Sólveig Anna segir konur í ummönunarstörfum hafa staðið erfiðustu vaktirnar í faraldrinum.
Siðlaust að krefja alla um sömu hófsemd
Formaður Eflingar segir það eins ósvífið og hægt er að hugsa sér að krefja láglauna- og verkafólk að sýna stillingu í komandi kjarabaráttu eftir allt sem það gekk í gegnum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 28. ágúst 2022
Samsett mynd frá NOAA sem sýnir gervitunglamyndir af fellibyljunum sem geisuðu á Atlantshafi árið 2020. Þeir hafa aldrei verið fleiri.
Hvað varð um fellibyljina?
Það saknar þeirra enginn en margir eru farnir að velta vöngum yfir hvað orðið hafi af þeim. Af hverju þeir séu ekki komnir á stjá, farnir að ógna mönnum og öðrum dýrum með eyðingar mætti sínum, líkt og þeir eru vanir á þessum árstíma.
Kjarninn 27. ágúst 2022
Katrín fór um víðan völl í ræðu sinni og fjallaði meðal annars um kjarasamninga, vopnalöggjöf, jafnréttis- og lofslagsmál.
Ísland megi ekki glata stöðu sinni meðal fremstu ríkja í tekjujöfnuði
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ekki boðlegt að launahækkanir forstjóra fyrirtækja nemi allt að tvennum lágmarkslaunum og að allir hljóti að gera þá kröfu að atvinnurekendur sýni hófsemd í eigin kjörum og tali af ábyrgð.
Kjarninn 27. ágúst 2022
Áslaug Arna á skrifstofu í húsnæði Rastar á Hellissandi þar sem í fyrra var opnað samvinnurými.
Skrifstofuflakk Áslaugar mun kosta um milljón
Engir dagpeningar verða greiddir, Herjólfur tekinn til Vestmannaeyja og kostnaði við starfsaðstöðu haldið í algjöru lágmarki er háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra flytur skrifstofa sína um landið í haust.
Kjarninn 27. ágúst 2022
Um var að ræða auglýsingar í hlaðvarpsþættinum Þungavigtinni á Vísi.
Sýn braut gegn lögum um fjölmiðla með því að auglýsa áfengi og veðmálastarfsemi
Fjölmiðlanefnd hefur gert Sýn hf. að greiða eina milljón króna í sekt vegna brota gegn lögum um fjölmiðla með því að auglýsa Viking Lite og fatnað frá Coolbet.
Kjarninn 27. ágúst 2022
Samtök sem berjast gegn fátækt óttast hið versta ef ríkisstjórnin grípi ekki til róttækra aðgerða.
Orkureikningurinn mun hækka um 80 prósent – „Rýtingur í hjartað“
Reikningur fyrir rafmagn og kyndingu í Bretlandi gæti hæglega farið í allt að því milljón króna á ári að meðaltali vegna þrenginga á orkumarkaði. Stjórnvöld hafa brugðist við en þurfa að bæta verulega í til að koma í veg fyrir útbreidda fátækt.
Kjarninn 26. ágúst 2022
Það er orðið mun dýrara að skuldsetja sig til íbúðakaupa en það var fyrir nokkrum mánuðum síðan.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna ríður á vaðið og hækkar vexti á íbúðalánum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur tilkynnt að vextir á breytilegum óverðtryggðum lánum til sjóðsfélaga hans muni hækka frá 1. október í kjölfar nýjustu stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Hækkunin er umfram hækkun stýrivaxta.
Kjarninn 26. ágúst 2022
Jóhannes S. Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó bs.
Strætó í kröggum og telur sig þurfa 750 milljóna aukaframlag frá eigendum
Framkvæmdastjóri Strætó segir að til þess að geta sinnt nauðsynlegum fjárfestingum og náð sjálfbærum rekstri þurfi fyrirtækið um 750 milljóna króna aukaframlag til rekstursins á þessu ári frá eigendum sínum. Eigendafundur fer fram í byrjun september.
Kjarninn 26. ágúst 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Atvinnulausir þurfi ekki lengur að treysta á jólagjöf frá ríkisstjórninni
Með fyrirhuguðum breytingum á lögum um atvinnuleysistryggingar verður það ekki lengur háð ákvörðun ríkisstjórnar hvort atvinnuleitendur fái desemberuppbót. Réttur atvinnuleitenda til desemberuppbótar verður tryggður í lögum, ef frumvarpið fæst samþykkt.
Kjarninn 26. ágúst 2022
Allnokkrar tegundir sveppa sem vaxa í náttúrunni innihalda efnið sílósíbin, sem veldur ofskynjunaráhrifum.
