu.“
Kjarninn 14. september 2022
Hótel d‘Angleterre hefur í árafjöld verið prýtt einstaklega mörgum og fallegum jólaljósum. Nú verður breyting þar á.
Dimmir yfir Danmörku
Danir standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum um hvernig hægt sé að draga úr orkunotkun og lækka rafmagnsreikninginn. Verslanir og hótel hafa þegar riðið á vaðið og gefið út að jólaskreytingarnar verði hógværari í ár.
Kjarninn 13. september 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra á fundi um húsnæðismál, sem fram fór í húsakynnum HMS í dag.
HMS og sveitarfélögin semja um aukna húsnæðisuppbyggingu
Átaki stjórnvalda og sveitarfélaga um aukinn hraða uppbyggingar íbúða var hrundið af stað með upphafsfundi í dag. Næstu skref eru samningagerð HMS við sveitarfélög landsins um uppbyggingu næstu ára og gerð húsnæðisstefnu með aðgerðaáætlun.
Kjarninn 13. september 2022
Samfylkingin var formlega stofnuð árið 2000, með samruna afla á vinstri kantinum í íslenskum stjórnmálum.
Vilja breyta nafni Samfylkingar í Jafnaðarflokkinn
Tveir fyrrverandi þingmenn Samfylkingarinnar munu leggja það til á landsfundi flokksins í haust að flokkurinn fái nýtt nafn, Jafnaðarflokkurinn.
Kjarninn 13. september 2022
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR
Ragnar Þór ætlar í framboð til forseta ASÍ ef hann fær breiðan stuðning aðildarfélaga
Formaður VR ætlar að tilkynna á fimmtudag hvort hann bjóði sig fram til forseta ASÍ eða ekki. Hann segist vilja breiðan stuðning aðildarfélaga við það sem hann segir nauðsynlegar breytingar á Alþýðusambandinu.
Kjarninn 13. september 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra.
Sigurður Ingi: Ekki unnt að fallast á fyrirhugaða byggð í Skerjafirði að óbreyttu
Innviðaráðherra segir að hann muni ekki fallast á að farið verði í uppbyggingu á næstum sjö hundruð íbúða hverfi í Nýja-Skerjafirði án þess að það verði tryggð að hún hafi ekki neikvæð áhrif á rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar.
Kjarninn 13. september 2022
Kristrún vill að aðildarviðræður að ESB verði lagðar í þjóðaratkvæðagreiðslu
Kristrún Frostadóttir segir ekkert hafa breyst í afstöðu flokks síns gagnvart Evrópusambandinu. Sjálf sé hún stuðningsmaður aðildar. Fyrsta skrefið sem þurfi að stíga sé að spyrja þjóðina hvort hún vilji fara í þetta verkefni.
Kjarninn 12. september 2022
Í fjárlagafrumvarpinu eru kynnt fyrstu skrefin í þeirri viðleitni stjórnvalda til að stoppa í það gat sem myndast hefur í tekjustofnum ríkisins vegna innreiðar rafbíla..
Fyrstu skrefin að breyttri gjaldtöku á bíla skili hátt í 5 milljörðum í ríkissjóð
Breytingar á vörugjöldum og bifreiðagjöldum, sem eiga að koma til framkvæmda á næsta ári, munu skila 4,9 milljörðum króna í viðbótartekjur fyrir ríkissjóð ef áætlanir fjármála- og efnahagsráðuneytisins stemma.
Kjarninn 12. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Kaupmáttur grunnatvinnuleysisbóta byrjaði að rýrna í júní
Grunnatvinnuleysisbætur eru 313.729 krónur. Þær voru hækkaðar um síðustu áramót í takti við spá um verðbólgu. Raunveruleg verðbólga hefur verið langt umfram spár. Atvinnuleysisbæturnar hafa ekki verið hækkaðar í takti við það.
Kjarninn 12. september 2022
Kristrún: Það er ekki meirihluti fyrir nýju stjórnarskránni á þingi
Kristrún Frostadóttir vill ekki senda þau skilaboð að það sé ekki hægt að komast áfram í kjarna-velferðarmálum nema að Ísland fái nýja stjórnarskrá. „Ég vil ekki stunda þannig pólitík að við séum að bíða eftir einni lausn sem muni laga allt annað.“
Kjarninn 11. september 2022
Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar.
Útgönguspá í Svíþjóð sýnir þingmeirihluta til vinstri
Útlit er fyrir að hægt verði að mynda nýja ríkisstjórn vinstra megin við miðju í Svíþjóð, undir forsæti Sósíaldemókrata, samkvæmt útgönguspá SVT sem birt var um leið og kjörstaðir lokuðu kl. 18 að íslenskum tíma.
Kjarninn 11. september 2022
Unnið er að lengingu Suðurvarargarðs við Þorlákshöfn þessa dagana.
Heimilt að veita Þorlákshöfn ríkisstyrk, samkvæmt mati Vegagerðarinnar
Þrátt fyrir að vörugjöld af bílum og tækjum í Þorlákshöfn séu einungis 43 prósent af því sem þau eru hjá Faxaflóahöfnum telur Vegagerðin það ekki raska samkeppni né koma í veg fyrir ríkisstyrki til uppbyggingu hafnarinnar í Þorlákshöfn.