Virka efnið í ofskynjunarsveppum virðist geta hjálpað áfengissjúklingum að ná bata
Sterkar vísbendingar eru uppi um að notkun sílósíbins geti, samfara samtalsmeðferð, hjálpað áfengissjúklingum að draga úr drykkju eða hætta að drekka. Ný bandarísk rannsókn á þessu hefur vakið mikla athygli.
Kjarninn 26. ágúst 2022
Zephyr Iceland vill reisa 8-12 vindmyllur, sem yrðu líklega 250 metra háar eða hærri, á Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit.
Afhentu sveitarstjórn 1.709 undirskriftir gegn vindorkuveri
Hvalfjarðarsveit gerir fjölmargar athugasemdir við matsáætlun Zephyr Iceland á áformuðu vindorkuveri á hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandarinnar. Hún samþykkti í vikunni einróma umsögn við matsáætlun fyrirtækisins.
Kjarninn 26. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Nú á að skila skýrslu ríkisendurskoðunar um bankasöluna í næsta mánuði
Þegar Ríkisendurskoðun tók að sér að gera stjórnsýsluúttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka ætlaði hún að skila skýrslu í júní. Síðan átti að skila henni fyrir verslunarmannahelgi. Svo í ágúst. Nú er hún væntanleg í september.
Kjarninn 26. ágúst 2022
Bílaeign er hvergi meiri í Bandaríkjunum miðað við íbúafjölda en í Kaliforníu
Stefnt á sölubann á nýjum bensín- og dísilbílum
Ef stjórnvöld í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum samþykkja að banna sölu á nýjum bílum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti þykir líklegt að fleiri ríki muni fylgja í kjölfarið.
Kjarninn 25. ágúst 2022
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Brim hagnaðist um 6,9 milljarða króna á fyrri helmingi ársins
Eigið fé Brims var 58,6 milljarðar króna um mitt þetta ár og markaðsvirði útgerðarrisans er nú um 189 milljarðar króna. Það hefur hækkað um 84 prósent frá því í september í fyrra. Í millitíðinni var úthlutað stærsta loðnukvóta í tvo áratugi.
Kjarninn 25. ágúst 2022
Kolaverin hafa verið ræst að nýju í Þýskalandi.
Kolaflutningar fá forgang í þýskum járnbrautarlestum
Þýska ríkisstjórnin hefur samþykkt að kolaflutningar fái forgang í járnbrautarlestum landsins. Stjórnvöld hafa stefnt að því að hætta brennslu kola en stríðið í Úkraínu hefur haft mikil áhrif á þau áform.
Kjarninn 25. ágúst 2022
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- og efnahagsráðherra.
Framsóknarflokkurinn rétt rúmu prósentustigi minni en Sjálfstæðisflokkur
Sósíalistaflokkurinn mælist næstum jafn stór og Vinstri græn í nýrri könnun. Sameiginlegt fylgi Pírata og Samfylkingar mælist nú jafn mikið og sameiginlegt fylgi þeirra beggja og Viðreisnar var í kosningunum í fyrrahaust.
Kjarninn 25. ágúst 2022
Allir valkostirnir frá Héraði að göngunum myndu fara um gamlan og þéttan birkiskóg. Hér er sýndur hluti norðurleiðar.
Vegaframkvæmdir á Héraði munu valda „mjög miklu og óafturkræfu raski“ á gömlum birkiskógi
Aðalvalkostur Vegagerðarinnar á veglínu á Héraði að gangamunna Fjarðarheiðarganga myndi valda mestu raski allra kosta á skógi og votlendi. Birkitrén eru allt að 100 ára gömul og blæaspir hvergi hærri á landinu.
Kjarninn 25. ágúst 2022
Hér sjást Bernhard Esau (t.v.) og Tamson Hatuikulipi (t.h.) ráðfæra sig við lögmann sinn.
„Fitty“ segist ekki hafa beðið tengdapabba um að redda Samherja kvóta í Namibíu
Tengdasonur fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu mætti aftur fyrir dóm í Namibíu í dag og hafnaði því þar að fjölskyldutengsl hans við ráðherrann hefðu verið það sem réði því að hann var fenginn til ráðgjafarstarfa fyrir Samherja í landinu.
Kjarninn 24. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Byggðarráð Skagafjarðar geldur varhug við því að héraðsdómstólum verði fækkað í einn
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni. Skagafjörður leggst að óbreyttu gegn áformunum.
Kjarninn 24. ágúst 2022
Konráð ráðinn tímabundið sem efnahagsráðgjafi Samtaka atvinnulífsins
Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis, hefur verið ráðinn tímabundið til SA sem efnahagsráðgjafi. Hann mun jafnframt setjast í samninganefnd samtakanna fyrir komandi kjarasamningaviðræður.
Kjarninn 24. ágúst 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar.
Þorgerður segir „ógn við lýðræðið“ hafa falist í skilaboðum frá framkvæmdastjóra SFS
Formaður Viðreisnar segir að „ógn við lýðræðið“ felist í þeim skilaboðum frá framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi að það hafi verið „sérkennilegt“ af fréttastofu Stöðvar 2 að ræða við hana í síðustu viku um samþjöppun í sjávarútvegi.
Kjarninn 24. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækkaðir um 0,75 prósent – Hafa ekki verið hærri í sex ár
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti upp í 5,5 prósent. Þeir hafa nú hækkað um 4,75 prósentustig frá því í maí í fyrra, en eru enn langt undir verðbólgunni.
Kjarninn 24. ágúst 2022
Næturstrætó fer úr miðborginni um nánast um allt höfuðborgarsvæðið, en síðustu vagnarnir rúlla af stað úr miðborginni laust fyrir kl. 4 á laugardags og sunnudagsmorgnum.
Fjórtán til sextán farþegar að meðaltali í hverjum næturstrætó
Notkun næturstrætó er þokkaleg, en þó er farþegafjöldinn undir væntingum, að sögn fyrirtækisins. Næturaksturinn hófst að nýju um helgar í júlí en ákveða á í september hvort honum verði haldið áfram.
Kjarninn 24. ágúst 2022
Hreinn Loftsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Áslaug Hulda Jónsdóttir.
Hreinn tímabundið aðstoðarmaður ráðherra á ný og Áslaug Hulda fær fastráðningu
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur haft fjóra aðstoðarmenn á þeim tæpu níu mánuðum sem liðnir eru frá því að ný ríkisstjórn tók til starfa. Hreinn Loftsson, sem var aðstoðarmaður Jóns Gunnarssonar í tvær vikur í desember, er mættur aftur til starfa.
Kjarninn 23. ágúst 2022
Hópur hælisleitenda, m.a. barnafjölskyldur, koma til hafnar í Dover eftir förina yfir Ermarsundið.
Aldrei fleiri hælisleitendur yfir Ermarsundið á einum degi
Tæplega 1.300 hælisleitendur sigldu yfir Ermarsundið í gær á smáum bátum. Aldrei hafa fleiri freistað þess að komast þessa leið til Bretlands á einum degi.
Kjarninn 23. ágúst 2022
Egilsstaðabúið stendur við Lagarfljót. Þar er bæði kúabú og ferðaþjónusta.
„Mun skera land okkar í sundur“
Bændur á Egilsstaðabúinu og Egilsstöðum II gera ýmsar athugasemdir við þá leið sem Vegagerðin vill fara með veg að áformuðum Fjarðarheiðargöngum. Vegurinn myndi fara um jarðir þeirra og setja búrekstur í uppnám.
Kjarninn 23. ágúst 2022
Axioma er sannkallað lúxusfley.
Fyrsta lúxussnekkjan boðin upp eftir innrás Rússa
Snekkja sem rússneski auðmaðurinn Dmitrí Pumpianskí átti verður seld á uppboði í vikunni þar sem hann hafði ekki greitt af láni til JPMorgan Chase & Co.
Kjarninn 23. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Segir óbreytt ASÍ ekkert nema uppvakning sem þurfi að „kveða í gröfina“
Sólveig Anna Jónsdóttir segir verk að vinna í baráttunni við auðstéttina og sérhagsmunaöflin. Eina vopnið sem geti leitt til árangurs séu verkföll eða hótun um beitingu þeirra. Hún vill að verkalýðshreyfingin nýti lífeyrissjóðina í þágu sinna markmiða.
Kjarninn 22. ágúst 2022
PLAY tapaði 3,6 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins
Flugfélagið Play hefur tapað 6,5 milljörðum króna frá byrjun síðasta árs. Starfsemin komst fyrst í fullan rekstur í júlí og félagið spáir þvi að það sýni jákvæða rekstrarafkomu á síðari hluta yfirstandandi árs.
Kjarninn 22. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum á meðan hraunið rann þar enn stríðum straumum. Með ákvörðun sem tekin var 9. ágúst var börnum yngri en 12 ára meinað að ganga upp að gossprungunni.
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist hafa horft til hagsmuna varnarlausra barna
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir í svari til umboðsmanns Alþingis að nauðsynlegt hafi verið að bregðast við hættuástandi með því að banna börnum yngri en 12 ára að ganga upp að gosstöðvunum í Meradölum.
Kjarninn 22. ágúst 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Stefán skipaður ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Guðlaugs Þórs – Staðan ekki auglýst
Ráðuneytisstjórinn í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti hefur ráðið sig til starfa hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Ráðherra hefur þegar skipað næsta ráðuneytisstjóra á grundvelli laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.
Kjarninn 22. ágúst 2022
Útlendingastofnun tilkynnti um breytt verklag varðandi afgreiðslu umsókna einstaklinga frá Venesúela um vernd hér á landi undir lok árs 2021. Þær breytingar virðast hafa verið heldur haldlitlar.