Kjarninn 11. september 2022
Fossaröð í Geitdalsá í Leirudal skammt neðan við áformað miðlunarlón. Rennsli í fossunum mun skerðast með tilkomu virkjunar.
Segja „fullyrðingar“ Landverndar „ekki svaraverðar“
Stofnanir, samtök og einstaklingar vilja vita hvernig Arctic Hydro komst að þeirri niðurstöðu að áformuð Geitdalsárvirkjun yrði 9,9 MW að afli, rétt undir þeim mörkum sem kalla á ítarlega meðferð í rammaáætlun.
Kjarninn 11. september 2022
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason bað ráðuneyti um að skilgreina fyrir sig hamfarahlýnun
Í svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn þingmanns Miðflokksins segir að fyrirspurninni, um skilgreiningu á hugtakinu hamfarahlýnun, hefði ef til vill átt að beina til Stofnunar Árna Magnússonar, fremur en til ráðherra.
Kjarninn 10. september 2022
Náman eins og hún er í dag.
Vilja stækka og dýpka gjallnámu í Seyðishólum – Flutningabílar ferja efnið til Þorlákshafnar
Til stendur að vinna sama magn efnis úr gjallnámu í Seyðishólum í Grímsnesi á fimmtán árum og gert hefur verið síðustu 70 árin. Meirihlutinn yrði fluttur úr landi.
Kjarninn 10. september 2022
Varphænum hefur lengst af verið haldið í búrum en eftir að krafa var gerð um lausagöngu hafa pallakerfi tekið við.
Hyllir undir endalok búra í varphænubúskap – bringubeinsskaði gæti frekar aukist en hitt
Útlit er fyrir að búr muni „að mestu“ leggjast af á íslenskum varphænubúum um næstu áramót líkt og framlengdur frestur sem gefinn var á gildistöku reglugerðar þar um gerir ráð fyrir. Áratugur er síðan búr voru bönnuð í öðrum Evrópuríkjum.
Kjarninn 10. september 2022
Ásthildur Lóa Þórsdóttir þingmaður Flokks fólksins beindi fyrirspurn til fjármála- og efnahagsráðherra um áhrif hækkunar fasteignamats.
Næstum 2.800 manns hætta alfarið að fá vaxtabætur vegna hækkunar fasteignamats
Fasteignamat hækkar að meðaltali um 23,6 prósent um áramót og þá sömuleiðis eignastaða þeirra sem búa í eigin húsnæði. Það hefur þau áhrif að hátt í 2.800 manns hætta að fá einhverjar vaxtabætur, samkvæmt útreikningum fjármálaráðuneytisins.
Kjarninn 9. september 2022
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er sem fyrr forvitinn um fjárfestingu hins opinbera í hágæða almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu.
Ríkið fjármagnar 87,5 prósent samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins
Hlutur ríkisins í fjármögnun Borgarlínu og annarra uppbyggingarverkefna samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins nemur 87,5 prósentum. Uppreiknað m.v. byggingavísitölu í júlí er hlutur ríkisins í kostnaðaráætlun Borgarlínu 51,7 milljarðar króna.
Kjarninn 9. september 2022
Elísabet drotting á tíu punda seðlinum.
Hvenær fær kóngurinn Karl að prýða pundið?
Fjölmargt í daglegu lífi Breta minnir á Elísabetu drottningu eftir sjötíu ára valdatíð. Eftir andlát hennar er þegar hafinn undirbúningur að því að setja andlit hins nýja konungs, Karls III, á peningaseðla og mynt.
Kjarninn 9. september 2022
Það eru takmörk fyrir því hversu mikið er hægt að draga úr notkun á rafmagni og gasi, segja hagfræðingar.
Orkuverð rýkur upp úr öllu valdi í Danmörku
Gasreikningur danskra heimila gæti fjórfaldast og rafmagnsreikningurinn tvöfaldast ef fram heldur sem horfir. Orkukreppan í Evrópu bítur ríki ESB fast.
Kjarninn 8. september 2022
Elísabet II Englandsdrottning er látin, 96 ára að aldri.
Elísabet II Englandsdrottning látin
Elísabet II Englandsdrottning lést síðdegis, umkringd sinni nánustu fjölskyldu, í Balmoral-kastala í Skotlandi. Hún var 96 ára og var drottning í 70 ár, lengur en nokkur annar breskur þjóðhöfðingi. Karl Bretaprins tekur við krúnunni.
Kjarninn 8. september 2022
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fékk þær upplýsingar frá skrifstofu borgarstjórnar að hún þurfi ekki að skrá hluti eiginmanns síns í félögum sem fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa.
Eignir maka ná ekki til hagsmunaskráningar borgarfulltrúa
Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík leitaði til skrifstofu borgarstjórnar hvort henni bæri að skrá hlut eiginmanns síns í félögum sem fjárhagslega hagsmuni borgarfulltrúa. Skrifstofan mat að ekki væri þörf á því.
Kjarninn 8. september 2022
Gylfi Zoega er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og situr í peningastefnunefnd Seðlabankans.
Gylfi hefði aftur kosið meiri vaxtahækkun en Ásgeir lagði til
Rétt eins og við vaxtaákvörðunina í júnímánuði hefði hagfræðiprófessorinn Gylfi Zoega viljað sjá vexti Seðlabankans hækka meira undir lok ágústmánaðar en Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri lagði til og samþykkt var í peningastefnunefnd.
Kjarninn 8. september 2022