Flóttamenn frá Venesúela fá vernd í hrönnum eftir úrskurð kærunefndar útlendingamála
Á þeim rúma mánuði sem er liðinn frá því að kærunefnd útlendingamála felldi úr gildi niðurstöðu Útlendingastofnunar í máli einstaklings frá Venesúela hefur um 100 manns frá Venesúela verið veitt viðbótarvernd. Rúmlega 300 mál bíða enn afgreiðslu.
Kjarninn 22. ágúst 2022
Þau þrjú efstu á lista VG fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar sjást hér á mynd. Íris Andrésdóttir sem sat síðasta borgarráðsfund fyrir flokkinn var í 4. sæti á lista í vor.
Vinstri græn lýsa yfir efasemdum um nýja eigendastefnu borgarinnar
Vinstri græn í Reykjavík segja það vera „tilraunarinnar virði“ að skipa tilnefningarnefnd til þess að skipa stjórnir fyrirtækja borgarinnar, en telja aðferðafræðina geta skapað þrýsting á aukna einkavæðingu grunnþjónustuverkefna.
Kjarninn 21. ágúst 2022
Í vel á fjórða áratug hafa stjórnvöld haft það á stefnuskrá sinni að bæta samgöngur til og frá Seyðisfirði með jarðgöngum.
Göng frá Seyðisfirði til Norðfjarðar „mun hyggilegri“
Eðlilegra og farsælla væri að gera jarðgöng milli Seyðisfjarðar og Norðfjarðar en að ráðast í Fjarðarheiðargöng að mati Samgöngufélagsins sem rýnt hefur í allar áætlanir stjórnvalda og Vegagerðarinnar um málið.
Kjarninn 21. ágúst 2022
Sprengigos varð í eldfjallinu Hunga Tonga í Kyrrahafi um miðjan janúar.
Heimsbyggðin illa undirbúin fyrir hamfaragos – Rannsóknir í Kröflu gætu skipt sköpum
Að hægt verði að draga úr sprengikrafti eldgoss kann að hljóma ógerlegt. En það gerðu líka hugmyndir um að breyta stefnu loftsteina sem talið er mögulegt í dag. Bora á niður í kviku Kröflu í leit að svörum.
Kjarninn 20. ágúst 2022
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, og Gunnar Einarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, þénuðu mest allra borgar-, bæjar- og sveitarstjóra í fyrra.
Laun 30 dýrustu bæjarstjóranna voru samtal 698 milljónir króna í fyrra
Alls eru 64 sveitarfélög á landinu eða eitt sveitarfélag fyrir hverja tæplega sex þúsund íbúa landsins. Þorri þeirra er með færri en tvö þúsund íbúa. Alls voru 100 sveitarstjórnarmenn með yfir eina milljón á mánuði í fyrra.
Kjarninn 20. ágúst 2022
Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar, segir sveitarstjórna ekki hafa tekið afstöðu til byggingar vindorkuvers á Brekkukambi.
Taka ekki afstöðu til vindorkuversins fyrr en stefna stjórnvalda liggur fyrir
Fulltrúar vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland hafa ekki verið í beinum samskiptum við sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar. Engu að síður hefur fyrirtækið auglýst matsáætlun fyrir vindorkuver á hæsta fjalli Hvalfjarðarstrandar.
Kjarninn 20. ágúst 2022
Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, á kynningarfundi á uppgjöri félagsins í gær.
Hluthafafundur Síldarvinnslunnar samþykkti kaupin á Vísi
Hlutabréf í Síldarvinnslunni hafa rokið upp á síðustu vikum. Sá hlutur sem systkinin úr Grindavík sem eiga Vísi í dag munu fá fyrir að selja útgerðina til Síldarvinnslunnar hefur hækkað um 3,7 milljarða króna í virði á rúmum mánuði.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt í Iðnó í dag.
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Ný náma í Þrengslum: 222 vörubílaferðir á dag
Til að flytja Litla-Sandfell úr landi, mulið og tilbúið í sement, þyrftu vöruflutningabílar að aka 16 ferðir á klukkustund milli námunnar og Þorlákshafnar ef áform fyrirtækisins Eden Mining verða að veruleika. Kötluvikri yrði að hluta ekið sömu leið.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Drífa Snædal, fyrrverandi forseti ASÍ.
Tæpur helmingur treystir Drífu best til að leiða ASÍ – Sagði af sér fyrir níu dögum
Á meðal þeirra sem stóðu að könnun á því hverjum almenningur treystir best til að leiða ASÍ er fyrrverandi mótframbjóðandi Sólveigar Önnu Jónsdóttur um formennsku í Eflingu. Rúmur fimmtungur vill sjá Ragnar Þór Ingólfsson sem forseta.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022